Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 1
J Tíufín dægurlög komu fram í dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðákróks, sem hald- in var áföstudags- kvöld. Lögin áttifólk úrýmsum áttum. Keppnin endurspeglar alþýðumenningu á ís- landi. Tæknifræðingur, búnaðarráðu- nautur og geðlæknir voru þeir sem áttu iögin sem lentu í þrem- ur efstu sætunum í Dægurlaga- samkeppni Kvenfélags Sauðár- króks, sem haldin var sl. föstu- dagskvöld. Þetta var í 6. sinn sem keppnin var haldin en hún er einn af dagskrárliðum hinnar sí- gildu Sæluviku Skagfirðinga. Þetta er eina keppnin sem í dag er opin öllum fyrir lög sín - og í ár bárust 26 lög og þar af komust 10 í úrslit og voru gefin út á geisladiski, sem kom út á keppn- iskvöldinu. Dægurlagakeppni fólksins í landinu sem ekki á sér annan vettvang var sagt sl. föstu- dagskvöld, því auk fyrrnefndra kappa áttu einnig lög í keppninni m.a. skáld í Reykjavík, mötuneyt- iskona á Króknum og bóndi í Oxnadal. Ingiríður hitti glaðværa hestamenn „Lagið samdi ég skömmu áður en skilafrestur laga rann út í endað- an febrúar. Eg settist niður með kassagítarinn og kom lagið af sjálfu sér,“ sagði Guðmundur Ragnarsson, tæknifræðingur á Höfundar sigurlaga. Lengst til vinstri er Guðmundur Ragnarsson, sem átti sigurlagið, Ingiríði Láru. Þá Jón Sigurðsson sem átti lagið Inn um gluggann til þín, sem komst í annað sæti, og lengst til hægri er Grétar Sigurbergsson, sem átti heiðurinn af Sumarást, laginu sem lenti í þriðja sæti. Mynd: sbs Sauðárkróki, sem átti sigurlagið. Ingiríður Lára heitir það og var sungið af Margréti Viðarsdóttur, sem fékk ekki nema einn dag til að æfa sig. A geisladiskinum syngur Kristbjörn Bjarnason lag- ið og áformað var einnig að hann syngi lagið í keppninni. Á síðustu stundu forfallaðist Kristbjörn og því var farið að leita að öðrum söngvara og duttu menn niður á Margréti, sem stóð sig með mestu prýði, þrátt fyrir litlar æf- ingar. „Ingiríður Lára er lag um Reykjavíkurmær, sem átti sér draum að fara úr borginni og flytja út á land. Mér líkar þannig fólk; sem gerir eítthvað í málun- um og lætur drauma rætast. Spornar gegn byggðaröskunni. Ætli hún hafi ekki hitt einhverja glaðværa hestamenn, sem drógu hana með sér norður í Skaga- fjörð. Ingiríður Lára á sér þó „Ingiríður Lára er lag um Reykjavíkurmær, sem átti sér draum að fara úr borginni og fiytja út á land. Mér líkar þannig fólk, “ segir Guðmundur Ragn- arsson og söngkonan Margrét Viðarsdóttir sem söng lagið. Hún stóð sig með prýði þó hún fengi skamman tíma til æfinga. Mynd: sbs enga ákveðna fyrirmynd, en svona stúlkur eru til,“ segir Guð- mundur. Sem fyrir ættarmót og brúð- kaup „Ég er bara gaufari í tónlist, sem hef verið að leika mér með kassagítarinn í gegnum tíðina. Ég hef gaman af skemmtilegum melódíum og hef stundum verið að leika mér við að semja fyrir ’ börnin mín,“ segir Jón Sigurðs- son, ráðunautur á Blönduósi, sem á lagið Inn um gluggann til þín, sem lenti í 2. sæti. í keppn- inni í fyrra átti hann einnig lagið sem lenti í þessu sama sæti, Þetta hentar þér. „Eg ætla að vera með í keppninni áfram eigi ég þess kost og í huganum er ég með melódíur og enn aðrar eru komnar á segulband," segir Jón. „Ég hef talsvert gert síðustu árin af því að semja lög og spila á píanóið mitt, nota þetta til þess að slaka á. Þetta er í raun vax- andi áhugamál hjá mér, en mest hef ég verið að semja Iög fyrir brúðkaup og ættarmót í fjölskyld- unni,“ segir Grétar Sigurbergs- son, geðlæknir í Reykjavík, sem átti lagið Sumarást, sem lenti í þriðja sæti keppninnar. Lagið sögn dóttir Grétars, Lýdía, sem hefur mikinn tónlistaráhuga - rétt einsog faðir hennar. Menning með myndarskap Á vori hverju efna Skagfirðingar til Sælutiku þeirrar sem þeir eru vel þekktir fyrir. Og af hvaða toga sem viðburðir Sæluvikunnar nú einu sinni eru þá sýna þeir að öðru fólki betur kunna Skagfirð- ingar að skemmta sér - og standa að menningarviðburðum með myndarskap, einsog Dægurlaga- kepnni Kvenfélags Sauðárkróks er glöggt dæmi um. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.