Dagur - 11.05.1999, Qupperneq 6

Dagur - 11.05.1999, Qupperneq 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 -D^ur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Sfmar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEiNSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 riIstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Stj ómarmyndim í fyrsta lagi Það er vissulega rétt sem bent hefur verið á að ríkisstjórnin hélt velli í kosningunum og stjórnarflokkarnir geta státað af góðum meirihluta á Alþingi. Oddvitar framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafí enda túlkað niðurstöðuna á þann veg að eðlilegt sé að taka upp viðræður um áframhaldandi samstarf. Sömu sögu er að segja um þingmenn stjórnarflokkanna, þeir virðast flestir vilja halda þessu stjórnarmynstri áfram. Frá bæjardyrum Sjálfstæðisflokks- ins séð er þetta eðlileg afstaða, en það ætti síður en svo að vera sjálfgefið fyrir framsóknarmenn að halda þessu samstarfí áfram. í ððru lagi Það er alveg sama hvaða skýringa menn grípa til, framsóknar- menn komast ekki hjá því að horfast í augu við að þeir eru að tapa fylgi á meðan samstarfsflokkurinn græðir. A landsbyggðinni er Framsóknarflokkurinn að missa forustuhlutverk sitt til Sjálf- stæðisflokksins og allt eru þetta skilaboð um að þetta samstarf helmingaskipta skilar framsókn ekki sínum helmingi umbunar- innar frá kjósendum. Fram hefur komið að sjálfstæðismenn munu vilja fleiri ráðuneyti og meiri vigt í stjórnarsamstarfinu til samræmis við breytt styrkleikahlutföll flokkanna á Alþingi. Því til viðbótar er ljóst að í mikilvægum atriðum er munur á afstöðu flokkanna, ekki síst varðandi einkavæðingaráform í heilbrigðis- kerfinu og svo á fyrirtækjum eins og t.d. Landssímanum. í þriðja lagi Sjálfstæðisflokkurinn er því alls ekki sá sjálfsagði dansherra framsóknar, sem þingmenn virðast telja. Samstarfið hefur vissu- lega verið gott og á margan hátt árangursríkt, sem vegur þungt í málinu. En það eru fleiri á þessu balli og Framsóknarflokkurinn er sú prímadonna í stöðunni sem á raunverulegt val, sem er meira en hægt er að segja um Sjálfstæðisflokkinn. Það væri því óvarlegt af framsókn að fara sjálfkrafa og án fyrirvara inn í stjórn- arsamstarf þar sem þeir eru frá fyrsta degi í hlutverki litla bróð- ur. Það er engin hætta á að framsóknarmaddaman pipri þótt hún taki sér umþóttunarfrest þegar henni er boðið upp í dans. Birgir GuÖtnundsson. Talsmeim vakna Össur Skarp- héðinsson. Garri fær ekki betur séð en þeim sé eitthvað farið að frjölga talsmönnunum hjá Samfylk- ingunni. Margrét var hinn eig- inlegi talsmaður og sú eina sem sást að einhverju ráði í kosningabaráttunni. Þannig var Garri næstum búinn að gleyma að Ossur væri í fram- boði, hvað þá Guðrún Og- munds, eða Bryndís Hlöðversdótt- ir. Svo var ein- hver að tala um að Sig- hvatur Björg- vinsson væri enn á þingi, sem raunar hlýtur að vera einhver mis- skilningur því hann er alveg horfinn. Nema hvað í gær ger- ist það, að skyndilega er allt orðið fullt af talsmönnum og það sem mest er um vert - það er búið að finna Ossur. Ómöguleg leiðsögn Össur er farinn að tala um að menn hafi ekki staðið sig