Dagur - 11.05.1999, Side 1

Dagur - 11.05.1999, Side 1
Halldór og Davíð lielja viðræður Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fengn í gær umboð frá þingflokkum sínum til að hefja stjómar- myndunarviðræður. Fleiri mynstur munu þó talin koma til greina. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ákveðið að hefja stjórnarmynd- unarviðræður. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir stutt- an þingflokksfund sjálfstæðis- manna í gær, að hann hefði feng- ið víðtækt umboð þingflokksins til að leiða stjórnarmyndunarvið- ræður fyrir flokkinn til lykta. Halldór Asgrímsson skýrði svo frá því eftir tveggja stunda þing- flokksfund framsóknarmanna að hann og Finnur Ingólfsson hefðu fengið umboð til að fara í stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn um samstarf á svipuðum nótum og verið hef- ur sl. 4 ár. I þeim viðræðum verður að sjálfsögðu rætt um nýjan mál- efnasamning og skiptingu ráðu- neyta. Víst má telja að ef þessir flokkar halda ríkisstjórnarsam- starfinu áfram verður ekki sama ráðuneytaskipting og nú er ef mið er tekið af landsfundarsam- þykktum Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn sem Dagur ræddi við í gær töldu allar líkur á að ráðherrum yrði fjölgað um tvo ef þessir flokkar halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá er talað um að umhverfisráðuneytið verði sér, sem og dóms- og ldrkjumála- ráðuneyti. Fleiri möguleikar En það hafa fleiri stjórnarmynd- unarmöguleikar verið ræddir meðal stjórnmálamanna í gær- dag. I hópi framsóknarmanna hefur sá möguleiki verið nefndur í fullri alvöru að Framsóknar- flokkurinn myndi ríkisstjórn með Samfylkingu og Vinstri-græn- um. Það væri ríkisstjórn sem hefði 35 þingmenn á bak við sig. Framsóknarmenn telja hins veg- ar að erfitt gæti reynst að halda slíkri ríkisstjórn saman, auk þess sem nokkrir þingmenn Samfylk- ingarinnar eru ekki par vinsælir hjá framsóknarmönnum. Loks hefur sá möguleiki að- eins verið nefndur að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi ríkisstjórn með Vinstri-grænum og Fijáls- lyndaflokknum, stjórn sem hefði 34 þingmenn á bak við sig. Möguleikinn á að Sjálfstæðis- flokkurinn og Samfylkingin myndi stjórn er talinn vera úti- lokaður en sú ríkisstjórn hefði 43 þingmenn að baki sér eða svipað og stjórnarflokkarnir höfðu á liðnu kjörtímabili. Ráðherraxaunir Það eru sjálfstæðismenn sem mest tala um að fjölga ráðherr- um um tvo. Davíð Oddsson, for- maður flokksins, á í miklum erf- iðleikum ef ráðherrar ríkisstjórn- arinnar verða 10 áfram. Davíð, Björn Bjarnason og Geir H. Haarde verða áfram ráðherrar. Eftir að Halldór Blöndal er orð- inn 1. þingmaður Norðurlands eystra verður tæplega við honum hróflað, eins og talað hefur verið um að til stæði. Þá er bara einn ráðherrastóll eftir. Konur gera kröfu um ráðherra. Þær munu keppa um stólinn Sólveig Pétursdóttir úr Reykjavík og Arnbjörg Sveinsdóttir af Aust- urlandi. En fleiri gera tilkall til ráðherradóms. Þar skal fyrstan nefna Árna Mathiesen, sem leiddi D-listann til mikils sigurs á Reykjanesi. Sturla Böðvarsson mun gera kröfu um ráðherrastól, Hjálmar Jónsson, sem orðinn er 1. þingmaður Norðurlands vestra, gerir það líka. Gera má ráð fyrir að Árni Johnsen banki líka á dyrnar eftir góða útkomu á Suðurlandi. Framsókn líka Framsókn á líka við ráðherraerf- iðleika að etja. Af 12 þingmönn- um flokksins munu eínir 9 gera kröfu til ráðherradóms. Það eru að sjálfsögðu núverandi ráðherr- ar flokksins að Guðmundi Bjarnasyni undanskildum. Fyrst- an skal nefna eina oddvitann á lista Framsóknarflokksins sem jók fylgið en það er Guðni Ágústsson. Staða hans er firna sterk. Síðan eru það þau Val- gerður Sverrisdóttir, Siv Frið- leifsdóttir, Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson, sem öll gera kröfu um ráðherradóm. Það myndi því koma sér afar vel fyrir Framsóknarflokkinn, ekki síður en samstarfsflokkinn, að ráðherrastólunum yrði fjölg- að. - S.DÓR Sjá einnig bls. 8 og 9 og forsíðu Akureyri/Norðurland SIMM Stórtjón /' Hamri, félagsheimili íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, á kosninganótt. Brennuvargar ganga iausir. „Gífurlegt áfall“ Stórtjón varð í Hamri, félags- heimili Iþróttafélagsins Þórs á Akureyri, í bruna á kosninganótt, aðfaranótt sunnudags. Lögreglan telur að um íkveikju af manna völdum hafi verið að ræða. Mál- ið er f rannsókn og er lögreglan að kanna mannaferðir í grennd við húsið þessa nótt. Eldurinn kom upp í kjallara hússins, nokkurs konar véla- geymslu að sögn lögreglu. Skammt frá var mikið magn sal- ernispappírs og virðist eldurinn hafa kviknað í pappírnum. Mats- menn Sjóvár-Almennra komu frá Reykjavík í gær til að meta tjón- ið. Rætt er um margar milljónir í þessu sambandi og er húsið ónothæft sem stendur. Fólk gisti í húsinu þessa nótt eins og oft áður og létu íbúar vita af eldinum. Þeir voru vakandi þegar eldurinn kviknaði, en ekk- ert bendir til að þeir hafi verið viðriðnir eldsvoðann. Slökkvi- starf gekk vel og var eldurinn takmarkaður við vélageymsluna. Hins vegar náðu skemmdir af völdum sóts og reyks um allt hús. Gífurlegt áfall Svala Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þórs, segir ljóst að tjónið hafi orðið miklu meira en séð varð í upphafi. Hins vegar hafi góðar eldvarnir komið í veg fyrir að ekki fór enn verr. „Þetta er gífurlegt áfall og bruninn kemur upp á versta tíma, þar sem allt okkar sumarstarf er að fara á fullt eftir aðeins hálfan mánuð. Það er Ijóst að við erum að tala um meira tjón en „aðeins" nokkrar milljónir," segir Svala. Við blasa skipti á loftefnum í kjallara, rífa þarf niður loftræsti- kerfi, skipta um málningu, sót- skemmdir eru gífurlegar, ljósalampar illa farnir og áhöld vallarins ónýt o.s.frv. - bþ Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 WORLDWIDE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 +

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.