Dagur - 11.05.1999, Síða 3

Dagur - 11.05.1999, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 - 3 FRÉTTIR KÞ í alvarlegri íj árhagskreppu Stórtap á síöasta ári veldur yfirtöku KEA og Landsbankaus á kjötvinnslu og mjólk- urviinislu KÞ. „Eg hef ekki fundið annað en að starfsmenn standi á bak við þessa ákvörðun en hvað varðar umhverfið að öðru leyti er erfitt að segja um. Ég hef ekki heyrt í mörgum almennum félagsmönn- um en ég vænti þess að þeir Iegg- ist á árar með okkur,“ segir Hall- dóra Jónsdóttir, stjórnarformað- ur Kaupfélags Þingeyinga. Kaupfélag Eyfirðinga og Kaup- félag Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins, hafa gengið til sam- starfs um stofnun einkahlutafé- laganna Kjötiðjunnar ehf. og MSKÞ ehf. Fyrrnefnda félagið mun frá og með gærdeginum yf- irtaka eignir og skuldbindingar Kaupfélags Þingeyinga á sviði slátrunar og kjöUánnslu en það síðarnefnda mun yfirtaka eignir og skuldbindingar Kaupfélags Þingeyinga á sviði mjólkur- \dnnslu. Rekstur KÞ hefur geng- ið afar illa að undanförnu og má líkja breytingunum við björgun- araðgerðir. Stofnun þessara tveggja einka- hlutafélaga er liður í sameining- arferli ofangreindra rekstrarein- inga hjá kaupfélögunum tveim- ur. Af hálfu KÞ er stofnun fyrir- tækjanna tveggja jafnframt liður í að verja stöðu KÞ en KEA og Landsbanki Islands hf. hafa gengið til liðs við KÞ til að verja eignir og rekstur félagsins. Kaupfélag Eyfirðinga er meiri- hlutaeigandi í MSKÞ ehf. en Kaupfélag Þingeyinga og Lands- banld Islands hf. eiga hins vegar meirihluta í Kjötiðjunni ehf. Engin breyting verður á rekstrin- um fyrst um sinn, þrátt fyrir yfir- töku nýju félaganna tveggja á þessum rekstrarþáttum KÞ. Forráðamenn kaupfélaganna tveggja binda miklar vonir við að fyrirhuguð sameining rekstrar- þátta KEA og KÞ á sviði kjöt- og mjólkurvinnslu muni hafa mikla hagræðingu í för með sér og skapa ný sóknarfæri. I því sam- bandi má geta þess að þegar eru uppi hugmyndir um að efla slátr- un og kjötvinnslu á Húsavík frá því sem nú er. Kaupfélag Þingey- inga á stóran hlut í Kjötumboð- inu hf. í Reykjavík og Bautabúr- inu á Akureyri en engar breyting- ar verða á eignarhaldi þeirra fyr- irtækja nú. Ekki óskaatburðarás „Ég minni á að Kaupfélag Eyfirð- inga, Kaupfélag Þingeyinga og Sölufélag Austur-Húnvetninga hafa látið kanna hagkvæmni í sameiningu ákveðinna rekstrar- þátta hjá kaupfélögunum, ekki sfst f mjólkur- og kjötframleiðslu. Stofnun einkahlutafélaganna tveggja kemur að mínu mati í rökréttu framhaldi af þeirri at- hugun. Þó má ljóst vera að at- burðarás sfðustu daga er ekki sú sem KEA hefði kosið til að þessi sameining næði fram að ganga,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA. Óljóst með stjóraim Halldóra Jónsdóttir, stjórnarfor- maður Kaupfélags Þingeyinga, segir mikilvægast af öllu að veija hagsmuni starfsfólks, viðskipta- vina og félagsmanna KÞ og þess- ar aðgerðir miði að því. Aðspurð hvort breytinga sé að vænta á stjórn KÞ eða jafnvel hvort staða Þorgeirs Hlöðverssonar sem kaupfélagsstjóra sé til skoðunar segir Halldóra að ekkert hafi ver- ið ákveðið í þeim efnum. Að- spurð um taptölur fyrirtækisins segir hún að þær liggi enn ekki fyrir að fullu. Hún segir þó að tapið hafi verið töluvert meira í fyrra en árið á