nógu vel í Reykjavík. Væntanlega þýðir það að leiðsögnin hafi ekki verið nægjanlega styrk hjá Jóhönnu. Fyrir þá sem virki- lega kunna að lesa í slíkar yfir- lýsingar liggur í augum uppi að Össur er þarna að benda á hversu óheppilegt það hafi verið að Jóhanna, en ekki hann sjálfur, hafi staðið uppi sem sigurvegari í prófkjörinu. Össur hefði nú ekki gefið svona slaka leiðsögn - ó aldeil- is ekki. En nú á að breyta rétt og nýir talsmenn eru að ganga „út í vorið á veginum" og vakna upp. Tfmi Össurar er að koma - eins og hann raunar Margrét Frí- mannsdóttir. lýsti yfir að myndi gerast þegar hann var spurður á prófkjörs- nóttina góðu. Uppvakningar Og talsmaðurinn Össur talar á talsvert öðrum nótum en tals- maðurinn Margrét. Þannig lýsti Margrét því yfir strax á kosninganótt- ina að eðlilegt væri að Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn- arflokkur héldu áfram stjórnarsam- starfi sínu - til þess hefðu þeir fengið umboð. Því ____ mótmælti að- eins Stein- grímur Sigfússon sem var eins og hrópandinn í eyðimörkinni þegar hann sagði úrslitin ákall um breytingar. Nýi talsmaður- inn, Össur, kemur nú fram og tekur undir með Steingrími og vill vinstristjórn. Þar með gerir hann lítið úr yfirlýsingum gamla talsmannsins, sem vildi halda sig til hlés. Hvort Garri á heldur að trúa nýja eða gamla talsmanninum veit hann einfaldlega ekki. Þess vegna er trúlega vænlegast að bíða þar til fleiri talsmenn vakna til lífsins að nýju og sjá hvort allir þeir uppvakningar fylkja sér heldur um talsmann- inn Margréti eða hvort þeir taka undir með Össuri um að hans tími sé í raun og sannleik kominn. - GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Glaðningur í góðærinu Frambjóðendur hafa flestir tekið úrslitum kosninganna af karl- og kvenmennsku og lítt barmað sér. Að vísu kom í ljós að sumir þeirra áttu sér aðra höfuðand- stæðinga en þá sem tekist var á við í kosningabaráttunni, sem sé fjölmiðla sem Iögðu umrædda frambjóðendur í einelti. En flestir tóku niðurstöðunum með jafnaðargeði og reisn og þeir sem urðu fyrir mótlæti tóku því sem hverju öðru hundsbiti. Á sunnudaginn urðu svo þeir sem sigruðu í kosningum og komust á þing, fyrir miklu áfalli. Þá komu sem sé mjög „óvæntar" fréttir um að kjaradómur hefði ákveðið að hækka laun þing- manna og ráðherra all verulega. Steinhissa Þetta kom ráðamönnum algjor- lega í opna skjöldu og hafa þeir vart átt orð til að lýsa undrun sinni á þessum óvæntu tíðind- um. Og þykir raunar stórmerki- Ieg sú sérkennilega tilviljun að fréttin um launahækkun þing- manna og ráðherra fór í loftið daginn eftir kosningar en ekki En auðvitað eiga ráðamenn ekki að undrast þessi tíðindi eða afsaka. Eins og ráðherrar hafa margsinnis lýst yfir þá ríkir veru- daginn eða viku fyrir kosningar. En ráðamenn hafa tekið þess- um Ieiðu tíðindum af stakri ró - og sagt sem svo að við þessu sé ekkert að gera, þingmenn verði að hlýða landslögum og taka við þessum óvæntu kjarabótum hversu óljúft sem það er þeim. GnuiiímBÓBn’if.j -nio iógoi nignblIýlmGÍ? 