Dagur - 28.04.1999, Qupperneq 2
2 - MIDVIKUDAGUB 28. APRÍL 1999
Tkyptr
GeirZoéga frá ísaga afhenti fulltrúum MR 200 þúsund króna sigurlaun við sérstaka afhöfn í Hinu húsinu í gær. Auk ísaga stóð ís-
lensk erfðagreining að fjármögnun á verðlaunafénu. Til viðbótar við þessi tvö fyrirtæki standa að Hugvísi menntamálaráðuneytið og
Hitt húsið. myndir: hilmar
Vetrarbraut MR
vann í Hugvísi
MR sigraði í hugmynda-
samkeppni í vísindum og
tækni og tekur þátt í Evr-
ópukeppni í haust. Fjöl-
brautaskóli Suðurlands
og Menntaskólinn í Kópa-
vogi fengu viðurkenn-
ingu.
Lið Menntaskólans í Reykjavík varð
hlutskarpast í Hugvísi, hugmyndasam-
keppni ungs fólks í vísindum og tækni.
Verðlaunaverk þeirra nefnist „Vetrar-
brautarþyrpingin, MS 1621 + 2640 og
fyrir það voru veitt 200 þúsund króna
peningaverðlaun. Auk þess mun sigur-
liðið keppa fyrir Islands hönd í Evr-
ópukeppni ungra vísindamanna, sem
fram fer í Grikklandi n.k. haust.
Ljós í geLmnuin
Sigmundur Guðbjamason, fyrrverandi
háskólarektor og formaður dómnefnd-
Ungir og upprennandi vísindamenn, Tryggi
Guðmundsson og Jóel Karl Friðriksson.
ar, sagði að verkefni MR hefði falið í
sér að vinna úr Ijósmyndum og beit-
ingu þeirra við notkun eðlisfræði til
að svara mikilvægum spurningum um
nútíma eðlisfræði, þ.e. sveigjur ljóss í
geimnum vegna þyngdarleysisáhrifa.
Þessar ljósmyndir voru teknar af
tveimur íslenskum vísindamönnum
við norræna stjörnusjónaukann á
Kanaríeyjum. Sigmundur sagði að
þetta verkefni MR væri í senn afar
vandað og metnaðarfullt, auk þess
sem það hefði verið leyst af hendi á
mjög fagmannlegan hátt. I liði MR
voru þeir Jóel Karl Friðriksson, Páll
Melsted, Sverrir Guðmundsson og
Tryggv'i Þorsteinsson. Leiðbeinandi
þeirra var Vilhelm Sigfús Sigmunds-
son kennari og stjarneðlisfræðingur.
Fjðr á fjölbraut
Þá fékk verkefnið „Viðhorfskannanir á
Internetinu“ sérstaka viðurkenningu,
en það var sameiginlegt verkefni
tveggja nemenda úr Menntaskólanum
í Kópavogi og Verslunarskóla Islands.
Auk þess fékk Fjölbrautaskóli Suður-
lands sérstaka viðurkenningu sem og
tvö verkefni frá nemendum skólans.
Þar var annarsvegar um að ræða verk-
efnið „Minnismálma" og hinsvegar
verk sem nefnist „Húsið á sléttunni."
Þá hefur verið opnuð sýning á þeim
verkefnum sem komust í undanúrslit í
Gallerí Geysi í Hinu húsinu við Ing-
ólfstorg. -GRH
FR É T TA VIÐTALIÐ
í heita pottlnuin varð mönnum tíð-
rætt um fylgistap Samfylkingarinnar
sem skoðanakannanir hafa verið að
sýna fram á hver á fætur annarri. í
pottinum fyrir norðan er fullyrt að
Samfylkingin sé enn á niðurleið en
samkvæmt könnum Gallup og Há-
skólans á Akureyri tyrir um mánuði
hafði hún minna fylgi en VG framboð
Stcingríms J. Sigfússonar í eystra norðurlandskjör-
dæminu. Pottormar segja að í upphafi kosningabar-
áttunnar hafi Samfylkingin tapað nokkuð fylgi í kjör-
dæminu til Framsóknar og jafnvel Sjálfstæðisflokks
en nú liggi leiðin frá henni til VG, sem sé stöðugt að
sækja í sig veðrið. Er jafnvel talað utn að Framsóknar-
og Sjálfstæðismenn séu orðnir verulega áhyggjufullir.
Áhrif stjómsýslulaganna frá 1993 birtast í ýmsum
myndum. Kona nokkur úti á landi sótti um starf hjá
bæjarstofnun í heimabæ sínum og fékk bréf þess efn-
is að hún hefði ekki orðið fyrir valinu. í bréfinu var
hinsvegar ábending frá stofnuninm og komuuú bent
á að hún ætti „kost á að óska eftir rökstuðningi íyrir
ákvörðun þessari", með vísan til 20. greinar stjóm-
sýslulaga iu. 37/1993. Ekki getur talist nema eðli-
lcgt að pottverjar segi: Ha?
