Dagur - 07.05.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 07.05.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 7. MAí 1999 Kaffitár á kosninganótt Eins og venja er munu frambjóðendur og stuðningsmenn fiokka og lista sem bjóða fram til Alþingis, koma saman á kosningadag og kosninganótt. Framsóknarmenn koma saman á Fosshótel KEA á kosninganótt, fylgjast með talningu og skemmta sér saman frá klukkan 21.00 og fram eftir nóttu. Sjálfstæðisflokkur- verður með fjölskylduhátíð á Ráðhústorgi ki. 16.30 í dag. Á kjördag verður kosningakaffi í Sjallanum kl. 15.00-17.30 og kosningavaka í Kaupangi frá kl. 22.00 og framúr. Frjálslyndi flokkurinn verður með opið hús á kosningaskrifstofu sinni við Ráðhústorg á kjördag og fram eftir kosninganóttu. Samfylkingarmenn munu verða f Húsi aldraðra eða „Gamla Allanum", þar sem hinir fjölmörgu sem að kosningabaráttunni hafa komið munu fylgjast saman með talningu at- kvæða frá kiukkan 22.00. Vinstrihreyfingin - Grænt framboð verður með aðsetur á Fiðlaranum í Skipagötu, opið hús allan kosningadag- inn og fram á nótt. „Undan vetri“ Laugardaginn 8. mai klukk- an 15.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýningu í . tjósmyndakompunni. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Und- an vetri". Aðalheiður útskrif- aðist úr málunardeild ;; Wyndlistaskólans á Akureyri 1993. Síðan hefur hún haldið nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýn- ingum þar sem hún hefur ýmist sýnt málverk eða tréskúlptúra. Að þessu sinni eru það Ijós- myndir. Aðalheiður er með vinnustofu að Kaupvangsstræti 24 og hef- ur rekið þar Ljósmyndakompuna siðastliðið eitt og hálft ár. Ljósmyndakompan er opin frá þriðjudegi til laugardags klukkan 14.00-17.00. Allir velkomnir. 100. sýning Snuðruá Renniverk- Möguleikhúsið sýnir hundruðustu sýningu á barnaleikritinu Snuðra og Ttáa á Renniverkstæðinu á Akureyri á sunnudaginn kl.13. Einsog margir vita þá er ieikritið byggt á sögum Iðunnar Steins- dóttur um systurnar Snuðru og Tuðru, leiknar af Drifu Arnþórsdó’.tur og Aino Freyju Jarvela, en systurnar éru fjörugar ; stélpur semitaka upp á fjölmörgum þrakkara- strikum. stæði ■ HVAD ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGIN SÝNINGAR Hönnun, kvæði og klæði - Ljóð í litum! Fatahönnuðir frá Gailerí Mót sýna verk sin við íslensk samtímaljóð. Ljóðin eru valin af Lindu Vilhjálms- dóttur en nemendur úr Leiklistar- skóla íslands leggja hönnuðunum lið með framsetningu, módelstörfum og flutningi Ijóða. Þema sýningarinnar er: Ljóð í litum sumars. Hönnuðirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Alda Kristín Sigurðardóttir, Ásta Guð- mundsdóttir, Björk Baldursdóttir, Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, Heiðdís Jónsdóttir og Olga Gunnars- dóttir. í dagskrárlok koma svo nem- endur frá Myndlistarskóla íslands með Myndlistar-Sjóv (ekki sýningu)! Dagskráin hefst kl. 20:30 en húsið opnað kl. 19:30. Aðgangseyrir er kr. 800,- og eru allir velkomnir. Sigurrós í Listakoti Sigurrós Stefánsdóttir, myndlistar- konan opnar málverkasýningu í Gall- erí Listakoti, Laugavegi 70, laugar- daginn 8. maí kl. 14.00. Sigurrós lauk prófum frá Myndiistaskólanum á Akureyri 1997. Sýningin stendur til 30. maí. Class of 99 Nema hvað Class of 99 útskriftarnemar Mynd- og handíðaskólans fylla Gallerí Nema hvað, Skólavörðustíg 22c af hlutum. Sýningin verður opnuð kl. 18:00 8. maí og stendur til 16. maí. Sýningin er í tengslum við útskriftarsýningu myndlistarnema. Hún verður opin fimmtudaga-sunnudaga 14:00-18:00. Homo