Dagur - 28.04.1999, Page 5

Dagur - 28.04.1999, Page 5
Tfc^wr MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 - S FRÉTTIR Gríðarlegt fyMstap Framsólaiamokks aði strax með prófkjörinu okkar. Það tókst mjög vel og þá valdist mjög samstæður og góður hópur í þetta starf.“ Spennandi endasprettur Einar Már Sigurðarson, efsti maður á lista Samfylkingar, seg- ist ánægður með þessar tölur, ijórðungs fylgi sé ágætis byijun. „Fyrir endasprettinn er Ijóst að þarna eru þrír flokkar nálægt hver öðrum og við munum taka þátt í þessum endaspretti af fullri einurð. Það er hins vegar athygl- isvert að ef félagshyggjufólk væri hér í sameinaðri fylkingu þá vær- um við Iangstærsti flokkurinn,11 sagði Einar Már. Þuríður Bachman efsti maður á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs segist ánægð með það fylgi sem hreyfingin fær í könnuninni. „Við höldum áfram okkar siglingu og baráttu eins og hefur verið og látum þetta ekki trufla okkur málefnalega. Eg held að það sé að skila sér í þess- um tölum að málflutningur okk- ar hefur náð til fólks. Meira hef- ur það ekki verið því við höfum ekki haft möguleika á að auglýsa okkur og vera í loftinu eins og aðrir.“ - HI Sjálfstæðisflokkur stærstur á Austur- landi samkvæmt nýrri könnun Gaflups. Framsóknar- flokkur tapar 17-18 prósentum. „Þessi niðurstaða kemur mér all- mikið á óvart,“ sagði Halldór Ás- grímsson í gærkvöld. „Hins vegar er þetta stórt úrtak og ber að taka það af fullri alvöru. Það Iiggur al- veg fyrir að ef þetta væru kosn- ingaúrslit, sem það er ekki, þá væri það mikið áfall fyrir Fram- sóknarflokkinn hér á Austurlandi og mikið persónulegt áfall fyrir mig.“ Helstu niðurstöður könnunar- innar eru þær að Sjálfstæðis- flokkur fær 29,8 prósenta fylgi, Framsóknarflokkur 29,3 prósent, Samfylkingin 24,8 prósent, Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð 12,0 prósent, Frjálslyndi flokkurinn 3,6 prósent og Húmanistaflokkurinn 0,4 pró- sent. Þar með fengi Sjálfstæðis- flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn en Framsóknarflokkur Halldór Ásgrímsson: Áfall fyrir flokkinn. og Samfylking einn hvor. Fram- sóknarflokkurinn þyrfti þó aðeins að bæta við sig um hálfu pró- sentustigi til að ná að snúa dæm- inu við. Vinstrihreyfingin - grænt framboð þyrfti að bæta við sig um einu prósentustigi til að fá kjördæmakjörinn þingmann inn. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Ambjörg fyrsti þingmaður Hér er um gríðarlegt fylgistap Framsóknarflokksins að ræða ef miðað er við síðustu kosningar en þá fékk flokkurinn 46,9 pró- sent atkvæða og tvo kjördæma- Þuríður Bachman: Höfum náð til fólks. kjörna þingmenn. Sjálfstæðis- flokkurinn er samkvæmt þessari könnun orðinn stærsti flokkur- inn og Arnbjörg Sveinsdóttir, sem er fyrsta konan til að leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir alþingis- kosningar, þar með fyrsti þing- maður kjördæmisins. Þess ber þó að geta að munur á fylgi þessara tveggja flokka er ekki marktækur miðað við svokölluð vikmörk. „Eg er auðvitað ákaflega ánægð að þetta skuli hafa gengið svona vel upp hjá okkur,“ voru viðbrögð Arnbjargar við þessum tölum. „Við höfum rekið mjög öfluga kosningabaráttu sem byij- MA-nemar hóta að sniðganga Dimission. Deiltiun próftöflu Þetta var mjög málefnalegur fundur og það virðist lausn í sjónmáli, sagði Marínó Tryggva- son, fulltrúi nemenda 4. bekkjar Menntaskólans á Akureyri, eftir fund með skólaráði í gær um próftöflu 4. bekkinga. Þeir gengu fylktu liði á fund skólameistara í gær með undir- skriftalista til að mótmæla próftöflu vorannar. Samkvæmt henni á að vera próf morguninn eftir Dimission, en það er árleg hátíð þar sem verðandi stúdent- ar kveðja kennara sína og skóla- meistara. Mikil gremja er meðal nemenda vegna þessa og hafa þeir hótað að sniðganga Dimissionina verði