Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 5
ÞRIDJUDAGUR i. MAÍ 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Skrykkj ótt en smart Stefán Karl hefur sýnt það víðarað honum fer einstaklega velað leika álappalega einfeldninga en með varfærnum og lævfsum hætti tókst honum hér að snúa meinleysingja í mun samsettari persónu. KRÁKUHÖLLIN eftir Einar Örn Gunnarsson Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason Tónlist, leikhljóð: Sigurður Bjóla Lýsing, tæknivinna: Egill Ingibergsson Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnarsdóttir Leikarar: Rúnar Freyr Gíslason, Hinrik Hoe Haraldsson, María Pálsdóttir, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Stéfán Karl Stefánsson, Laufey Brá Jónsdóttir, EgiII Heiðar Anton Pálsson. Það var Ieitin að hinum „sanna tón“ sem stóð yfir í KrákuhöIIinni, nýju íslensku leikriti sem Nemendaleikhúsið frumsýndi í Lindarbæ síðastliðið fimmtudagskvöld. Þetta var lokaverkefni útskriftarhóps Leiklistarskólans en þetta er jafnframt síðasta frumsýningin í Lindarbæ því hús- næðið verður brátt tekið undir aðra óskylda starfsemi. Utskriftarhópur Leiklistarskólans fær gjarnan rithöfund til að semja fyrir sig Ieikrit og að þessu sinni var Einar Örn Gunnarsson fenginn til verksins. Hann hefur áður gefið út nokkrar skáldsögur en þetta er frumraun hans á sviði leikritunar og virðist hann býsna næmur á kröfur leiksviðsins, textinn var dálítið ritmálsleg- ur og upphafinn en að öðru Ieyti nett blanda af heimspeki og húmor og þéttist verulega er á leið verkið. Köflótt pcrsónusafu Einar velur efninu ramma sem hentar leikhópnum og sviðinu vel, 8 ólíkar mann- eskjur búa saman í húsi sem þau kalla Krákuhöllina. Ólíkar, en eiga þó nokkrar það sameiginlegt að hafa sál til að troða á félögum til að fá sínum hjartans þrám sval- að. Enda eru eigingirnin, samhjálpin, metorðagirndin og listin helstu átakapólar verksins. Þegar svo margar persónur eru saman komnar á sviðinu sem allar eiga að fá svipaðan skerf af sviðs- ljósinu er úr vöndu að ráða. Hilmir Snær Guðnason, sem tekst hér í fyrsta sinni á við leikstjóm, velur vand- meðfama leið, að ýta nokkrum, en ekki öllum, persónum út á ystu mörk klisjanna. Utkoman er nokk- uð köflótt perónusafn. Þannig er húseig- andinn Konrad eins og lifandi dreginn upp úr teiknimynd, hann er skopstæling á erkitýpu Austur-Evrópubúans en vegna þess hve Egill Heiðar Anton Pálsson leikur Konrad af óbilandi krafti og fjöri stendur sú túlkun alveg undir sér. Persóna skálds- ins var hins vegar öllu vandræðalegri, Rúnar Freyr Gíslason var brechtískur í út- liti en siginaxla og undirleitari en nokkurt skopmynda-ffakkaskáld. Hinrik Hoe Har- aldsson lék aðstoðarlækninn Jónatan ágætlega og var tempraðri en hinar týp- umar, Laufey Brá Jónsdóttir fór prýðilega með Ijóshærða bimbóið svo langt sem það hlutverk náði og Nanna Kristín Magnús- dóttir virtist gera eins vel við sinn karakter og hægt var, bókmenntafræðinginn undar- lega sem var ýmist að lognast út af sökum vanmáttarkenndar eða gagnrýndi skáldið af miskunnarlausri kokhreysti. Túlkunin á myndlistarkonunni (María Pálsdóttir) og lögfræðingnum (Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir) var hins vegar hefðbundnari. Fram- an af verki virkuðu þessar ýktu erkitýpur truflandi. Það var