Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 4
20-föstudaguh 9. júlí 1999 rD^r LÍFIÐ í LANDINU L Úti í garðinum heima hjá mér vex tré sem til skamms tíma var bara tré. Rúmiega mannhæð- arhátt, greinarnar frem- ur gisnar, laufblöð eins og alltaf eru á trjám, tré eins og önnur tré, frekar lítilfjörlegt og óræktar- legt. Það hefur oft kom- ið til tals að saga niður þetta tré, þar sem það skyggir þrátt fyrir allt, með sínum gisnu grein- um, á það svæði þar sem sprettur eina nytjajurtin sem ræktuð er í garðinum og heitir graslaukur. En alltaf voru samt einhvern veginn bundnar vonir við þetta tré og því fékk það að standa og teygja sífellt meira úr heldur óhrjálegum greinum sínum; þetta gat ekki gengið svona endalaust. Svo var það í vor eftir harðan vetur þar sem greinarnar virtust svo svartar og dauðar í hrollkaldri rign- ingunni; í vor var það að ég tók mér ryðgaða sög í hönd og sagaði niður helminginn af trénu, stóra grein sem teygði sig út úr bolnum neðanverðum og lifði sjálfstæðu lífi til hliðar við tréð sjálft, og átti mestan þátt í að það líktist fremur ofvöxnum runna en stoltu og glöðu tré. Þetta var kallaður stundar- friður fyrir trjágarminn; ef hann tæki nú ekki við sér og færi að standa undir ein- hverjum af þeim vonum sem við hann voru bundnar, þá myndi hann falla allur næsta vor. Nýtt og betra tré Og viti menn, út úr þeim raunum að hafa misst helminginn af sjálfu sér og verið málað í sárið með dimmu Iakki, þá breyttist tréð. Greinarnar á þeim hluta sem eftir stóð virtust þjappa sér betur saman, þær voru ekki Iengur gisnar og rytjulegar, laufin voru ekki Iengur eitt og eitt á stangli heldur tóku að Iíkjast laufskrúði, og þar sem áður hafði staðið þessi ofvaxni runni, þar stóð nú óum- deilanlega stoltaralegt tré; nýtt og betra tré, þrátt fyrir dauðadóminn sem kveð- inn hafði verið upp yfir því. Tré sem ekki einungis ætlaði að lifa eftir harðan vetur heldur kepptist við að eignast nýtt líf. Loks, fyrir viku síðan, þá tók að ger- ast undur í þessu tré; á endum grein- anna sem nú teygðust skyndilega reglu- legar og fallegar út frá sterklegum bol, þar voru komin blóm - fölleit og fá fyrstu dagana, en þeim fjölgaði undra- skjótt og virtust hellast niður af grein- unum; beinlínis fossa til jarðar eftir fá- eina daga og þau tóku lit af sólinni sem náði að verma tréð vel og rækilega þennan tíma; um helgina síðustu var ljóst að í garðinum stóð ekki lengur rytjulegt tré sem hafði naumlega slopp- ið við að vera sagað niður allt, heldur stóð þarna fegursta gullregn - blómstrandi eins og það ætti Iffíð að leysa, sem vissu- lega mátti til sanns vegar færa, hellti heiðgulum blómum sínum til jarðar svo þau kölluðust á við sóleyjar og fífla sem aldrei hafa verið í vandræðum að spretta í þessum garði en höfðu loks eignast sálufélaga og systkin í loftinu. Stórhættulegur vidsjálsgripur Þannig getur erfiður vetur fyrir eitt tré fætt af sér fegurð og von, en aldrei læt- ur samt mannfólkið að sér hæða. Dorm- andi yfir sjónvarpi í gærkvöldi kom ég skyndilega auga á gullregn og ábúðar- mikil ung fréttakona tók að segja okkur frá stórhættulegum jurtum sem spryttu víða í görðum fólks, ekki síst í Reykja- vík, jafnvel í almenningsgörðum. Helsti sökudólgurinn var risahvönn; afar glæsileg jurt. og ein sú stoltasta sem maður getur rekist á í íslenskri náttúru; hún var nú allt í