Dagur - 06.05.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 06.05.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 6. MÁI 1999 - 3 FRÉTTIR Kílómetragj ald af löggubíl á kj ördag Leigubíll mun leysa lögguna afhólmi á Austfjördum þegar kemur að söfnun og akstri kjörgagna. Kostnaður í víðfeðm- ustu kjördæmuuum svo milrill að Austfirð- iugar hafa ráðið leigu- híla til að smala sam- an kjörkössum. Sú ákvörðun Lárusar Bjarnason- ar, sýslumanns á Seyðisfirði og yfirmanns kjörstjórnar í Austur- landskjördæmi, að taka tilboði leigubifreiðastjóra um að smala saman kjörkössum á kjördag í stað þess að láta lögregluna gera það, hefur að vonum vakið at- hygli. Ekki sfst horfa menn til þeirrar öryggisgæslu sem falist hefur í að láta lögregluna annast þetta. Sýslumaður var því fyrst spurður þeirrar spurningar. „Kosningalögin gera ráð fyrir því að kjörgögn séu í innsigluð- um pokum og að ekki megi einn og sami maðurinn vera með inn- siglið og pokann meðan á flutn- ingi stendur. Hér hjá okkur var þetta verk bara boðið út og leigu- bílstjóri sem var með lægsta til- boðið fær starfið. Þetta gerðist í kjölfar bréfs frá dómsmálaráðu- neytinu, þar sem mælst var til að lögreglan væri að sinna sínum málefnum í kosningum en ekki því sem henni kæmi minna við. En þetta var allt undir rós og gef- ið í skyn frekar en einhver ákvörðun eða skipun fælist í þessu," sagði Lárus sýslumaður. Kílómetragj ald Hann sagði að kostnaðurinn við að smala saman kjörgögnum lendi á sýslumannsembættun- um. Og nú þegar sú breyting hef- ur orðið á að þau leigja lögreglu- bílana af ríkislögreglustjóra og greiða fyrir með kílómetragjaldi, fyrir utan helgidagavinnu hjá lög- reglumönnunum, þá væri kostn- aðurinn við að láta lögregluna smala saman kjörkössunum í stærstu kjördæmunum gffurleg- ur. Þegar ríkislögreglustjóraemb- ættið var sett á stofn var sá siður tekinn upp að sýslumannsemb- ættin í landinu leigja lögreglubíl- ana af ríkislögreglustjóra og greiða leiguna með kílómetra- gjaldi, sem er svipað kerfi og Vegagerðin er með. Það er því ekkert smáræði sem greiða þarf fyrir akstur í Austfjarðakjördæmi frá Vopnafirði að Skaftafelli. Lárus Bjarnason sagði að enda þótt þessi háttur verði viðhafður nú að láta leigubíla smala saman kjörkössum væri lögreglan að sjálfsögðu meira og minna að vinna að kosningunum á kjördag. Dagur hefur heimildir fyrir því að umsjónarmenn kosninganna á Vestljörðum hafi spurst fyrir um þetta mál á Austfjörðum. Ekki náðist í Björn Teitsson, yfirmann kjörstjórnar á Vestfjörðum, í gær til að kanna hvort Vestfirðingar ætla að fara eins að og Austfirð- ingar. - S.DÓR ' "'v': •; \ \ ■ 'ir' IW Á M Wjjm -J. Vogue er nú að draga saman seglin. Samdráttur hjá Vogue Heildverslunin Vogue, sem í 47 ár hefur starfrækt vefnaðarvöru- verslanir í Beykjavfk og víðar, hefur ákveðið að draga saman seglin, segja upp hluta af starfs- fólki sínu og selja eignir. „Þetta er samdráttur vegna mikillar samkeppni sem stafar af ódýrum innflutningi. Með sama áfram- haldi heyrir íslenskur taubransi sögunni til,“ segir Eyjólfur Jóns- son, sem er aðaleigandi Vogue ásamt systur sinni Björgu. Alls hefur sjö einstaklingum í hlutastörfum verið sagt upp. Vogue rekur þrjár verslanir í Reykjavík og eina á hverjum stað; Keflavík, Hafnarfirði, Ak- ureyri og Selfossi. Akveðið hefur verið að leggja niður verslanirnar við Skólavörðustíg í Reykjavík, í Hafnarfirði og í Keflavík. Fast- eignin við Skólavörðustíg verður seld og sömuleiðis hluti eigna fyrirtækisins við Stórhöfða. Eyjólfur segir að þrátt fyrir þessar samdráttaraðgerðir gangi reksturinn ágætlega, aðeins sé verið að svara tímanum, að mæta aukinni samkeppni með hagræðingu. - FÞG Páll Pétursson er nú risinn upp afsjúkrabeði og í gær tllkynnti hann um úthlutun úr Starfsmenntasjóði ráðuneytisins. Starfsmeimtasjóður úthlutar 5 5 milljónum Úthlutað hefur verið 55 milljón- um króna úr Starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins til 54 verkefna. Alls sóttu 77 aðilar um 270 milljónir króna til 77 verk- efna að þessu sinni. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Páll Pétursson félagsmálaráð- herra efndi til í gær ásamt starfs- menntaráði. Starfsmenntaráð, sem starfar samkvæmt lögum um starfs- menntun í atvinnulífinu, sér um úthlutanir úr sjóðnum. Hlutverk starfsmenntaráðs félagsmála- ráðuneytisins er fyrst og fremst að úthluta styrkjum til starfs- menntunar og að vera stjórnvöld- um til ráðuneytis um stefnumót- un og aðgerðir á sviði starfs- menntunar og þjálfunar. Sem dæmi um verkefni sem styrkir eru veittir til má nefna Evrópskt samstarf um starfs- menntun sem ASI og VSI fá. Kjaranámskeið og valgreinanám- skeið sem Alþýðusamband Vest- fjarða fær. ísbrjótur - vefur frum- kvæðis og nýsköpunar sem Ben- oný Ægisson fær. Fullorðins- fræðsla Félags heyrnalausra, endurmenntunarnámskeið fyrir gullsmiði, mat og endurskoðun á námsefni fyrir mjólkurbílstjóra og verkþjálfun starfsfólks í slátr- un. Mestu fé er þó veitt til margs- konar starfsþátta er snerta aldr- aða í tilefni árs aldraðra. - S.DÓR Nálægt metaðsókn Forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, Haukur Stefánsson, er ánægður með að- sóknina í vetur og segir nálægt því að metfjöldi gesta hafi farið í íjallið í vetur. Nákvæmar tölur um fólksfjölda og af- komu liggja enn ekki fyrir en Haukur er bjartsýnn. Veðurfar hefur enda verið all- hagstætt í vetur og nægur snjór. Skíða- staðir Iokuðu 2. maí sl. Þar hefur starfsmannafjöldi verið frá 10 manns og hátt á þriðja tuginn þegar mest hefur verið um að vera. Agætt hljóð er einnig í forráðamönnum annarra stórra skíðasvæða. Mjög góð aðsókn var t.a.m. í Skálafell og ágæt aðsókn í Bláfjöllum eft- ir mjög slakan fyrravetur. Forstöðumenn stærstu skíðasvæðanna hitt- ust á fundi á Snæfellsnesi í gær þar sem þeir báru saman bækur sín- ar. Aukin samvinna hefur verið milli skíðasvæða að undanförnu sem er af hinu góða að sögn forstöðumanna. - BÞ Mikid tap hjá Básafelli Rekstrartap sjávarútvegsfyrirtækisins Básafells á Isafirði varð 229 milljónir króna fyrstu sex mánuði á því rekstrartímabili sem hófst 1. september 1998. Tap af reglulegri starfsemi varð 350 milljónir króna. Tapið er því um 18% af veltu. Endurskoðuð rekstraráætlun gerir ráð fyrir að reksturinn verði í járnum seinni hluta tímabilsins. Enn eru skipulagsbreytingar í gangi hjá Ishúsfélagi Isfirðinga og út- gerðarfélaginu Gunnvöru en nýlega var um þriðjungur hlutabréfa í Gunnvöru seldur til annarra hluthafa. Akveðið hefur verið að sam- eina skrifstofuhald félaganna og hefur tveimur skrifstofumönnum verið sagt upp störfum í tengslum við þá ákvörðun. - GG Kannast ekki við þetta Vegna fréttar Dags um manninn sem handrukkaður var um 439 þús- und eftir tveggja kvölda viðskipti á erótískum dansstað í júlí 1997 vill Kristján Jósteinsson á Clinton við Fischersund taka fram að þar komi Clinton ekki við sögu. Enda var Clinton ekki til í júlí 1997. Kristján segir að strangar reglur gildi hjá sér til að fyrirbyggja svona hluti og að menn sem augljóslega séu of ölvaðir fái ekki aígreiðslu. „Eg veit eng- in dæmi um svona starfsvenjur í bransanum sem lýst er í fréttinni og ef þetta hefur átt sér stað þá hafa lög verið brotin á mjög siðlausan hátt,“ segir Kristján. - FÞG i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.