ekki fyrr en hinn treggáfaði og saklausi bréfberi sýndi á sér önnur andlit að verkið tók kipp. Húmorinn naut sin Stefán Karl Stefánsson lék bréfberann Frans og hefur sýnt það víðar að honum fer einstaklega vel að leika álappalega ein- feldninga en með varfærnum og lævísum hætti tókst honum hér að snúa meinleys- ingja í mun samsettari persónu á mjög trú- verðugan hátt. Um leið komst Ieikritið á nokkurn skrið og síðari hluti verksins var býsna þéttur og vel skrifaður með viðeig- andi afhjúpunum í lokin. A heildina litið var þetta smart sýning. Með leikmynd, lýs- ingu og tónlist tókst hópnum að skapa sér- stæðan heim Iausan við skírskotanir til nokkurs veruleika (minnti þó aðeins á ver- öldina í austur-evrópsku kvikmyndinni Underground, mínus bijálsemina sem þar ríkti). Sviðslausnir voru margar snjallar og myndrænar, innkoma Konrads í leikritið var áhrifarík, snjókoman að lokinni jarðar- för var falleg og skemmtilegt hvemig því var komið til skila hveijir voru skotnir í hveijum með orðlausum dansi leikara. Sýningin er þó dálítið skrykkjótt framan af og verður það sennilega einkum að skrifast á reikning höfundar og leikstjórnaraðferð- ar. Hins vegar má vera að án skopstæling- ar hefði Ieikritið orðið of seigt undir tönn. Þótt maður eigi bágt með að fyrirgefa svo klisjukenndar persónur þá var sú leið alt- ént á kostnað alvörunnar og húmorinn fékk því að njóta sín betur en ella í þessari myndrænu og stílhreinu sýningu. Vamaðannerkuigar á úðabrúsum SVOjMA ER LIFIÐ Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyija, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Margskonar vörur eru á úðabrúsum, s.s. hreinlætisvörur, snyrtivörur, málningarvörur, bíla-, véla- og rafeindavörur. Heil- brigðiseftirlit ríkisins hefur eftirlitskyldu með úðabrúsum og að lögum og reglugerðum um merkingar á þeim sé fullnægt. Um þessar mundir stendur Hollustuvernd ríkisins ásamt Heilbrigð- iseftirlitinu að eftirlitsverkefni, þar sem kannaðar eru merking- ar á úðabrúsum. Drifefnin eða lofttegundirnar sem gera það að verkum að það sprautast úr brúsunum eru mjög eldfim. Oft er talað um drifgös, enda eru þetta sömu loftegundir og fólk hefur í gas- grillunum heima hjá sér. Aður fyrr var talað um að úðabrúsar væru skaðlegir ósonlaginu, en nú hafa drifefnin sem eyddu ósoninu verið bönnuð. Uðabrúsar eru viðkæm- ari vara en venjulegar flöskur. Ef brúsi er ge)and- ur lengi inní skáp þá tær- ist málmurinn og hann getur sprungið. Það eru dæmi þess að fólk hefur gengið kæruleysislega um úðabrúsa og til eru mis- skemmtilegar sögur af fólki sem hefur skilið brúsa eftir á ofni og komið til baka að miklum subbu- skap eftir að brúsinn hefur sprungið. Vörur sem flokkast hættulegar eiga að vera merktar á íslensku. Gerð er krafa um varnaðarmerk- ingar sem gefa til kynna þá hættu sem stafar af vörunni og veita upplýsingar um hvað gera skuli ef slys ber að hönum, auk þess að leiðbeina um notkun og geymslu. Uðabrúsar innihalda efni undir þrýstingi og eiga að vera merktir á íslensku með áletruninni: Hlífið við sólarljósi og hita yfir 50° C. Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þó þau séu tóm. Uðabrúsar innihalda einnig oft önnur hættuleg efni, t.d. ætandi eða ertandi efni eða efni sem geta valdið skaða í lung- um. Því á að vera varnaðarmerki ásamt íslenskum varnaðarorð- um á úðabrúsum. Uðabrúsar með hættulegum efnum eiga einnig að vera með áþreifanlegri viðvörun fyrir sjónskerta ásamt öryggisloki. Framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyr- ir því að umbúðir hættulegrar vöru séu rétt merktar. Söluaðil- um er óheimilt að selja hættulegar vörutegundir nema umbúð- irnar séu merktar. ■ HVAfl ER Á SEYÐI? Frændkóriim Afkomendur Jóns Gíslasonar og Þór- unnar Pálsdóttur frá Norðurhjáleigu í Álftaveri halda tónleika í Hellubíói á Hellu fimmtudaginn 6. maí kl. 21 og í Skaftfellingabúð í Reykjavík föstudaginn 7. maí ld. 20.30. Með kórnum syngja þrir ættliðir og stjórn- andi er Eyrún Jónasdóttir. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Aðalfundur Norræna félagsins Norræna félagið í Reykjavík heldur aðal- fund sinn í dag kl. 17.00 í Norræna hús- inu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf. I upphafi fundar mun trúbadorinn Hörður Torfason leika á gígju sína og syngja íyrir fundargesti og spjalla um „Norrænu víddina." Félagssaga vinnu og tíma. Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur heldur fyrirlestur á hádegisfundi Sagn- fræðingafélagsins sem hann nefnir: „Fé- lagssaga vinnu og tíma“, þriðjudaginn 4. maí. Fundurinn hefst kl. 12.05 í fyrir- lestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Áfallahjálp í leikskóla Guðrún Alda Harðardóttir lektor í Ieik- skólafræðum og brautarstjóri leikskóla- brautar við Háskólann á Akureyri, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar Kennaraháskóla Islands í dag kl. 16.15 í stofu M-201 í aðalbyggingu Kennarahá- skóla Islands við Stakkahlíð. Grikklandsvinafélagið fundar um efa- hyggju I kvöld kl. 20.30 mun Svavar Hrafn Svav- arsson flytja erindi sem hann nefnir „Um siðferðilega efahyggju fornaldar'. Þar fjallar hann einkum um rök svokallaðra pyrronista gegn því að nokkuð sé gott og illt í sjálfu sér. Fundurinn verður á Kom- hlöðuloftinu í Bankastræti og er öllum opinn. Aðalfundi frestað Aðalfundi Húnvetningafélagsins sem vera átti í kvöld er frestað til 17. maí kl. 20.00. Hjálmur St. Flosason, s. 557- 3197. ELDRI BORGARAR Ásgarður, Glæsibæ Handavinna, perlusaumur og fl. í umsjón Kristínar Hjaltadóttur kl. 9.00. Skák kl. 13.00. Sungið og dansað kl. 15.00 í dag. Kaffistofan er opin 10.00 til 13.00. Allir velkomnir. Þorrasel, Þorragötu 3 Opið í dag frá kl. 13.00 til 17.00. Handa- vinna, perlusaumur og fl. kl. 13.30. Kaffi og meðlæti kl. 15.00 til 16.00. Allir vel- komnir. TÓNLEIKAR Goethe tónleikar í Salnum í tilefni af því að í ár verða Iiðin 250 ár frá fæðingu þýska skáldjöfursins Johanns Wolfgangs von Goethe stendur þýska menningarmiðstöðin Goethe-Zentrum fyrir tónleikum miðvikudaginn 5. maí. Flutt verða m.a. sönglög sem Franz Schubert samdi við ljóð Goethes. Tón- leikarnir verða í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs og hefjast kl. 20.30. Flytjend- ur: Hans Jörg Mammel, tenor og Ludwig Holtmeier, píanó. LANDIÐ TÓNLEIKAR KK (Kristján Kristjánsson) heldur tón- leika á Siglufirði í kvöld. KK er nú hálfn- aður á tónleikaferð sinni um landið þar sem kappinn hefur farið ótroðnar slóðir hvað varðar staðarval. Sem sagt nú í kvöld á Hótel Læk á Siglufirði og hyrjar hann spileríið kl. 21.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.