einu að sögn fréttakon- unnar orðin stórhættulegur viðsjálsgrip- ur. Þetta var löng og afar ítarleg frétt, það var rakið í smáatriðum hvernig safinn úr risahvönninni brennir burt efni úr húðinni sem vernda okkur fyrir útfjólubláum eða innrauðum eða ein- hvern veginn ískyggilegum geislum sól- ar; það var eins og lýst væri hátterni hættulegs glæpamanns sem sæti um að gera okkur mein. Brenna okkur, neyða UMBUDA- LAUST Loks, fyrir viku síðan, þá tók að gerast undur í þessu tré; á endum grein- anna sem nú teygðust skyndilega reglulegar og fallegar út frá sterklegum bol, þar voru komin blóm. ■ .Æmxh im v Jmk ' . * . i* ,lM »■ * Banvænt okkur inn úr sólinni, við verðum að húka í myrkrinu út af hinni hættulegu risahvönn sem getur leynst í hverjum garði. Og fréttakonan sýndi myndir af saklausum börnum sem gengu framhjá risahvönn í Hljómskálagarðinum og uggðu ekki að sér, vissu ekki hver hætta var á ferðum, vissu ekki að ef þau nugg- uðu sér upp úr safa hvannarinnar gætu komið sár og vont að vera úti í sólinni. Banvæn við inntöku Æi - allt var þetta eitthvað svo fánýt iðja. Svo las hún langan langan lista yfir jurtir sem líka væru stórvarasamar út af þessu sama efni sem er í risahvönninni og ku vera svo hættulegt; þennan lista man ég auðvitað engan veginn nema hvað á honum voru gulrætur. Og svo var rúsínan í pylsuendanum; gullregnið. Blóm þess eru banvæn við inntöku, sagði fréttakonan og lauk síðan frétt- inni. Og á ég nú að li'ta á hið harðsótta gullregn í garðinum sem upprennandi morðingja? Svo fánýt iðja - mér segir svo hugur að aldrei verði framar í nokkrum fréttatíma sagt frá hættunni sem stafar af risahvönn eða fjallað um hin lífshættulegu blóm gullregnsins, en þarna tókst að fylla fáeinar mínútur í tómum fréttatíma, og ekki hugsað út í hvort það dregur úr gleði okkar yfir stoltaralegri hvönn eða kraftaverkatré úti í garði; með leyfi að spyrja, hvað á það að þýða að slá fram formálalaust þeirri fullyrðingu að blómin á gullregn- inu séu banvæn og ekki annað um það að segja en það gerist „við inntöku“? Hver „tekur inn“ blóm gullregnsins, nema með augunum? Það er örugglega líka mjög hættulegt að þamba Tjörnina, eða „taka hana inn“ eins og það heitir, og má ég biðja um langt „innslag" í næsta fréttatíma um það, kannski? Ef ég væri skáld... Gullregnið stendur eftir sem áður úti í garði, ég ætla ekki að þamba Tjörnina en ég ætla heldur ekki að vara nokkurn mann við gullregninu og aldrei saga það niður til að þóknast náttúruleysingjum fjölmiðlanna. Því mikil ósköp sem mannfólkið getur orðið einkennilegt ef á að innræta okkur að sjá ekki aðeins hættulega óvini í köttunum okkar, held- ur líka í jurtunum - risahvönn, gulrót og gullregni. Ef ég væri skáld myndi ég yrkja biturlegt kvæði um fólk sem níðir skóinn af fegurðinni af tómum mis- skilningi, umhugsunarlaust, til að fylla upp í eitthvað sem má vera tómt, en þar sem ég er ekki skáld verð ég að láta mér nægja að fara aftur út í garð og horfa á þetta undur sem svo litlu munaði að yrði aldrei til; í hæsta lagi furða mig á heimsku mannfólksins og bifast af kuldahlátri eins og títt er um hesta og menn; trúa því aldrei að gullregnið gráti banvænum blómum eða hesturinn hafi villst á leið sinni heim á stallinn. Pistill Illuga varfluttur í morgunútvarpi Rdsar 2 í gær. I 'jgJ AKVX

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.