Dagur - 28.04.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 28.04.1999, Blaðsíða 8
8- MIBVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Dgtur Thgftr FRÉTTASKÝRING MIÐVIKUB AGÚ R 28. APRÍL 1999 - 9 því að svo verði. Við höfum verið með ákveðið upplegg í kosninga- baráttunni, sem ég hef trú á að muni komast í gegn fyrr en síðar og þegar það gerist mun staðan breytast," segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, sem skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún segist vilja bíða eftir skoð- anakönnunum svo sem eins og viku fyrir kosningar áður en hún taki niðurstöðu síðustu kannana mjög alvarlega. „Það er alla vega engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu," segir Bryndís. Hún bendir á að kosningabar- átta hjá stjórnmálaflokki sé hugs- uð sem ákveðin heild og að Sam- fylkingin sé enn á miðri Ieið hvað því viðkemur og því erfitt að meta svona sveiflur, hvort sem þær eru upp á við eða niður á við. Herðiun áróðurinn „Mér er til að mynda alveg ómögulegt að skilja hvers vegna Framsóknarflokkurinn fer upp nú. Eg fæ ekki séð að það hafi verið neitt sérstakt tilefni til þess að undanförnu að hann fari upp á við í skoðanakönnunum. Fyrir okkur er ekkert um annað að gera en að halda okkar áralagi en herða róð- urinn í að kynna okkar stefnu. Hún hefur greinilega ekki komist nógu vel til skila það sem af er og ef til vill þurfum við að breyta að- ferðum við að koma henni til fólksins. Ég vil líka benda á að það er of snemmt að fara að taka þess- um skoðanakönnunum sem ein- hverju hruni hjá okkur," segir Bryndís Hlöðversdóttir. Eini keppinautur Sjálfstæðis- Hokksins „Það er erfitt að segja til um hvað veldur þessu en að sjálfsögðu tek ég þetta sem áminningu til okkar um að gera betur. Það er augljóst að við verðum að herða róðurinn á lokasprettinum og munum gera það. Ég vil í þessu sambandi benda á að spjót annarra fram- boða hafa fyrst og fremst beinst að okkur í kosningabaráttunni. Við erum líka greinilega eini keppi- nautur Sjálfstæðisflokksins og mótvægið við hann. Því má heldur ekki gleyma að við erum næst stærsta stjómmálaaflið í landinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir, odd- viti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún segir að á sama tíma og Samfylkingin hefur kynnt sína vönduðu stefnuskrá hafi Sjálf- stæðisflokkurinn komist upp með að tíu dögum fyrir kosningar hafí engin stefna komið fram hjá hon- um. Hún segir Framsóknarflokk- inn vera fyrst og fremst með tvö loforð. „Annars vegar vímuefnamálið og barnabæturnar, hvoru tveggja mál sem hann sveik á síðastliðnu kjörtímabili. Framsóknarflokkur- inn skar niður barnabætur um 2,2 milljarða króna og setti lítið fé í fíkniefnamál. Þetta sýnir okkur að það eru fyrst og fremst gerðar kröfur til Samfylkingarinnar. Það er að sjálfsögðu mjög gott enda stöndum við undir þeirri ábyrgð," segir Jóhanna. Góður hljómgruimur Hún segir að hugmyndir Samfylk- ingarinnar hafi mikinn og góðan hljómgrunn þannig að sóknarfær- in séu fyrir hendi. Hún segist líka vera sannfærð um það eftir að hafa verið á mörgum vinnustaða- fundum og úti á meðal fólks í heil- an mánuð, að hugmyndir Sam- fylkingarinnar njóti meirihluta- fylgis meðal kjósenda. Það sé frambjóðandanna að koma þeim á framfæri við fólk. „Ég tel mjög brýnt, vegna þess að við erum helsta mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn, að efla Sam- fylkinguna og þar með lýðræðið í landinu," segir Jóhanna. Hún hafnar því að Samfylking- ar-fólk