Dagur - 27.04.1999, Side 1
I
Iimflytj endur
stofna samtök
Guðjón Atlason og Annie kona hans. Hún
hefur ótímabundið dvalarleyfi en var synjað
um atvinnuleyfi. Þau hafa kært úrskurð
Vinnumálastofnunar og félagsmálaráðu-
neytisins til Umboðsmanns Alþingis.
Iimíly tj enilafj ölskyld-
ur stofna samtök. Eng-
inn skUniiigur á stöðu
okkar, segir Guðjón
Atlason. Synjun á at-
vinnuleyfi kærð til Um-
boðsmanns Alþingis.
„Við stefnum að þvf að halda
stofnfund í næsta mánuði, en þess
má geta að fyrirfram eru stofnfé-
lagar orðnir 50 og því ljóst að und-
irtektir eru góðar, enda um brýn
hagsmunamál að ræða fyrir alla
útlendinga á íslandi," segir Guð-
jón Atlason í samtali við Dag, en
hann er kvæntur erlendri konu og
hefur leitt undirbúningsstarf að
stofnun samtaka fyrir umbótum á
stöðu útlendinga á Islandi.
Flestir af þessum 50 tilheyra
svokölluðum innflytjendafjöl-
skyldum, þar sem Islendingur er
giftur erlendum ríkisborgara, sem
flust hefur til landsins. „I flestum
tilvikum eru útlendingar af-
greiddir sem einn hópur, en
síðan eru dregnir út með
sérumfjöllun og sérkjörum
hópar eins og flóttafólk,
EES-borgarar, pólitískir
hælisleitendur, farand-
verkafólk og fleiri. Venju-
legir innflytjendur eru hins
vegar meðhöndlaðir eins og
farandverkafólk með glímu
við alls kyns pappírsvinnu
og reglugerðir frá tveimur
eða fleiri ráðuneytum, sem
flækist fyrir því að þetta fólk
getur lifað eðlilegu lífi í
þessu landi sem það hefur
kosið að búa í. Það verður
stærsta baráttumál samtak-
anna að beijast fyrir því að dvalar-
og atvinnuleyfi sameinist í eitt
leyfi. Við viljum nýja og sam-
ræmda innflytjendalöggjöf undir
einu ráðuneyti og í einfaldleika
sínum viljum við að þjóðfélagið
viðurkenni að hér sé til töluverður
hópur Ijölskyldna, þar sem ekki
hafa allir íslenskt ríkisfang," segir
Guðjón.
Kært til Unihoðsiiianns
Alþingis
Guðjón segir að innflytjendafjöl-
skyldur hafi „flestar lent í því að
reyna að sannfæra starfsfólk
skrifræðisins um að við sjálf, mak-
ar okkar, foreldrar, böm og syst-
kini séu bara alls ekkert farand-
verkafólk né ótaldir útlendingar á
nokkum hátt, heldur íbúar þessa
lands. Það renna á mann tvær
grímur þegar maður uppgötvar að
engin lög eru til um okkur og eng-
inn, alls enginn skilningur er á
stöðu okkar hjá stjórnvöldum.
Þvert á móti er gríðarleg mótstaða
gegn okkur í kerfinu öllu, sem ein-
kennist af geðþóttaákvörðunum
starfsfólks stofnana, sem hefur
mjög svo misgóðar forsendur til að
úrskurða um mál sem okkar, mál
sem eru svo mikilvæg að þau
ákvarða á stundum ekki bara
framtíð okkar og velferð heldur líf
og örlög fólks,“ segir Guðjón, sem
hélt erindi á fundi hjá Samfylking-
unni um helgina um þessi mál.
Hann segir álag á innflytjenda-
fjölskyidur mikið þar sem það velt-
ist um með umsóknir til verkalýðs-
félags, útlendingaeftirlits, Vinnu-
málastofnunar eða ráðuneytis og
eru dæmi úm að innflytjendafjöl-
skyldur hafi ekki staðist þetta álag.
