Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 2
U-LAVGARDAGVR 1. MAÍ 1999
SÖGUR OG SAGNIR
Xfc^ur
Framhald af forsíðu
Höfuðþátturinn í frelsisbaráttu
kvenna er ekki barátta fyrir pólit-
ískum réttindum, heldur réttur
konunnar til lífsins, réttur
kvenna að njóta Iífsins á hvaða
sviði sem er. Sömu laun fyrir
sömu vinnu, jafnan rétt til iðn-
náms og karlmenn. Samtök
verkakvenna eru ennþá mjög lít-
il, heilar atvinnugreinar eru al-
gjörlega óskipulagðar, m.a. þjón-
ustufólk, kvenfólk er vinnur í
verksmiðjum, saumakonur, hár-
greiðslukonur, þvottakonur og
enn vantar mikið á að verslunar-
stúlkur og fiskverkunarstúlkur
séu fyllilega félagsbundnar í
stéttarfélögum sínum. Engin
húsmæðrafélög eru ennþá til hér
á Iandi.
Barátta íslenskra verkakvenna
er nú fyrst að hefjast, næstu
verkefni verkakvenna eru, að
skipuleggja allar vinnandi konur í
verkalýðsfélög á grundvelli
stétttabaráttunnar undir kjörorð-
inu, sömu laun fyrir sömu vinnu,
- gegn öllum tilraunum atvinnu-
rekenda til að tvístra baráttu
verkalýðsins.
Verkakonur, fylkið ykkur til
baráttu við hlið stéttabræðra ykk-
ar, verkamannanna, gegn sam-
eiginlegum óvini alls verkalýðs,
auðvaldinu.“
Stéttvilltar konur
Önnur verkakona skrifar í sama
blað og heldur uppi merki stéttar
sinnar. Hún vann við síldarsöltun
fyrir norðan, sem voru fyrstu
uppgripin sem konur gátu vænt
sér einhvers af. Þær flykktust í
hundruða og þúsunda tali á síld-
arplönin fyrir vestan og norðan
yfir sumarmánuðina, þar sem
bæjarbragur og athafnalíf var
með áður óþekktum og ferskum
hætti. Þegar vel veiddist gátu
stúlkur unnið sér inn peninga,
sem þær áttu sjálfar og má geta
nærri hve það efldi sjálfstraust
þeirra og baráttugleði. Minnt
skal á að verkakonan, sem skrif-
TRYGGIR GÆOIOG
RÆTIR KJÖR
Rafiðnaðarmaðurinn gegnír lykilhlutverki í tækni-
væddu þjóðfélagi nútímans og verður þannig oftast
að vera fyrstur tíl að afla sér aukinnar þekkingar.
Starfsgreinasamband rafiðnaðarmanna, Rafiðnaðar-
samband íslands, býður öllum félagsmönnum greiðan
aðgang að starfs- og símenntun, hvort sem beir hafa
formlega starfsmenntun (sveínspróf) eða ekkl. Samtök
rafiðnaðarmanna eiga og reka Rafiðnaðarskólann,
Víðskipta- & tölvuskólann og Margmiðlunar- & fjar-
kennsluskólann. Til samans bjóða skólarnir upp á yfir
100 ólík námskeið sem rúmur þriðjungur rafiðnaðar-
manna sækir árlega. Rafiðnaðarsambandið greiðir tvo
þriðju hluta af námskeiðsgjaldi félagsmanna sinna.
Menntun íslenskra rafiðnaðarmanna er ein sú besta
sem um getur enda geta þeir stoltir boðið innlendum
fyrirtækjum og emstaklingum öfluga og örugga þjón-
ustu á heimsmælikvaða.
Öflug símenntun tryggir gæði þjónustunnar, eykur at-
vinnuöryggi og möguleika á bættum kjörum.
Ath. Kíktu á heimasíðuna okkar: www.raf.is og á
sýningarbás RSÍ í Perlunni um helgina.
