Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 10
10- ÞRIÐJUDAGU R 4. MAÍ 1999 SMÁAUBLÝSINGAR Bílskúr óskast______________________ Oska eftir að taka bílskúr á leigu á Akur- eyri frá og með 15. júní. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags, Strand- götu 31, Akureyri merkt: „Bílskúr". Hey til sölu______________________ Til sölu heyrúllur, verð 2.500 - 3.000 kr. stk. Upplýsingar gefur Benjamín, Ytri-Tjörn- um í sima 463-1191 eða 899-3585. Hey til sölu Súgþurrkuð taða, vélbundin til sölu. Upplýsingar í síma 462-4947 eftir kl. 20.00. Kartöflur__________________________ Höfum til sölu kartöfluútsæði. Kartöflusalan ehf., Óseyri 2, Akureyri, sími 462 5800. Varahlutir - felgur__________________ Erum með mikið úrval notaðra varahluta í flestar gerðir bíla. Eigum mikið úrval af stálfelgum undir japanska og evrópska bíla. Flytjum einnig inn altenatora, startara, aðal- Ijós og fleira. Útvegum varahluti erlendis frá. Bílapartasalan Austurhlíð, 601 Akureyri, sími 462-6512, fax 461-2040. Opið 9-18.30 og 10-15 laugard. Ökukennsla___________________________ Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristfn Hansdóttir, ökukennari Þingvallastræti 18 heimasími 462 3837, GSM 893 3440. Einkamál________________________ Eg er 33 ára karlmaður sem vill kynnast góðri vinkonu sem vill hafa reglulegt sam- band við mig og ég við hana til lengri tíma. Ég hef mikinn áhuga á að kynnast ef þú ert traust og góð og það væri mjög gott ef þú vildir kynnast mér. Nánari upplýsingar í síma 456 4184 í há- deginu. Ljósaklefi til sölu_________________ Til sölu ZTRATS standljósaklefi. Upplýsingar í sima 467-1440 eða 476-1113 e. hádegi. Takið eftir________________________ Kvenfélag Langholtssóknar Fundur Kvenfélags Langholtssóknar í safn- aðarheimili Langholtskirkju í kvöld kl. 20:00. Spilað Bingó. Vöfflukaffi. Félagar taki með sér gesti. Kirkjustarf Akureyrarkirkja Morgunbæn kl. 9.00. Áskirkja Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Bústaðakirkja Æskulýðsstarf kl. 20:30. Dómkirkjan Barnastarf fyrir 6-9 ára börn kl. 10:15 og kl. 14:15 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12:10. Orgelleikur, ritninga- lestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Árbæjarkirkja Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10- 12. Breiðholtskirkja Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má komatil sóknar- prests i viðtalstímum hans. Digraneskirkja Kl. 11.15 Starf aidraðra. Leikfimi, léttar veitingar, helgistund og samvera. Fella- og Hólakirkja Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Æsku- lýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA DÓRA HELGADÓTTIR, Heiðarlundi 6 B, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 13.30. Pétur Jósefsson, Helgi Pétursson, Lísa María Pétursson, Halldór Pétursson, Kristín Höskuldsdóttir, Hildur Pétursdóttir, Óliver J. Kentish, Hólmfríður Pétursdóttir, Tryggvi Pálmason, Arnkell Logi Pétursson, Þorkell Máni Pétursson, og barnabörn. Þvottahúsið Clæsir Skógarhlíð 43, 601 Akureyri fyrir ofan Byggingavörudeild KEA Tökum alhliða þvott allt fró útsaumuðum dúkum tt og gardínum til vinnu- og 46M 735 og 461 -1386 skíðagalla Opið frá 12 -18 virka daga Sækjum - sendum Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR OTTÓ JÓNSSON, Ljósheimum 22, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 2 maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jónína Sigurðardóttir, Þröstur Gestsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Svala Gestsdóttir, Bragi Gunnarsson, Hreiðar Örn