Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 3
PíRlÐJUD AG V R 4 ■ MAÍ 19 9 9 - 3 Xfc^HT. FRÉTTIR L Davíð er sá mest og mmnst metni Súlurnar sýna hvernig stjórnmálamenn komu út úr könnuninni. Annars vegar eru niðurstöðurnar fyrir spurninguna um hverjum menn hafa mest álit á (vinsælastir) og hverjum menn hafa minnst álit á (óvinsælastir). Davíð Oddsson er í senn sá stjómmála- maður sem kjósendur hafa mest og minnst álit á. Halldór Ás- grímsson með næst- besta álitið, en ráð- herrar Framsóknar- Hokksins áherandi meðal álitsminnstu stj ómmálamannanna. I nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Dag lenti Davíð Odds- son forsætisráðherra og formað- ur Sjálfstæðisflokksins í efsta sæti bæði yfir þá sem kjósendur hafa mest álit á og minnst álit á. Af ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru það aðeins Davíð og Halldór Asgrímsson sem komast þokka- lega á blað hvað mest álit varðar, en athyglisvert er að meðal þeirra 9 stjórnmálamanna sem minnst álit hafa eru allir fimm ráðherrar Framsóknarflokksins, en aðeins einn ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, Davíð. Könnunin náði til 600 manns og var svarhlutfallið 77%. Helm- ingur aðspurðra eða 50,2% nefndu ekki einstakling þegar spurt var: „Á hvaða íslenskum stjórnmálamanni hefur þú mest álit á“. Af heildinni féldt Davíð 21,6% tilnefninga og Halldór Ás- grfmsson utanríkisráðherra 8,9%. Sé miðað við þá sem afstöðu tóku röðuðu sér í efstu sæti þau Davíð með 43,5%, Halldór með 17,8%, Jóhanna Sigurðardóttir, efsti maður Samfylkingarinnar í Reykjavík, með 8,3%, Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar og efsti maður hennar í Suðurlandskjördæmi, með 7,8% og Steingrímur J. Sig- fússon formaður VG með 5,2%. Aðrir fá vel færri tilnefningar. Davíð nýtur marktækt meiri álits meðal karla, en Jóhanna og Mar- grét meðal kvenna. Davíð stuðar frekar konur Meira en helmingur aðspurðra eða 58,2% nefndi ekki einstak- ling þegar spurt var: „Á hvaða ís- lenskum stjórnmálamanni hefur þú minnst álit á“. Af heildinni lentu þar í efstu sætum Davíð með 9,3% og Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra með 6,3%. Sé miðað Hð þá sem afstöðu tóku röðuðu sér í efstu sæti þau Davíð með 22,3%, Finnur með 15%, Sverrir Hermannsson for- maður Frjálslynda flokksins með 8,8%, Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra með 7,8% og Jó- hanna Sigurðardóttir með 5,2%. Davíð Oddsson er greinilega umdeildur stjórnmálamaður, flestir hafa mest álit á honum allra stjórn- málamanna og flestir hafa jafn- framt minnst álit á honum. Strax á eftir Jóhönnu koma Guð- mundur Bjarnason, Halldór Ás- grímsson og Páll Pétursson, ráð- herrar Framsóknarflokksins. I könnuninni voru karlar mun viljugri til að nefna Iítið álit sitt á tilteknum einstaklingi, af þeim tóku afstöðu 50,7% en af konum tóku afstöðu 33,2%. Davíð er nokkuð óHnsælli meðal kvenna en karla og hið sama er að segja um Ingibjörgu Pálmadóttur, en Jóhanna Sigurðardóttir og Guð- mundur Bjarnason njóta minna álits meðal karla en kvenna. - FÞC, Létt yfír á 1. maí Fjöldi manns gekk fylktu liði undir fánum verkalýðsfélaga og lúðrablæstri í 1. maí kröfugöngunni á útifund á