Dagur - 27.04.1999, Qupperneq 2
2 - FÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
FRETTIR
Friðrik Ólafsson stórmeistari hefur ekki gert mikið afþví að tefia undanfarin ár en nú hefur hann tekið að sér að sitja í 3 manna
nefnd tii að hafa umsjón með fyrirhuguðu einvígi Kasparovs og Anand.
Friðrik í stjóm
skákeinvígisms
Búið er að ákveða einvígi
tveggja sterkustu skák-
maima heims þeirra
Garry Karparovs og Vishy
Anans og er Friðrik Ólafs-
son í þriggja manna eftir-
litsnefnd með einvíginu.
Friðrik Olafsson, skrifstofustjóri Al-
þingis og fyrrum forseti FIDE, hefur
verið vaíinn í þriggja manna nefnd
sem á að hafa yfir umsjón með heims-
meistaraeinvígi í skák seinna á þessu
ári milli tveggja stigahæstu skákmanna
heims, en það eru Garry Kasparov og
Vishy Anand.
Sem kunnugt er klofnaði FIDE fyrir
nokkrum árum og Kasparov stofnaði
þá stórmeistarasamband. Hann hefur
aldrei tapað HM titlinum, sem hann
vann áður en FIDE klofnaði. Karpov
er nú kallaður heimsmeistari FIDE en
sambandið er í hálfgerðri upplausn og
enginn veit hvernig þau mál öll enda.
Friðrik Óiafsson sagði í samtali við
Dag að hann hefði verið beðinn um að
koma í þessa eftirlitsnefnd en með
honum í henni eru Bassel Kok, þekkt-
ur belgískur skákfrömuður og WiIIiam
Wirth en hann er Svisslendingur og
hefur verið aðal skipuleggjandi
þekktra skákmóta sem haldin eru í
Biel í Sviss.
Há verðlaun.
Friðrik segir að enn hafi ekki verið
ákveðið hvar einvígið fer fram. Hins
vegar hefur Serge Grimaux, kanadísk-
ur umboðsmaður skemmtikrafta,
þeirra á meðal Rolling Stone hljóm-
sveitarinnar, ákveðið að leggja fram 3
milljónir dollara í verðlaunafé. Sigur-
vegarinn fær 2 milljónir en sá er tapar
1 milljón dollara.
Friðrik Ólafsson segir að menn séu
orðnir mjög óþolinmóðir að fá að sjá
tvo bestu skákmenn veraldar tefla.
Karpov sem er FIDE heimsmeistari sé
ekki hátt skrifaður í skákheiminum
um þessar mundir.
„Það gengur hvorki né rekur hjá
FIDE að leysa sín vandamál og hefur
starfsemi þess að mestu legið niðri
undanfarið. Mér skilst að vísu að unn-
ið sé að því að koma á einhverri und-
anrásakeppni á vegum FIDE í Las
Vegas í sumar, en veit í raun ekkert
meira um það mál,“ sagði Friðrik.
Yflrburða skákmenn
Friðrik segir að það sé Bessel Kok sem
eigi hugmyndina að því að koma þessu
einvígi Karparovs og Anands á svo að
heimurinn geti fengið að fylgjast með
tveimur bestu skákmönnum heims að
tafli. Enginn dragi það í efa að þeir séu
bestu skákmenn heims um þessar
mundir.
Það var Bessel Kok sem leitaði til
Friðriks og bað hann að koma í þessa
eftirlitsnefnd. Það er ekki bara að
Friðrik hafi á sinni tíð verið einn besti
skákmaður heims, heldur var hann
eins og menn vita forseti FIDE og hef-
ur oftar en einu sinni sinnt yfirstjórn
sterkra skákmóta og einvíga. -S.DÓR
FRÉT TA VIÐTALIÐ
Svanur Kristjánsson stjóm-
málafræðingur gaf Samfylk-
ingunni góð ráð í Degi um
helgina og benti þeim á að rétt
væri að tefla alþýðuhetjmmi
Jóhönnu Sigurðardóttur
meira fram til að auka fylgið
sem hefur verið heldur á nið-
urleið ef marka má skoóana- Jóhanna
kannanir. í heita pottinum er Sigurðardóttir.
fullyrt að forvígismenn Sam-
fylkingarinnar hafi haldið ftmd á föstudaginn um
einmittþetta efni. Pottormarbúast við að sjá ogheyTa
meira frá Jóhönnu það sem eftir cr fram að kosning-
um en Jiingað til.
Sagt var frá því í Degi í vikunni að starfsmenn RÚV
væm óánægðir með ráðningu Vilhclms G. Kristins-
sonar í stöðu fréttaþular frá og með 3. maí. I pottin-
um var af þessu tilefni rifjað upp að Starfsmannafélag
RÚV væri með ráðningu Halldóru Ingvarsdóttur lyrir
Umboðsmanni Alþingis, þar sem kært var að mann-
eskju með tilskilið háskólapróf, Margréti Oddsdótt-
ur, var vikið til hliðar iyrir Hálldóru, sem aðeins
liefði sótt endurmenntunamámskeið. í pottinum
þótti mömium ljóst hvemig á því stæði að hún hreppti
hnossið. Hún er nefnilega mágkona Davíðs Oddsson-
ar.
