Dagur - 19.05.1999, Page 3

Dagur - 19.05.1999, Page 3
ÞRIDJUDAGU R 18. MAÍ 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU L Djasslífhefur staðið íblóma áAkureyri í nokkuráren það hlé sem verða mun á starf- semi Sumarháskólans áAk- ureyri mun hafa áhrifá stærsta djassviðburð sum- arsins. Djassararláta þó ekki deigan síga. Sumarháskólinn á Akureyri hefur staðið fyrir djassnámskeiðum síðustu sumur undir forystu Sigurðar Flosasonar og var ætlunin að halda annað námskeið í sum- ar. Jazzklúbbur Akureyrar var ekki beinn þátttakandi í námskeiðunum en hefur hinsvegar staðið fyrir reglulegum djass- kvöldum. Meðal þeirra sem haldið hafa tónleika á Akureyri er hið heimsþekkta Robin Nolan Trio. Akveðið var í fram- haldi af tónleikum tríósins á liðnu hausti að tríóið kæmi aftur til Akureyrar í sum- ar, spilaði á tónleikum og héldi námskeið í nafni Sumarháskólans. Samningar voru gerðir í góðri trú en nú er komið á daginn að Sumarháskólinn mun ekki starfa formlega í sumar vegna breytinga á starf- seminni og óvíst er um framtíð hans. Orð skulu stauda „Búið var að ganga frá samningi við Robin Nolan Tríóið um að koma hingað í júlí, þegar raunveruleg ákvörðun var tek- in um að Sumarháskólinn yrði ekki starf- ræktur í sumar,“ segir Jón Hlöðver As- kelsson forsvarsmaður Jazzklúbs Akureyr- ar. „Það kemur sér mjög illa í sambandi við framvindu á svona starfsemi, að þegar kominn er ákveðinn vísir að vel heppnuð- um námskeiðum á síðustu tveimur árum og möguleiki er að bæta við og auka, að þá skuli vera tekin ákvörðun um að fella þetta niður f sumar." Samningar skulu hinsvegar standa og Robin Nolan Trio kemur til Akureyrar í júlí. Námskeiðið verður haldið og Jón Hlöðver rær nú eins konar lífróður til að geta staðið við sitt fyrir hönd Jazzklúbbs- ins. „Við eigum engra kosta völ að okkar mati ef við viljum ekki hundar heita. Tríóið hefur sett upp glæsilega heimasíðu fyrir þetta námskeið, sem er þar að auki alveg feikilega góð kynning á Akureyri ef það er skoðað þannig. Þetta er vefsíða sem fjöldamargir hafa skoðað og við höf- um fengið margar fyrirspurnir að utan í sambandi við námskeiðið vegna vefsíð- unnar, þannig að þetta hefur vakið at- hygli.“ Meðal úrræða Jazzklúbbs Akureyrar er að leita eftir styrk frá bæjarfélaginu, en menningarmálanefnd Akureyrar hefur aðeins séð sér fært að styrkja starfsemi klúbbsins með fjörutíu þúsund krónum fyrir tónleika frá áramótum til júní þetta ár. Menningarmálanefnd hefur í raun tekið upp ný vinnubrögð og tengir nú út- hlutanir á styrkjum mun meira við ein- stök verkefni en venjan hefur verið. Sú breyting eykur á óvissu í starfsemi félaga og erfitt að gera áætlanir fram í tímann við þær aðstæður en er að sögn Þrastar Ásmundssonar formanns menningar- málanefndar Akureyrarbæjar gerð af illri nauðsyn. A undanförnum árum hefur menningarsjóður sem þessir peningar koma úr rýrnað talsvert og minna fé úr að spila. Hér sé ekki um að ræða bendingu um að þessir styrkir hafi verið misnotaðir eða illa notaðir. Blikur á lofti Þrátt fyrir góðan vilja til að halda uppi öflugri starfsemi eru blikur á lofti varð- andi framtíð djasslífs á Akureyri. Það hlé sem verður á starfsemi Sumarháskólans á Akureyri spilar þar inní ásamt fleiru. Jón Hlöðver Áskelsson er í forsvari fyrir Jazzklúbb Akureyrar. „Viljum við hafa þennan valmöguleika fyrir bæjarbúa? Viljum við gefa fólki kost á því að hiýða á djass með ekki alltoflöngu millibili, og þá ekki eingöngu afplötum, heldur lifandi djass? Þetta er sú lína sem klúbburinn hefur fylgt." mynd: brink „Ég held að það sé mjög lítill vandi að venja menn af öllum sköpuðum hlutum,“ segir Jón Hlöðver. „Það er hægt að venja menn af kaffi. Það er líka hægt að venja menn af djassi, það er hægt að venja menn af því að sækja leikhús ef verkast vill. Þetta er valkostur sem við stöndum andspænis. Viljum við hafa þennan val- möguleika fyrir bæjarbúa og ferðamenn? Viljum við gefa fólki kost á því að hlýða á djass með ekki alltof löngu millibili, og þá ekki eingöngu af plötum, heldur lifandi djass? Þetta er sú lína sem klúbburinn hefur fylgt.