Grafikus Laugardaginn 8. maí kl. 15.00 opnar hópurinn Homo Grafikus mynlistar- sýningu í 12 Tónum, á horni Baróns- stígs og Grettisgötu. Að þessu sinni taka sig saman 6 meðlimir klúbbsins og sýna karllæga grafík. Samhliða opnunni mun hljómsveitin Akademískt kortér leika djass. Kristján Davíðsson í Sævari Karli Kristján Davíðsson opnar sýningu á nýjum olíumálverkum í sýningarsal Sævars Karls í Bankastræti í Reykja- vík sunnudaginn 9. maí kl. 15.00. Síðustu sýningar á Leðurblök- unni Síðustu sýningar á óperettunni Leð- urblökunni í ísiensku Óperunni verða nú um helgina, laugardag og sunnu- dag kl. 20.00. Uppfærslán hefur vak- ið mikla athygli og umtal, bæði gagnrýnenda og áhorfenda, enda er uppsetningin nútímaleg! Flytjendur hafa fengið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda sem tekið hafa virkan þátt í sýningunni með góðum undir- tektum, dansi og ekki síst dúndrandi lófaklappi. TÓNLIST Hátíðartónleikar í Hallgríms- kirkju Sinfóníuhljómsveit íslands spilar á hátíðartónleikum í Hallgrímskirkju í tilefni aldarafmælis Jóns Leifs. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Anna Manson. Kór Schola Cantorum syngur á tónleikurum en einsöngvar- ar verða þau, Ingveldur Ýr Jónsdótt- ir, Gunnar Guðbjörnsson og Loftur Erlingsson. Kórstjóri er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Big Bandið Big Band tónlistarskóla FÍH spilar á Síðdegistónleikum Hins Hússins og Rásar 2, föstudaginn 7. maí kl. fimm. Big Bandið er skipað 18 hljóðfæra- leikurum á aldrinum 16 ára og eldri. Leikin verða stórsveitarlög. Stjórn- andi er Edward Frederiksen. Tónleik- arnir fara fram, að venju, á Geysi- Kakóbar, Aðalstræti 2, Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyflr. Hitt Húsið og Félag Framhaldsskóla- nema standa fyrir framboðsfundi fyr- ir ungt fólk með ungum frambjóð- endum strax eftir Big Band tónleik- ana frá kl. 17.15. Flutt verður stutt framsaga frá öllum flokkum og síðan verða spurningar úr sal frá ungu fólki. Ungt fólk er hvatt til þess að mæta og láta í sér heyra. Bubbi í tuttugu ár Bubbi Morthens heldur upp á 20 ára starfsferil sinn í tónlistarheiminum með raðtónleikum á Fógetanum á mánudags- og miðvikudagskvöld- um. Þegar hafa verið haldnir tónleik- ar tvö kvöld í þessari viku, en Bubbi heldur áfram að rifja upp minningar með tónleikagestum alveg fram til 23. júní. Allir tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22.00 og næsta mánudag er „Kona“ m.a. á efnis- skránni ásamt nýju efni. Stúlknakórstónleikar Laugardaginn 8. maí heldur Stúlkna- kór Breiðholtskirkju tónleika í Breið- holtskirkju í Mjódd kl. 16.00. Eftir tónleikana verður hægt að kaupa vöfflur og kaffi, en stúlkurnar eru að safna fyrir ferð á barnakóramót sem verður haldið í Finnlandi um miðjan maí. Sóknarbúar og aðrir velunnarar eru kvattir til að mæta og nota tæki- færið og styðja starf kórsins. Vortónleikar Tónskóla Eddu Borg Laugardaginn 8. maí kl. 11.00, 13.00 og 14.00 verða seinni vörtónleikar Tónskóla Eddu Borg'í Seljakirkju í ■ Breiðholti. MANNAMÓT Vorhátíð Rimaskóla í dag halda nemendur og starfsfólk Rimaskóla í Grafarvogi sína árlegu vorhátíð. Klukkan 14.00 spilar Skóla- hljómsveit Gravarvogs. Skólahlaupið hefst kl. 14.10. Svo verður skemmt- un í íþróttasalnum kl. 15.00. Þar leik- ur skólahljómsveitin aftur, kór Rima- skóla syngur og ýmislegt fleira verð- ur til skemmtunar. Nemendur skól- ans hafa lagt mikla vinnu í að skreyta skólann til þess að hátíðin yrði sem best úr garði gerð. Kosningavaka á Grandrokk Á laugardagskvöld (Kosningakvöldið) spilar hljómsveitin Kókos á Grandrokk alhliða danstónlist eöa allt frá disco til rokks. Leynigestur kemur fram og tekur nokkur lög með Kókos. í Kókos eru: Matthias Stefánsson, gítar, Ingvi R. Ingvason, trommur, Árni Björnsson, bassi Tómas Malmberg, söngur. Hægt verður að fylgast með kosningatölum þegar þær berast á sjónvarpsskjá. Bænastund vegna stríðsátak- anna í Kosovo Safnast verður saman í Háteigskirkju í Reykjavík föstudaginn 7. maí, kl. 18.00 til stuttrar bænastundar vegna stríðsátaknna í Kosovo. Beðið verð- ur fyrir þeim sem líða vegna átak- anna, öryggi þeirra og friði. Sýnum samstöðu í bæn og leggjum þeim lið sem búa við stríð og óöryggi með því að safnast saman til bæna. Flýj- um eril föstudagsins litla stund og komum til bænastundarinnar í Há- teigskirkju. ELDRI BORGARAR Asgarður Glæsibæ Bridge í dag kl. 13.30, félagsvist I kvöld kl. 20. Vorkvöld í Reykjavík í kvöld kl. 20. Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi kynna þjónustu sína, glæsilegir vinningar. Gestur kvöldsins Raggi Bjarna, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Gönguhrólfar fara í létta göngu á laugardagsmorgun frá Ásgarði kl. 10.00. OG SVO HITT... Getur bæn verið skemmtileg? íslenska Kristskirkjan stendur fyrir námskeiði um bænina laugardaginn 8. maí. Kennari á námskeiðinu verður séra Björn Peterson, lútherskur prestur frá Glendale í Arizona, en hann hefur um margra ára skeið verið brautryðj- andi í bænastarfi. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri Prayer Watch International, stofnunar sem heldur al- menn bænanámskeið víða um heim. Margir halda að bæn sé þæytandi skyldurækni, en þeir sem .sótt hafa námskeið Petersons komast að því að bænin er einmitt hið gagnstæða: Hún er spennandi samstarf við Guð og get- ur verið mjög skemmtiieg! Námskeiðið verður haldið í húsnæði íslensku Kristskirkjunnar, Bíldshöfða 10,2. tiæð, hefst klukkan 10.00 og stendur til klukkan 17.00. Þátttökugjald...er 800 krónur og er léttur hádegisverður inni- falinn. Kennslan verður túlkuð á ís- lensku. Skráning í síma 567-8800 eftir hádegi í dag. Allir ern velkomnir. Þátttaka foreldra í námi Dr. Peter Rillero, Fulbright styrkþegi við Háskólann á Akureyri, flytur fyrir- lestur í boði Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands og Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur föstudaginn 7. maí kl. 14.30. Fyrirlesturinn nefn- ist: Þátttaka foreldra i verklegu nátt- úrufræöinámi. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku í stofu M-301 í aðalbygg- ingu Kennaraháskóla Islands Við Stakkahlíð og er öllum opinn. Hlaðborð af kræsingum Sunnudaginn 9. maí að lokinni messu í Grensáskirkju kl. 15.00 verður kaffisala í Safnaðarheimilinu. Þaö eru Kvenfélagskonur sem standa fyrir kaffisölunni og hlaðborði sem hreinlega svignar undan allskyns kræsingum sem þær og vel- unnarar hafa bakað og gefið til kaffi- sölunnar. Öllum ágóðanum er varið til kristilegs líknarstarfs og umbóta í Grensáskirkju. Opið hús í Ieikskólum og gæslu- völlum Laugardaginn 8. maí verður opið hús í leikskólum og gæsluleikvöllum Reykjavíkurborgar í Árbæjarhverfi, Fellahverfi, Fossvogshverfi, Bústað- arhverfi og Háleitishverfi. Leikskól- arnir verða opnir á tímanum frá kl. 11.00 til 14.00. Foreldrar og aðrir áhugasamir gestir geta kynnt sér af- rakstur vetrarstarfsins með börnun- um og þá blómlegu menningu sem dafnar í leikskólunum. LANDIÐ TÓNLIST Tvennir tónleikar Laugardaginn 8. mai verða haldnir tvennir tónleikar á vegum Tónlistar- skóla Akureyrar. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju kl. 16.00, þar sem fram koma píanónemendur. Seinni tónleik- arnir verða á sal Tónlistarskólans kl. 18.00, þar sem fram koma yngri gítar- nemendur. Vinsamlega athugið að áður auglýstir tónleikar söngdeildar- innar i kvöld kl. 20.30 falla niður. KK á Dalvík, Hofsósi og Skaga- strönd KK (Kristján Kristjánsson) heldur tónleika í Kaffi menningu á Dalvík í kvöld kl. 21.00. Sunnudaginn 9. maí verður svo KK með tónleika í Félags- heimilinu Höfðaborg á Hofsósi kl. 20.30. Og mánudaginn 10. maí á Skagaströnd í Kántrýbæ kl. 21.00. Kosningar og kórtónleikar á Dalvík Húsabakkakórinn Góðir Hálsar, kór grunnskólans í Svarfaðardal, heldur tónleika láugardaginn 8. maí klukkan 14.00 í Dalvíkurkirkju. Á dagskrá eru bæði íslensk og erlend lög. Stjórn- andi kórsins er Rósa Kristín Baldurs- dóttir og píanóleikari er-Daníel Þor- steinsson. . Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir 16 ára og eldri en börn og unglingar á leikskóla- og grunn- skólaaldri fá frítt. Allur ágóði af tón- leikunum fer Í.Finnlandsferð kórsins sem farin verður 12.-18. maí. SÝNINGAR Med danske ojne Carsten Lyngdrup Madsen kveður ísland eftir tveggja ára veru, með myndlistarsýningu í Gallerí Svart- fugli, Listagilinu á Akureyri, sem hann kaliar „Med danske ojne“. Is- land séð með dönskum augum Carstens birtist í 40 verkum sem skipt er i tvo flokka landslag og and- lit og eru unnar með litblýanti, pastel og bleki. Carsten kom sérstaklega til íslands til þess að geta verið nálægt fjölskyldunni, náttúrunni og listinni. Sýningin verður opnuð á laugardag kl. 14.00 og stendurtil 16. maí. Listamaður mánaðarins I Listfléttunni á Akureyri er verið að kynna listamann maímánaðar, Helgu Jóhannesdóttur. Hún sýnir verk unn- in úr leir. Listfléttan er opin virka daga frá kl. 11.00-18.00, laugardaga frá kl. 11.00-14.00, en til kl. 16.00 núna á laugardaginn. Jesús Kristur - eftirlýstur Sýning um ímynd Jesús Krists í myndgerð stendur yfir í Listasafninu á Akureyri og er sett upp í tilefni af 1000 ára kristni á íslandi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00 nema mánudaga. MANNAMÓT Vorhátíð Síðuskóla Mikil hátíð verður haldin í Síðuskóla á Akureyri á morgun. Börn í 7.-9. bekk koma fram í ýmsum myndum undir handleiðslu Arnar Inga. Veitt verða verðlaun í myndlistarsam- keppni nemenda í 8.-10. bekk þar sem unnið var eftir þemanu „vímu- varnir". Keppt verður í ýmsum leikj- um, ýmsar uppákomur i mat, útigrill, kaffihlaðborð, pizza, sælgætiskast, hlutavelta, spákona og margt fleira. Immanuel Kant í Deiglunni Á morgun kl. 14.00 flytur dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson fyrirlestur á vegum Félags áhugafólks um heimspeki í Deiglunni á Akureyri. I fyrirlestrinum verður leitast við að skýra og skilja siðalögmál Kants. Litið verður til áherslu Kants á algildi siðalögmála. Einnig verður reynt að svara því hvernig ólíkar framsetningar Kants á siðalögmálinu tengjast saman, hvort um er að ræða eitt siðalögmál eða fleiri. Guðmundur Heiðar er forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri og er heimspekingur að mennt. Hann lauk doktorsprófi í siðfræði frá Háskólanum í St. Andrews í Skotlandi og hefur skrifað greinar um siðfræði á íslensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Tönleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbrðfí eða hríngdu. ritstjori@dagur. is fax 460 6171 sími 460 6100 Útvörður upplýsinga Áskrlftarsfminn er 800-7080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.