Dagur - 09.07.1999, Side 1

Dagur - 09.07.1999, Side 1
Föstudagur 9. júlí 1999 Áhugaverðar rústir 1 Reykholti Fomleifafræðmgar sem vinna að upp- greftri í Reykholti í Borgarfirði eru komn- ir uiður á minjar sem þeir telja áhugaverð- ar. Um er að ræða leifar sem eru lík- lega frá sextándu öld og jafnvel eldri. „Við höfum einbeitt okkur að svæðinu þar sem jarðgöngin sem liggja frá Snorralaug koma inn á gamla bæjarstæðið en gróf- um líka eina prufuholu inni í garðinum vestan við það þar sem síðasti bærinn stóð. Þar höldum við að við höfum fundið torfvegg með landnámsgjósku í. Land- námsgjóskan féll 871-2. Veggurinn er að öllum líkind- um hlaðinn ekki allt of löngu eft- ir það þó ekki sé hægt að segja hversu löngu eftir. Hann virðist vera gerður bara úr torfi sem er merki um háan aldur. Gólflag virðist tengjast þessum vegg. Þetta verður skoðað betur áður en við hættum í sumar,“ segir Guðrún Sveinbjarnardóttir forn- leifafræðingur sem stjórnar upp- greftinum. Auk hennar taka ijórir íslensk- ir fornleifafræðingar þátt í rann- sókninni ásamt fornleifafræðing- um frá Bretlandi, Danmörku og Kanada. Það nýmæli er við þenn- an uppgröft að á staðnum er sér- stakur starfsmaður frá Þjóð- minjasafninu til að taka á móti ferðamönnum og veita þeim fræðslu um framgang fornleifa- rannsóknarinnar. Með þessu vill safnið koma á móts við þann mikla áhuga sem er í landinu á fornleifarannsóknum og nýtur þetta verkefni styrks úr Nýsköp- unarsjóði námsmanna. Fornleifarannsóknin nú er framhald rannsókna sem hófust sumarið 1987. 'Árið 1997 var gerð áætlun um umfangsmiklar fornleifarannsóknir í Reykholti. Ríkissjóður hefur veitt fé til rannsóknanna og hófust þær af fullum krafti sumarið 1998. Meðal þeirra mannvistarminja sem fundist hafa á uppgraftar- svæðinu eru leifar gangabæjar frá 17.-18. öld og eldstæði og veggjabrot frá miðöldum, auk hinna þekktu jarðganga sem lágu frá Snorralaug að Reykholtsbæn- um. I sumar er áfram grafið á sama svæði með það fyrir augum að fá mynd af eldri búsetu á staðnum. OHR Þórir Úlafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, segir að í nýrri fjarkennslumiðstöð FVA verði fyrst og fremst kennsla sem ekki sé í boði í hinu almenna skólakerfi. - mynd: ohr Fjarkeimsluiniðstöð í FVA Sjávargarður enn á dagskrá Sjávargarður á Akra nesi er enn til um- ræðu. Bæjarstjórn setti nefnd í fyrra í það að skoða þau gögn sem áhugahópurinn hafði skilað til bæjarins. I nefndinni sitja; Guðbjartur Hannesson formað- ur, Elínbjörg Magnúsdóttir og frá áhugahópnum Ævar Harða- son arkitekt. Björn S. Lárusson er starfsmaður hópsins. Þessi nefnd hefur einkum skoðað Ijármögnunarmöguleika og áhuga hagsmunahópa til að koma slíkum sjávargarði á Iagg- , irnar. . „Sú hugmynd sem nefndin vinnur með er að Sjávargarðurinn (kynningarmiðstöð um lífríki hafsins og nýtingu auðlinda þess) verði tæki til að kynna Islending- um og útlendingum hvernig við göngum um auðlindina og hver hún er,“ segir Bjöm Lárusson. Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að til að hann geti orðið að veruleika þurfí ríki og hagsmunasamtök að koma að verkefninu. Bæjarstjórn hefur þess vegna samþykkt að kynna það fyrir þeim ráðherrum sem um þessi mál fara og kynna það nánar fýrir þingmönnum Vestur- lands. Fyrirhugað er að gera þetta í haust. Til stendur að setja upp fjarkenusluuiið- stöð í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra uesi (FVA). Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt fjárveitingu að upphæð 680 þúsund krónur til kaupa á Ijarkennslubúnaði og hefur bæj- arritara verið falið að ganga frá samkomulagi við skólann um húsnæði og rekstur búnaðarins. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra verður skólanum afhent fjárhæðin við gott tækifæri í haust. Þórir Olafsson skólameistari FVA segir að þar muni fyrst og fremst verða kennsla sem ekki sé í boði í hinu almenna skólakerfi, námskeið og endurmenntun á háskólastigi. „Einnig er fýrirhug- að að nota aðstöðuna til að styrkja kennslua í framhaldsskólanum ekki síst á kennslustöðum FVA utan Akraness,“ segir hann. Fjarkennslubúnaðurinn með ISDN tengingum kostar um 1.100 þúsund krónur. Þórir segir starfsemina að mestu ómótaða þannig að erfitt sé að svara því hvað verði af starfsfólki. „En væntanlega mun starfsemin kalla á aðkomu einhverra nýrra starfs- manna einkum við námskeiða- hald þó hún verði að miklu Ieyti borin uppi af starfsmönnum FVA.“ OHR Þessi skemmtilega mynd er meðal þess sem sjá má á vef Búnaðarsamtaka Vesturlands. Búnaðarsam tökVesturlands ávefinn Búnaðarsamtök Vest- urlands hafa opnað vef á Netinu og er slóðin www.vestur- land.is/buvest Á vefnum er að finna upplýsing- ar um markmið og starfsemi samtakanna, stjórn þeirra og starfslið. Þá eru birtar niður- stöður úr skýrsluhaldi í naut- gripa- og sauðfjárrækt auk al- mennra upplýsinga um hrossa- og jarðrækt. Þegar er talsvert af gögnum komið á vefinn, sem eins og all- ir góðir vefir á Netinu, er í stöðugri vinnslu. Meðal þess sem lesa má um á vefnum eru afurðahæstu búin á Vesturlandi, bestu Iambhrútar og veturgaml- ir hrútar, afurðahæstu kýrnar, stóðhestar á Vesturlandi, niður- stöður heyefnagreininga, og þannig mætti lengi telja. Vefurinn er unninn af Vefsmiðju Vesturlands og Hall- grími Sveinssyni hjá Búnaðar- samtökunum, sem sér um við- hald og uppfærslur vefsins. Lá á á ball Utlit er fyrir að ungum mönnum er dvöldust í Húsafelli hafí Iegið á að komast á Stuðmannadans- leik í Borgarnesi sl. Iaugardags- kvöld. Á sunnudeginum kom í ljós að grafa hafði horfíð frá Húsafelli og fannst hún við Baulu í Staf- holtstungum. Hafði verið tengt framhjá og gröfunni startað án lykla. Óli Jón í stól bæjarstjóra? Tólf umsækjendur sóttu um starf bæjarstjóra í Stykkishólmi, þar af tvær konur. Bæjarstjórn hefur ákveðið að j>anga til viðræðna við Ola Jón Gunnarsson fv. bæjarstjóra í Borgarbyggð um stöðuna. Aðrir umsækjendur voru: Ar- inbjörn Sigurgeirsson, ^ Eygló Gunnarsdóttir, Friðrik Óskars- son, Guðmundur Þór Guð- mundsson, Gunnar O. Sigurðs- son, Lilja Tryggvadóttir, Marías Sveinsson, Öskar Thorberg Traustason, Pétur Oddsson, Stefán Ólafsson og Valbjörn Steingrímsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.