Dagur - 11.05.1999, Side 5

Dagur - 11.05.1999, Side 5
PRIDJUDAGUR 11. MÁI 1999 - S FRÉTTIR Kj aradómur gefur tónbm iim kröfur Forseti ASÍ og formað- ur BSRB gagnrýna úr- skurð Kjaradóms. Dónskapur og ögrun við launafólk. Mánað- arlaun toppanna hækka um 66-130 þúsund krónur. „Mér sýnist að þetta muni auð- velda félögum mínum í aðildarfé- lögunum og landssamböndunum að átta sig á hvernig kröfugerðin muni líta út. Þetta hefur gengið heldur friðsamlega fyrir sig þannig að ég ætla rétt að vona að undirtektirnar verði það líka,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASI. Þá gagnrýnir hann tímasetn- inguna á úrskurði Kjaradóms og telur hana vera ögrun við launa- fólk. Dónaskapur Ogmundur Jónasson, nýkjörinn þingmaður Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs og formaður BSRB, segir að tímasetningin og aðferðafræðin sé fullkominn dónaskapur. I stað Kjaradóms á að semja um launin auk þess sem þingið á að taka ábyrgð á launa- hækkunum þingmanna með at- kvæðagreiðslu. Þá mótmælir hann röksemdum Kjaradóms um hækkanir opinberra starfsmanna og telur að þau rök standist ekki nema að hluta til. I því sambandi minnir hann á að það séu þús- undir opinberra starfsmanna sem hafa aðeins fengið lágmarks Iaunahækkanir. Ögmundur segist ekki ætla að afþakka þessa launa- hækkun, enda sé hún almenns eðlis. Hann minnir hinsvegar á að hann hafi á sínum tíma hafn- að þeirri sértæku 40 þúsund króna Iaunabót sem þingmenn fengu í formi skattfríðinda. Úgmundur Jónasson: Fullkominn dónaskapur. 13-30% launáhækkim Helstu embættismenn þjóðarinn- ar, þingmenn og ráðherrar fengu umtalsverða launahækkun með úrskurði Kjaradóms á kjördag. Launahækkanimar eru á bilinu 13,5-30%. Þingmenn hækka t.d. í Iaunum um 66 þúsund krónur, eða úr 228.204 krónum í 295 þúsund krónur. Ráðherrar hækka úr 409.517 krónum í 531 þús- und, eða um 122 þúsund krónur. Mánaðarlaun forsætisráðherra hækka úr tæpum 451 þúsund krónum í 584 þúsund krónur, eða um rúmar 130 þúsund krón- ur. Þá hækka skattlaus laun for- seta íslands líka um 130 þúsund krónur og fara úr 468.050 krón- um í 598 þúsund krónur á mán- uði. MiMlvægustu störfíu I rökstuðningi Kjaradóms kemur m.a. fram að þingmenn og ráð- herrar vinna mörg mikilvægustu störfin í þjóðfélaginu og móta stefnuna í þjóðmálum. Þá verður að gæta þess vandlega að launa- kjör þeirra verði ekki fyrirfram hindrun sem fælir þá bestu og hæfustu frá því að gefa sig að þessum mikilvægu störfum og séu ekki í hættu að verða öðrum háðir vegna fjárhagsstöðu sinnar. Þá sé eðlilegt að miða launaþró- un embættismanna við opinbera starfsmenn fremur en vinnu- markaðinn í heild. Bent er á að á tímabilinu frá 1. ársfjórðungi 1997 til 1. ársfjórðungs 1999 hækkuðu laun opinberra starfs- manna og bankamanna um 26,4% og um 17% á almenna markaðnum. Fúnm í Kjaradómi 1 Kjaradómi sitja fimm manns, en formaður hans er Garðar Garð- arsson. Aðrir dómendur eru þau Jón Sveinsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Óttar Yngvason og Þorsteinn Júlíusson. - GRH Áætlaður kostnaður við framkvæmd- irnar í Krossanesi verður á bilinu 50 tii 60 milljónir króna. Meiri meng- unarvamir Krossanes hefur lagt fyrir Holl- ustuvernd tillögur til úrbóta í mengunarvörnum verksmiðj- unnar. í tillögunum er gert ráð fyrir að verksmiðjan festi kaup á búnaði sem ráðgjafar fyrirtækis- ins telja að muni skila mestum árangri í því að draga úr Iyktar- mengun frá verksmiðjunni. Um er að ræða eina bestu fáanlegu tækni sem í boði er í heiminum en þessi tækni hefur skilað við- unandi árangri í mengunarvörn- um þar sem henni hefur verið beitt, m.a. á hinum Norðurlönd- unum. Ef Hollustuvernd fellst á fram- komnar tillögur má gera ráð fyr- ir að hægt verði að ljúka upp- setningu búnaðarins í kringum næstu áramót. Fyrirtækið áætlar að kostnaður við þessar fram- kvæmdir verði á bilinu 50 til 60 milljónir króna. Mengunaráætl- un verksmiðjunnar verður kynnt fyrir nágrönnum hennar. Rekstr- arafkoma fyrirtækisins var á tímabilinu mun verri en árið áður. Gert er ráð fyrir að Krossa- nes verði rekið með tapi. - GG — ' ' ■ . . Jfi