Dagur - 27.04.1999, Síða 7

Dagur - 27.04.1999, Síða 7
T^ur ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Saimgiml BALLPÓR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA SKRIFAR Við ný aldamót er staða íslend- inga meðal þjóða heims mjög góð og möguleikar okkar til að ná enn betri árangri eru miklir verði rétt á málum haldið. Sú merkilega staða er þó uppi í íslensku samfélagi að nokkur mál sem afar miklu skipta falla ekki undir þær pólitísku megin- iínur um hægri, vinstri og miðju heldur liggja þvert á þessar línur og allir flokkar eru sammála um að víðtækri sátt verði að ná um lausn þeirra. Allir stærstu flokkarnir hafa lagt áherslu á orðin sátt og sann- girni í þessu efni, enda eru þessi mál þannig að vandinn sjálfur tengist ósætti og ranglæti í hug- um fólks. Vandasom mál Hér er um afar vandasöm og stundum flókin mál að ræða og því er auðvelt að skapa tor- tryggni og togstreitu milli manna, byggðarlaga og hópa í þjóðfélaginu með óvönduðum málflutningi, upphrópunum og yfírboðum. Mér sýnist á málflutningi frambjóðenda í þessari kosninga- baráttu að þrátt fyrir töluverða spennu sem ávallt fylgir kosning- um hafi flokkar einsett sér að taka af ábyrgð og málefnalega á þessum málaflokkum. Enginn virðist ætla að falla í þá gryfju að grafa sig niður í skotgrafir sem ekki verður komist uppúr að kosningum loknum. Aherslu- munur er þó nokkur sem eðlilegt verður að teljast. Kvótakerfid Á árunum upp úr 1980 blasti hrun við íslenskum sjávarútvegi. Þar sem hann er undirstaða alls efnahagslífs í landinu var ástandið mjög alvarlegt og fram- tíðarhorfur þjóðarinnar dökkar. Augljóst var að takmarka varð sókn í minnkandi fiskistofna og ná fram betri nýtingu. Kvóta- kerfið var sett á með þessi sjón- armið í huga. Allir stjórnmálaflokkar sem fulltrúa hafa átt á Alþingi síðan hafa borið ábyrgð á þessu kerfí í lengri eða skemmri tíma, nema Kvennalisti. Aldrei hefur verið vilji til að leggja það niður og þá ekki heldur, þegar Framsóknar- flokkurinn var utan ríkisstjórnar á árunum 1991-1995. Menn geta hver fyrir sig gert úttekt með því að skoða umfjöll- un þá og nú, um stöðu sjávarút- vegs í dag og árin áður en kvóta- kerfið var sett á. Á kerfinu eru hins vegar gallar og þeir helstir að mikill og óeðlilegur hagnaður verður eftir hjá þeim sem eru að hætta í greininni og selja veiði- heimildir sínar. Við framsóknarmenn viljum endurskoða skattareglur um söluhagnað á veiðiheimildum úr auðlind sem þjóðin á og leita leiða til að taka á þessum vanda. Nokkur önnur atriði þarf að taka til endurskoðunar og breytinga t.d. byggðasjónarmið, framsals- „Við framsóknarmenn viljum endurskoða skattareglur um söluhagnað á veiðiheimildum úr auðlind sem þjóðin á og leita leiða tii að taka á þessum vanda, “ segir Halldór Ásgrímsson í grein sinni. reglur og nýliðun í greininni. Þjóðin á það hjá stjórnmála- mönnum allra flokka að þessu verki verði lokið af heilindum og drengskap og pólitísk skamm- tímamarkmið látin lönd og leið meðan þau eru Ieyst. Um þenn- an mikilvæga málaflokk verður að ríkja sem mest sátt. Nýting og náttúra Framfarasókn aldarinnar er órjúfanlega tengd betri mögu- leikum landsmanna til nýtingar á auðlindum lands og sjávar. Næg- ir þar að nefna vélvæðingu báta- flotans, virkjanir fallvatna og hit- ans í iðrum jarðar. Tæknivædd fískiskip og gjöful- ar auðlindir sjávar ásamt hreinni ódýrri, vistvænni orku til að hita og Iýsa hýbýli landsmanna og keyra vélar atvinnulífsins hafa verið grundvöllurinn undir sókn sem fært hefur okkur í fremstu röð meðal þjóða heims. Enn hefur aðeins hluti virkjan- legrar orku verið nýttur og alveg er ljóst að á næstu árum er frek- ari ávinningur landsmanna í launum og kjörum almennt und- ir því kominn að áfram verði unnið í þeim málum. Nú seinni árin hafa þau sjón- armið orðið meira áberandi en áður að vernda náttúru landsins og sumir hafa lagst gegn frekari virkjanaáformum. Bent hefur verið á með rökum að fegurð landsins sé