Dagur - 04.05.1999, Qupperneq 9

Dagur - 04.05.1999, Qupperneq 9
8 -ÞRIÐJUDAGVR 4. MAÍ 1999 X^MI- X^ur ÞRIDJUDAGVR 4. MAÍ 1999 - 9 FRÉ TTASKÝRING Höfuöborgin hefur sérstöðu fremur er hinn gífurlegi fjáraust- ur kvótaflokkanna,“ segir Sverrir Hermannsson, oddviti Fijálslynda flokksins í Reykjavík. „Þeir virðast hafa ótakmarkað fjármagn enda ekkert undarlegt að hinir svo köll- uðu kvótaeigendur kosti ýmsu til að viðhalda hagsmunum sínum. Þetta blasir við öllum. Sú sér- kennilega staðreynd blasir Iíka við að þeim hefur verið hjálpað við það af mörgum fjölmiðlum að skjóta sjávarútvegsmálunum und- an dómi kjósenda. Á sama tíma hafa þeir Iýst yfir, eins og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra, að þetta væri stórmerkileg- asta sjávarútvegsstefna í heimi og fullkomnasta fiskveiðistjórnunin. Samt þora þeir ekki að láta kjósa um það og þeim helst það upp. Það jarmar hver upp í annan að það séu sættir í málinu en enginn veit um hvað þær sættist snúast, enda er bókað í samþykktum rík- isstjórnarflokkanna að það skuli engu breytt í grundvallaratrið- um.“ Hann var þá spurður hvort hon- um fyndist hann ekki ná í gegn með sinn málflutning? „Það er alveg augljóst mál að við höfum ekki náð í gegn enda höfum við enga peninga til þess, við erum að vinna með berum höndum." Sverrir er margreyndur í pólitík, bæði sem þingmaður og ráðherra. Hann kemur nú inn í pólitíkina aftur eftir langt hlé. Hefur margt breyst í kosningabaráttunni á þessum tíma? „Að vísu var ég í framboði í landsbyggðarkjördæmi hér áður og það er allt öðru vísi. Og svo er það staðreynd að nú eru miklu meiri peningar á ferðinni en var meðan ég var í framboði hér áður fyrr,“ segir Sverrir Hermannsson. Kostnaðurinn innan við 10 þúsund „Ef ég á að segja alveg eins og er hefur kosningabaráttan hjá okkur ekkert gengið," segir Þórarinn Einarsson efsti maður á lista an- arkista. „Málið er að fjölmiðlar loka alveg á okkur og láta eins og við séum ekki til. Svo höfum við ekkert fjármagn til að auglýsa fyr- ir og að auki finnst okkur sú leið vera lágkúruleg. Okkur þykja aug- Iýsingar hinna framboðanna ómálefnalegar og ómerkilegar. Kostnaðurinn hjá okkur er undir 10 þúsund krónum. Við höfum eiginlega bara eytt í að kaupa pappír og þvottaklemmur, sem við notum fyrir barmmerki. Við skrif- um bara X-Z á klemmurnar og festum þær í barminn." Hann segir að þegar hann tali við fólkið á götunni kannist það bara ekkert við að anarkistar bjóði fram. Þess vegna séu þeir ósýni- legt framboð eins og er. „Það mun taka langan tíma fyr- ir okkur að láta samfélagið vita af tilvist okkar og einnig mun líða langur tími þar til það skilur hvað það er sem við stöndum fyrir. Við erum líka að beijast við ákveðna fordóma. Margir benda á að það hafi verið mistök að kalla okkur anarkista en við erum bara sannir hugsjónamenn. Okkar mestu erf- iðleikar nú eru þeir að á okkar lista er nær eingöngu ungt fólk, innan við þrítugt og flestir náms- menn. Nú eru þeir á kafi í prófum og þess vegna er hreyfingin nokk- uð lömuð þessa dagana," segir Þórarinn Einarsson. Reykjavík virðist vera eina kjördæmið í land- inu þar sem sértæk kjördæmamál eru varla til staðar en landsmálin alls ráð- andi í kosningabarátt- nnni. Reykjavíkurkjördæmi hefur, eins og gefur að skilja, mikla sérstöðu meðal kjördæma landsins. Það er ekki bara að um höfuðborgina sé að ræða, heldur lang Ijölmenn- asta