Dagur - 09.07.1999, Síða 3

Dagur - 09.07.1999, Síða 3
 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 - 3 VESTURLAND Nýr vegur milli Hólmavíkiir oe' Giisijaröar? Myndina tók Sólrún Geirsdóttir og sýnir hún erJónas Guðmundsson, sem stóð fyrir söfnuninni, afhenti sam- gönguráðherra, sem jafnframt er 1. þingmaður Vesturlands og Einari K. Guðfinnssyni, 1. þingmanni Vestfjarða iistana, í Úsvör við Bolungarvík. Einnig var viðstaddur Einar Oddur Kristjánsson, 5. þingmaður Vestfjarða. „Ég tel að þessi vegur komi vel til greina og að hann geti orðið á næstu vegaáætlun. Þessi leið þjónar Vestfirðingum og tengir saman Vesturland og Vestfirði og styrkir byggðina á Ströndum og í Dalasýslu. Þannig mun Gilsfjarð- arbrúin nýtast mjög vel fyrir Vest- firðina og Ieiðin suður verða styttri," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í samtali við Dag-Vesturland. Nýlega voru honum afhentir undirskriftalistar og stuðningsyf- irlýsingar sem safnað hafði verið á netinu. Yfir þúsund einstakl- ingar höfðu sett nöfn sín á list- ana, en þeim fylgdi áskorun um að sem fyrst yrði hafist handa við vegarlagningu milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Jónas Guðmundsson, sýslu- maður í Bolungarvík, sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni segir nýjan veg á þessari leið mundi stytta vetrarleiðina milli norðan- verðra Vestfjarða og norðan- verðra Stranda og Suðvestur- lands um 40 kílómetra auk þess að tengja saman byggðir á norð- anverðum Ströndum og við Breiðafjörð. Of löng léið Jónas ritaði grein um málið í Bæjarins besta í vetur og sagði þar m.a.: „A milli Isafjarðar og Reykja- víkur er vetrarleiðin nú um 520 km og þýðir sjaldnast að ætla sér minna en 7 klst. að aka hana. Eftir slíkan akstur er yfirleitt Iítil orka eða tími afgangs til að er- inda í höfuðborginni eða sinna krefjandi málum á heimavelli. Miklir möguleikar eru hins vegar á að stytta Ieiðina. Má þar nefna veglagningu um Þorskafjarðar- heiði eða Kollafjarðarheiði eða gerð vegganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem tæpast verð- ur af alveg í bráð. Þá er nauðsyn að taka upp snjómokstur á Eyrar- fjalli, sem stytti leiðina um 34 km eða tæpa hálfa klst. Sú leið sem sýnist þó eins og sakir standa ætti að geta komið að mestum notum í þessum efnum er leiðin á milli Hólmavíkur og GilsQarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Þótt þessi leið hafi ekki verið könnuð til hlítar er ekki kunnugt um neinar ytri aðstæður sem aftra ættu því að vegur verði lagður þarna um. A hinn bóginn hefði það fjölmarga kosti í för með sér.“ Jónas bendir á að vegur milli Hólmavík- ur og Gils- fjarðar yrði um 25 km. langur og lægi að- eins á 3 km. kafla í meira en 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Leiðin stytti leið- ina milli Reykjavík- ur og norðan- verðra Vestfjarða og norðan- verðra Stranda um 40 km. eða svipaða vegalengd og Hval- fjarðar- göng gera. Á um- ræddu svæði eru um 6500 íbúar. Þó þessi leið sé rúmlega 10 km lengri frá norðan- verðum Vestíjörð- um til Reykja- víkur en leiðin um Þorska- fjarðar- heiði, sem er mjög snjóþung, er hún mun Iægri. Hann bendir á að þessi leið tengi byggðirnar á norðanverðum Ströndum annars vegar og Dali og Reykhólasveit hins vegar, en þessi svæði séu að verulegu leyti einangruð hvort frá öðru yfir vet- urinn. Þessi tenging ætti að leiða til aukinnar samvinnu þessara sveitarfélaga og e.t.v. sameining- ar í framtíðinni segir Jónas. Þessi Ieið mun auka umferð til og frá norðanverðum Vestljörð- um um Hólmavík þar sem mjög líklega mun draga úr sumarum- ferð um Þorskafjarðarheiði. Þá mun þeim fjölga sem velja þann kost að aka á milli Vestljarða og höfuðborgarsvæðisins eftir því sem vegalengdir styttast. Hin mikla fjárfesting sem ligg- ur í Gilsfjarðarbrú nýtist mun betur öllum til hagsbóta. Aform um vegarlagningu þessa leið ættu að hraða bættum veg- um um Svínadal og Bröttu- brekku íbúum Vestfjarða svo og Dalamönnum til mikils hagræðis og ætti jafnframt að leiða til auk- ins samgangs milli svæða innan hins væntanlega nýja Vesturkjör- dæmis. Jónas fullyrðir að þetta sé sá vegarkafli sem ólokið er milli norðanverðra Vestfjarða og Reykjavíkur sem nýttist flestum mest og bendir á að skjót vegar- Iagning þessa leið sé í mestu samræmi við niðurstöðu Fjórð- ungsþings Vestfjarða í sam- göngumálum frá 1997. „Meðan sem mestum Ijármun- um yrði varið í að ljúka vegar- lagningu þessa leið mætti hægja á framkvæmdum í Isafjarðar- djúpi og huga betur að vegar- lagningu frá Gilsfirði vestur Barðastrandarsýslu í Vatnsfjörð og þaðan norður til Isafjarðar," segir Jónas. Ennfremur segir hann: „Þótt auðvitað megi leiða líkur að því að vegarlagning þessa leið hægi á vegagerð milli Hólmavíkur og sunnanverðra Stranda verður í þeim efnum einfaldlega að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. A leiðinni milli Hólmavíkur og Brúar í Hrútafirði eru enn um 50 km ómalbikaðir en þessi leið yrði um 25 km og því líklega nokkru ódýrara að fara hana en að ljúka við núverandi leið um Strandir." Myndin sýnir afstöðu vegstæðisins á landsvísu. Myndin sýnir hvar hugmyndin er að vegurinn liggi. • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á íslandi • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn I rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • ^ • samlitaða stuðara • I Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF fmm FRAMillll mm

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.