Dagur - 27.04.1999, Page 11

Dagur - 27.04.1999, Page 11
 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 19 99 - 11 Kosningar á Indlandi INDLAND - Hin fráfarandi rfkisstjóm Ind- lands, sem nýverið missti meirihluta sinn á þingi, ákvað í gær að kosningar skyldu fara fram hið fyrsta. Stjórnarmyndunartilraunir Soniu Gandhi bám engan árangur. Reiknað er með að kosningamar fari fram í júní, en það gæti frestast þar til í september vegna regntím- ans í sumar. Rúmt ár er frá því síðast voru Sonia Gandhi. haldnar þingkosningar á Indlandi, og unnu þá þjóðernissinnar mikinn sigur. Ætluðu að drepa 500 mauns BANDARIKIN - Unglingspiltarnir tveir, sem myrtu 13 manns í bænum Littleton í Bandaríkjunum í síðustu viku, ætluðu sér að myrða a.m.k. 500 manns í skólanum, ráðast síðan inn á heimili í nágrenninu og loks var meiningin að ræna flugvél og láta hana brotlenda í New York. Þetta fullyrða a.m.k. þeir sem hafa rannsókn málsins með höndum, en þeir hafa lesið dagbækur morðingjanna tveggja, sem frömdu sjálfsmorð að loknum voðaverkum sínum. I gær hugðist lögreglan yfirheyra 18 ára stúlku, sem talin er hafa verið í vitorði með drengjunum. Bandarísku stríðsfangamir heimsóttir JÚGÓSLAVÍA - Cornelio Sommaruga, yfirmaður í Rauða krossinum, fékk í gær að heimsækja bandarísku hermennina þrjá, sem handteknir voru í Júgóslavíu þann 31. mars síðastliðinn. Hann gat rætt við þá í fá- einar mínútur en vildi ekkert segja um líkamlegt ástand þeirra, þar eð læknir hafi ekki verið með í för. Vonast er til að læknir á vegum Rauða krossins geti heimsótt þá í dag. Líbía óskar eftir olíufjárfestum LÍBÍA - Líbíustjórn hefur boðið alþjóðlegum olíufyrirtækjum að Ijárfesta í olíuvinnslu þar í Iandi. Hyggjast Líbíumenn gera viðamiklar endurbætur á fimm olíuhreinsistöðvum í landinu, auk þess sem ný olíuhreinsistöð verður reist. Aðeins tvær vikur eru frá því refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna á Líbíu var aflétt, en samkvæmt þeim var Lfbíumönn- um óhemilt að flytja inn tækjabúnað fyrir olíuvinnslu. 570.000 fLóttamenn Samkvæmt mati flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN- HCR) hafa nú nærri 570.000 flóttamenn yfirgefið Kosovo-hérað, og eru um 365.000 þeirra staddir í Albaníu, 137.000 í Makedóníu og um 65.000 í Svartfjallalandi. Um helgina komu meira en 4.600 flóttamenn frá Kosovo til Makedóníu, en um 1.500 manns komu til Albaníu. Af þessum 1.500 komu aðeins um 100 yfir Iandamærin milli Kosovo og Albaníu, en hinir 1.400 komu frá Svartfjallalandi til Albaníu. Auk þess hafa um 20.000 fengið hæli í öðrum ríkjum, þar af um helmingurinn í Þýskalandi. Eru þá ekki taldir með þeir sem eru á vergangi innan Kosovo-héraðs. Safna lélegum listaverkum ÞÝSKALAND - Eigendum Iélegra listaverka býðst nú tækifæri til að Iosa sig við þau, því verið er að safna saman slíkum verkum á sýningu sem haldin verður í Hamborg í október á þessu ári. Á sýningunni verða afhent vegleg peningaverðlaun fyrir versta listaverkið. Moammar Gaddafi leitar eriendra fiárfesta. finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf www.brimborg.is IMC3K1A 5110 Auto Report. 98 fró TUV, Tethnisthcr Uberwathungs I Verein, byggt ó meira en I 3 mi11(ónum biIa. ■ • Sérstaklega röskur og snúningslipur • Ein sparneytnasta vélin á markaðnum Lægsta bilanatíðni nýrra smábíla, aðeins 1,6%’ • Óvenju ríkulegur staðalbúnaður fyrir bíl í þessum verðflokki $ SUZUKI SWIFT SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: wvAv.suzukibilar.is TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX5d 1.020.000 KR. • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn I rúðum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • UUUl * SfltA' S3.Markaðsstjóri er ómissandi tæki fyrir a 111 markaösfólk sem vil hafa rauntímayfirlit yfir útgjöld og boðleiðir markaðs- og auglýsingamála. í S3.Markaðsstjóra er skráður kostnaður vegna hönnunar, prentunar, framleiðslu og hirtingar á auglýsingum og öðru markaðsefni. Þessar upplýsingar má svo skoða m.t.t. mark- hópa, snertiverðs, umsvifum einstakra deilda eða vörumerkja svo I Premium Partner eitthvað sé nefnt, hæði i textaformi og eins með grafískri framsetningu. Þú undirhýrð fundinn á 10 minútum með S3.Markaðsstjóra! Þessi öflugi hugbúnaður var hannaður fyrir markaðsdeild Nýherja og hefur skilað markvissum og hnitmiðuðum vinnubrögðum í markaðsmálum. - Sannkallað draumatæki markaðsstjórans. IV T EZ IV J I Skaftahiíð 24 • Sími 5G9 7700 Droifingaraðili Lotus Notos á tslandi http://www.nyherji.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.