Dagur - 06.05.1999, Blaðsíða 4
4- FIM M TUDAGU R 6. MAÍ 1999
FRÉTTIR
k A
Ketilliúsi lokið í emiuti áfanga?
Niðurstöður viðræðna fulltrúa Akureyrarbæjar og Gilfélagsins um
framkvæmdir í Ketilhúsi eru þær að best sé að kanna vilja bæjaryfir-
valda til að ljúka framkvæmdinni allri í einum áfanga. Til að þetta
geti orðið verða bæjaryfirvöld að veita 11,6 milljónum króna á næsta
ári til að fullklára húsið. Alls er kostnaður við framkvæmdir 21,6
milljónir króna.
í kjölfarið á ákvörðunum bæjaryfirvalda um að veita fjármagni til
framkvæmda við Ketilhúsið, óskaði Gilfélagið eftir viðræðum um
framkvæmdir og ráðstöfun Ijárins. Skipaður var 4 manna vinnuhóp-
ur þar sem Magnús Garðarsson og Ingólfur Armannsson störfuðu
fyrir hönd bæjarins en Sigurður Jónsson og Þórgnýr Dýríjörð fyrir
hönd Gilfélagsins. Hópurinn fór í saumana á kostnaðaráætlun og
fyrri hugmyndum á áfangaskiptingu verksins.
Fyrir þær 10 milljónir króna sem veitt var til verksins á þessu ári,
varð vinnuhópnum ljóst að komast mætti vel áleiðis með aðra hæð
hússins sem er aðalrými þess, en þegar hópurinn skoðaði hvernig fjár-
munum yrði best varið, kom í Ijós að hagstæðara yrði að fara lengra í
verkinu en Ijárveiting leyfði eða Ijúka húsinu öllu í einum áfanga eins
og fyrr segir. Vinnuhópurinn mælir með því að framkvæmdatíminn
hefjist í október á þessu ári en verklok yrðu í mars árið 2000. - BÞ
Skrifstofur okkar verða lokaðar
frá kl. 12 fimmtudaginn 6. maí vegna
útfarar Rósu Dóru Helgadóttur.
Fasteigna- og skipasala Norðurlands
og Lögberg ehf.
Arnarneshreppur
Kjörfundur
til alþingiskosninga laugardaginn 8. maí nk. verður
haldinn að Freyjulundi og hefst kl. 12.00 og lýkur kl.
20.00.
Kjörstjórn
Fiskeldi Eyjafjarðar hf.
Aðalfundur Fiskeldis Eyjafjarðar hf. verður haldinn
föstudaginn 7. maí 1999 kl. 15:30 að Fosshótel
KEA, Akureyri.
Dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórnin.
Kenni á Ford Focus
Tímar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn.
ísson
ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri
Sími 899 9800 Heimasími 462 5692
i/(i
Lenging fæðingarorlofsins er eitt afþví sem allir stjórnmálaflokkarnir telja að muni virka vel á atkvæðaveiðum
fyrir kosningarnar.
Fæðingarorlof vin-
sæl „veiðifluga“
Stjðmmálaflokkamir
lofa allir lengingu
fæðingarorlofs á
næsta kjörtímabili
frá 9 og upp í 12 mán-
uði.
Þegar kosningastefnuskrár og
kosningaloforð stjórnmálaflokk-
anna eru skoðuð kemur i ljós að
eitt eiga allir flokkarnir sameig-
inlegt, en það er að Iengja og
bæta fæðingarorlofið frá því sem
nú er. Sömuleiðis að viðurkenna
að karlmenn eru líka foreldri
með því að leggja til að þeir eigi
líka rétt á fæðingarorlofi.
Fæðingarorlof er í dag 6 mán-
uðir fyrir móður en aðeins tvær
vikur fyrir föður. Það er Trygg-
ingastofnun ríkisins sem greiðir
fæðingarorlofið. Hjá nokkrum
stéttarfélögum hefur þó verið
samið um viðbótargreiðslur í
kjarasamningum, sem atvinnu-
rekendur greiða en það er mikill
minnihluti starfandi fólks.
Móðirin fær greiddan fæðing-
arstyrk frá Tryggingastofnun
sem nemur 32.000 kr. á mánuði
og 40.260 kr. í fæðingardagpen-
inga á mánuði, eða samtals
72.260 kr. á mánuði. Faðirinn
fær greiddar 16.000 kr. fyrir
þessar tvær vikur og fæðingar-
dagpeninga upp á 20.130 kr. eða
samtals 36.130 kr. á mánuði.
Hver býður best?
Og nú koma stjórnmálaflokkarn-
ir til sögurnnar og segjast allir
ætla að stórbæta fæðingarorlofið
á næsta kjörtímabili.
Samfylkingin leggur á það
áherslu í sinni stefnu að bæta
stöðu og kjör barnafólks frá því
sem nú er. Hún leggur til að
fæðingarorlof verði lengt um
helming eða í 12 mánuði. For-
eldrar megi skipta því á milli sín
en þó að sjálfstæður réttur feðra
til fæðingarorlofs verði 3 mán-
uðir.