Guðjón og kona hans Annie hafa
kært til Umboðsmanns Alþingis
synjun Vinnumálastofríunar á at-
vinnuleyfi fyrir Annie og staðfest-
ingu félagsmálaráðuneytisins á
synjuninni. — FÞG
Greið leið
að tóbakmu
I könnun sem ITR, lögreglan og
Tóbaksvarnanefnd efndu til um
síðustu mánaðamót kom í ljós að
unglingar gátu i 2 tilfellum af 3
keypt sér tóbak í verslunum borg-
arinnar, þvert á lög og reglur um
að óheimilt sé að selja eða af-
henda yngri en 18 ára tóbak. Slá-
andi munur er á útkomu verslana
eftir hverfum.
Starfsmenn ITR voru á ferð
ásamt unglingum í 125 verslun-
um borgarinnar og gátu ungling-
amir keypt tóbak í 85 þessara
verslana. Hæst voru hlutföllin í
34 verslunum í Sundahverfi og
Hlíðahverfi, þar sem lög voru
brotin i 31 þeirra eða 91 % þeirra.
Hlutfallið var 76-79% í verslun-
um Breiðholts og Arbæjar, en
lægst var það í verslunum Selja-
hverfis (17%), Bústaðahverfis
(42%) og Grafarvogs (50%).
Það er einmitt í þessum hverf-
um með lægstu hlutföllin sem fé-
lagsmiðstöðvar ÍTR hafa efnt til
átaks, þ.e. farið með áróður í
verslanir auk fleira. — FÞG
Börnin í Laugarnesskóla létu ekki sitt eftir liggja til að fegra umhverfi sitt í gær. Þau hreinsuðu rusl fyrir framan
skólann sinn og var það vel við hæfi í kjölfar nýliðins umhverfisdags. - mynd: teitur
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis-
ráðherra, segir 2-300 ný störf
verða til með starfsemi miðlægs
gagnagrunns.
Gagnagruimur
skapar 2-300
ný störf
Ingibjörg Páimadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra, segir að
með tilkomu miðlægs gagna-
grunns verði til 2-300 ný störf og
þau verði hægt að vinna út um
land, alveg eins og á höfuðborg-
arsvæðinu enda um tölvuvinnslu
að ræða.
„Kári Stefánsson hefur sagt að
hægt verði að dreifa þessum nýju
störfum út á land, þar sem íyrst
og fremst er um að ræða inn-
færslu upplýsinga á tölvur og það
skipti ekki máli hvar þau séu
unnin. Nú þegar starfa um 250
manns hjá Islenskri erfðagrein-
ingu og hér væri þvf um aðra
eins viðbót að ræða. Og það er sá
aðili sem fær leyfið til að setja
upp miðlægan gagnagrunn sem
mun standa straum af kostnaði
við þessi störf,“ segir Ingibjörg.
Ekkert nýtt
Alþjóðasamtök lækna hafa sem
kunnugt er tekið undir með
Læknafélagi Islands og ályktað
gegn gagnagrunninum. Ingibjörg
segir ekkert nýtt hafa komið
fram hjá alþjóðasamtökunum. „I
sjálfu sér kom ekkert á þessum
fundi Alþjóða læknasamtakanna
okkur á óvart. Það kom enda
ekkert nýtt fram,“ sagði hún.
Ingibjörg telur ekki ástæðu til
að ætla að gagnagrunnurinn og
andstaðan gegn honum erlendis
geti skaðað Islendinga að ein-
hverju leyti. „Nei það tel ég alls
ekki vera. Eg hefði aldrei lagt
fram lagafrumvarpið að gagna-
grunni á heilbrigðissviði ef ég
hefði talið það geta skaðað okk-
ur. Mér var það hins vegar alltaf
ljóst að um gagnagrunninn væru
skiptar skoðanir og ekkert við því
að segja,“ sagði Ingibjörg Pálma-
dóttir. - S.DÓR