kjördæmið með flesta þing- mennina. Og þrátt fyrir að allír alþingismenn séu sammála um að efla byggð í landinu sem mest með því að efla þar atvinnu, nauðsyn þess að flytja ýmsar stofnanir út á land o.s.frv., þá er það nú einu sinni svo að allar stærstu stofnanir landsins eru staðsettar í höfuðborginni. Þess vegna er Reykjavíkurkjördæmi meira þungavigtarkjördæmi en það væri ef alþingismenn fram- kvæmdu það sem þeir telja nauð- synlegt. Fyrir bragðið er það svo að í Reykjavík tala menn ekki um kjördæmismál eins og í hinum kjördæmunum. Það er eins og Reykjavík eigi engin sérhags- munamál þegar kemur að þing- kosningum. Þó heyrast frambjóð- endur aðeins tala um samgöngu- málin í borginni fyrir þessar kosn- ingar og undrar engan. En hvað segja frambjóðendur í Reykjavík um kosningabaráttuna og málin sem tekist er á um í þessum al- þingiskosningum. Þægileg kosningabarátta „Mér finnst kosningabaráttan hafa verið þægileg og á þá við að stóri slagurinn hafi byijað síðar en áður hefur verið. Nú hins veg- ar er hún hafin af fullum krafti. Kosningabaráttan hefur verið skemmtileg eftir að hún fór á fullt skrið og það sem af er hefur hún verið á málefnalegum nót- um. Ástæðuna fyrir því hve dauf kosningabaráttan hefur verið til þessa tel ég vera að ástandið í þjóðfélaginu er mjög gott. Þess vegna eru engin stórmál uppi sem átök eru um. Menn hafa náð góð- um tökum á efnahags- og at- vinnumálunum þjóðarinnar. Það er öryggi sem einkennir þjóð- arsálina og það hefur orðið til þess að menn taka seinna við sér í kosningabaráttunni en ella,“ segir Finnur Ingólfsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. Hann segir að þótt ýmsir telji að í Reykjavík séu ekki nein sér- stök kjördæmismál þá telji hann það ekki rétt. Hann segir að það sé dagljóst að samgöngumál brenni á Reykvíkingum. „Þar á ég við umferðina bæði inn og út úr borginni. Eg horfi í því sambandi sérstaklega á Sundabrautina og tel að menn verði sem allra fyrst að komast að niðurstöðu um hvernig það mál verði leyst," segir Finnur Ingólfs- son. Beðið ii iii breytingar „Samfylkingin í Reykjavík hefur komið fram sem mjög sterk heild og okkar málflutningi er alls stað- ar mjög vel tekið. Við finnum það hvar sem við komum að fólk er að biðja um breytingar og breyttar leikreglur og forgangsröðun í þjóðfélaginu. Okkar stefna um fjölskyldutryggingu, sem við höf- um verið að kynna, og skatta- lækkanir fær umtalsvert góðan hljómgrunn hjá fólki. Eins heyr- um við það hvarvetna að fólk trú- ir ekki því sem andstæðingar okk- ar eru að halda fram um að við séum að stefna stöðugleikanum í hættu. Um leið og við skýrum okkar stefnu er fólk mjög ánægt með þann sterka ljárhagsgrund- völl sem er undir okkar tillögum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún segir að andstæðingar Samfylkingarinnar sameinist um að reyna að koma því inn hjá fólki að tillögur Samfylkingarinnar þýði skattahækkanir. Þetta sé rangt því allar tillögur Samfylk- ingarinnar miði að því að Iækka skatta á heimilin í landinu, hvort sem um er að ræða skatthlutfall á lágar eða meðaltekjur, hækkun barnabóta og ónýttan persónuaf- slátt barna til foreldra, gjörbreytt fæðingarorlof og afkomutrygg- ingu lífeyrisþega. Jóhanna segir að það séu ekki mörg mál sem snerta Reykjavík- urborg eina og sér. Það eina sem hafi komið upp á í þeim efnum hafi verið fundur frambjóðenda með íbúum í Grafarvogi. Þar