hafí farið eitthvað rangt að í kosningabaráttunni. Það megi eflaust fínna eitthvað að en hóp- urinn sé mjög góð Iiðsheild, sem hafi þjappað sér vel saman. „Ég fínn fyrir því hvar sem ég kem að við eigum hljómgrunn og þess vegna hafa þessar tvær síð- ustu skoðanakannanir komið mér á óvart. Þær eru ekki í takt við það sem ég fínn úti á meðal fólksins. Ég er alveg sannfærð um að við eigum stóran hluta þess fylgis sem gefur sig upp sem óákveðið í skoð- anakönnunum," segir Jóhanna Sigurðardóttir. Frambjóðendur Sam- íylMiigariimar segja niðurstöðu skoðana- kannana undanfarið áminningu um að herða róðurinn í kosn- ingabaráttuni - ástæðulaust sé að fara á taugum. Niðursveifla Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum að undan- förnu vekur að vonum mikla at- hygli. A sama tíma bætir Fram- sóknarflokkurinn stöðu sfna og VG er á uppleið. Samfylkingunni gekk afar illa í skoðanakönnun sl. haust á meðan deilur risu sem hæst um skipulag hennar og yfir- leitt allt sem snéri að samstarfi flokkanna fjögurra sem að henni standa. Eftir að ró komst á fór að ganga betur og hæst reis fylgið í skoðanakönnunum eftir prófkjör- in í Reykjanesi og Reykjavík. I skoðanakönnun Gallups 4. febrúar sl. tók Samfylkingin að auka fylgi sitt og mældist með 24,7% fylgi en hafði 18,9% í jan- úar. Sjálfstæðisflokkurinn var með svipað fylgi og í janúar eða 47,1% en Framsóknarflokkurinn mældist meðl8,3% fylgi, sem var 3 prósentustigum lægra en í janúar. Þann 9. febrúar birti DV skoð- anakönnun sem sýndi stóraukið fylgi Samfylkingarinnar eða 35,6% en í könnun blaðsins mánuði fyrr mældist það um 21%. Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkaði að sama skapi, fór úr tæpum 50% í janúar í rúm 36% í febrúar. Uppsveifla áfram I skoðanakönnun Gallups 5. mars mældist fýlgi Samfylkingar- innar 36,5%. Samkvæmt könn- uninni var fylgi Sjálfstæðisflokks- ins um 44%, en fylgi Framsóknar- flokksins hrundi í um 13%. VG fékk þá 4,3% og Frjálslyndi flokk- urinn 1,5%. Samkvæmt skoðanakönnun DV 19. mars fór fylgi Samfylking- arinnar niður á við á nýjan leik eða í tæp 32%. Sjálfstæðisflokkur fékk um 40%, Framsóknarflokk- ur tæp 19% og VG mældist með 6,4%. Alvöru niðursveifla var samt ekki hafin hjá Samfylking- unni því í skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar 26. mars fékk hún 33,5%. Sjálfstæðisflokk- urinn fékk rúmt 41 %, Framsókn- arflokkurinn fékk rúm 16%, VG rúm 6% og Fijálslyndi flokkinn 2,5%. í skoðanakönnun Gallups 6. apríl fór Samfylkingin niður fyrir 30% en Sjálfstæðisflokkur- inn mældist með nærri 46% fylgi og Framsóknarflokkurinn með rúm 17%. Niðursveiflan hefst Enda þótt þróunin hafi verið nið- ur á við hjá Samfylkingunni í byrjun apríl, varð það ekki fyrr en í skoðanakönnun DV 21. aprfl sl. sem skellurinn kom. Þá mældist hún með aðeins 24% fylgi. Sjálf- stæðisflokkurinn 43,6%, Fram- sóknarflokkurinn nærri 18%, Frjálslyndi flokkurinn mældist með 4,5% og Vinstrihreyfíngin- grænt framboð með nærri 9%. Loks kom svo skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið í gaer, sem stað- festir niðursveiflu Samfylkingar- innar í skoðanakönnun DV. Sam- fylkingin fékk 26,4%, Sjálfstæðis- flokkurinn rúm 43%, Framsókn- arflokkurinn nærri 20%, VG 7,5% og Frjálslyndi flokkurinn 2,3%. Eins og þessi samantekt sýnir hefur fylgið verið að reytast af Samfylkingunni frá því að það fór í tæp 36% eftir prófkjörin í Reykjanesi og Reykjavík. Tökum betur á „Mér þykir ekki ósennilegt að sú staðreynd að öll hin framboðin í þessum kosningum hafa