Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 01.05.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGVR 1. MAÍ 1999 -III X^“*' SÖGUR OG SAGNIR Mynd Muggs af konum við kolaburð við Reykjavíkurhöfn túlkar vel stritið sem konum var gert að leggja á sig til að vinna fyrir sér og sínum. Samt voru /aunin svo nánasarleg að þær vour tæpast matvinnungar. ára áætlunin sýndi yfirburði verkalýðsríkisins og voru framfar- irnar bornar saman við auðvalds- kreppuna miklu þar sem atvinnu- leysi og örbyrgð sóttu á og tækni- framfarirnar megnuðu ekki að ráða bót á. Ingibjörg Steinsdóttir boðaði í IítiIIi grein framtíðarríki komm- únismans og bar saman við úr- kynjun auðvaldsins. 1 dag þegar Sovétríkin eru liðin undir Iok og misheppnaður kapítalismi megn- ar ekki að rétta við galla sovét- skipulagsins og misgjörðir ráða- manna þess, er auðvelt að setja sig á háan hest og kveða upp dóma. En sé tekið tillit til Iífs- kjara og réttindaleysis verkalýðs- ins á fyrstu áratugum aldarinnar er auðvelt að koma auga á hve heillandi framtíðarríkð var í aug- um þeirra sem sáu drauma sína rætast við sjónarrönd þar sem roðinn í austri var að brjóta sér braut. Ingibjörg skrifaði: Afleiðingin af heimskreppunni með launalækkanir, þyngri tolla- og skattaálögur kemur harðast niður á konum verkalýðsstéttar- innar. Margfaldar þrautir líður hún á við aðra. Konan sem vinn- ur utan heimilisins fyrir algjör- lega ófullnægjandi laun, samfara þeirri lítilsvirðingu, seem henni sífellt er sýnd eins og hún væri óæðri vera í þjóðfélaginu, að ég ekki tali um þá andlegu kúgun, sem fátæktinni er samfara. Og hversu óendanlegar eru ekki sorgir og áhyggjur konu verkamannsins? Fyrir móðurina, að sjá börnin föl og veilduleg af næringarskorti, dauf og táplítil af líkamlegu þroskaleysi, og þar sem matur er af skornum skammti getum við gert okkur í hugarlund klæðnað fjölskyldunnar. Hvernig eru svo húsakynnin sem verkalýðurinn býr við, og heilbrigðisnefndir auðvaldsskipu- lagsins hafa ekkert við að athuga? Þau eru svívirðileg, heilsuspill- andi hreysi, algjörlega sólarlausar kjallaraholur, þar sem andrúms- loftið er þrungið af raka, eða hriplek þakherbergi. Fæðing barns á að vera gleði- viðburður í lífi hverrar konu, en eins og högum verkalýðsins al- mennt nú er háttað þýðir það að- eins; einum munni fleira að fæða, einum kropp fleira að klæða, meiri sjálfsafneitun, meiri fórníýsi móðurinnar. Aðeins í einu landi - í Sovét- Rússlandi - er engin kreppa, ekk- ert atvinnuleysi, engin neyð. A þessu ári fullgerir rússneski verkalýðurinn hina stórkostlegu fimm ára áætlun sína, og hefur henni þá verið lokið á íjórum árum. Á sama tíma og atvinnutækin alls staðar annars staðar í heim- inum eru Iögð niður og fram- leiðslan takmörkuð, verða á þessu ári [1931] reistar í Rúss- landi 518 nýjar framleiðslustöðv- ar og 1940 nýjar traktora- og vélaverksmiðjur. Þá fá vinnu þijár milljónir manna, þar af ein milljón og sex þúsund konur. Til að létta byrðar verkakon- unnar og gera henni lífið glaðara, eru þar í hverri verksmiðju eld- hús, borðsalur, íþróttasalur, bókasafn, samkomusalur og barnaheimili. Þungaðar konur fá þar 4 mánaða frí með fullum Iaunum. Þegar þær síðan koma aftur til vinnu fá þær hálftíma frí tvisvar á dag, auk venjulegs mat- málstíma til þess að leggja barnið á brjóst. Vinnutíminn er þó að- eins 6-7 tímar. Þar er einkunnar- orðið: „Ekkert barn í heiminn nema því sé tekið með gleði“. Hin óstjórnlega neyð og versn- andi horfur verkalýðsins í auð- valdslöndunum hefur þjappað honum betur saman, og í þessari sívaxandi baráttu hans á A.S.V. [Alþjóðasamhjálp verkalýðsins] einmitt erindi. Frá því A.S.V. hóf starf sitt 1921 hefur það útbýtt um 100 milljónum króna og tel- ur nú um 20 milljónir meðlima. Verkakonur! Hvort heldur þið vinnið við heimilisstörf eða utan heimilis, menntakonur og allar þið, sem samúð hafa með verka- lýðsbaráttunni, hvort heldur sem þið eruð í söfnuðum eða utan stafnaða, hverja pólitíska skoðun sem þið hafið, allar eigið þið heima í A.S.V. Alls staðar þar sem auðvaldið ræður, þar er líka neyð. Verkalýðnum finnst yfirleitt auð- mýkjandi að þiggja gjafir af hin- um borgaraiegu góðgerðarfélög- um. A.S.V. er samúðar- og sam- hjálparstarfsemi verkalýðsins sjálfs. Það er því aldrei auðmýkj- andi að þiggja styrki A.S.V. , því þeir eru aðeins einn liður í