Dagur - 06.05.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 - S
FRÉTTIR
k. A
ílokkamir fá-
málir iim styrki
Stjómmálaflokkamir
vilja lítt tjá sig iim
skuldastöðu síua og
hvort þeir hafi fengið
styrki frá útgerðarfyr-
irtækjum eða ís-
leuskri erfðagrein-
iugu.
Stjórnmálaflokkar Iandsins svör-
uðu litlu sem engu spurningum
um fjármál þeirra, sem Dagur
sendi 6.-7. apríl og ítrekaði síðar.
Annars vegar var spurt hvað
flokkurinn skuldaði í árslok
1996, 1997 og 1998 og hins veg-
ar hvort flokkurinn hafi á síðustu
tveimur árum fengið fjárstyrki
frá sjávarútvegsfyrirtækjum
og/eða Islenskri erfðagrein-
ingu/DeCode genetics/Kára
Stefánssyni.
Auk þessa var Framsóknar-
flokkurinn spurður sérstaklega
um kostnað við kaup og endur-
bætur á nýrri flokksmiðstöð við
Hverfisgötu. Egill Heiðar Gísla-
son, framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins, segir aðspurður
að ekki muni vinnast tími til að
svara þessum spurningum í
miðri kosningabaráttunni. „Við
Egill Heiðar Gíslason segir ekki
tíma til að svara svona spurningum
í kosningabaráttunni.
höfum ekkert farið yfir þessi mál
og ákváðum að láta þetta liggja á
milli hluta í kosningabaráttunni.
Það er alveg Ijóst að menn hafa
haft um annað að hugsa en
þessa fyrirspurn og að henni
verður ekki svarað á þeim tíma
sem eftir lifir að kosningum.“
Kratar með jákvætt eigið fé
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
Kjartan Gunnarsson segir reikn-
inga Sjáifstæðisfiokksins endur-
skoðaða og lagða fyrir miðstjórn.
ins, segir að sama svarið gildi fyr-
ir báðar spurningar. „Reikningar
flokksins eru endurskoðaðir og
lagðir fyrir miðstjórn flokksins.
Þar eru þeir afgreiddir og geta
miðstjórnarmenn fengið allar
upplýsingar um fjármál flokks-
ins. Sjálfstæðisflokkurinn er al-
mennt þeirrar skoðunar að ekki
beri að stofna til útgjalda um-
fram það sem tekjur eða eignir
standa undir. Við höfum ekki
svarað svona spurningum öðru-
vísi og gerum það ekki nú.“
Heimir Már Pétursson, fráfar-
andi framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins, segir að reikningar
bandalagsins hafi ekki verið
leyndarmál, eins og ítrekaðar
umræður um íjármál flokksins
bera vott um. „Skuldastaðan hef-
ur ekki verið tekin sérstaldega
saman í tilefni fyrirspurnarinnar,
en Alþýðubandalagið hefur ekki
fengið styrki frá þeim sem spurt
er um.“
Ingvar Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins,
upplýsir að skuldir flokksins hafi
lækkað verulega og séu nú um
10 milljónir króna, en eignir 14
milljónir. „Hjá flokknum er því
jákvætt eigið fé og engin vanskil
í gangi. Yfir styrki hefur leynd
hvílt hjá öllum flokkum, en ég
get samt upplýst að Alþýðuflokk-
urinn hefur á þessum tíma hvor-
ki þegið styrki frá sjávarútvegs-
fyrirtækjum né hjá Islenskri
erfðagreiningu, DeCode eða
Kára.“
Ingibjörg Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kvennalistans,
upplýsir að skuldir hans séu litl-
ar sem engar og að engir styrkir
hafi borist frá nefndum aðilum.
.Ekki náðist í Hákon Gunnars-
son, kosningastjóra Samíylking-
arinnar. — FÞG
Frá blaðamannafundi Frjálslyndra í
gær.
5,5 imlljón-
ir í kosn-
ingabaráttu
Sverrir Hermannsson, formaður
og aðrir forráðamenn Frjáls-
lyndaflokksins, boðuðu til
fréttamannafundar í gær þar
sem þeir gerðu grein fyrir fjár-
málum flokksins frá stofnun
hans og fram að kosningum. Að
sögn Margrétar Sverrisdóttur,
framkvæmdastjóra flokksins,
gera frjálslyndir ráð fyrir því að
5,5 milljónir króna fari í allan
kostnað þegar upp verður staðið
næstkomandi sunnudag. Sverrir
Hermannsson, formaður flokks-
ins, sagði að það væri skoðun
frjálslyndra að opna ætti bók-
hald stjórnmálaflokkanna og að
gefa ætti upp nöfn þeirra fyrir-
tækja og einstaklinga sem
styrktu stjórnmálaflokkana með
meira en 300 þúsund króna
framlagi. Einn einstaklingur,
Vestur-Islendingurinn Sonja
Benjamínsdóttir, ættuð af Vest-
fjörðum, hefur fært Fijálslynda-
flokknum meira en 300 þúsund
krónur eða 339 þúsund krónur.