undan. Hefði rekstur KÞ verið vonlítill að óbreyttu? „Það er spurning um mat. Við ákváðum að heyja varnarbaráttuna með þessum hætti. Við erum fyrst og fremst að gæta hagsmuna starfsfólks, félagsmanna og viðskiptamanna en það þýðir ekkert að vera með neinar vangaveltur um kannski, hvað og ef. Tíminn mun leiða í Ijós hvernig tekst til,“ segir stjórnarformaðurinn. Halldóra segir enga fækkun hjá starfsliði KÞ til að byrja með að minnsta kosti, en erfitt sé að spá fyrir um framtíðina. - Bt> Enn er ekki séð fyrir endann á mála- rekstri gegn Technopromexport sem var í línulögn fyrir Landsvirkjun hér á landi. í mál við Tedrno- promexport Rússarnir tveir og Ukraínumað- urinn sem flúðu á náðir Félags járniðnaðarmanna vegna hótana Technopromexport (TPX) um að segja þeim upp og senda þá heim, hafa stefnt fyrirtækinu til greiðslu vangoldinna launa og eru kröfurnar frá 827 þúsund krónum upp í 1,3 milljónir eða í heild um 3 milljónir króna, auk vaxta. Landsvirkjun hefur staðfest að hafa haldið eftir 3,5 milljón- um króna af samningsgreiðslu til TPX. I stefnu Félags járniðn- aðarmanna fyrir hönd Yuriy Fitts, Serguei Evgrafov og Boris Moisseev kemur fram að eftir töluverðan ágreining um launa- mál hafi náðst samkomulag við TPX 9. október sl., sem fyrirtæk- ið hafi ekki efnt og svarað fyrir- spurnum í litlu sem engu. Kröf- ur þremenninganna fóru í lög- innheimtu sem forsvarsmenn TPX hafa í engu sinnt og því sé málið höfðað. Þess má geta að þeir Yuriy og Boris starfa hér á landi enn, í Stálsmiðjunni, en Serguei er haldinn af landi brott. - FÞG Kaldbakur kaupir hlut í Snæfelli INNLENT Forstjóri Samherja neitar orðrómi um að Samherji sé að huga aðkomu að rekstri Vinuslustöðvariuuar eða Básafells. Kaup á hlutahréfum Akureyr arhæjar í ÚA ekki á dagskrá. Kaupfélag Eyfirðinga hefur ákveðið að selja 23,5% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Snæfelli á Dalvík til Kaldbaks, sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja og KEA. Eftir söluna á KEA um 70% hlutafjár í Snæfelli. Jafn- framt hefur stjórn Kaupfélags Eyfirðinga ákveðið að óska eftir því að baldinn' verði hluthafa- fundur í Snæfelli og á þeim fundi verði lögð fram tillaga um að auka hlutafé f Snæfelli um 500 milljónir króna. Fyrir liggur ákvörðun um að KEA mun afsala sér forkaupsrétti sínum á hinu nýja hlutafé yfir til Kaldbaks. Eftir hlutafjáraukninguna mun Kaldbakur þá eiga rúm 40% hlutafjár í Snæfelli en KEA rúm 50%. Styrkir Snæfell í sessi „Það er yfirlýst stefna stjórnar Þorsteinn Már Batdvinsson, forstjóri Samherja, telur Snæfell góðan fjár- festingarkost og fyrirtækið vel stað- sett miðað við höfuðstöðvar Samherja á Akureyri. KEA að létta skuldum af félag- inu og sala þessa hlutaljár í Snæ- felli er liður í því. Jafnframt tel ég engan vafa á því að aukin eignarhlutdeild Kaldbaks í Snæ- felli muni styrkja Snæfell í sessi. Síðast en ekki síst er ég mjög ánægður með það að Samherji, sem að mínum dómi er öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki á Islandi í dag, sjái sér hag í því að tengjast rekstri Snæfells með þessum hætti,“ segir Eiríkur S. Jóhanns- son, kaupfélagsstjóri KEA og stjórnarformaður Snæfells. Góður fjárfestingarkostux Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, telur Snæfell