voru málefni hverfisins sérstaklega rædd og þá alveg sérstaklega sam- göngumálin og Sundabrautin. „Annað sértækt mál fyrir Reykjavfk sem hefur borið á góma er Reykjavíkurflugvöllur en það hefur ekki verið rnikið," segir Jó- hanna Sigurðardóttir. Engar kollsteypur „Það sem mér finnst hafa ein- kennt þessa kosningabaráttu er hvað hún hefur verið róleg, alla vega hvað okkur sjálfstæðismenn snertir. Við finnum fyrir miklum meðbyr, jafnvel svo að menn eru uggandi um að okkar stuðnings- fólk verði værukært. Það er einnig áberandi í kosningabarátt- unni að fólk virðist vera nokkuð ánægt. Fyrir síðustu alþingis- kosningar bar á því að fólk væri óánægt með ýmsar skerðingar sem það hafði orðið fyrir og at- vinnuleysi og fleira. Nú hefur þessu öllu verið náð niður og per- sónulega er ég ánægðastur með að geta sýnt fram á að atvinnu- leysið er horfið, enda er það nokkuð sem ég tel að eigi ekki að Ríkisútvarpið efndi tii sameiginlegs framboðsfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur i gær þar sem fulltrúar allra framboða tókust á um strauma og stefnumál komandi kosninga. vera til. Mér er óskiljanlegt allt að 10% viðvarandi atvinnuleysi sums staðar í Evrópu. Eg held að málið sé að fólk vill ekki sjá nein- ar kollsteypur," segir Pétur H. Blöndal, 7. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins. Hann segir að á fundi í Grafar- vogi hafi komið upp spurningin um Sundabraut og það hafi verið farið ítarlega í gegnum það mál á þeim fundi. Að öðru leyti segir Pétur að lítið sé um sértæk mál fyrir Reykjavíkurkjördæmi og sér- mál Reykjavíkur ekki veigamikil í þessari kosningabaráttu. „Enda er hér verið að kjósa til löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Því miður er það svo að margir Úrslittn 1995 Alþýðuflokkur 11,4% 2 menn Framsóknarflokkur 14,9% 2 menn Sjálfstæðisflokkur 42,3% 8 menn Alþýðubandalagið 14,4% 3 menn Þjóðvaki 7,1% 2 menn Kristileg stjórnmálahr. 0,3% Náttúrulagaflokkur 0,9% Kvennalisti 7,0% 2 menn Iandsbyggðarþingmenn hafa fall- ið í þá grylju að líta á kjördæmið sitt sem einhvern sérstakan part af landinu. Eg bendi á að lands- byggðarfólk notar vegi og götur hér í Reykjavík ótæpilega og ég nota sömuleiðis vegina úti á landi þegar ég bregð mér þangað. Öll erum við ein þjóð þótt hver þing- maður gæti hagsmuna sinna kjós- enda,“ sagði Pétur H. Blöndal. Gengið of langt í auglýsingum „Kosningabaráttan hjá okkur hef- ur að mörgu Ieyti gengið ágæt- lega. Það held ég aftur á móti að eigi ekki við um alla hina flokk- ana, sem hafa hagað baráttu sinni á mjög mismunandi hátt. Auglýsingamennska hefur sett mjög svip á kosningabaráttu þeirra. Maður flettir ekki svo blaði að þar sé ekki heil síða eða opna frá flokkunum og útvarp og sjónvarp undirlagt. Aðrir hafa stillt þessu í hóf, eins og við til að mynda. Við höfum ekki eins digra sjóði og aðrir, en hitt vegur ekki síður þungt að við teljum að of langt hafi verið gengið í auglýs- ingamennskunni," segir Ög- mundur Jónasson, oddviti VG í Reykjavík. Hann segir að kosningabarátt- an hjá VG hafi einkennst af mik- >11, málefnavinnu. Haldnir hafi verið ótal fundir, ráðstefnur og málþing. Þetta hafi orðið fram- bjóðendum og þeim sem vinna fyrir VG mikil hvatning og aukið þeim kraft, sem VG muni lengi búa að. „Ég held að það sé óhætt að segja að kosningabarátta okkar hafi verið meira á landsvísu en kjördæmis. Það eru ekki mörg mál