þessu ekki breytt. „Eg lít þessar hótanir mjög al- varlegum augum því ég hef vilj- að halda góðum tengslum við nemendur Menntaskólans á Ak- ureyri. Eg er mjög ósáttur við það að í þessari beiðni um breyt- ingu á próftöflu skuli felast hót- un,“ sagði Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, eftir að hafa tekið við undirskriftalistunum. Undir kvöld í gær náðist hins vegar samkomulag í skólaráði um tillögur sem kynntar verða 4. bekkingum í dag. - AÞM Sérpöntuð taln- ingarvél í borginni Reykj avíkurborg hef- ur keypt vél til að telja atkvæði í alþiiigi skosningimimi í næsta mánuði. Vélin var sérpöntuð því íslenskir atkvæða- seðlar eru óvenju stórir. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á sérstakri talningarvél, en hún telur fjölda atkvæða eftir að þau hafa verið handflokkuð sam- kvæmt gömlu aðferðinni. Taln- ingarvélin verður notuð til að telja atkvæðaseðla eftir prentun sem síðan fara út á kjörstaðina í Reykjavík, og síðan aftur á kosn- inganótt eftir flokkun, en þá í umsjá yfirkjörstjórnar. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur, segir vélina mjög frábrugðna þeim vél- um sem notaðar eru erlendis í sama tilgangi, þar sem kjörseðlar á Islandi séu mun stærri, aðal- lega vegna íjöida framboða. „Við gátum ekki notað þær vélar sem algengastar eru í nágrannalönd- unum sem eru mjög litlar, nánast eins og seðlatalningavélar sem jafnvel er hægt að halda á undir hendinni. Erlendis tekurðu kjör- seðil þess flokks sem þú ætlar að kjósa og setur hann í umslag, og því eru allir kjörseðlar af sömu stærð, þó framboð séu mismun- Hilmar prentari hjá Prentstofu Reykjavíkur við talningarvélina sem á að létta tainingarmönnum störf t kosningunum eftir rúma viku. andi mörg eftir kjördæmum. Svona vél kostar einhverjar millj- ónir króna, en tilvist hennar flýt- ir ekki niðurstöðum að sama skapi því áfram verður flokkunin mjög tímafrek," segir Gunnar Eydal. - GG NORÐURLAND Framlag í Nýsköp- unarsjóð Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að leggja 2,5 milljónir króna í Framtakssjóð Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðnum er ætlað að efla at- vinnulíf á svæðinu. Sjóðurinn mun hafa um 375 milljónir króna til ráðstöfunar. Hluti sjóðsins er íjármagn sem ríkis- sjóður skal samkvæmt lögum um sjóðinn greiða Nýsköpunarsjóði af söluandvirði ríkissjóðs í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, auk þess sem stærri sveitarfélög á Norðurlandi ásamt Lífeyris- sjóði Norðurlands eystra og vestra leggja sjóðnum til fjár- magn. Akureyrarbær leggur td. til 25 milljónir króna. - GG Gistiheimili við göngugötu Nýtt gistiheimli verður opnað við göngugötuna á AkureyriO. Eigendur eru Erling Ingvason og Margrét Thorarensen. A næstu dögum verður opnað nýtt gistiheimili á Akureyri, Gistiheimili Akureyrar, en það er staðsett við göngugötuna, í Hafnarstræti 104. Húsið er á efri hæð Akureyrarapóteks, byggt 1929, og þar voru um tíma íbúðir en síðast var þar ung- barnaeftirlit Heilsugæslustöðv- arinnar. Um er að ræða stærsta gistiheimili á Akureyri með 19 gistiherbergi og á efstu hæðinni verður salur, þar sem boðið verður upp á morgunverð. Eigendur eru Erling Ingvason og Margrét Thorarensen, en afi hennar var apótekari á Akureyri og byggði húsið og bjó þar einnig um tíma. - GG Superstar frestað Kvikmyndin og rokkóperan „Jesus Christ Superstar“ sem auglýst hefur verið til sýningar í Borgarbíói fimmtudaginn 29. apríl kl. 19.00 á vegum Kvik- myndaklúbbs Akureyrar og Kirkjulistaviku hefur fengið nýj- an sýningartíma þar sem ekki náðist að fá filmuna til landsins á tilskildum tíma. Ekkert heilt eintak er til í landinu og varð því að panta hana erlendis frá. Nýr sýningartími verður því sunnu- daginn 2. maí kl. 17.00 í Borgar- bíói á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.