Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 13
Xk^ur ÞRIÐJUDAGVR i. MAÍ 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR L A Ingibergur glímukdngur Ingibergur Sigurðs- son vann Grettisbelt- ið í fjórða sinn á 89. Íslandsglímunni um helgina. Ingibergur Sigurðsson, Víkveija, varð um helgina Glímukóngur Islands fjórða árið í röð. Ingi- bergur sýndi enn einu sinni að hann er besti glímumaður lands- ins, en hann vann fimm glímur af sjö og gerði tvö jafnglími, við þá Pétur Eyþórsson, Víkverja og Arngeir Friðriksson, HSÞ. Ingi- bergur sýndi mikinn styrk á mót- inu og helst að þeir Pétur og Arngeir næðu að veita honum einhverja keppni. I öðru sæti varð Orri Björnsson, KR, sem varð Glímukóngur Islands árið 1994 og átti hann ágæta inn- komu á mótið, eftir nokkurt hlé frá keppni. Úrslit: Vinningar 1. Ingibergur Sigurðsson, Víkverja 6 2. Orri Bjömsson, KR 5 3. Arngeir Friðriksson, HSÞ 4,5 4. Pétur Eyþórsson, Víkveija 3 5. Sigurður Kjartansson, KR 3 6. Jón Birgir Valsson, KR 3 7. Olafur H. Kristjánsson, HSÞ 3 8. Stefán Geirsson, HSK 1,5 y í 'ér;, \ Ingibergur glímir hér við hinn unga og efnilega Ólaf Kristjánsson, HSÞ. Föngulegur hópur handknattleiksfólks á lokahófi HSÍ. Bjarki og MarLna leikmemi ársins Lokahóf handkuatt- leiksfólks var haldið um helgina og að venju fór fram val á bestu og efnilegustu leikmönnum karla og kvenna. Þau Bjarki Sigurðsson, Aftureld- ingu og Marina Zouheva, Fram, voru valin bestu leikmenn ársins á lokahófi handknattleiksfólks, sem fram fór um helgina. Valið var í höndum leikmannanna sjálfra í efstu deild karla og kven- na og voru einnig valdir efnileg- ustu leikmennimir, auk þeirra sem þóttu standa sig best í ein- stökum stöðum á vellinum. Bestu leikmeun ársins: Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu Marina Zoueva, Fram Efnilegustu leikmenuimir: Róbert Gunnarsson, Fram Þórdís Brynjólfsdóttir, FH Bestu markverðimir: Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV Hugrún Þorsteinsdóttir, Fram Bestu vamarmennimir: Kristján Arason, FH Inga Fríða Tryggvadóttir, Stjörn- unni Bestu sóknarmennimir: Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu Ragnheiður Stephensen, Stjörn- unni Bestu þjálíararnir: Skúli Gunnsteinss., Aftureldingu Gústaf Björnsson, Fram Bestu dómaramir: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Sigurður Sveinsson, HK, hlaut Valdimarsbikarinn, sem gefinn er af afkomendum Valdimars Sveinbjörnssonar. Einnig voru veittar viður- kenningar fyrir vel unnin störf í þágu handknattleiksins og hlutu eftirtaldir viðurkenningar: Gullmerki HSÍ: Helga Magnúsdóttir og Pálmi Matthíasson. Silfurmerki HSÍ: Björn Jóhannsson, Gyða Ulfars- dóttir, Hulda K. Finnbogadóttir, Jón Hermannsson, Jóhanna A. Sigurðardóttir, Kristján Arason og Sigurður Sveinsson. Guðsgjöf frá Beddtam Arsenal heldur toppn- um. Perlumark frá David Beckham hélt United á floti. Örlaði á gömlu seigluuui í Liverpool. Tekst Southampton að bjarga sér eina ferð- ina enn? Nottingham Forest snýr sér í gröf- inni. Arsenal heldur toppsætinu eftir 36. umferðina með 1-0 sigri sín- um á Derby. Meistararnir þurftu svo sannarlega að hafa fvrir hlut unum og það kom enn í hlut An- elka að trvggja sínum mönnum sigurinn. Manchester United nældi í mikilvægan sigur á heimavelli sínum gegn Aston Villa. Heima- menn þurftu þó að hafa fyiir ágrinum. Sjálfsmark frá Steve Watson og síðan sannkölluð guðsgjöt, fra hægri Iöppinni á David Beckham, dugði til að inn- byrða stigin þrjú. Julian Johacim ikoraði eina mark Villa. Michaeí Jkes, varamarkvöróur Villr arði víiaspyrnu frá Dennis Irvii Iokin og sýndi með leik sínum aö engin eftirsjá er af Mark Bosnick frá Villa Park. Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með Everton á Stamford Bridge og heldur enn velgju undir meisturunum og Manchester United. Gianfranco 7.ola skoraði tyrsta og síðasta mark heimamanna ( 3-1 sigri. rank Febout og Dan Petrescu sáu um mark númer tvö rétt á meðan Evertonvörnin fékk sér síðdegisblund Francic Jeffert skoraði mark Everton og var nundóheppinn að bæta ekki öðri’ við. Liverpool sýndi gamla takta Liverpool átti undir högg að sækja eftir að Jamie Carragher skoraði sjálfsmark snemma í leiknum. Ekki batnaði ástandið hjá Rauða hernum þegar Steffen Iversen skallaði boltann í netið hjá Brad Friedel, sem nú hefur ekið við markvarðarstöðuiini af Drnád James, sem leikið hefur sinn síðasta íeik ' v ir Liverpooi. En gamla Liverpoolseigian iét rræla á sér í seinni hálfleik og íeimamenn sigruðu 3-2 með mörkum frá Jamie Redknap Paul Ince og Steve McManam- an. Dómarinn var í aðalhlutverki á Upton Park þegar Leeds raðaði inn 5 mörkum hjá West Ham. Hann dró spjald úr vasa sínum ekki sjaldnar en tíu sinnum og auðveldaði gestunum vinnuna með brottrekstri þriggja heima- manna af vellinum. Því voru það aðeins átta heimamenn sem klár- uðu leikinn. Hasselbaink og Alan Smith skoruðu í fyrri hálfleik og Hart, Bowyer og Háland bættu við mörkum í síðari hálfleik. Di Canio skoraði eina mark heima- manna. Alan Shearer tryggði Newcastle jafntefli eftir að Robbie Mustoe hafði náð forystu fyrir Middles- brough í nágrannaslagnum á St. jamse’s Park. Líf og fjör á botninum Southampton steig stórt skref í áttina frá fallsæti með 2-1 sigri á Leichester. Þar með skreið liðið upp fyrir Blackburn, sem varð að láta sér nægja 0-0 jafntefli við Charlton. Enn er því spennan ekkert minni á botni deildarinnar en á toppnum. Blackburn er komið í veruleg vandræði en hef- ur upp á einn ieik að hlaupa fram yfir Charlton, sem er með 32 stig eins og Blackburn og South- impton sem hefur 33 stig. Það getur því orðið bið til síðasta leik- dags eftir því hverjir fylgja Nott- ngham Forest, sem snéri sér við * gröfinni á Iaugardaginn og sigr- aði Sheffield Wednesday, 2-0, á City Ground. ÚrsUt leikja 1. maí: Charlton - Blackburn 0-0 Chelsea - Everton 3-1 Coventry - Wimbledon 2-1 Manch. U. - Aston Villa 2-1 Nottingham - Sheffield W. 2-0 West Ham - Leeds 1-5 Southamp. - Leicester 2-1 Newcastle - Middlesbr. 1-1 Liverpool - Tottenham 3-2 Leikir á morgun: Chelsea - Leeds Leicester - Derby Liverpool - Man. United Markahæstu leikmenn: 17 mörk: Michael Owen, Liver- pool, Jimmy Floyd Hasselbaink, Leeds. 16 mörk: Dwight Yorke, Man. United, Andy Cole, Man. United, Nicolas Anelka, Arsenal. 15 mörk: Hamilton Ricard, Middlesbrough. 14 mörk; Dion Dublin, Aston Villa, Rohbie Fowler, Liverpool, Alan Shearer, Newcastle. 13 mörk: Gianfranco Zola, Chelsea. 12 mörk: Ole Gunnar Solskjaer, Man. United, Dennis Bergkamp, Arsenal, lulian Joachim, Aston Villa. 11 möri. Marcus Gayle, Wimbledon. 10 mörk: Jason Euell, Wimbledon, Tore Andre Flo, Chelsea, Ian Wright, Wesi Ham, Noel Whelan, Coventry. - r,Þö

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.