góðan fjárfestingarkost og fyrir- tækið vel staðsett miðað við höf- uðstöðvar Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már segir að ekki hefði verið fjárfest í Snæfelli ef stjórnendur Samherja hefðu ekki trú á því hægt væri að snúa taprekstri undanfarinna missera i hagnað. Uppsjávarveiðihluti fyrirtækisins hefði gengið illa en hann hefði nú verið seldur út úr fyrirtækinu og eftir stæði að hans mati ágæt eining. „Það er ekki fleira á döfinni hjá Kaldbaki, enda nóg í bili. Samherji er heldur ekki að koma að rekstri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þrátt fyrir sterkan orðróm þar um, fjárfest- ing í Snæfelli nægir okkur í bili. Það sama á við um Básafell á ísafirði og að verið sé að kaupa hlutabréf Akureyrarbæjar í Ut- gerðarfélagi Akureyringa. Eg hef ekki einu sinni velt fyrir mér kaupum í UA, þó slíkt stæði til boða. Eg gæti líka neitað orð- rómi um að við séum að hyggja að frekari endurnýjun skipastóls okkar en þegar stendur fyrir dyr- um,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson. Verið er smíða öflugt nótaskip fyrir Samherja. - GG Yfir 100 kröfur vegna bruna Gallerís Borgar Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík skilaði af sér niðurstöðum urn brunann í Galleríi Borg \'ið Síðumúla um miðjan mars og hefur mál- ið legið síðan hjá lögfræðideild embættisins til úrskurðar. Hjá trygg- ingafélaginu VIS liggja á sama tíma fyrir kröfur frá á annað hundrað manns um að tjón vegna nálægt 500 muna verði bætt. Að sögn Jóns Trausta Guðjónssonar hjá VIS er lítið um málið að segja meðan rannsókn þess stendur enn yfir. „Málið er umfangsmikið og verður ekki hrist fram úr erminni. En ég hef ekki heimild til að greina frá upphæðum þeirra krafna sem borist hafa,“ segir Jón Trausti, en sam- kvæmt heimildum Dags er um töluvert háar upphæðir að ræða frá á annað hundrað kröfuhöfum vegna nálægt 500 muna, málverka og annarra listmuna. DV hefur greint frá því að Pétur Þór Gunnarsson eigandi Gallerís Borgar hafi selt Bárði Halldórssyni rekstur gallerís- ins, en húsnæðið við Síðumúla hefur verið afhent eftir endurbætur. - FÞG Hassfimdiir á ísafirði og þrjár húsleitir Lögreglan á ísafirði hefur Iagt hald á rúmlega 76 grömm af hassi ásamt tækjum til fíkniefnaneyslu sem fannst \ið húsleit í húsi í einu af þorpum Isafjarðarbæjar. Ibúinn, rúmlega þrítugur að aldri, var handtekinn og yfirheyrður hjá Iögreglunni á Isafirði og annar karl- maður á svipuðum aldri var handtekinn í Kópavogi í tengslum við rannsókn málsins og þar fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Þriðji maðurinn var síðan handtekinn á Isafirði og yfirheyrður og húsleit var gerð í Hafnarfirði, en án árangurs. - GG Laun bótaþega hækki Húmanistaflokkurinn krefst þess að laun elli- og örorkulífeyrisþega, at\ innu 1 eysisbætur og Iágmarkslaun verði strax hækkuð til samræm- is við það sem Kjaradómur hefur úrskurðað hástétt embættismanna, þingmanna og ráðherra, eða um 30%. I ályktun flokksins kemur m.a. fram að það mundi hækka mánaðarlaun elli- og örorkulífeyrisþega úr 67 þúsund krónum í 87 þúsund og Iágmarkslaun úr 70 þúsund í 91 þúsund á mánuði. Þá skorar flokkurinn á stjórnmálaflokkana að af- nema fátækt í landinu. - GRH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.