valið sér Samfylkinguna sem óvin til að beijast gegn, hafi einhver áhrif á niðurstöður síðustu kannana. Það er hins vegar alveg ljóst að þessar niðurstöður eru að sjálf- sögðu hvatning til okkar í Sam- fylkingunni að koma okkar sjón- armiðum betur á framfæri. Okk- ur hefur greinilega ekki tekist að koma okkar sjónarmiðum og stefnumálum nægilega vel á framfæri," segir Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samfylk- ingarinnar, um niðursveiflu flokksins í skoðanakönnunum. Hún var spurð hvar Samfýlk- ingunni hefði mistekist að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, hvað hefði farið úrskeiðis. Mar- grét segir erfítt að vega það og meta. Hún nefnir þó að hræðslu- áróður stjórnarflokkanna um stöðugleikann virðist hafa náð eyrum kjósenda. Órökstuddar fullyrðmgar „Þessi áróður þeirra er mjög hast- arlegur en hann er hins vegar ekkert rökstuddur heldur bara fullyrðingar út í loftið. Fjölmiðlar hafa aldrei gengið á þá og beðið um rökstuðning fyrir þessum full- yrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn er með þá einu kosningastefnu að hér eigi að halda áfram á sömu braut. Það þýðir áframhaldandi misskipting í þjóðfélaginu. Þeir stóru hópar í þjóðfélaginu sem búa við fátækt vita þetta en samt tekst Sjálfstæðisflokknum að ná í gegn með hræðsluáróður sinn,“ segir Margrét. Hún segir niðurstöður skoð- anakannananna vera hvatningu til Samfýlkingarinnar um að taka betur á og það verði gert. „Ég bendi líka á þá staðreynd að óákveðni hópurinn í skoðana- könnunum skilar sér betur til vin- stri þegar talið er upp úr kjörköss- unum og að þannig verði það ef- laust nú. Samt sem áður þurfum við að herða róðurinn," segir Margrét Frímannsdóttir. Oft sést svona sveiflur Birgir Dýrfjörð, eðalkrati og einn aðalmaðurinn við að ná Samfylk- ingunni saman í haust og vetur er leið, segist ekki hafa skýringu á takteinum hvað valdi þessu fylgistapi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Hann telur þó eins og Margrét að sennilega hafi hræðsluáróður stjórnarflokk- anna, um að sigur Samfylkingar- innar raski stöðugleikanum í þjóðfélaginu, náð í gegn. Sömu- íeiðis megi vera að frambjóðend- ur Samfylkingarinnar hafí ekki náð að skapa sér trúverðugleika meðal kjósenda. Hins vegar bendir hann á að svona sveiflur hafi oft sést í skoðanakönnunum skömmu fyrir kosningar en síðan hafi annað komið upp úr kjör- kössunum. Of seint að iðrast eftir kosn- ingar „Ég held að ýmsar skýringar séu á þessu. Ég tek mark á skoðana- könnunum og þetta sýnir mér að við höfum ekki náð eyrum fólks nægilega vel með þau málefni sem við höfum haldið á lofti í kosningabaráttunni. Sú kosninga- taktík Sjálfstæðisflokksins, að segja sem minnst og helst ekki neitt, virðist falla fólki vel í geð. Ég geri mér enn vonir um að fólk átti sig á því að kosningar eru kjarabarátta en ekki könnun á viðhorfum augnabliksins. Það er ekki kosið nema á fjögurra ára fresti og það er of seint að iðrast eftir 8. maí,“ segir Guðmundur Arni Stefánsson, annar maður á lista Samfylkingarinnar á Reykja- nesi. Hann segir að í ljósi niðurstöðu síðustu skoðanakannana sé full ástæða til að ákalla stuðningsfólk þeirra flokka sem að Samfylking- unni standa. Hann segist vilja trúa því að stuðningsfólk flokk- anna, sem hafí verið minna með en hann vænti í kosningabarátt- unni, komi nú til starfa síðustu dagana. Ræóa ekki pólitík Guðmundur Arni var spurður hvort hann teldi Samfýlkínguna hafa gert mistök í kosningabarátt- unni? „Nei, ég held að ekki sé hægt að tala um mistök en menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að kosningabarátta okkar hefur ekki náð til fólks. Ef til vill höfum við verið með of margt undir í einu. Framsóknarflokkurinn er með til- tölulega fá mál og ótrúverðugur málflutningur framsóknarmanna virðist ætla að skila sér. Skilaboð Sjálfstæðisflokksins eru enn færri og einfaldari, sum sé þau að breyta engu og vera ekkert að rugga bátnum. Ég vil hins vegar draga Sjálfstæðisflokkinn fram í dagsljósið f kosningabaráttunni til að ræða við hann um pólitík. Hann er ekkert að ræða pólitík eða framtíðarstefnumið. En það sem að okkur snýr á þessari stun- du er að skerpa á öllum hlutum í kosningabaráttunni og allt okkar afl sett í fullan gang því þetta er viðvörun sem við hljótum að taka alvarlega," sagði Guðmundur Ami Stefánsson. Menn haldi ró sinni „Mér fínnst erfitt að festa hendur á því hvað það er sem veldur því að við höfum farið niður í skoð- anakönnunum að undanförnu. Ég geri mér að sjálfsögðu vonir um að fylgið fari upp á við aftur og trúi Frambjóðendur heimsækja vinnustaði ígríð og erg þessa dagana tii að kynna málsstað sinn. Jóhanna Sigurðardóttir og Guðrún Ögmundsdóttir heilsuðu upp á starfsfólk ÁTVR ígær en þær og félagar þeirra í Samfylkingunni eiga á brattann að sækja samkvæmt skoðanakönnunum. mynd: hilmar 111 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR H BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Suður-Mjódd, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Landnotkun í Suður-Mjódd breytist annars vegar að hluta til úr blöndu af verslunar-, þjónustu- og stofnanasvæðum í útivistarsvæði til sérstakra nota og hins vegar að hluta til úr almennu útivistarsvæði og útivistarsvæði til sérstakra nota í blöndu verslunar- og þjónustu og útivistarsvæðis til sérstakra nota. Jafnframt fellur niður tengibraut neðan Þverársels frá Skógarseli að Fífuhvammsvegi í Kópavogi og ný tengibraut verður lögð í framhaldi af Álfabakka, um undirgöng undir Breiðholtsbraut, samsíða Reykjanesbraut og tengist Fífuhvammsvegi. Þá er í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýst tillaga að deiliskipulagi Suður-Mjóddar, þar verður íþróttasvæði, almennt útivistarsvæði, stofnanasvæði, verslun, þjónusta og íbúðir. Ofangreind tillaga er til kynningar í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:15 frá 28. apríl til 26. maí 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 9. júní 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Kleppsvík, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi í Kleppsvík Deiliskipulagið nær yfir lóðirnar Skútuvogur 3,7,9 og Kjalarvogur 14 og 16. Ofangreind tillaga er til kynningar í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:15 frá 28. apríl til 26. maí 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skiia skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 9. júní 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Veiðivötn á Landmannaafrétti verða opnuð sunnudaginn 20. júní kl. 15. Pöntun og sala veiðileyfa er að Skarði í Holta- og Landsveit frá kl. 10 -19. Staðfestið pantanir fyrir 1. júní. Stjórnin Arnarneshreppur Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 8. maí 1999 liggur frammi í Hjalteyrarskóla frá og með 28. apríl til og með 8. maí nk. Athugasemdum varðandi kjörskrána skal komið til oddvi- ta Arnarneshrepps. Hreppsnefnd Arnarneshrepps SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON Alvarleg viðvörun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.