Dagur - 09.07.1999, Page 5

Dagur - 09.07.1999, Page 5
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 - 21 Xkj^wr LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR „Þrá á Laugardagskvöldið 10. júlí klukkan 22:00 verður fyrsta og eina sýningin á landslags- og gjörningslistaverkinu „Þrá“ á Gáseyri norðan Akureyrar. Veg og vanda að verkinu hafa lista- konurnar Anna Richardsdóttir og Kerstin Jofjell en auk þess hafa þær fengið til liðs við sig Georg Hollanders, sem mun leika á ástralska hljóðfærið did- sérídú og Jacquline FitzGibbon, flautuleikara. „Við byrjuðum á að fara í gönguferðir saman og skoða mögulega staði fyrir list- sköpun okkar. A hverjum stað sem kom til greina skoðuðum við og ræddum þau skynhrif og hugrænu áhrif sem við urðum fyrir," segir Anna. „Að lokum varð þessi yndislegi staður fyrir valinu. Hérna á Gáseyri sér maður bæði fram og út fjörð- inn og er eiginlega í miðjum fjallahring. Eitthvað við þessa sýn hérna á haf, sand og him- inn fannst okkur endurspegla tilfinninguna þrá, og þá tilfinn- ingu, ásamt landslaginu hérna, höfum við unnið með við sköp- un verksins". Kerstin Jofjell, sem er dönsk, hefur búið á Ak- ureyri í vetur og unnið við mál- verk. Hún lærði upphaflega og vann við sviðsmyndahönnun en hefur síðan mikið unnið í mál- verki og þrívíddarverki. „Efnið í svona Iandslagsverk er fengið úr landslaginu sjálfu - við feng- um staura úr fiskihjöllum á Hjalteyri og notum þá ásamt sandinum hérna og landslag- inu,“ útskýrir Kjerstin. „Á laug- ardagskvöldið klukkan tíu mun svo Anna fremja sinn gjörning eða dans sem er í raun hluti af verkinu. Þetta mun hún gera við undirleik didsérídú og flautu auk hafs og náttúru“. Eins og áður segir er aðeins ein sýning á „Þrá“ fyrirhuguð. Fyrir þá sem ekki þekkja leiðina út á Gáseyri eða hafa ekki bíl til umráða er upplagt að nota sætaferðir sem verða í boði - lagt verður af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni um klukkan 21:15, aðgangur er ókeypis en frjáls framlög gjarnan þegin. Anna Richardsdóttir og Kerstin Jofjell hafa undanfarn- ar vikur verið að vinna að landslags- og gjörningslista- verki. Sætaferðir verða farnar frá Umferðarmiðstöðinni í Hafnarstræti. Enginn aðgangs- eyrir að sýningunni en frjáls framlög þegin. VEP Haf, sandur og himinninn - á Gáseyri. Lifandi söfn „I söfnum fer fram mjög blómlegt starf, þau eru ekki aðeins geymslu- staðir dýrgripa heldur líka lifandi menningarmiðstöðvar, “ segir Gerður Róbertsdóttir i undirbúningshópi safnadagsins. íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um Iand allt sunnudaginn 11. júlí. Að sögn Gerðar Róbertsdóttur, formanns undirbúningshóps safna- dagsins, fjölgar þeim söfn- um með ári hverju sem bjóða upp á sérstaka dag- skrá í tilefni hans og í ár eru þau rúmlega 30 sem hafa skráð sig til þátttöku. „I söfnum fer fram mjög blómlegt starf, þau eru ekki aðeins geymslustaðir dýrgripa heldur líka lifandi menningarmiðstöðvar,11 segir hún. Hér veður drepið á nokk- ur þeirra atriða sem á dag- skrá eru: • Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús bjóða upp á dagskrá frá 12:30 til 17:00 sem hefst með leiðsögn um nýjar sýningar Minjasafnsins. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel í Minjasafninu og Guð- rún Hadda Bjarnadóttir sýnir vefnað í kljásteinavefstól. Þjóðdansar verða við Minjasafnið og Zontakonur sjá um sölu kaffiveitinga. • Í gamla bænum í Laufási verður þjóð- dansaflokkur á ferð kl. 15:00. Þar og í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík verður boðið upp á kaffi og pönnukökur. í Listasafninu á Akureyri eru sýningar á verkum Þorvaldar Skúlasonar og Áðal- heiðar S. Eysteinsdóttur. í Minjasafni Austurlands sinnir kunn- áttufólk ullarvinnu og hægt verður að fá sér far með hestakerru í fylgd með kúski. Opnuð hefur verið sýning um fornleifauppgröftinn að Þórarinsstöð- um í Seyðisfirði og Steinunn Kristjáns- dóttir, fornleifafræðingur, mun fræða gesti um hann kl. 14:00. • Byggðasafn A-Skaftfellinga á Höfn býður upp á morgunkaffi í Fundarhús- inu í Lóni, sýningu á munum úr eigu Þórbergs Þórðarsonar i Gömlubúð og heyskap með gamla laginu á túninu utan við. I Stúkusalnum í Mildagarði verður siegið upp harmonikuballi um kvöldið. • I Byggðasafni Árnesinga verður boðið upp á leiðsögn um Húsið á Eyrar- bakka, þar verður líka spunnið á rokk og Ieikið á píanó frá 1871 í stássstof- unni og í Þuríðarbúð verður leikþáttur um Þuríði formann. • I Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi verður tóvinna sýnd, í Byggðasafninu í Glaumbæ verður sýning á vinnubrögð- um liðins tíma og gestum boðið á hest- bak auk þess sem sýning um mannlíf og matargerð á 19. öld er í gangi. • í Árbæjarsafni verður fornbíladagur, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar verður með leiðsögn um safnið, sérstaklega ætlaða börnum í fylgd foreldra sinna og í Nesstofu er nýbúið að opna her- bergi með sýningu á munum er tengj- ast berklaveiki. Fjölmargt fleira er á dagskrá safna um allt land sem bregður Ijósi á bakgrunn þjóðarinnar, menningu og umhverfi. gun. meesssm Valdís E. H Gunnþóra Pálsdóttir I Gunnarsdóttir UM HELGINA Úlfaldimi ‘99 Úlfaldinn ‘99, sumarhátíð SÁA, verður í Galtalækjar- skógi nú um helgina 9.- 11. júlí. Dagskráin hefst með stórdansleik á föstudags- kvöldið þar sem Stjórn- in heldur uppi fjöri. Á laugar- daginn Magnús Scheving verður Tolli með listasmiðju og Magnús Scheving mætir á svæðið. Einnig má nefna ratleik í skóginum, hesta, íþróttamót, söngvarakeppni, andlitsmál- un o.fl. Systkinin KK og Ellen Kristjáns koma fram á laugardagskvöldið auk Smala- drengjanna og Helgu Brögu og Stjórnin stýrir svo stuðinu fram á rauða nótt. Þetta er 6. Úlfaldahátíð SÁA og að venju er hún öll- um opin sem vilja skemmta sér án vímuefna. Fríar sæta- ferðir eru frá Síðumúla 3-5 kl. 19.00 í kvöld, föstudag. Iitlu ólympíuleLkamir Árleg fjölskylduhelgi á Kirkju- bæjarklaustri hefst f kvöld með sögustund í kapellu Jóns Steingrímssonar. Á morgun, laugardag 10. júlí, verður stanslaus dagskrá frá hádegi til miðnættis og útimarkaðir verða opnir. Af dagskráratrið- um má nefna litlu ólympíu- leikana, reiðhjólaþrautir, götubolta og gönguferð með Ieiðsögn. Skáldavaka hefst í kapellunni kl. 18:00 þar sem Jóns Helgasonar, skálds, verður minnst. Hótel Edda verður með hlaðborð um kvöldið og síðan verður varð- eldur og fjöldasöngur \dð tjaldsvæðið að Kleifum. Götustemmning 1 Grafarvogi Hverfishátíð verður í Grafar- vogi á sunnudag, 11. júlí, milli kl. 13:00 og 15:00. Hún fer fram í göngugöt- unni við Langarima og á Ióð Rimaskóla. Ymis leiktæki : verða á svæðinu og barna- ball hefst kl. 14:00 þar sem Geirfuglarnir spila og syngja. Kaffiveitingar verða í stóru tjaldi og væntanlega sölubásar handverksfólks úr hverfinu og víðar að. Sam- hliða þessu býður Golf- klúbbur Reykjavíkur kennslu í undirstöðuatriðum golf- íþróttarinnar að Korpúlfs- stöðum og flugmódelklúbb- urinn í Gufunesi sýnir listir sínar. V_____________________/

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.