Aðrir styrkir hafa verið mun
minni. - S.DÓR
Leitað að nýjum
stað fyrir strætó
Horft til Þórðarhöfða
við Ártúnshöfða.
Sj álfstæðismenn
fagna stefnuhreytingu
R-lista. Þétting hyggð-
ar í borginni.
Svo getur farið að höfuðstöðvar
Strætisvagna Reykjavíkur, SVR,
verði fluttar frá Kirkjusandi við
Borgartún á athafnasvæði borg-
arinnar við Þórðarhöfða. I það
minnsta hefur borgarstjóri falið
borgarverkfræðingi og skipulags-
stjóra að ræða við forsvarsmenn
SVR um hugsanlegan flutning á
starfsemi fyrirtækisins. I þeim
viðræðum á að kanna hvort
Þórðarhöfði við Artúnshöfða sé
ákjósanlegur staður eða finna
annan stað sem hentar betur fyr-
ir strætóflotann.
Þétting byggðar
Þetta kemur fram í bókun borg-
arstjóra á síðasta fundi borgar-
ráðs. Þar kemur einnig fram að
það sé stefna borgaryfirvalda að
þétta byggð í borginni þar sem
það á við og vinna að endurnýjun
svæða sem séu úr sér gengin,
innan eldri byggðar. I því sam-
bandi sé meðal annars unnið að
því að endurskoða nýtingu at-
vinnulóða við Artúnshöfða og
Höfuðstöðvar SVR við Kirkjusand eru ekki lengur í útjaðri byggðar, eins
og var. Svæðið þykir því ekki lengur heppilegt fyrir strætó, enda eftirsókn-
arverður staður fyrir íbúðabyggð.
Hálsahverfi til að þess að koma
þar fyrir meiri atvinnustarfsemi.
Þá sé einnig verið að skoða önn-
ur svæði með tilliti til endurnýj-
unar og bættrar nýtingar eins og
til dæmis við Borgartún að norð-
anverðu, reit á milli Þverholts og
Einholts, svæðið þar sem Véla-
miðstöð og Trésmiðja borgarinn-
ar eru til húsa og einnig svæðið í
næsta nágrenni við Umferðar-
miðstöðina svo nokkuð sé nefnt.
Efnislega sanunála
I bókun borgarráðsfulltrúa sjálf-
stæðismanna er því fagnað að R-
listinn skuli vera efnislega sam-
mála tillögu þeirra um flutning á
starfsemi SVR frá Kirkjusandi.
Sem kunnugt er þá telja sjálf-
stæðismenn að hægt sé að nýta
svæði SVR við Kirkjusand undir
íbúðabyggð. I bókuninni minna
þeir ennfremur á að það hafi
ekki áður komið fram að R-Iist-
inn hafi í hyggju að flytja starf-
semi SVR. I það minnsta sé ekk-
ert um það í nýlegri þriggja ára
áætlun um rekstur, framkvæmd-
ir og fjármál borgarinnar.
- GRH
GSM-sími fyrrir eina krónu
Langar biðraðir mynduðust fyrir framan versianir símafyrirtækisins Tals í
gær með tilheyrandi handagangi í öskjunni þegar búðir voru opnaðar.
Ástæðan var kostaboð fyrirtækisins þegar viðskiptavinir gátu keypt GSM-
síma á eina krónu stykkið.
Þokast í rétta átt
Nú standa yfir fundir milli kennara Tónlistarskólans á Akureyri og bæj-
aryfirvalda þar sem kennarar freista þess að fá kjarabætur. Samkvæmt
heimildum Dags er aukin bjartsýni hjá kennurum eftir viðmót yfirvalda
að undanförnu. Eftir fund í fyrrakvöld telja kennarar að heldur þokist í
rétta átt og því standa vonir til þess að deilan leysist í sátt.
Kennarar hafa sagt að líkur séu á hrinu uppsagna ef þeir fái engar
kjarabætur. Krafa þeirra hefur verið að fá kjarauppbót, sambærilega
þeim sem grunnskólakennarar fengu á Akureyri í fyrra, en ekki er ljóst
hvort þeir standa enn við þá kröfu. — BÞ
Féll níu metra en slapp vel
Betur fór en á horfðist þegar trésmiður úr Reykjavík féll níu metra af
byggingarpalli í gær. Maðurinn var við vinnu við Fossvogsskóla þegar
vinnupallurinn sporðreistist skyndilega. Maðurinn hrapaði fyrst með
höfuðið á undan en snerist í fallinu og kom niður á fótunum í hálf-
gerðri gryfju mitt á milli járnteina. Maðurinn slapp furðuvel og eru
engir áverkar sjáanlegir á honum. Hann gisti þó á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í nótt.