“ Klúbburinn hefur staðið fyrir „Heitum fimmtudögum" á Lista- sumri tvö undanfarin sumur og ætlar að halda því áfram. Boðið verður upp á djasstónleika í hverri viku á meðan Lista- sumar stendur yfir. Að meðtöldu vetrarstarfinu hefur klúbburinn staðið fyrir 12-14 tónleikum á ári. „Ef maður skoðar það í samhengi við annað þá er þetta gríðarlega starf,“ segir Jón Hlöðver. komandi Listasumri verð- um við með um fimmtíu tónlistarmenn sem munu koma fram á „Heitum fimmtudögum“. Yfir allt árið eru kannski sextíu til sjötíu manns sem koma fram á tón- leikum á vegum Jazzklúbbs- lista, skóla og annars, hliðstætt því sem best gerist. En við megum heldur ekki gleyma því að einn af valkostunum sem fólk stendur andspænis þegar það er að velja sér búsetu og finna sér starf, er að það eigi möguleika á að velja, jafnvel þótt það síðan noti sér ekki valið.“ Vilji menn síðan bjóða upp á þetta val fylgir því ákveðinn kostnaður sem menn þurfa sameiginlega að standa straum af, vilji menn á annað borð bjóða upp á það besta, að sögn Jóns Hlöðvers. Hann bendir á að markaðs- Hðfuðstaður eða ekM? Jón Hlöðver fullyrðir að hlutur menning- ar í því að gera bæjarfélag að spennandi kosti fyrir fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér búsetu sé mikill og í því sambandi tvinnist saman staða djassins og staða Akureyrar. „Við erum að bjóða fólki upp á að það eigi þess kost að njóta menningarlífs og svæðið á Akureyri sé um tíu sinnum minna en á Höfuðborgarsvæðinu en til að fá djass- leikara til Akureyrar þurfi að greiða meiri aukakostnað, svo sem ferðir, gistingu og fæði. Þannig verði kostnaðurinn um tvisvar til þrisvar sinnum meiri en f Reykjavík. Undir þeim kostnaði geti áheyrendur ekki staðið. „Við höfum leyst þetta mál með því að leita til bæjarins og annarra um styrki og það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega erfiður þáttur í starfinu og mest lýjandi fyrir þá sem eru í forsvari, að ganga fyrir stjórnendur fyrirtækja og biðja um styrki í þetta og hitt. Það er því mjög mikilvægt að bæjarfélög standi myndar- lega að því að styrkja þessa starfsemi. Það verð ég að segja eins og er að mér hefur fundist að við höfum ekki notið nægjan- legs skilnings. Auðvitað má alltaf deila um það hver nægjanlegur skilningur er, en við erum að halda 12-14 tónleika á ári og ég held að styrkur bæjarins hafi numið sem svarar kostnaðinum af tvennum tón- leikum. Það er mín skoðun að við verð- um að gera það upp við okkur hér á Akureyri hvort við ætlum að vera leiðandi höfuðstaður hér norðanlands og þegar ég tala um höfuðstað þá á ég við að við bjóð- um upp á allt það besta sem slík- ur höfuðstaður á að gera. Ég hef lagt fram mjög fram- sækna áætlun um djasstónleika á Listasumri. Það sem ber hæst á þessu sumri er að við fáum að njóta heimsóknar djasstríós sem heitir Robin Nolan Trio og hef- ur leikið djass sem við höfum kallað Django djass vegna þess að þeir hafa mótast af tónlist Django Reinhards. Þeir komu hér á síðasta hausti og eru orðnir heimsþekktir á sínu sviði. Meiningin er að halda umrætt námskeið dagana 15.- 17. júlí í tengslum við þessa heimsókn. Þetta námskeið er fyrir allt áhugafólk um tónlist og er meiningin að mynda þarna brú milli þeirra sem eru í klassískri tónlist, djasstónlist, dægurtón- Iist og fleiri tegundum.“ Til að undirstrika áhrif og ferskleika Robin Nolan Trio má benda á að trfó sem mun leika á Akureyri 5. ágúst, Gítar islancio, varð til í beinu framhaldi af því að Gunni Þórðar, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson heyrðu í Robin Nolan Trio. Þeir spila nú saman djass undir áhrifum Robin Nolan Trio. - Hi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.