Gestsson, Fríða Ólöf Ólafsdóttir, Halldór Gestsson, Halla Halldórsdóttir, Elísabet Gestsdóttir, Birgir Kristjánsson, Jón Gestsson, Ásta Pálmadóttir, Sæunn Sigríður Gestsdóttir, Baldur Vagnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞJÓÐMÁL T>npir MissJdlniiigiir prófessors ÞORSTEINN GUNNARS- SKRIFAR Þorsteiim Gimnarsson gerir athugasemdir við skrif Þorsteins Vil- hjálmssonar í Degi. í Degi 29. apríl sl. birtist greinin „Valdið og vísindin" eftir Þorstein Vilhjálmsson, prófessor í eðlis- fræði og vísindasögu. Þar sem grein hans byggist að verulegu leyti upp á misskilningi sé ég mig tilknúinn að gera stutta athuga- semd. Tilefni skrifa prófessorsins er forsfðufrétt í áðumefndu dagblaði 20. apríl sl. þar sem Halldór Blön- dal samgönguráðherra fer mikinn um störf vísindamanna Rann- sóknastöðvarinnar við Mývatn og telur þá „hafa gefið sér fyrirfram neikvæðar forsendur um áhrif (Kísiliðjunnar) á lífríkið" og að þeir vilji „Ieggja Mývatnssveit í eyði“. I lok fréttarinnar er síðan birt stutt viðtal við mig þar sem ég tek undir þá hugmynd samgöngu- ráðherra að Háskólinn eflist á sviði náttúrurannsókna. Einnig er haft eftir mér að það sé „Íítið því til fyr- irstöðu að Háskólinn geti tekið svona verkefni að sér. Við höfum langa reynslu af samstarfi við rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna þannig að þess háttar fyrir- komulag varðandi náttúmfræði- rannsóknir gæti vel komið til greina.“ Þessa frétt notar síðan vísindasöguprófessorinn til að taka saman óvæntan heilaspuna um tengsl Háskólans á Akureyri við of- sækjendur Galileos og Darwins og hjávísindamanninn Lýsenko í Sov- étríkjunum. Að lokum ldykkir hann út með því að „sennilega geti menn eyðilagt mest öll raunvem- leg vísindi Islandi á svo sem 10 árum með þessu háttalagi." Ljótt er ef satt er en mér er Ijúft og skylt að benda á að staðhæfingar pró- fessorsins varðandi Háskólann á Akureyri og mínar skoðanir eru allar byggðar á sandi. Það er al- kunna að blaðamenn leita víða fanga þegar þeir birta fréttir um ákveðin málefni. I fréttum blaða er viðtölum við mismunandi aðila oft skeytt saman eins og um eina heild sé að ræða án þess þó að við- mælendur viti um það samhengi sem tilvitnanir í þá em settar í. Ekkert er athugavert við þessa til- högun fyrir þá sem á annað borð eru Iæsir á nútima fjölmiðla. Þetta er mergurinn málsins varðandi þá frétt sem raskaði svo mjög hugarró prófessorsins. Yfirlýsingar ráðherr- ans um störf vísindamanna við Mývatn og afleiðingar þeirra vom ekki bomar undir mig í þessu sam- hengi. Ljóst má vera af lestri frétt- arinnar að ég er að fjalla almennt um eflingu náttúrufræðirann- sókna við Háskólann á Akureyri þar sem samstarf við Rannsókna- stöðina við Mývatn gæti verið þátt- ur í þeirri styrkingu. Hvergi tek ég undir það ffáleita sjónarmið að valdsmenn eigi að geta pantað nið- urstöður fyrirfram frá vísinda- mönnum. Þetta held ég að flestir lesendur hafi áttað sig á nema ef vera skyldi vísindasöguprófessor- inn. Jón Bjamason á þing ÓLAFURÞ. T HALL- GRIMSSON k. r* SKRIFAR Þegar það spurðist, að Jón Bjarna- son, skólastjóri á Hólum, mundi leiða framboð Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs í Norður- landi vestra, þá var undirritaður í hópi þeirra, sem fögnuðu því. Skagfirðingar og Norðlendingar allir þekkja verk Jóns Bjamasonar. Hann hefur verið skólastjóri Bændaskólans á Hólum hátt í tvo áratugi og stýrt skólanum með reisn og glæsibrag. Hólastaður var í nokkurri Iæg- ingu, er Jón tók þar við skólastjóm og framtíð staðarins tvísýn, en með framsýni og dugnaði, sem