auðlind, sem auki lífsgæði landsmanna og hafa megi af verulegar tekjur með aukinni komu ferðamanna til landsins. Rétt er að staldra hér við og vara við öfgum í þessum málum, því okkur veitir svo sannarlega ekki af öllum tæki- færum til að gera líf okkar betra og innihaldsríkara. Ohugsandi er að búast við þeim stórstígu efnahagslegu framförum sem nauðsynlegar eru til að halda okkur í fremstu „Óhugsandi er að hú- ast við þeim stórstígu efnahagslegu fram- forum sem nauðsyn- legar eru til að halda okkur í fremstu röð með lífsgæði án þess að við nýtum frekar orkulindir okkar, en mjög breytt viðhorf til umhverfismála gera það að verkum að fara verður öðru- vísi að og sýna meiri aðgætni, eu þegar efnahagsleg nauðsyn réði að mestu ferð- iuui.“ röð með lífsgæði án þess að við nýtum frekar orkulindir okkar, en mjög breytt viðhorf til um- hverfismála gera það að verkum að fara verður öðruvi'si að og sýna meiri aðgætni, en þegar efnahagsleg nauðsyn réði að mestu ferðinni. Sköpum samstöðu Nauðsynlegt er að reyna ná breiðri samstöðu um þessi mál eins og sjávarútvegsmálin. Seint munu þó allir verða sammála í þessu efni en við þessi mál verð- ur að hafa sanngirni og heiðar- leik að leiðarljósi líkt og sjávarút- vegsmálin. Enginn friður verður um lausnina, nema tillit verði tekið til þeirra meginsjónarmiða sem hér voru greind og á sama hátt er ljóst að ekki er hægt að láta ítrustu sjónarmið ráða. Til þess að mannlíf blómstri og bjartsýni og framfarahugur ríki í þjóðfélaginu þarf að ríkja sátt og samlyndi meðal þjóðarinnar. Að sjálfsögðu er fullkomlega eðlilegt og nauðsynlegt að menn greini á um áhersluatriði og leiðir að markmiðum. En grundvallará- greiningur sem leiðir til þess að þjóðin klofnar í fylkingar dregur úr samtakamætti hennar. öfgar skapa sundurlyndi Á dögum kalda stríðsins reyndist meðalhófið mjög vandratað og þjóðin skipti sér mjög í andstæð- ar fylkingar til hægri og vinstri. Pólitískum öfgum fylgja stóryrði og stirð samskipti og skynsemin á í vök að verjast fyrir tilfínninga- hita og sveiflum augnabliksins. Á því er enginn vafi að bjartsýn og samtaka þjóð fær meira áork- að við að byggja upp lffskjör sín og framtíð, heldur en þjóð sem haldin er fortíðarhyggju og neit- ar að skríða upp úr skotgröfum gamalla stríða. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort öfgar hægri og vinstri sé heppi- Iegur stökkpallur fyrir íslenskt þjóðfélag nú við aldahvörf. Við framsóknarmenn höfum varað við því afturhvarfi til fortíðar sem felst í köldu stríði hægri og vinstri. Okkur er það efst í huga að nota þann meðbyr sem nú rík- ir í íslensku atvinnulífí til enn frekari framfara og lífskjarabóta fyrir þjóðina alla. Forsendur framfara Framfarir byggjast á mikilli vinnu þjóðarinnar ásamt sam- takamætti og stöðugleika. Ofgar og sveiflur stefna framtíð okkar í tvísýnu. I ágreiningsmálum er sátta leitað á miðjunni en ekki lengst til hægri eða vinstri. Ofg- ar og ósveigjanleiki á báða bóga leiða til djúpstæðs ágreinings sem við ættum að forðast. Á Islandi býr ein þjóð sem þarf að taka á öllu afli sínu og sam- takamætti til þess að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast í sam- keppnisumhverfi nútímans; ein þjóð en ekki tvær, ein til hægri og önnur til vinstri. Við skulum því ekki láta stríðs- básúnur færa okkur af réttri leið heldur halda áfram þeirri sókn sem ævinlega hefst á miðjunni. Og við skulum hafa í huga að þegar sátta er Ieitað í ágreinings- málum þjóðarinnar þá er helst von til þess að sáttin finnist á miðjunni. Það er reynsla annarra þjóða. Höfum við ekki jafnframt lært nóg til að komast að þeirri niður- stöðu. Með skýrri miðjustefnu er Framsóknarflokkurinn að velja leiðina til sátta og framfara. Nú skiptir mestu að sem flestir verði með í þeirri vegferð. Með því að styðja Framsóknar- flokkinn í kosningunum 8. maí getur hver og einn tekið þátt í að skapa sátt og stuðla að framför- um.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.