Dagur - 27.04.1999, Qupperneq 5

Dagur - 27.04.1999, Qupperneq 5
 ÞRIÐJUD AGV R 27. APRÍL 1999 - S FRÉTTIR L Gríðarlegt gagnatap Svartur dagur var hjá tölvunotendum um allt land í gær þegar tölvuveiran CIH1003 stakk sér niður af krafti. Óljóst er hve mikið tjón hefur orðið á tölvubúnaði landsmanna en gagnatapið er verulegt og verður í einhverjum tilfellum erfitt að bæta skaðann. Fagmenn spá því að hundruð notenda hafi orðið fyrir búsiíjum á Islandi í gær. „Við höfum ekki lent í öðru eins ástandi út af vírusum frá því að JM-vírusinn var að taka sín fyrstu skref," segir Atli Már Egilsson, sérfræðingur hjá Tæknivali á Akureyri. Hann segir vírusinn virka með tvennum hætti. Annars vegar taki hann gögn á harða diskinum og skrifi yfir þau þannig að mjög erfitt sé, ef ekki ómögulegt að ná þeim aftur. Hins vegar hafi vírusinn virkað þannig á nýlegar vélar að Friðrik Skútason. svokallaðir BlOS-kubbar eyðileggist. „Við erum aðallega að tala um gagnatjón. Tjón á vélunum hjá okkar kúnnum virðist mun minna en gagnat- apið. Menn eru að tapa rosa- Iegum gögnum,“ segir Atli Már. „Þetta er alversti vírusdagurinn til þessa,“ segir Friðrik Skúlason, sérfræðingur í vírusum. Hann segir ljóst að hundruð tölva hafi laskast í gær. Einkum minni fyrirtæki og einstaklingar en stærri aðilar hafí vit á að verja sig gegn svona áföllum, t.d. með afritun og eftirliti með vírusum. Friðrik segist vita um eitt fyrirtæki sem hafi gjörsamlega lamast í gær en mjög var mis- munandi eftir Iöndum hver áhrifin urðu. A Möltu ríkti neyðarástand en t.d. í Japan Iöskuðust aðeins örfáar tölvur. - BÞ Ræstingafólk í skólum borgarinnar efnir til baráttufundar á morgun. Ræstinga- fólk í bar- áttuhug Ræstingafólk í grunnskólum borgarinnar, félagsfólk í Eflingu, efnir til baráttufundar í Kiwanis- salnum við Engjateig á morgun til að ræða stöðu sína vegna skólaliðamálsins svokallaða, en þessir félagar í Eflingu hafa verið að missa ræstingarnar yfir til svo- kallaðra skólaliða innan Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Sú ráðstöfun að búa til starfs- heitið skólaliði og fela þessum fé- lagsmönnum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar ræstingar í grunnskólum hefur verið staðfest af Félagsdómi sem lögmæt og er mikil óánægja með það innan Eflingar, en þó einkum meðal ræstingafólks. Erla Kristjánsdótt- ir, starfsmaður Breiðagerðis- skóla, sem verður frummælandi á fundinum, segir að sínir félagar séu reiðir vegna þessarar tilraun- ar sem hófst í þremur skólum og mun senn ná til 12 skóla. „Laun okkar hafa verið mjög Iág og þeg- ar ræstingarnar voru teknar af okkur er ekki lengur möguleiki að bæta launin upp með ræsting- um. Við höfum misst mikið með þessum óréttvísa dómi Félags- dóms. Þessu var skellt á okkur með afar einstrengingslegri fram- kvæmd og það af fólki sem telur sig vera verkalýðssinnað. Síðan hefur verið dregin upp glans- mynd af þessu, en ég fullyrði að það er enginn sparnaður af þessu, heldur þvert á móti sóun,“ segir Erla. - fþg Nei við NATO Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð mótmælir stuðningi stjórn- valda við nýja hernaðarstefnu NATO. Samkvæmt henni ætlar NATO framvegis að taka sér sjálfdæmi til hernaðaríhlutunar utan landssvæða þess. Hreyfíng- in vekur sérstaka athygli á stuðn- ingi Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra við þessa nýju stefnu. Að hans mati ber NATO engin skylda til að taka mið af starfí og ákvörðunum Oryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna - GRH Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaidir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1998: Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Sameinaði Lífeyrissjóðurinnn Fáir þú ekki yfirlit en dregið hefur verið ef launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðasjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs lausna vegna gjaldþrota, skulu lausnþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitanda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja iífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir rétttin- dum á grundvelli iðgjalda þessara að því merki sem þau fást greidd, enda hafa lífeyrissjóðnum ekki verið kun- nugt um iðgjaidakröfuna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.