sem eru sérstök fyrir Reykja- vík, sem kjördæmi. Við höfum lagt höfuðáherslu á velferðarmál- in og jöfnuð í samfélaginu. Við höfum gert grein fyrir því hvernig við viljum forgangsraða fjármun- um. Ög okkar forgangsmálefni eru málefni aldraðra, öryrkja og barnafólks, náttúruvernd og um- hverfismál," segir Ögmundur Jónasson. Baiina fóstureyðingar „Miðað við aðstæður hefur kosn- ingabaráttan gengið vel hjá okkur en menn verða að gæta að því að við höfum ekkert Ijármagn og þar að auki höfum við þá sérstöðu að bjóða bara fram í Reykjavík og á Reykjanesi. Það þýðir að við erum útilokaðir hjá mörgum Ijölmiðl- um og getum því ekki auglýst okkur upp nándar nærri eins mikið og hinir flokkarnir," segir Gumundur Örn Ragnarsson, efsti maður á lista Kristilega lýð- ræðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að kristilegir leggi höfuðáherslu á siðferðileg efni í kosningabaráttunni og að þeir hafi Ijölskylduna í öndvegi og vitni gjarnan til ritningarinnar. Hann segist fá góðar viðtökur hjá því fólki sem hann hittir og heim- sækir. Hann segir að fólk þurfi að venjast flokknum og hafa trú á að hann nái inn manni. Sjálfur segist hann trúa því að þar að komi. „Það hefur vakið einna mesta athygli hjá fjölmiðlum að við vilj- um afnema það sem við köllum „kynvillulögin," sem eru lögin um staðfesta sambúð og við viljum líka afnema fóstureyðingar. Á síð- asta ári voru nærri eitt þúsund börn deydd með fóstureyðingu. Við teljum það vera réttlætismál að afnema þessi Iög. Réttlætismál sem er öllum réttlætismálum framar. Kærleikurinn gerir ekki manneskjunni mein, segir í Biblí- unni.“ segir Guðmundur Örn. Afiiám fátæktar „Við höfum lagt höfuðáherslu á afnám fátæktar í kosningabarátt- unni. Við teljum fátækt vera stærsta mannréttindabrotið sem framið er hér á landi. I því sam- bandi höfum við lagt fram tillögur um hækkun ellilífeyris- og ör- orkubóta í 90 þúsund krónur á mánuði. Sömuleiðis höfum við lagt fram tillögur um hækkun lág- markslauna og skattleysismarka í 100 þúsund krónur á mánuði," segir Kjartan Jónsson, oddviti Húmanistaflokksins í Reykjavík. Hann segir að þessi málflutn- ingur þeirra eigi mestan hljóm- grunn hjá ungu fólki. Það hafi greinilega vakandi réttlætistil- finningu, sem ekkert sé farin að dofna. Hann segir húmanista einnig leggja áherslu á að sam- kynhneigðir fái full mannréttindi, sem þeir hafi ekki enn hlotið. Sömuleiðis aðskilnað ríkis og kirkju. „Ég sagði í upphafi kosninga- baráttunnar að kraftaverk þyrfti til að við næðum inn manni í þessum kosningum. Kraftaverk geta alltaf gerst. Með mikilli vinnu og smá heppni tel ég að við gætum náð manni kjörnum. Og ekki síst í ljósi þess að um 40% kjósenda eru enn ekki búnir að gera upp hug sinn. Hins vegar er annað takmark sem væri ásættan- legt. Það er að ná 2,5% atkvæða sem nægir til að við fáum ákveðna viðurkenningu sem stjórnmála- flokkur og þar með útgáfustyrki. Þá gætum við verið með stöðuga útgáfustarfsemi næstu 4 árin og mætt tvíefld til framboðs eftir fjögur ár,“ segir Kjartan Jónsson. Fjáraustur „Það sem mér hefur fundist ein- kenna kosningabaráttuna öðru SIGURDÓR SIGURDÓRS Framboðslistar Anaxkistar 1. Þórarinn Einarsson hugmyndafræðingur 2. Hallgerður Pálsdóttir sagnfræðinemi 3. Magnús Egilsson kerfisstjóri 4. Heiða Dögg Liljudóttir sérfræðingur 5. Sigurður Harðarson hjúkrunarfræðinemi 6. Hallgrímur Elías Grétarsson grafískur hönnuður 7. Elvar Geir Sævarsson tónskáld 8. Óskar Levy trésmiður 9. Ragnar Eiríksson iðnskólanemi 10. Anna Karen Símonardóttir menntaskólanemi Frjálslyndi flokkurúm 1. Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri 2. Gunnar Ingi Gunnarsson læknir 3. Margrét K. Sverrisdóttir kennari 4. Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur 5. Óskar Þór Karlsson framkvæmdastjóri 6. Birgir Björgvinsson sjómaður 7. Eiríkur Ragnarsson skipstjóri 8. Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur 9. Díana Dúa Helgadóttir verslunarmaður 10. Guðmundur G. Pétursson ökukennari Framsóknarflokkiir 1. Finnur Ingólfsson iðnaðar og viðskiptaráðherra 2. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður 3. Jónína Bjartmarz lögfræðingur 4. Vigdís Hauksdóttir garðyrkjufræðingur 5. Benedikt Magnússon form. BÍSN 6. Birna Kr. Svavarsdóttir hjúkrunarforst. 7. Jón Albert Sigurbjörnsson form. Landss. hestamanna 8. Ásrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður 9. Geir Sverrisson kennari 10. Dagný Jónsdóttir háskólanemi Hiunanistaflokkuriim 1. Kjartan Jónsson útflytjandi 2. Birgitta Jónsdóttir vefhönnuður 3. Anna Björg Michaelsdóttir leikskólakennari 4. Hörður Torfason söngskáld 5. Erling Huldarson málarameistari 6. Kristbjörg B. Guðjónsdóttir verkakona 7. Friðrik Guðmundsson blikksmiður 8. Kristín Sævarsdóttir sölufulltrúi 9. Helga Pálsdóttir verkakona 10. Erla Kristjánsdóttir tækniteiknari Kristilegi lýöræðisflokkurinn 1. Guðmundur Örn Ragnarsson prestur 2. Árni Björn Guðjónsson húsgagnasmíðameistari 3. Einar Friðberg Hjartarson múrari 4. Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur 5. Páll Sigurðsson framkvæmdastjóri 6. Birna Einarsson leikskólakennari 7. Leifur E. Núpdal sölufulltrúi 8. Þóra Sigríður Jónsdóttir kennaranemi 9. Birgir Sævar Pétursson trésmiður 10. Ólöf I. Einarsdóttir grasalæknir Samfýlking 1. Jóhanna Siguroardóttir alþingismaður 2. Össur Skarphéðinsson alþingismaður 3. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður 4. Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi 5. Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður 6. Mörður Árnason íslenskufræðingur 7. Árni Þór Sigurðsson aðstoðarmaður borgarstjóra 8. Guðný Guðbjörnsdóttir alþingismaður 9. Jakob Fr. Magnússon tónlistarmaður 10. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson nemi Sj álfstæðisflokkuriim 1. Davíð Oddsson forsætisráðherra 2. Björn Bjarnason menntamálaráðherra 3. Geir H. Haarde fjármálaráðherra 4. Sólveig Pétursdóttir alþingismaður 5. Lára M. Ragnarsdóttir alþingismaður 6. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður 7. Pétur Blöndal alþingismaður 8. Katrín Fjelsted alþingismaður 9. Ásta Möller form.fél.hjúkrunarfr. 10. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Viiistri lireyfingm - grænt framboð 1. Ögmundur Jónasson alþingismaður 2. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri 3. Hjörleífur Guttormsson alþingismaður 4. Drífa Snædal tæknifræðingur 5. Guðmundur Magnússon forstöðum. dagv. Sjálfsbjargar 6. Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur 7. Óskar Dýrmundur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltr. 8. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur 9. Guðrún Kr. Óladóttir stjórnarmaður í Eflingu 10. Percy Stefánsson fyrrv. form. Samtakanna 78

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.