Dagur - 19.05.1999, Side 1
EiðurAðalgeirsson erHúsvík-
ingurað upplagi,fjörutíu og
fjögurra ára og segist hlaupa
oflítið!
Eiður safnaði fé fyrir ABC hjálparstarf með
því að hlaupa 102,9 kílómetra á laugardag-
inn, lagði upp frá Reykjanestá, hljóp sem
leið lá með smávægilegri lykkju vegna
rallýkeppni og fór Iangleiðina austur að
Nesjavöllum. Eiður er verkstjóri hjá ræsting-
arfyrirtæki og mætti stálhress til vinnu sinn-
ar Idukkan átta á mánudagsmorgun.
„Eg byrjaði sem unglingur, hljóp mikið,
var í fótbolta, sundi, á skíðum, í fijálsum
íþróttum og öllu sem tengdist íþróttum,"
segir Eiður. „Eg var í því fram til sextán ára
aldurs. Þá fór að síga á ógæfuhliðina en síð-
an náði ég mér upp úr því. Eg lenti í brenni-
víni, dópi og veseni, fór í nokkrar meðferðir
og náði mér útúr því fyrir um tuttugu árum.“
Eiður byrjaði að æfa markvisst fyrir mara-
þonhlaup um 1990. „Eg var byijaður að
hlaupa fyrr en það var ekkert nema bara
svona á milli ljósastaura, eins og maður seg-
ir. Þannig þurfti ég að byija af því að ég var
svo þungur."
Ögrar sjálfum sér
- Hvaðfær menn til að stefna á það að hlau-
pa reglulega rúma fjörutíu og tvo kílómetra?
„Ég bara veit það ekki. Þetta kemur svona
smátt og smátt. Mann langar til að gera eitt-
hvað nýtt, fara aðeins lengra og ögra sjálfum
sér svolítið. Ætli það sé ekki aðallega það.“
Eiður hefur bæði ferðast langt og híaupið
langt. Hann var búsettur í Suður-Afríku í tvö
og hálft ár, fór upphaflega út til að sækja
Biblíuskóla 1988. Þá var hann aðeins byrj-
aður að skokka, hélt sér í góðu formi og þeg-
ar hann fór aftur til Suður-Afríku 1992 æfði'
hann mjög markvisst og hljóp um 150 kíló-
metra á viku í heilt ár áður en hann tók þátt
í ofurmaraþoni. Hann hefur tvisvar tekið
þátt í svokölluðu ofurmaraþoni í Suður-Afr-
íku, hljóp rúma 87 kílómetra í fyrra skiptið
en 90 í það seinna.
„Það er geisilega gaman að taka þátt og yf-
Eiður Aðalgeirsson - ótrúlega hress að eigin sögn eftir að hafa hlaupið 102,9 kílómetra a'
laugardag.
irleitt ekki undir fimmtán þúsund manns
sem taka þátt í þessu hlaupi. Oll aðstaða er
alveg rosalega fín,“ segir Eiður og nefnir sem
dæmi að við eitt vatnsborð i Suður-Afríku
hlaupinu séu líklega jafnmargir starfsmenn
og við allt Reykjavíkurmaraþonið. „Þettta er
svo mikið stærra."
- Hvað ertu að hlaupa mikið i dag?
„Ég er að hlaupa alltof lítið, eitthvað um
sjötíu kílómetra á viku og upp í hundrað
núna síðasta mánuðinn af þvi að ég var að
undirbúa mig fyrir þetta. Þá tók ég smátörn."
Til styrktar burnuin
Hlaupið á laugardaginn var til styrktar ABC
hjálparstarfi sem nú vinnur að því að byggja
þriðja heimilið fyrir heimilislaus börn á Ind-
landi fyrir íslenskt söfnunarfé. E1 Shaddai
barnaheimilið í Madras hefur verið í Ieigu-
húsnæði en nú hefur verið keypt lóð og kom-
ið að því að byggja nýtt heimiíi. Áætlað bygg-
ingarverð er um tíu milljónir og þegar hefur
safnast rúm milljón, þar af söfnuðust
115.400 krónur á meðan á hlaupinu stóð.
ABC hjálparstarf lætur ekki þar við sitja.
Afram verður tekið við framlögum á reikning
515-14-280000 í íslandsbanka og á morgun
verður sérstakur ABC dagur og söfnunardag-
skrá á útvarpsstöðinni Lindinni á FM 102,9
og á FM 88,9 á Suðurlandi.
- Hvemig kom þetta samstarf við ABC til?
„Það er langur aðdragandi að því. Kunn-
ingi minn hefur verið í sjálfboðavinnu hjá
ABC. Hann vissi hvar áhugi minn lá og hann
eiginlega kom þessu í kring. Ég sló bara til og
ákvað að drífa í þessu, taka sjensinn á því að
ég myndi hafa þetta. Síðasti spottinn var svo-
lítið erfiður af því að það var orðinn svo mik-
ill mótvindur. Það voru sennilega ein sex
vindstig og rigning - og allt upp í móti. Þetta
var svolítið erfitt - en samt ekki. Það fóru
góðir straumar um mann að hafa náð þessu
marki.
Ég hugsaði með mér að ég gæti alveg hald-
ið aðeins lengur áfram. En ég var kominn
yfir hundrað og markinu var náð. Þá bara
hætti ég. Ég er eiginlega alveg hissa eftir
þetta að ég skuli ekki vera stirðari. I dag
[mánudag] finnst mér eins og ég hafi verið
að hlaupa tuttugu kílómetra," segir Eiður Að-
algeirsson ofurmaraþonmaður. - HI
1
1
1
1
1
1
1
1
VERÐ-
ÆKKUN
Hleðsluborvél
GSR12VE-2
ATH! 47 Nm
andslípivél GVS 350 AE
Stingsög GST100
Þjónustumiðstöð í hjapta borgarinnar
Fræsari
G0F900A
Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Söluaöilar: Vélaverkstæðið Víkingur, Egilsstöðum.Vélar og þjónusta,
Akureyri. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði. Hegri, Sauðárkróki.
Lofthöggborvél
GBH 2-24 DSR
15.920,
jll a ii [ f í r j *
J 1 11 Jfj * t o | # i