stétta- baráttunni. Leggið allar lítinn skerf. Gerist meðlimir Alþjóða- samhjálpar verkalýðsins. Haxt barist Verkakvennafélögin áttu ekki alltaf vísan stuðning karlafélag- anna þegar í harðbakkan sló og má lesa í minningum forystu- kvennanna, að stundum sárnaði þeim þegar karlarnir sögðust ekki ekki hafa mátt eða aðstöðu til að leggja þeim lið. En staða verka- lýðsins og samtaka hans var lengi veik og karlarnir tregir að lofa meiru en þeir gátu staðið við.,.En Þessi mynd frá síldarsöltun á Siglufirði er tekin þrem áratugr , trtttu-'. ö'ásöng >, ....... arplanið er hið sama og vinnubrögðii * ' ;u/mo u§jd/i yfirleitt samstaðan góð og karl- arnir veittu verkakonum það lið sem þeir gátu. Garnadeilan svokallaða sýndi að karlarnir voru engar liðleskjur þegar mikið lá við, en sú vinnu- deila stóð á milli kvenna, sem unnu í Garnastöðinni og þeirra sem hana ráku. Þau átök áttu sér stað um miðjan þriðja áratuginn. Steinunn Þórarinsdóttir segir stuttlega frá þeim átökum í við- tali við Vilhjálm S. Vilhjálmsson í bókaflokknum Við sem byggðum þessa borg. Verkakonan segir svo frá: Um þetta Ieyti gekk ég í Verka- kvennafélagið Framsókn og sótti strax fundi. Brátt fór ég að segja mína skoðun á fundum og það varð víst til þess að ég var kosin í stjórn félagsins og fulltrúi þess á þing Alþýðusambands íslands. í þá daga var erfiðara að hafa veg og vanda af vekalýðsfélögum en nú er og fengum við konurnar í Framsókn að finna skarþefinn af því. Eg var í stjórn félagsins þeg- ar „Garnadeilan11 mikla stóð, en það er minnisstæðasta deilan sem Framsókn hefur lent í. Upphaf þess máls er á þá leið, að ég var að innheimta félags- gjöld eitt kvöld, sem raunar fleiri. Eg kom í hús til þess að inn- heimta hjá stúlku. Þegar ég bar upp erindi mitt, fleygði kona því framan í mig, að okkur í stjórn Framsóknar væri skammar nær að sjá um, að Samband íslenskra samvinnufélaga níddist ekki á verkakonum með því að Iáta vinna undirtaxta, heldur en að Síldarplan á Siglufirði. Stund er milli stríða þegar lokið er við að landa úr einu skipi og byrjað er að keyra í körin frá því næsta. En móðurhlutverkið gleymist ekki í erli lífsbaráttunnar. Ljósmyndir OÚ. vera að reita af þeim í félagsgjöld þessar fáu krónur, sem þær ynnu sér inn. Mig sveið undan þessum löðrung, enda var ekkert að fá svívirðingum fleygt að sér af vör- um andstæðinganna á móts við þær, sem þær réttu að manni, sem maður þóttist þó vera að vinna fyrir. Eg fór þegar heim til formanns félagsins, Jónínu Jón- atansdóttur, og sagði henni frá þessu. Síðan var leitað til Alþýðu- sambandsins, en þá var Jón Axel Pétursson framkvæmdastjóri þess. Leitað var samkomulags við Sambandið, en það bar ekki ár- angur og var þá ákveðið að stöðva vinnu í Garnastöðinni. Eg ákvað að taka þátt í þessum átökum og fór á vinnustaðinn eldsnemma morguns. Eg man að þá var rok og glerhálka, en við komumst samt. Þá voru stúlk- urnar komnar inn í stöðina og farnar að vinna. Við höfðum tal af stúlkunum, en það þýddi lítið. Snemma næsta morguns var aft- ur haldið af stað og var nú ákveð- ið að láta til skarar skríða, en þá hafði Dagsbrún Iíka heitið okkur fullum stuðningi undir forystu Héðins Valdimarssonar og Olafs Friðrikssonar. Við fengum lítið að gert um morguninn. Rétt fyrir matinn þurftu þær Jóhanna Eg- ilsdóttir og Sigríður Olafsdóttir að fara heim að elda, enda báðar giftar, en ég ekki. Rétt eftir að þær voru farnar kom bifreiða- stjóri með vörur. Ég sagði við hann að þarna væri vinnustöðv- un og mæltist til þess að hann æki ekki vörunum, en þær voru að meirihluta salt í garnirnar og gærurnar. „Eg vissi ekki að hér væri verk- fall,“ svaraði bifreiðastjórinn. „Eg vinn ekki gegn verkfallinu.“ Eftir hádegið dró svo til úrslitaátak- anna. Lögreglan mætti kylfubú- in, en við ruddumst að húsinu. Héðinn stóð fyrir dyrunum, Ólaf- ur Friðriksson sleit niður sím- ann, Jón Axel ruddist inn og henti verkstjóranum Ara Eyjólfs- syni, upp á borð. Við ræddum við stúlkurnar, og að því Ioknu fóru allar út og vinnan Iagðist niður. Síðan hefur Samband íslenskra samvinnufélaga ekki lagt til orr- ustu við verkakonurnar í Reykja- vík. Svona fór um sjóferð þá. (OÓ týndi saman. Kaflamir sem teknir eru úr rit- inu Við sem byggðum þessa borg eru birtir með góðfúslegu leyfi Setbergs, sem gaf ritsafnið út.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.