Dagur - 15.05.1999, Page 10

Dagur - 15.05.1999, Page 10
EJÍlMjýUJjUy. 26 - LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 nB............. , afna en sá yngri heitir í höfuðið á Bjarna Hafþóri. Þeir -----------------— Fengsælir félagar. Eggert Skúlason og Bjarni Hafþór ánægðir með afla úr Vík- urá á Ströndum, þar sem þeir hafa stundum rennt saman fyrir fisk. Daguir Vinátta og veiðiskapur Bjarni Hafþór Helgason og Eggert Skúlason eru vinir í blíðu og stríðu. Veiða saman, spjalla saman og eru svo miklir vinir að ekki kom annað til greina hjá Eggerti en láta son sinn heita í höf- uðið á vini sínum. „Hreinræktað veiðiblóð í Eggerti,“ segir Bjarni. „Strax þegar við hittumst í fyrsta sinn var einsog við hefðum þekkst alla tíð. Við smullum saman,“ segir Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Utvegsmannafélags Norður- lands, um vináttu sína og Egg- erts Skúlasonar fréttamanns. Þeir félagar hafa þekkst í um áratug, en kynni þeirra hófust þegar báðir störfuðu sem frétta- menn á Stöð 2. Þeir segja að margt hafi orðið til þess að sam- eina þá, svo sem áhugi á veiði- skap, hvort heldur er með stöng eða byssu, en einnig séu þeir að eðlisfari tilfinningaríkir menn og þau viðfangsefni sem þeir sinni taki þeir með krafti. Réttlætiskennd og traustir vinir „Fljótlega eftir að ég hóf störf á Stöð 2 vorið 1990 fór Páll Magnússon að tala um það við mig hve líkur ég vaeri Bjarna Hafþóri, sem þá var okkar mað- ur á Akureyri. Fyrst gaf ég nú ekki mikið fyrir þetta, fannst þetta í raun fíflaleg umræða,“ segir Eggert, en hann fann þó strax að Páll hafði sitthvað til síns máls, þegar þeir Bjarni Haf- þór hittust í fyrsta sinn snemma árs 1991. Strax þá tókust með þeim góð kynni og margt hafa þeir í gegnum árin brallað sam- an. Eggert segir að Bjarni Hafþór sé manna tryggastur og vinur vina sinna af heilum hug. Hið sama segir Bjarni um Eggert; segir hann hafa ríka réttlætis- kennd. „Ef sú kennd í brjósti Eggerts er særð þá getur hann orðið virkilega reiður, ég man eftir dæmi í þá veruna þegar maður úti í bæ ætlaði að mis- nota Eggert sem fréttamann. Ekki hefði ég viljað vera í spor- um þess mann þegar upp komust svik og Eggert svaraði fyrir sig,“ segir Bjarni. - Eggert segir að það hefði verið gott að eiga Bjarna Hafþór að sem tryggan vin, þegar hann tók á sínum tíma sæti í stjórn Islenska útvarpsfélagsins og var fyrir vik- ið rekinn frá Stöð 2. Málið leyst- ist þó farsællega um síðir „...en þarna fann ég virkilega hve traustan vin ég átt í Bjarna Haf- þóri.“ Tilfinning fyrir bráð og kringumstæðum Það er þó áhugi á veiðiskap sem einkum hefur sameinað þá fé- laga. I gegnum árin hafa þeir farið saman til veiða í ljölmörg- um ám, svo sem Fáskrúð í Döl- um, Sandá í Þistilfirði, Laxá í Kjós og ýmsar fleiri ár - en eftir- læti þeirra beggja er þó Laxá í Aðaldal. „Þar er Bjarni Hafþór búinn að veiða lengi og kenndi mér á hana. Höfum við átt sam- an margar skemmtilegar stundir við veiðiskap í Æðarfossum, við Hólmavaðsstíflu og á Óseyri. Það er hreint ævintýri að veiða þarna og ekki spillir það fyrir þegar við fáum föður hans, Helga Bjarnason, með okkur, sem er annálaður veiðimaður," segir Eggert. „Það er hreinræktað veiðiblóð í Eggerti og hann hefur mörgum öðrum veiðimönnum betur ríka tilfinningu fyrir bráð og kring- umstæðum og heldur ró sinni á hverju sem gengur í veiðiskapn- um,“ segir Bjarni Hafþór. „Einmitt þessa eiginlega hefur hann líka í fréttamennskunni, tilfinningu fyrir bráð og kring- umstæðum, og hefur líka þá hæfileika að geta sjálfur aðlagað sig að lögmálum og þörfum hverrar fréttar. Þetta hefur gert hann að einhveijum besta og trúverðugasta fréttamanni þjóð- arinnar, að mínum dómi.“ - Þeir félagar hafa í sumar á stefnu- skránni að bregða sér eitthvað saman í veiðiskap, hafa meðal annars bókað ferð til Færeyja. „Síðan er líka gaman að tala við Bjarna, sem er í senn bæði lista- maður og heimspekingur - ekki síst er gaman að tala við hann þegar heimspekingurinn tekur yfirhöndina," segir Eggert. Hafþór var nafnið I desember 1994 eignaðist Egg- ert með konu sinni, Önnu Guð- mudsdóttur, sitt fyrsta barn. Son sem gefið var nafnið Hafþór. Er hann einmitt skírður í höfuðið á Bjarna Hafþóri, og kom fátt annað til greina hjá foreldrum hans. Bæði þótti þeim nafnið fallegt og skemmtilega íslenskt „...en síðan var Bjarni Hafþór mér líka ofarlega í huga. Bjarni kallar son minn alltaf nafna og eru þeir tveir miklir félagar. Þetta hefur síðan spunnið út frá sér og ég hnýtti einhverju sinni laxaflugu úr hári stráksins sem heitir að sjálfsögðu Nafni. Hún hefur gefið vel og á hana hef ég fengið nokkra laxa, til dæmis í Laxá í Leirársveit og í Sandá.“ „Það sem ég dáist mest að varðandi Eggert er hve hann er fljótur að sofna þegar við erum saman f veiðiferðum. Hann sofnar hvar sem er og hvenær sem er, þetta er nokkuð sem ég get alls ekki,“ segir Bjami Haf- þór, sem stundum festir varla blund, að sögn Eggerts, ef skóg- arþrestir syngja fyrir utan glugg- ann. „Einhveiju sinni vorum við saman í Vökuholti, veiðihúsinu við Laxá í Aðaldal, þegar Eggert byijaði á setningu sem hann sofnaði úr frá hálfsagðri: „Það gerðist rétt fyrir hádegi...“ byij- aði Eggert og síðan hneig hann út af. Vaknaði næsta morgun og mundi ekki hvað hann var að byrja að segja kvöldið áður. Og ég hef enn ekki fengið að vita hvað gerðist rétt fyrir hádegi," segir Bjarni Hafþór Helgason. -SBS. Félagar saman í veiðiferð. „Það er hreinræktað veiðiblóð í Eggerti og hann hefur mörgum öðrum veiðimönnum betur ríka til- finningu fyrir bráð og kringumstæðum og heidur ró sinni á hverju sem gengur í veiðiskapnum, “ segir Bjarni Hafþór.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.