í hcita pottinum cr talsvcrt
rætt um útnefningu bókar
aldarinnar. Eins og við var að
búast og verðskuldað þykir
trónir nóbelsskáldið Halldór
Laxness á toppnum með Sjálf-
stætt fólk en ýmislegt annað á
listanum þykir skiýtið m.a.
fjarvera margra helstu skáld-
jöfra þjóðarimiar. Þátttakan í
valiuu var ekkert til að hrópa
húrra yfir eða 3500 manns ogupplýst hefiu verið að
um helmhigur hafi vcrið höm og unglingar. Það skýr-
ir ýmislegt en í pottinum cr sagt að þama hafi skollið
hurð næni hælum hjá bókaþjóðinni. Eða hvemig
hefði upplitið verið á bókaþjóðimú ef t.d. Blautir
Halldór Laxness.
Þóróur
Halldórsson
fomiaðurFélags framleiðettda í
lífrænum búskap.
Staða bænda sem stunda
lífræna ræktun eróviss.
Stuðningurog leiðbeiningar
eru afskomum skammti og
andstaða í búgreinafélögum.
Nærri 40 framleiðendur eru
með lífræna vottun.
Glapræði að stnnda
lífræna ræktun hér
- Hver er staða lífrænnar ræktunar innan
landbúnaðarketfisins?
„Hún er náttúrulega alveg jafn óviss eins
og venjulega. Það sem hefur gerst er fyrst
og fremst það að Alþingi hefur samþykkt
tvær ályktanir. Annarsvegar ályktun sem
samþykkt var í júní í fyrra um að unnið
skuli að því að búa til einhverskonar stuðn-
ings- eða styrktarkerfi til aðlögunar vegna
þess að fyrstu árin eru alltaf erfiðust. I síð-
asta mánuði samþykkti Alþingi að öll mat-
vælaframleiðsla á Islandi skyldi vera í takt
við sjálfbæra þróun. Þótt þetta sé almennt
orðað sagði einnig í þessari ályktun eitthvað
á þá leið að efla skyldi líka lífræna ræktun.
A síðasta Búnaðarþingi var ennffemur sam-
þykkt ályktun í svipuðum stíl um að unnið
skyldi að því að efla stuðning við bændur
sem vildu fara út í lífræna ræktun. í sfðasta
búnaðarsamningi voru meira að segja
eyrnamerktir nokkrir liðir sem eru ein-
göngu fyrir lífræna geirann."
- Eins og hverjir?
„Það var í endurrækt á landi og þar mfeð
talin garðlönd. Það var einnig fyrir ylrækt
og síðan í beitingarnýtingu, landnýtingu og
beitarstjórnun. Þetta er 5 ára samningur.
Fjárhæðirnar sem þessir liðir fá byrja eitt-
hvað í 5 milljónum króna á ári og enda síð-
an í 8 milljónum."
- Hvar liggur sóknin í lífrænni ræktun?
„Hún er nú eiginlega hvergi í dag. Við
sem erum í þessu hvetjum einfaldlega eng-
an til að fara út í þetta vegna þess að það er
glapræði við þessar aðstæður. Það er eng-
inn stuðningur og nær engin leiðbeininga-
þjónusta. í það minnsta er hún mjög tak-
mörkuð. Það er ráðunautur hjá Bændasam-
tökunum sem starfar á almennum nótum
og er alls ekki búgreinatengdur. Þar vantar
því alla leiðbeiningaþjónustu og þeir bænd-
ur sem stunda lífræna ræktun gera það af
eigin hyggjuviti."
- Hvað eru þeir margir sem stunda
þessa tegund húskapar?
„Það er búið að votta 38 aðila sem eru
um nær allt land. Þetta eru um 30 bændur
og nokkur vinnslufyrirtæki. Félagsmenn í
okkar félagi eru um 25. Það er auðvitað
miður að það skuli ekki allir vera innan okk-
ar raða. Við vitum að slagkraftur okkar
eykst eftir því sem við verðum fleiri. Viðhorf
lífrænnar ræktunar á hinsvegar ekki uppá
borðið í búgreinafélögunum þar sem við
erum allir félagsmenn. Þar eru menn að
hugsa um allt aðra hluti vegna stöðunnar í
landbúnaðinum. Hefðbundinn búskapur er
aðþrengdur og menn horfa ekkert uppá það
að ætla að ráðast í enn eina tilraunina í
þeim efnum. Þessi staða stendur í veginum
fyrir sókn í lífrænni ræktun. Hjá okkur eru
bændurna í sauðfé, mjólkurframleiðslu,
grænmetisræktun og ylrækt. Þama eru líka
grasasöfnunaraðilar og einnig blóma- og
trjáplönturæktendur. Þetta eru því enn sem
komið er fáir aðilar og þróunin f þessu er
lítil. Það er fyrst og fremst vegna þess að
stuðningur við lífræna ræktun er svo tak-
markaður. Þrátt fyrir þetta stöndum við
frammi fyrir því að frá Englandi er komin
pöntun á 200 tonnum af lambakjöti. Við
erum kannski að senda einhver 200 tonn á
fjórum til fimm árum og við eigum kannski
einhver 10-15 tonn sem eru til og hægt er
að ganga að.“ -grh