Ingólfstorgi. Veðurguðirnir hafa oft verið í betra skapi en rigning setti svip sinn á daginn syðra en nyrðra var þurrt. Þátttakan uin 4-6 þiísimd maims í Reykjavík. Kostnaður um 200-300 þúsund. Fjölskyldau, skipu- lagsmál ASÍ og skatt- ar. „Ég var mjög ánægður með dag- inn. Mér fannst hann heppnast vel og það var létt yfir fólki í göngunni," segir Sigurður Bessa- son, formaður 1. maí nefndar hjá fulltrúaráði verkalýðsfélaga í Reykjavík. Fjölskyldan og skattar Talið er að 4-6 þúsund manns hafi tekið þátt í baráttu- og há- tíðisdegi verkalýðsins 1. maí í Reykjavík, sem að þessu sinni bar upp á laugardag. Þá virðist einnig almenn ánægja hafa verið með hátíðahöldin víðs vegar um Iandið. I kröfugöngunni var gengið frá Hallgrímskirkju og niður á Ingólfstorg þar sem úti- fundurinn fór fram. Yfirskrift dagsins var fjölskyldan, menntun og vinna. í ræðum dagsins var víða komið inn á skattamálin, einkum jaðarskatta, stöðu fjöl- skyldunnar og skipulagsmál ASI. Sigurður Bessason segir að þótt rignt hafi á verkafólk þennan dag, þá hefði hljómsveitin Rússí- banarnir náð að hrista þá dropa af fólki með þeim afleiðingum að Ingólfstorg hefði iðað af lífi og góðri stemmningu. 200-300 þúsimd Formaður 1. maí nefndarinnar telur fljótt á litið að kostnaður vegna hátíðahaldanna og skemmtunarinnar á Ingólfstorgi hafi numið um 200-300 þúsund krónum. Mesti kostnaðurinn í þeim efnum séu auglýsingar og aðkeypt skemmtiatriði. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að stærstu verkalýðsfélögin hafi þurft að kosta einhverju til í kaffi og meðlæti eftir að dagskránni lauk á Ingólfstorgi. I það minnsta er áætlað að 600-800 manns hafi mætt í 1. maí kaffi hjá Eflingu - stéttarfélagi. - GRH Flóttameim til Dalvtkur Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að taka til- boði Dalvíkurbyggðar um að taka á móti u.þ.b. helmingi þeirra 50 flóttamanna frá Kosovo, sem væntanlegir eru til landsins í vikunni. Hinn helmingur hópsins verður búsettur á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir því að sendi- nefnd muni fara til Makedóníu á fimmtudag og að flóttamenn- irnir komi hingað til lands á laugardagskvöld eða á sunnu- dag. Miðast áætlanir við að fiogið verði beint á Egilsstaði og að hópurinn dvelji á Eiðum i 2-3 vik- ur. — FÞG Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Stór hluti úthafsrækjukvótans óveiddur Um þriðjungur leyfislegs hámarks í þorski er enn óveiddur, enda nú um þriðjungur fiskveiðitímans eftir, en nýtt fiskveiðiár hefst 1. sept- ember. Fjórðungur þorskkvótans, eða um 44 þúsund tonn, er óveiddur, en jafnvel er búist við að dregið verði úr því magni af þorski sem veiða megi næsta fiskveiðiár, og þar byggt á niðurstöðum nýjasta togararalls. Mest er enn eftir óveitt af humri, eða 90%, en nú eru humarveið- arnar ekki einskorðaðar \ið ákveðinn veiðitíma. 67% er óveitt af út- hafsrækjunni, eða 37 þúsund tonn, og nánast engar líkur á að takast muni að veiða það magn fyrir 1. september. Sama má segja um ýsuna, en af 34 þúsund tonna kvóta eru enn óveidd um 12 þúsund tonn. Sterkar Iíkur eru á að eitthvað verði óveitt í haust þegar fiskveiðiár- inu lýkur. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.