Alþýðublaðið - 31.05.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Es. Suðupland fer til Vestffarða væntanlega á fímtudag eða föstudag. — Vörur afhendist á morgun. Hjólhestar gljábrendir og nikkel- húðaðir í Fálkanum. Verzl. Edinborg Hafnarstrsti 14. —Simi 298. Hiblar birgðir koma með síðastn skipam, mf allskonar Tefnaðmrvoram, sem nú er selt miklu ödýrara en áður var. Til dæmis: Sllki, svört og mislit, Gardínuefní mikið úrvaal, Dragtir, Kápuefni, Léreft, Tvisttau, Kjólaefni, Flunnel, Dömuklæði svart og mislitt, Alklæði, Cheviot, Reiðfataefni, Morgunkjólatan, Shetlaudsgarn, Ullarsokkar, Silkisokkar, Regnhlifar pr. *hs, Broder- ingar, Silkitreðar, Rúmteppi, Stubbasirts og fleira. Alþýðubladid er ©dýrasta, ijölbreyttasta Gg bezta dagblað lanðsins. Kaap ið |íað og lesið, þá getið pið alðrei án þess verið. Gr IX XXX XXX i á barnavagna fæst i Falkajxixui. Alþbl. er blafl allrar alþýðu. Alþbl. kœstar I kr. á mánufll. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. i y<nck LondoM'. Æflntýri. hann haíði sjálfur komist 1 pau, en vegna pess hve skringileg og margbrotin ]>au voru. Hann hafði tekið þátt í stjórnbyltingum Suður-Ameríku, hafði verið njósn- ari í Suður-Afríku og fréttaritari í Rússnesk-japanska striðinu. Hann hafði verið hundalæknir i Klondike, þvegið gullsand við Nomeána og verið ritstjóri f San Francico. Forseti Bandarikjanna var vinur hans. Hon- um var jafnvel tekið í slcemtifélögunum í London og á meginlandinu. í Síam hafði hann verið á villidýra- veiðum, veitt perlur við Panmontus, heimsótt Tolstoy, hafði riðið á múlasna yfir Andesafjöll og var lifandi leiðarvisir yfir pestarsýkin í Vestur-Afriku. Sheldon hallaði sér aftur á bak í stólnum og hlust- aði á. Þó hann væri þess ófús, gat hann ekki gert að því, að þessi æfintýramaður dróg hann að sér. En hon- um leið hálfilla. Honum fanst maðurinn snúa sér bein- línis að Jóhönnu. Orð hans og bros voru að vísu beint að þeim báðum-, en Sheldon var vís um að ef þeir hefðu bara verið tveir, heíði samræðan snúist um annað. Tudor hafði veitt því athygli, hve Jóhanna tók vel eftir, og jós af æfintýralind sinni svo hún smám saman flæktist í neti æfintýraljómans. Sheldon sá, hve gagn- tekin liún var og fylgdist með hlátri hennar og spurn- ingum, og hann fann, að meðvitundin um það, að hann elskaði hana, var að vakna í huga hans. Hann var því þögull mjög og nærri því hryggur;. stundum var hann blátt áfram gramur við gest sinn og gat ekki komist undan því, að hngsa um það, hve mikið af því sem Tudor sagði rar sannleikur, hve mikið væri hægt að sanna og hve mikið væri hægt að ósanna. Rétt í þessu kom — eins og það væri útbúið á leik- svið til þess að auka áhrif leiksins — Utami upp á svalirnar til þess að skýra Jóhönnu frá því, að krókó- díll væri fastur i snöru, sem egnd hafði verið. Athygli Utamis dróst að andliti Tudors sem rétt í þessu upplýstist af bjarma firá eldspítu, og hann gleymdi alveg erindmu. „Hæ, Tudorl" hrópaði hann svo kumpánalega, að Sheldon varð steinhissa. Blökkumaðurinn rétti fram hendina, og um leið og Tudor tók í hana rannsakaði hann andlit hans nákvæm- lega. „Hver er þetta' Eg sé þig ekki." „Utami." „Og hver þremillinn er Utami? Hvar höfum við hizt áður?“ „Hefir þú gleymt Huahine? Seinustu ferð hans.r" Tudor greip hendi hans aftur og þrýsti hana innilega. „Það komst að eins einn blakkur maður lífs af úr síðustu farð Huahine, og það var Jói. Fjandakornið, ef það gleður mig ekki að sjá þig aftur, eg hefi bara aldrei heyrt nýja nafnið.“ „Á Huahine kölluðu allir mig Tóa. En eg heiti nú samt Utami.“ „En hvernig ertu hingað kominn?“ spurði Tudor og hallaði sér ákafur að sjómanninum. „Ég var á Miele, skonnortu ungfrú Lackland. Við sigldum frá .einni ey til annarar og nú er eg ásamt henni liér á Salomonseyjunum. Hún eignast bráðum nýja skonnortu." „Við vorum þeir einu sem komumst Iífs af, þegar Huahine fórst,“ mælti Tudor. ,Við vorum alls fimmtíu og sjö, þegar við fórum frá Huopa, og við Jói vorum þeir einu, sem nokkurntíman auðnaðist að setja fót á þurt land oftar. Við Paumotus skall á fellibylur. Það var þá, sem eg var að leita að perlum." „Og þú hefir aldrei sagt mér, Utami, að þú hafir verið í fellibyl,“ sagði Jóhanna ásakandi. Hinn risavaxni tahitibúi brosti út undir eyru og mælti: „Mér finst ekki svo mjög til um það.“ Hann snéri sér hálfpartinn við, eins og hann ætlaði að fara, en hikaði þó, og mátti sjá að hann langaði til til að vera kyr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.