Vinstri-grænir vilja líka lengja
fæðingarorlof upp í 12 mánuði.
Sömuleiðis að feðrum verði
tryggður hluti af þessum 12 mán-
uðum en að rétturinn falli niður
ef faðirinn nýtir hann ekki. Þá
Ieggur VG til að fæðingarorlofið
verði tekið út úr tryggingakerfinu
eins og það er nú og að stofnaður
verði sérstakur sjóður, sem allir
atvinnurekendur greiði í hluta af
try'ggingagjaldi. Miðað verði við
að greiðslur í sjóðinn verði 'með
þeim hætti að sjóðurinn geti stað-
ið undir eðlilegum launagreiðsl-
um fólks í fæðingarorlofi.
Sjálfstæðisflokkurinn býður
næst best í fæðingarorlofsmálinu
eða 10 mánaða fæðingarorlof á
næsta kjörtímabili fyrir foreldra á
vinnumarkaði. Sjálfstæðismenn
vilja líka að hvoru foreldri um sig
verði tryggður réttur til fullra
launa í 3 mánuði í fæðingarorlofi.
Framsóknarflokkurinn býður
minnst í byrjun því hann vill
lengja fæðingarorlof í áföngum
og að í fyrsta áfanga verði það
lengt í 9 mánuði og gert sveigj-
anlegra en nú er, þannig að hægt
sé að nýta það samhliða hluta-
starfi. Sömuleiðis að réttur feðra
verði aukinn en ekki tekið fram
með hvaða hætti.
Samkvæmt þessu ættu verð-
andi foreldrar að geta litið björt-
um augum til komandi kjörtíma-
bils því einhverjir af þessu flokk-
um munu stjórna landinu næstu
4 árin. -S.DÓR
Tannlaus hælbltur
Hörö viðbrögö for-
manns VG-framboðs-
ins viö pólitískri um
fjöllun Stefáns Jóns í
Degi. Stemgrímur
býst við að veita verði
Stefáni Jóni áfaUa-
hjálp á kosninganótt.
Steingrímur J. Sigfússon vandar
Stefáni Jóni Hafstein ekki kveðj-
urnar eftir skrif Stefáns í Degi í
gær. „Mér hefur oft dottið í hug
orðið hælbítur þegar ég hef orð-
ið vitni að framgöngu Stefáns
Jóns í kosningaharáttunni að
undanförnu. I morgun áttaði ég
mig á að komið væri nýtt afbrigði
af þessu fyrirbæri, þ.e.a.s. tann-
laus hælbítur. Orð Stefáns eru
bæði marklaus og hitlaus og
munu hafa þveröfug áhrif. Ég
verð mjög var við að fólki ofbýð-
ur þessi framganga hans og
reyndar mætti nefna fleiri sem
setja sig í þær stellingar að vera
Steingrímur J. Sigfússon: Stefán
Jón orðinn skítadreifari Samfylk-
ingar númer 1.
óháðir stjórnmálaskýrendur eða
„intelligentar" en kunna svo lítt
með þá stöðu að fara. Eg held að
það sé ekkert annað framundan
en að útvega blessuðum mann-
inum áfallahjálp á kosninganótt-
ina,“ segir Steingrímur.
Skitadreifari Samfylkinjjar
I Degi segir Stefán Jón að Stein-
grímur hafi rekið spjót í hjarta
Samfylkingar og segir um Kol-
brúnu Halldórsdóttur, VG-fram-
'j/A fii.YídiWiíI íAl'rj
boðinu: „Með því að þingeyskir
sauðQárbændur kjósa Steingrím
J. senda þeir Iistaspíru og gras-
ætu á þing.“ Steingrímur segir:
„Það er athyglisvert hlutverk
sem Stefán Jón hefur valið sér
að vera orðinn óumdeildur skíta-
dreifari Samfylkingar númer 1.
Ég kippi mér ekki mikið upp við
það sem að mér snýr því ég veit
að þessir tilburðir Stefáns Jóns,
að þvinga íslenska kjósendur til
að kjósa ekki eins og þeir vilja
heldur hann sjálfur, munu ekki
takast. Ég neita því þó ekki að
það fauk í mig í morgun þegar ég
sá þá hyldýpismannfyrirlitningu
svo ekki sé sagt kvenfyrirlitn-
ingu, sem lýsir sér í ummælum
hans um Kolbrúnu. Ég vænti
þess að einhvern tímann á lífs-
Ieiðinni eigi Stefán eftir að
þroskast þannig að hann hiðji
bæði hana og lesendur Dags af-
sökunar á ummælum af þessu
tagi. Ég get ekki annað en vottað
dagblaðinu Degi samúð mína
fyrir að vera svo illa haldið að
þurfa að hafa pistlahöfunda sem
Stefán á sínum snærum." - bþ
.i'ö ■ ■7 OÍK/ 'ifmiHitffÍr’,