RAFIÐNAÐARSAMBAND
ÍSLANDS
brýtur straum fyrir auknum framförum
aði aðeins nafn sitt, Sigurrós,
undir greinina en lét föðurnafns
ógetið, fjallar hér um síldarver-
tíðina 1931:
Eg hef aldrei fyrr tekið mér
penna í hönd, vegna þess að ég
hef ekki fundið neina skyldu hjá
mér til þess að tala máli stéttar
minnar. Eg er ein þeirra verka-
kvenna sem hef flotið með
straumnum án þess að afhafast
nokkuð það sem gæti orðið stétt-
inni til bóta eða sigurs. Við verka-
konumar erum allt of lítið sam-
taka í baráttunni fýrir bættum
kjörum okkar og það var eigin-
lega fyrst s.I. sumar, sem ég fann
greinilega til þess hvað samtök
verkalýðsins eru konum nauð-
synleg og að ég opnaði augun fyr-
ir minni eigin dyggð og margra
annarra kvenna, sem vinna án
þess að fylkja sér um réttmætar
kröfur á hendur vinnukaupend-
um.
Eg vann s.l. sumar við síldar-
söltun á Siglufirði og var svo
heppin, eða það áleit ég f fyrstu,
að fá pláss hjá „Söltunarfélagi
verkalýðsins á Akureyri". Eg
lærði mikið og í fyrstu var mér
margt nærri því óskiljanlegt, t.d.
hvers vegna stjórn Síldareinka-
sölunnar ekki raðaði skipunum
niður á söltunarstöðvarnar eins
og árið áður, það var í alla staði
skynsamleg og góð ráðstöfun, því
að þá gekk vinnan jafnar yfir og
skipin þurftu ekki að bíða með
síldina og láta hana oft á tfðum
skemmast. Það skýrðist fyrir mér
að hér var um stéttabaráttu að
gera, burgeisarnir vildu eyði-
leggja söltunarfélögin, og vegna
þess að ég vann hjá söltunarfé-
lagi, hafði ég fyrir þessa svívirði-
legu ráðstöfun þeirra, mikið
minni vinnu en stúlkur sem
unnu hjá stóru saltendunum,
Ingvari, Asgeiri Péturssyni o.fl.
Eg sá að það rétta var að verka-
lýðurinn saltaði sjálfur síldina án
milliliða, sem eru verkalýðnum
til bölvunar og einskis annars.
En það var annað atvik sem ég
stóð undrandi yfír. A Siglufirði
voru nefnilega tvö verkakvenna-
félög. Verkakvennafélagið „Ósk“
var hið upphaflega félag og hafði
alltaf unnið að því að halda taxt-
anum uppi og það með dágóðum
árangri, en s.l. sumar kom babb í
bátinn. Nokkrar konur höfðu
klofið félagið um veturinn, fyrir
tilstilli Guðm. Skarphéðinssonar
og myndað nýtt félag, sem kom
fram með sinn eigin taxta og var
hann í mörgum liðum lægri en
taxti Oskar. Með þennan taxta
gengu þær um eins og frelsarar
útgerðamanna og þeim veittist
auðvitað ekki erfitt að fá undir-
skriftir þeirra. Hjá söltunarfélag-
inu þar sem ég vann, var taxti
Óskars borgaður og að nokkru
leyti víðar. Það gefur að skilja að
eifitt var fyrir Ósk að halda sín-
um taxta uppi, þar sem hópur
stéttvilltra kvenna barðist lyrir
kauplækkun og neitaði að halda
sameiginlegan fund þar sem
hægt væri að sameina taxtana.
Það má búast við því, að þess-
ar konur reyni að koma fram
kauplækkun næsta sumar, en
þessar athafnir þeirra hafa vakið
svo mikinn viðbjóð hjá fjöldan-
um, að vonandi er að þær hætti
sínu illa starfi í þágu útgerðar-
mannanna.
Eg vil að endingu hvetja allar
þær konur, sem ennþá standa
utan við samtökin, að fylkja sér
inn í þau, en ekki til þess að
vinna að sínum eigin dauða,
heldur til sigurs fyrir stéttina.
Draumuriim fagri
A æskuskeiði Sovétríkjanna ríkti
vonglöð trú á hið mikla framtíð-
arríki allra stétta þar sem jöfnuð-
ur og samhjálp ríkti. Fyrsta fimm