Steingrímur
J. Sigfússon.
Ingibjörg
Sólrún
Viðtal sem birtist í blaði ungra Sam-
fylkingarsinnar við Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur hefur valdið
nokkm fjaðrafoki iiman Samíylking-
ar, en eins og kumiugt er lýsti Ingi-
björg Sólrún þar þeirri skoðun sinni
að ísland ætti að sækja um aðild að
ESB. Þetta er yfirlýsing sem mörgum
í forystu Samfylkingar finnst óþægi-
leg rétt fyrir kosningar. Þegar fréttist af viðtalinu fóm
mcmi sem framarlega standa í Samfylkinguiuú fram á
það við ungliðana að prentun blaðshis yrði stöðvuð
og viðtalinu breytt. Þessu neituðu ungliðar og eftir
mikið þref og þóf varð ekki af ritskoðun og viðtalið
birtist óbreytt. Ljóst þykh að mikúl ágrehúngur sé
imian SamfylMngar um Evrópumál og að ungliðar
séu alls ekki á því að gefa umsóknaraðild upp á báthm
og horfi til higibjargar Sólrúnar sem framtíðarleið-
toga Samfylkhigar.
Amason
formaðurFélags íslenskra hljóm-
íistarmanna, FÍH
Eini listamannahópurinn í
ASÍ. Vilja ekki íLandssam-
hand verslunarmanna. And-
staða við ákvörðun skipulags-
nefndarASÍ. Gamall upp-
vakinn draugur.
Oft eins og síld í rjómatertu í ASÍ
- Eru þið á leið inn í Landssamband versl-
unarmanna?
„Nei, þangað höfum við ekkert að gera.
Við erum með beina aðild að ASI og höfum
haft það í áratugi. Við teljum líka að við
séum þeir einu sem getum flutt mál okkar
og unnið að þeim innan Alþýðusambands
íslands."
- Hver verða ykkar næstu skref?
„Við bíðum afskaplega rólegir og það er
ekkert upphlaup af okkar hálfu. Menn
verða að átta sig á því að ef þeir setja ein-
hveijar ákveðnar reglur, þá er ekki víst að
allir séu tilbúnir að fara eftir þeim. Við vor-
um líka engan veginn sáttir við þetta þegar
þetta var ákveðið að mig minnir á þingi ASI
1992 og ítrekað svo aftur á þinginu fyrir
þremur árum. Það er alltaf verið að upp-
vekja þennan gamla draug að félög með
beina aðild fari inní landssambönd, burtséð
frá því hvort þau hafa þangað eitthvað að
gera eða ekki.“
- Hvaða afleiðingar Jteldurðu að þessar
deiiur um skipuJagsmáJ hafi fyrir ASÍ?
„Það fer alveg eftir því hvernig þeir taka á
þessu sjálfir og hvort að reglurnar eigi að
stjórna því hveijir fái að vera með eða ekki.
Það er ekki víst að þær henti öllum. Þá
verður fólk að taka sínar ákvarðanir út frá
því. Það munum við gera ef þetta er endan-
Iega afstaða að við eigum að vera í Lands-
sambandi verslunarmanna."
- Er þetta ekki endanJeg afstaða?
„Ég þori ekki að segja til um það. Það
hafa farið fram viðræður á milli okkar og
ASI þar sem við höfum sagt að við séum
ekkert sáttir við það sem er að gerast og
þróast í þessum efnum.“
- Kemur ekki tiJ greina að þið verðið ein-
faidlega fyrir utan ASÍ?
„Jú, það kemur líka til greina. Við höfum
unnið nær eingöngu sjálfir í okkar baráttu
og það hefur enginn hjálpað okkur fram til
þessa. Hinsvegar lítum við á samtök eins og
ASI sem lífsnauðsynleg samtök fyrir launa-
fólk í landinu. Það er ástæðan fyrir því að
við erum innan þessara samtaka og viljum
vera þar. Fyrst og fremst viljum við sjálfir
vera málsvarar okkar.“
- Finnst þér kannski að skipuiagsmál
ASÍ séu komin út í öngstræti?
„Ég skal ekkert segja um það. Mér finnst
þetta kannski spurning um það að reglurn-
ar eigi að gilda gagnvart þeim sem eru að
koma nýir inn en ekki þeim sem hafa verið
innan sambandsins og eiga ekki samleið
með öðrum. Við eigum ekkert frekar sam-
leið með Sjómannasambandinu eða Lands-
sambandi verslunarfólks. Við erum eini
listamannahópurinn innan ASÍ og erum þar
oft á tíðum eins og síld í rjómatertu. Okkar
sjónarmið og málflutningur á kannski ekki
alltaf heima þarna. Aftur á móti lítum við
svo á að ASI hafi unnið að mikilvægum
málefnum og sé nauðsynlegt launafólki."
- Er það ekki áhyggjuefni að á sama
tínm og brestir virðast vera komnir í ASÍ
eru samtök atvinnurekenda að sameinast?
„Jú og ég held að að íyrir það fyrsta ættu
menn kannski að hugsa meira og tala
minna og útkljá sín deilumál innan veggja
en ekki í fjölmiðlum. Þetta er kannski hels-
ta vandamálið, þótt ég sé ekki að mælast til
þess að menn taki upp vinnureglur atvinnu-
rekenda í þessum efnum.“
- Hvað eru margir féiagstnenn í FÍH?
„Það eru um 800 manns og hefur fjölgað
geypilega á undanförnum árum. Þótt að við
séum að fara inní 21. öldina, þá erum við
ennþá að berjast fyrir því að fá greidd laun
samkvæmt okkar töxtum og að okkar samn-
ingsbundnu réttindi séu virt." -GRH