Dagur - 15.05.1999, Síða 2

Dagur - 15.05.1999, Síða 2
78 - LAUGARDAGUR 75. MAÍ 1999 HELGARPOTTURINN Þó að lítið farí fyrír þeim ástsæla söngvara Bergþóri Pálssyni akkúrat þessa stundina þar sem hætt er að sýna Leðurblökuna þá stendur það til bóta. Bergþór hefur nefnilega látið Sigga Sigurjóns dobbla sig til að taka þátt í kabarett, sem sýndur verður einhvern tímann á næstunni f Loftkastalnum. Þar er meiningin að vera með franska rauðvíns- stemmningu með söng og dansi og heilli djasshljómsveit. Samkvæmt slúðrinu verða þátttakendur þekktir leikarar og tónlistar- menn á borð við Pálma Gestsson, Jóhann Sigurðarson, Karl Ágúst Úlfsson, Sigga Flosa, Kristján Eldjárn og Þorstein Gauta Ekki amalegur félagsskapur það. Bergþór Pálsson. Það vakti töluverða athygli í síðasta þætti Stutt í spunann um daginn hve myndarlegur mag- inn á Evu Maríu er orðinn en hún auglýsti óléttuna sína svo stolt í glæsilegum síðkjól í síðasta þætti Spunans. Þá berst annað óléttu- slúður ofan úr Sjónvarpi. Hún Erla Rut Harðardóttir í Spaugstofunni (sú sem lék svo skemmtilega pólsku konuna] hefur líka verið með magann út í loftið síðustu mánuði en þvf miður hafa engar fregnir borist af því inn á ritstjórnarskrifstofur Dags hvenær von er á barninu... Og loks að prímadonnunni Súsönnu Svavarsdóttur, sem stjórnaði Titringi svo skemmtilega í vetur með Þórhalli Gunnarssyni. Sögurnar segja að ritstjórar DV líti Súsönnu girndaraugum og vilji fá hana í hús til að rífa upp helgarblaðið og stjórna því af sinni alkunnu röggsemi en mál- ið ku ennþá pikkfast í samningaviðræðum og ekkert að frétta, ekki enn sem komið er. Það er líka alltaf spurning hvert formið verður, hvort við- komandi er ráðin inn í heilsdagsstarf eða hvort hún fer ef til vill í „verk- efni"... Þegar sól hækkar á lofti fara söngfuglar á stjá og farfuglar streyma til landsins. Bergþóra Árnadóttir trúbadúr er þessa dagana að ferðast um landið með gítarinn sinn og sængina sína. Hún spilaði á Djúpavogi í gærkvöldi og aftur í kvöld og spila þar með henni vísnavinir með Krist- ján Ingimarsson í broddi fýlkingar. Þau Kristján eru einnig viðskipta- félagar en Bergþóra flytur hákarlalýsi frá fyrirtækinu Kraftlýsi inn til Dan- merkur þar sem hún býr en Kristján er framkvæmdastjóri þess. Meðal þeirra sem koma fram með Bergþóru eru Magnús Stefánsson á Fá- skrúðsfirði og Garðar Harðar blúsari frá Stöðvarfirði. Bergþóra verður svo á Rjótsdalshéraði í lok mánaðarins, en þar ætlar barnabarn hennar Neptúnus að syngja með henni. Holtarar, eða þeir sem bjuggu í Holtahverfi á árunum 1940 -70, ætla að hittast í Versölum í kvöld og rifja upp gamla daga. Forsprakki hópsins er Þórleifur V. Friðriksson og að sjálfsögðu verður fjöldi þjóðkunnra skemmti- krafta úr hverfinu sem stíga á stokk Ómar Ragnarsson mun flytja Holtarabrag sem hann samdi árið 1997, þegar Holtarahátíð var síðast haldin. Pétur Kristjánsson poppari Pétur Kristjánsson. sem vg|. me^a| annars f hljómsveitunum Pops og Pelican mun hefja upp raust sína, og einnig hefur heyrst að Ragnar Bjarnason stórsöngvari mæti á svæðið. Aðgöngumiðasala hefur geng- ið vel en þeir sem ekki hafa ennþá tryggt sér miða i forsölu geta fengið miða við innganginn. Og meira um tónlistarbransann. í versluninni Spútnikkvið Hverfisgötu er mikið líf svo að ekki sé meira sagt því að versiunareigandinn hún Þura er allsendis óhrædd við að ýta fötunum til hliðar og slá upp tónleikum þegar sá gállinn er á henni. Þura stóð fyrir því á miðvikudagskvöldið að hljómsveitirnar Mínus, Bisund og Gyllinæð spiluóu í búðinni og vöktu feikna lukku. Krakkarnir sem mættu á tónleikana skiptu hundruðum enda fá þau hvergi annars staðar að vera... Nýjasta æðið hjá unglingum allt niður í 14 ára og ungum konum upp í þrrtugt er svokölluð „Wonderbra" hárbönd, nefnd eftir wonderbra brjóstahaldaranum enda eru hárböndin ekk- ert annað en hlíri af brjóstahaldara, sem hægt er að stækka og minnka. Hlírarnir fást í öllum regnbogans litum, öllum þó í daufara lagi, og þykir flottast að láta brjóstahaldaraklemmuna sjást í hárinu. Líka er hægt að fá þá með glim- merskrauti og emalíusteinum. Wonderbra hár- böndin fást í Skarthúsinu fýrir litlar 390 til 490 krónur efti'r skrauti. Á meðfýlgjandi mynd með sjá Gíslínu Dögg Bjarkar- dóttur, 24 ára, með wonderbra hárband í hárinu (eins og venjulega]. Gíslína D. Bjarkard. Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og ábendingar til birtingar í Helgarpottinum. Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vík eða á netfangið: ritstjori@dagur. Leifélag Keflavíkur sýnir á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun! Stæltu stóðhest arnir heitir verkið sem hlaut nafnbótina: Áhugaleiksýning ársins. Sjötta árið í röð hefur Þjóðleikhús- ið valið áhugaleiksýningu ársins og varð sýning Leikfélags Keflavíkur fyrir valinu, „Stæltir stóðhestar“ eftir Stephen Sinclair og Anthony McCarten í leikstjóm Andrésar Sig- urvinssonar. I umsögn dómnefndar segir m.a. að sýningin hafi verið afar kraftmikil og skemmtileg, leik- stjóranum hafi tekist óvenju vel að vinna með ungu leikurunum sem eru í burðarhlutverkum (þ. á m. er einn sem þreytti inntökupróf í vor og er á leið f Leiklistarskólann í haust), dansatriðin þóttu ákaflega vel heppnuð og sýningin í heild bera vott um metnað og alúð. Eftir að hafa lesið þessa lofsamlegu dóma hringdi blaðið í formann leik- félagsins til fimm ára, hana Guð- nýju Kristjánsdóttur leikskólakenn- ara. Ekki Full Monty Til hamingjul „Takk.“ - \Jm hvað er þetta leikrit? „Þetta er um nokkra félaga sem eru atvinnulausir og ákveða að gera eitthvað í málinu. Þeir finna Ieið til að fá skjótan gróða og fara að æfa stripp." - Er þetta þá unnið upp úr Full Monty? „Nei! Málið er að Ómar Ólafsson og Júlíus Guðmundsson þýddu þetta upp úr nýsjálenska leikritinu Lady’s Night og þeir sem sömdu það leikrit eru núna í málaferlum við þá sem gerðu myndina Full Monty og vilja meina að þeir hafi stolið hugmyndinni frá Lady’s Night. Við erum sem sagt ekki að sýna Full Monty.“ - Eru þetta mjög Itkar sögur? „Nei, ég myndi ekki segja það. Eins og gagnrýnandi frá Mogganum sagði þá fannst honum þetta betra en myndin því þarna kynnistu karakterunum betur, það er ofsa- lega vel unnið með hvern karakter fyrir sig í þessu verki,“ segir Guðný en hún telur að góður leikur og það hve sýningin er skemmtileg hafi ráðið úrslitum um val þeirra í Þjóð- leikhúsinu. „Eg er búin að sjá hana í næstum því öll skiptin [verið sýnt 17 sinnum] og ég hlæ alltaf jafn mikið. Og ég er ekkert með af- brigðilegan húmor...“ Mikill áhugi Leikfélag Keflavíkur telur um 120 manns, er 32 ára gamalt og hefur sett upp verk á nánast hvetju ári. Að sögn Guðnýjar gengur alltaf jafn vel að fá fólk til að taka þátt en allir að- alleikararnir að þessu sinni eru ungir menn á aldrinum 20-25 ára. „Við vorum svolítið hrædd við að manna þetta stykki fyrst en það gekk æðislega vel. Við erum með pottþéttan mann í hverju einasta burðarhlutverki." - Þurfa þeir að fara úr? „Þeir þurfa að fara svona smá, svolítið, úr.“ - Smá svona, soldið alveg? „Jaaa, það kemur í Ijós. Það er undir árvekni Ijósamannsins komið hversu mikið fer.“ - Gekk eitthvað treglega að fáfólk t þetta vegna þessa? „Við vorum að hafa áhyggjur af því að það gæti orðið en það varð ekki raunin og það gera þetta allir af stökustu snilld. Engin feimni í gangi. En þetta er ekki klám - bara flott kroppasýning!" FJALL VIKUNNAR FÆR AÐ VERA FJALL... Þorlákur Jónasson bóndi í Vogum í Mývatnssveit er einn þeirra sem tókst á við opinbera báknið um hið eina rétta nafn á frægum sprengigíg þar í sveit - Hverfjall - en Landmælingar íslands höfðu tekið upp á þeirri ósvinnu að kalla það aðeins Hverfell. Eftir margra ára slag hafð- ist fullur sigur í vikunni; Örnefnanefnd lagði fýrir Land- mælingar að á landabréfum þess skyldi það svo sannar- lega heita Hverfjall. Vissulega sigur vikunnar fyrir fjall vikunnar! -■5 /H Hverfjall.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.