61, Glíæ Iegt góðæri í Iandinu. Og þeir sem bera ábyrgð á góðærinu, eiga að sjálfsögðu að fá að njóta þess eins og aðrir þegnar þessa Iands. Hallærislegt Margir Þingeyingar voru og ,Iil iÖTud bIIg íó’IgH HBfiIi:mmðil8 þeirrar skoðunar að mikið góð- æri ríkti í landinu, eins og ráða- menn hafa keppst við að telja þeim trú um síðustu vikurnar. Og það kom því vægast sagt flatt upp á þá þegar þær fréttir bárust í gær að Kaupfélag Þingeyinga, á 118. aldursári, riðaði á barmi gjaldþrots og björgunarsveitir úr öðrum héruðum væru mættar á staðinn til að bjarga málum áður en rekum yrði kastað. Þingeyingar urðu eiginlega enn meira hissa en ráðherrarnir þegar þeir fréttu um úrskurð kjaradóms. Og höfðu Þingeying- ar þó gildari ástæðu til undrunar, þar sem þeir héldu að góðærið til sjávar og sveita sem skapaði svig- rúm til að hækka laun alþingis- manna hefði einnig jákvæð áhrif um land allt. Að góðærinu fylgdi árangur fyrir alla. En kannski er góðæri eins hallæri annars. Það gleymdist bara að geta þess í kosningabar- áttunni. svairaö Ertu sáttur/sátt við úr- skurð Kjaradóms um launahækkanir til æðstu embættismanna og ál- þingismanna? Þórunn Sveinbjamardóttir ttýr þingmaðwSamfyMngar. „Eg verð að segja einsog er að tímasetningin um tilkynningu á þessum úr- skurði Kjara- dóms hafi komið mér og fleirum í opna skjöldu. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég hef lítið velt fyrir mér kjörum þingmanna, annað hefur mér verið ofar í huga í kosningabaráttunni. Þingmenn hafa ágæt laun, enda lít ég svo á að þeim beri að greiða góð laun einsog ýmsum hátt settum emb- ættismönnum hjá ríkinu." Ásta Möller nýr þingmaðwSjálfstæðisflokksins. „Skrítið væri ef ég væri það ekki, síðustu tíu ár hef ég helgað mig því að berjast fyrir bættum kjörum hjúkrun- arfræðinga og annarra háskólamenntaðra starfs- manna. Ég hef alltaf fagnað þvf þegar einstakir hópar fá launa- bætur. Aldrei hef ég skilið rök- semdir verkalýðsforingja sem mótmæla þvf þegar laun hækka, því það er hlutverk forystumanna launafólks að berjast fyrir bættum kjörum - en ekki tala fyrir Iág- launastefnu. Um tímasetninguna á því þegar þessi ákvörðun Kjara- dóms var kynnt hef ég engar skoð- anir.“ Sverrir Hermannsson nýr þingmaðurFrjálslynda flolúisins. „Um þennan úr- skurð Kjaradóms ætla ég að segja að ég varð lamaður af undr- un þegar ég heyrði þetta. Mér fannst ekki viðfelldið að tilkynna þetta daginn eftir kosningar, hreinlegra hefði verið að tilkynna þetta fyrr. Um launahækkunina sjálfa skal ég ekkert segja, hef engan saman- burð. Annars ætla ég á Alþingi að leggja til að lög verði sett um lág- markslaun, tvístruð og veik verka- lýðsforysta gerir fátt annað en að telja peningaseðla og hlutabréf." Kolbrún Halldórsdóttir nýr þingmaðttr Vinstihreyfingarinnar ■ græns Jramboðs. „Ég varð ákaf- lega hissa þegar ég heyrði þetta og þótti tíma- setningin skrítin. Að öðru leyti hef ekki forsendur til að meta þetta. En hjá mér, sem nýkjörnum þing- manni, örlar á samviskubiti gagn- vart fólkinu í landinu sem ég veit að er að draga fram lífið á launum sem eru ekki mannsæmandi. Hitt vil ég líka segja að ég sóttist ekki eftir sæti á Alþingi vegna laun- anna, finnst að allir eigi að hafa laun sem nægja til eðlilegrar framfærslu."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.