Græni herinn gekk á land í Reykjavík í gær af varðskipinu Úðni. I móttökuliðinu var m.a. ungviðið frá Grænuborg sem tók hernum fagnandi. mynd: eól I strið við sóðaskap Landganga Græna hersins. Átak á lands- vísu með Stuðmönn- um. Herinn á Netið. ,;Við ætlum að útrýma sóðaskap á Islandi áður en ný öld gengur í gárð,“ segir Jakob Frímann Magnússon, hershöfðingi og Stuðmaður í Græna hernum. Á landsvísu Tæpum 60 árum eftir að breski herinn gekk á Iand á Islandi, eða 1Ö. maí árið 1940, kom fyrsta herdeild Græna hersins siglandi með varðskipi og gekk á land á Miðbakka í Reykjavík vopnuð hrífum, skóflum og málning- arpenslum. A hafnarbakkanum biðu eðalvagnar hersins sem Toyota umboðið lagði til. Um leið og lagt verður til atlögðu við sóðaskap landsmanna á 25 stöð- um á landinu, verður í heiðri haft 100 ára afmæli skógræktar á Islandi með viðeigandi land- græðslu. Þá ætla liðsmenn hers- ins að beita málningarpenslum af mikilli kostgæfni. Atakinu lýk- ur svo á hverjum stað með dans- Ieik Stuðmanna. Herinn á Netið Þetta átak gegn sóðaskapnum hefst á Suðurnesjum í byrjun næsta mánaðar og stendur yfir um allt land fram undir lok ágústmánaðar. Þá hefur verið opnuð heimasíða hersins á Net- inu, en slóðin er graeniherinn.is. Þar geta landsmenn skráð sig til þátttöku. Fjöldi hermanna verð- ur takmarkaður við 50 á hverjum stað. Að afloknum 6-7 stunda vinnudegi bíður þeirra grillveisla og boðsmiðar á dansleik með Stuðmönnum. Helstu samstarfs- aðilar hersins eru Olís, Samskip, Toyota, Sparisjóðirnir, Aform, umhverfisráðuneytið, sveitarfé- Iög og umhverfissamtök margs konar. - GRH msm Ókeypis fiskimjöl á allar lóðir Akureyringa! Krossanesverksmiðjan á Akureyri hefur ákveðið að bjóða öllum íbú- um Akureyrar sem þess óska að fá ókeypis fiskimjöl til að bera á húsalóðir sínar. Mjölið verður afhent í mjölskemmu Krossaness mánudaginn 17. maí og þriðjudaginn 18. maí frá kl. 08.00 til 12.00 og 13.00 til 17.00 báða dagana. Fiskimjölið verður afhent í pokum en í hverjum poka er hæfilegt magn mjöls á lóð af hefðbundinni stærð. Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar styrkir þetta framtak verk- smiðjunnar með því að leggja til pokana sem mjölið er afhent í. - GG Konum fjölgar Konum fjölgaði allverulega á Alþingi í kosningunum á laugardaginn. Þær voru 16 eða fjórðungur þingmannanna en eru nú 22 eða 35%. I 26 manna þingflokki sjálfstæðismanna eru 8 konur en voru 4 af 25. I 17 manna þingflokki Samfylkingarinnar eru 9 konur en þær voru 8 af 16. Þrír af 12 þingmönnun Framsóknar eru konur og 2 af 6 þing- mönnum VG. Tvö kjördæmi eru hins vegar kvennmannslaus, Vest- firðir og Norðurland vestra. Vélstjórar fá lauuáhækkun Meirihluti úrskurðarnefndar hefur ákveðið breytingar á hlutaskipt- um vélstjóra á fiskiskipum með 1501 kílówatta aðalvél og stærri. Samkvæmt því fá yfirvélstjórar á stærstu skipunum með 3000 kw og stærri 40 þúsund króna launahækkun á mánuði og 1. vélstjóri 30 þúsund krónur. Yfirvélstjórar á skipum frá 1500 kw til 3000 kw fá 25 þúsund króna hækkun á mánuði og 1. vélstjóri 20 þúsund krónur. Þessi ákvörðun meirihlutans í úrskurðarnefndinni er m.a. rök- studd með því að umfang vélbúnaðar í fiskiskipum hefur aukist til muna. Það hefur síðan leitt til þess að gerðar séu auknar kröfur til þeirrar þekkingar sem vélstjórar þurfi að búa yfir til að geta borið ábyrgð á vélstjórn og séð um rekstur, meðferð og viðhald á vélbúnaði skips. Þá hefur fullvinnsla afla um borð í fiskiskipum krafist viðbót- ar vélbúnaðar sem hefur aukið álag á vélstjóra. Sem kunnugt er þá var ákveðið að setja þessa úrskurðarnefnd á laggirnar með lögum sem bundu enda á verkfall sjómanna á fiski- skipaflotanum í mars í fyrra. Þá var ein helsta krafa vélstjóra að auka- hlutur vélstjóra á skipum með 1501 kw aðalvél og stærri yrði hækk- aður. I niðurstöðum nefndarinnar kemur m.a. fram að fulltrúi LÍÚ í nefndinni gat ekki sætt sig við breytingar á hlutaskiptum vélstjóra og stendur því ekki að þessum úrskurði. Formaður úrskurðarnefndar- innar var Guðrún Zoéga. - grh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.