Jón er þekktur fyrir, tókst honum að snúa vöm í sókn og gera stað- inn að því, sem allir geta séð, sem þangað leggja leið sína í dag. A Hólum hefur verið mikil uppbygg- ing hin síðari árin, mest þó í kringum skólann og starfsemi hans, sem vaxið hefur jafnt og þétt undir styrkri stjórn Jóns Bjamasonar og er nú stofnun sem hvarvetna nýtur álits og virðingar. Auðvitað hefur Jón Bjarnason ekki verið þar einn að verki, en þó hygg ég að þar hafi komið fram sá hæfileiki hans að vinna með öðru fólki og virkja aðra til starfa, ásamt staðgóðri þekkingu á verk- efnum þeim sem hann hefur ver- ið að fást við hverju sinni. Jón Bjamason er dreifbýlismað- ur að upplagi, sprottinn upp úr is- lenskum bændajarðvegi á Strönd- um vestur, en alinn upp í Bjamar- höfn á Snæfellsnesi, þeirri miklu kostajörð. Hann er því líklegur til að reynast góður málsvari dreif- býlisins. Það hefur hann sýnt í öll- um sínum störfum. Hygg ég þó, að Jóni sé vel ljóst, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur af sérhveiju orði, er fram gengur af Guðs munni. Nauðsyn er á að byggja upp sem Ijölbreyttast atvinnulíf í kjördæm- inu, m.a. með því að nýta hugvit og hátækni, ásamt því að efla þær atvinnugreinar sem fyrir eru, landbúnað og sjávarútveg, sem áfram munu verða kjölfestan í at- vinnulífi byggðanna á Norður- landi vestra. Einnig að efla menntun og skólastarf og sækja ákveðið fram á því sviði. A það hefur Jón Bjama- son lagt mikla áherslu í málflutn- ingi sínum og er líklegur til að koma þeim málum í framkvæmd. En saga, menning og trú verða þó áfram að vera kjölfesta ís- lensku þjóðarinnar, eigi hún að halda veíli. Jón Bjamason hefur sýnt það með störfum sínum á Hólum, hinu foma menningar- og biskupssetri, að hann ber hag kirkju og kristni fyrir bijósti. Hinn stóri þáttur Hólastaðar og dómkirkju í menningar- og trúar- lífi Norðlendinga er honum vel kunnur. Það vill hann efla. Því hef ég kynnst af samskiptum mínum við Jón Bjamason á ýmsum vett- vangi. Eg sem þessar Iínur rita, hef staðið utan flokka um Iangt árabil, en kosið um menn og málefni eft- ir því sam samviska mín hefur boðið hveiju sinni. Tvær meginá- stæður eru fyrir því að ég hef ákveðið að styðja Vinstri hreyfing- una - grænt framboð í kosningum þeim sem fram eiga að fara 8. maí næstkomandi. I fyrsta lagi afstaða samtakanna til umhverfismála, sem nú fá sí- fellt aukið vægi bæði hér á landi og annarsstaðar. Hinsvegar eindregin afstaða þeirra gegn inngöngu í Evrópu- sambandið, sem formaður hins gamla Framsóknarflokks (sem einu sinni var) Halldór Asgríms- son er nú farinn að gæla sterklega við í samkeppni við ýmsa fleiri stjórnmálamenn, en innganga okkar í það bandalag gæti þýtt endalok okkar sem fullvalda þjóð- ar. Eg vek athygli á að Vinstri - grænir eru eini stjómmálaflokkur- inn sem lýst hefur yfir, að inn- ganga komi ekki til greina. En þyngst á metunum vegur að ég vil sjá öflugan málsvara Norðurlands vestra á þingi, mann sem líklegur er til að Iáta verkin tala. Slíkur maður er að mínu mati Jón Bjamason. Ég vil hvetja sem flesta til að veita honum brautargengi í kom- andi kosningum og láta ekki göm- ul flokksbönd ráða ferðinni. Við eigum að sýna þann manndóm að velja hæfan mann á þing, hvað sem líður flokkspólítískri afstöðu. Skoðanakannanir sýna að Jón Bjamason hefur góða möguleika til að hreppa uppbótarsæti hér í kjördæminu, því mjótt verður á munum, og möguleikamir virðast fara vaxandi. Nú þarf aðeins að heyrða róður- inn fram að kjördegi. Styðjum Jón Bjarnason á þing.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.