Dagur - 28.04.1999, Side 3

Dagur - 28.04.1999, Side 3
MIDVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 - 3 Ða^ur. FRÉTTIR Yfir 11.000 skot- vojjii í Reykjavlk Hagla- Rifflar Skamm- önnur Fjöldi Skotvopnn- byssur byssur skotvopn skotvopnn leyfi Akranes 462 202 2 23 685 385 Borgarnes 577 349 6 84 1016 536 Stvkkishólmur 545 437 7 80 1069 614 flúðardalur 137 118^ 33 >288 168 Patrcksljörður jsafjörður 392 ; 733 594 68 23 F /• 8 704 1396 460 817 Hólmavík 282 190' 24 486 252T Sauðárkrókur t 820 475 2 146 I443K 742 Blönduós >: 692 516 8 166 1382 705 Siglufjörður 206 114 2 13 335 180 Ölafsfjörður 124 63 18 205 96 Akureyri 2178 927 23 122 3250 •Í806 Seyðisfjörður 1090 835 6 64->;' 1993 990 Ncskaupstaður 270 136 2 14 422 / 123 Eskifjörður 909 413 , 65 1387 . 1098 Hvolsvöllur 347 282 11 126 766 497 Vestmannaeyjar 435 151 4 28 , 618 351 Keflavík 964 609 31 32 1636 1038 Hafnarfjörður 2199 1174 78 58 3508 1744 Reykjavík 6526 4193 468 104 11291 5446 Fjöldi skráðra skotvopna á íslandi. Hafa verðurþó í huga að nokkur sveitarfélög vantar. Ennfremur er misjafnt í upplýsingunum hvort vopn sé gefið upp sem skammbyssa eða annað vopn. Margt bendir til að skotvopnaeign íslend- inga sé eitt vopn á hverja 5-6 íbúa. Hátt í 500 skammbyssur skráðar í Reykjavík. íbúar Reykjavíkur áttu 11.291 skotvopn árið 1995 samkvæmt skráningu, sem tekin var saman vegna fylgiskjals með vopnalög- um árið 1995. Þar segir að skot- vopnaleyfi hafi þá verið 5.446 í Reykjavík. Ryssueignin skiptist þannig að 6.526 haglabyssur voru á skrá í höfuðborginni, 4.193 rifflar, 468 skammbyssur og 104 byssur flokkuðust undir önnur skotvopn. Stefán Eiríksson hjá dóms- málaráðuneytinu segir það oftúlkun að ekkert sé vitað um skotvopnaeign landans. Hins vegar vanti landsskrá eins og fram kom í Degi á föstudag, þar sem starfsmaður Ríkislögreglu- stjóra upplýsti að nú væri unnið að samræmingu í skráningu. „Heildstæð landsskrá er ekki til heldur er bara haldið utan um skotvopnaskrána hjá hverju og einu sýslumannsembætti. Menn hafa ekki heildstætt yfirlit á ein- um stað,“ segir Stefán. Ein byssa á 5 íbúa? 1 tölunum frá 1995 eru vopnin flokkuð, en hins vegar vantar töl- ur frá nokkrum sveitarfélögum, s.s. Kópavogi, Keflavíkurflug- velli, Höfn, Vík, Húsavík og Bol- ungarvík. Því er yfirlitið ófull- nægjandi, en samkvæmt því nemur heildarfjöldi skráðra skot- vopna á Iandinu öllu 33.880 talsins. Einnig skal þess getið að miklar líkur eru á að ekki séu öll vopn í Iandinu skráð hjá yfirvöld- um. Þá hefur mikið verið flutt inn af byssum síðustu ár frá því að skráningin var gerð. Með var- færni mætti álykta að a.m.k. 50.000-60.000 skotvopn fyrir- finnist á landinu þannig að hlut- fallslega sé a.m.k. eitt skotvopn á hveija fimm Islendinga. 1 Banda- ríkjunum er áætlað að 270 miilj- ónir íbúa séu með 200 milljónir skráðra skotvopna. Skammbyssufjöld á ísafirði? Nokkur atriði eru forvitnileg í skráningunni s.s. mjög hátt hlut- fall af skráðum skammbyssum á Isafirði. Þar eru 68 skammbyss- ur skráðar árið 1995 og t.a.m. þrefalt fleiri en á Akureyri. Hins vegar kann hluti skýringarinnar að liggja í þ\í að misjafnt var eft- ir upplýsingum hvort skamm- byssur væru skráðar sem slíkar eða sem „önnur vopn“. Hjá Rík- islögreglustjóra fengust þær upplýsingar að skráning yrði í framtíðinni mun nákvæmari en nú er. Akureyringar og Hafnfirðingar eru að Reykvíkingum frátöldum vopnaríkustu svæðin, enda þau fjölmennustu að Kópavogi slepptum. 3.508 skotvopn voru á skrá í Hafnarfirði en 3.250 á Ak- ureyri. Skotvopnaleyfi eru hins vegar fleiri á Akureyri eða 1.806 á móti 1.744 í Hafnarfirði. - BÞ Guðmundur Þ. Jónsson. Iðjavillí Eflingu Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, hefur samþykkt að óska eftir viðræð- um við Eflingu - stéttarfélag með það fyrir augum að samein- ast þessu stóra félagi. Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, býst við að sameining geti orðið á næsta ári. Hann segir að með 2.500 félögum í Iðju verði Efling - stéttarfélag stærsta verkalýðsfélag landsins með hátt í 20 þúsund félaga. Formaður Iðju segir að helstu rökin fyrir sameiningu séu m.a. vilji til að vera með í þessu stóra félagi í stað þess að vera lítið fé- lag við hliðina á því og að hún gefi ýmsa möguleika í allri þjón- ustu við félagsmenn. Síðast en ekki síst séu menn sterkari í allri kjara- og réttindabaráttu með jafn öflugt félag á bak við sig eins og Eflingu. Aður en form- legar viðræður hefjast um sam- einingu verður gerð könnun meðal Iðjufélaga á viðhorfum þeirra til málsins. - GRH Líimmeim frá Orku veitu Reykjavíkur sigruðu í keppni í stauraklifri sem hald- iu var á vegum Sam- bands orkuveitna. Nokkrir vaskir línumenn kepptu í stauraklifri á sólúrinu fyrir fram- an Selfossveitur á þriðjudaginn. Keppendur voru að koma af námskeiði sem Samorka, Sam- band orkuveitna, hélt á Hótel Ork í Hveragerði og þar kviknaði hugmyndin að klifurkeppninni. Tveir línumenn kepptu saman í Iiði, annar festi leiðara upp á staur og hinn klifraði upp á eftir og tók hann niður. Þátttakendur á námskeiðinu voru frá flestöllum orkubúum landsins, RARIK og Landsvirkj- Það tók sigurvegarana í stauraklifri aðeins 2 mínútur að klifra upp í topp, gera það sem gera þurfti og koma sér niður aftur. un, þótt ekki sendu allir lið í stauraklifrið. Alls kepptu 6 lið. Sigurvegarar urðu I ngvar I ngv- arsson og Sigurjón Ingvarsson frá Orkuveitu Reykjavfkur og voru þeir jafnframt elstir keppenda. Þeir voru tvær mínútur að þessu. FIA. Þeir elstu fljót- astir í stauraklifri Útblutað úr Þróimarsjóði leikskóla Menntamálaráðuneytið hefur út- hlutað úr Þróunarsjóði leikskóla fyrir árið 1999. Hæstu styrkir sem veittir eru renna til Leik- skólans Skerjakots í Reykjavík, til þróunar á forriti fyrir leikskóla- starf, og Leikskólans Lundarsels á Akureyri í verkefnið „íslenskar barnabókmenntir og þjóðsögur sem uppspretta heimspekilegrar samræðu meðal leikskólabarna". Fær hvor skóli 700 þúsund krón- ur. Aðrir leikskólar sem hljóta styrki eru: Leikskólarnir Sól- brekka og Mánabrekka á Sel- tjarnarnesi, 500 þúsund til skap- andi notkunar tölvu í leikskóla, leikskólar Garðabæjar, 500 þús- und í samræmda námskrá og samstarf skólastiga, Leikskólinn Arnarsmári í Kópavogi 300 þús- und í verkefnið „Frumkvæði, vin- átta og gleði“, og Leikskólinn Höfn í Reykjavík til þróunar Waldorf-leikskóla undir stjórn leikskólakennara, 300 þúsund krónur. Alls bárust 16 umsóknir um styrki að upphæð samtals um 15 milljónir króna. Til ráðstöfun- ar voru þrjár milljónir króna. - Hl INNLENT Skjálfti sunnan Súlufells Rétt fyrir klukkan fimm í gærdag varð jarðskjálfti með upptök skammt sunnan Súlufells, um 8 kílómetra norðnorðaustur af Hvera- gerði. Mældist hann 2,8 stig á Richterkvarða. Fregnir eru um að skjálftinn hafi fundist austur í Holta- og Landssveit og til Reykjavík- ur. I kjölfarið hafa fylgt allnokkrir smærri eftirskjálftar. Nettó - nei Okunnur maður tók sig til í gær og setti upp skilti fyr- ir framan Sam- komuhúsið þar sem á stóð: Nettó, nei takk. Með þessu hefur \dð- komandi væntan- lega viljað koma á framfæri mótmæl- um gegn þeim möguleika að verslunarhús rísi á flötinni fyrir fram- an Samkomuhús- ið en skipulagsnefnd hefur það til skoðunar. Margir Akureyringar voru gegn þeirri hugmynd að KEA og Rúm- fatalagerinn fengju lóð Akureyrarvallar til að reisa gríðarstórt versl- unarhúsnæði og var fallið frá því. Engu meiri friður virðist um færslu staðarvalsins á flöt Samkomuhússins og hafa óánægðir íbúar á síð- um Dags látið hafa eftir sér að hugmyndir skipulagsyfirvalda séu að fara úr öskunni í eldinn. Þess ber þó að geta að engin ákvörðun liggur fyrir um hvort versl- unarhús muni rísa á svæðinu þar sem jólaþorpið Norðurpóllinn var fyrir síðustu jól. - Bl> Húsbnmi í Ólafsvik íbúðarhúsið að Mýrargötu 1 í Ólafsvík eyðilagðist í eldi í fyrrinótt. Enginn bjó í húsinu en maður sem átti leið hjá tilkynnti um eldinn. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en húsið, forskalað timburhús, er ónýtt. Orsakir eldsvoðans eru í rannsókn en lögreglan vildi ekkert segja um rannsóknina í gærkvöld. takk Úkunnur maður vill ekki Nettó á túnið neðan við Samkomuhúsið á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.