Dagur - 10.08.1999, Blaðsíða 2
2 - ÞRIDJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999
Thypr
FRÉTTIR
Jón Arnar Magnússon er mikill afreksmaður í frjáisum og sem slíkur er hann undir ströngu eftirliti og þarf að fara í lyfjapróf oft á
ári. Aldrei hefur neitt fundist athugavert hjá honum.
í heita pottinum ræða
menn nú miMð um hugs-
anlegan ágreining innan
stjómarflokkanna vegna
FBA málsins. Fullyrt er að
framsóknarmönnum þyki
mörgum hverjum nóg um
hversu ákveðið forsætisráð-
herra tekur til orða og telja að
allt annað myndi hafa verið
uppi á teningnum ef kaupend-
ur hefðu verið aðrir. í pottin-
um var haft eftir einum þing-
manni framsóknar að „þrátt fyrir alla leyndina
sem hvílt hefur yfir kaupendunum þá er það alla
vega augljóst á viðbrögðum Davíðs, að Bxrrðarás
kemur þar hvergi nærri!“...
Davíð Oddsson.
Sífellt meiri freist-
ing með ólögleg efni
Lyiíanotkim íþróttamaima
hefur verið mjög í sviðs-
ljósinu imdaiiiariia daga.
Bæði fyrrum heimsmeistari, Ólympíu-
meistari og núverandi Evrópumeistari í
100 m hlaupi, Linford Christie, og
heimsmeistarinn í hástökki, Sotomayor,
hafa fallið á lyfjaprófi síðustu daga. Síð-
an var spretthlauparinn Dennis
Mitchell dæmdur í tveggja ára keppnis-
bann í vikunni vegna lyfjanotkunar.
Loks mun heimsmeistaramótið í frjáls-
um íþróttum í Sevilla hefjast í lok þessa
mánaðar og þar mun athyglin eflaust
vera töluvert á lyfjanotkun íþrótta-
manna eins og oft er.
Jón Araar í inargar prófanir
Hvað varðar óleyfilega lyfjanotkun ís-
lenskra íþróttamanna er það helst í hópi
kraftlyftinga- og vaxtarræktarmanna
sem eitthvað slíkt ber á. En þessir tveir
hópar eru ekki undir eftirlitsskyldu ISI
um lyfjanotkun. Nú mun dágóður hóp-
ur íslendinga fara á mótið í Sevilla en
Pétur Magnússon f Heilbrigðisráði ÍSÍ
segir að ÍSÍ hafi ekki nein tök á því að
setja menn lyfjapróf á meðan mótinu
stendur eins og margar aðrar þjóðir
gera. „Hins vegar er eftirlitið hjá alþjóða
fijálsíþróttasambandinu mjög öflugt og
t.d. er Jón Amar Magnússon sendur í
nokkur lyljapróf á ári“, segir Pétur.
Ekkert próf í fótboltanum
Pétur segir að það sé erfitt að segja um
hvort einhver aukning sé á notkun
óleyfilegra lyfja hjá íslenskum íþrótta-
mönnum. „Þó má segja að með auknum
árangri og fjármagni þá verði freistingin
sífellt meiri,“ segir Pétur. Pétur segir að
reynt sé að taka prófanir í flestum
íþróttagreinum sem eru undir ÍSÍ og
t.d. voru tekin í vikunni lyþ'apróf í golfi í
íyrsta skipti. Langmest er þó athugað í
frjálsum íþróttum.
Að sögn Péturs hefur ekkert lyfjapróf
verið tekið það sem er af sumri í knatt-
spymunni. Samkvæmt skoðankönnun
knattspymuleikmanna í efstu deild sem
gerð var í fyrra kom í Ijós að tæplega
10% leikmannanna taldi sig hafa neytt
ólöglegra efna en hins vegar hefur Heil-
brigðisráð ÍSÍ aldrei fengið jákvæða nið-
urstöðu úr lyíjaprófi knattspymumanns.
Ekki hefur heldur fengist nein jákvæð
niðurstaða hjá handknattleiksmanni
eða körfuknattleiksmanni tengdum
þessum greinum sem leitt hefur til sak-
fellingar. Flestir em þó almennt sam-
mála að ólögleg efni eru eitthvað notuð
í þessum íþróttagreinum. „Maður sér
stundum stráka í fótboltanum sem
þyngjast á einum vetri um 10-15 kg og
verði svo vöðvaðir að þeir komist ekki í
nein föt sem þeir áttu. Þetta gerist ekki
nema að hafa einhver hjálparefni",
sagði einn þekktur knattspymusérfræð-
ingur í samtali við Dag.
1-2 jákvæð á ári
Árlega eru tekin 50-70 lyfjapróf á ári og
tæplega 70% þeirra em í karlaíþróttun-
um. Prófin em tekin tilviljunarkennt,
bæði á æfingum og í keppnum. Hvert
lyfjapróf kostar um 20.000 krónur en
þau em yfirleitt sent til Svíþjóðar til
rannsóknar. Að sögn Péturs hafa und-
anfarin ár verið um 1-2 próf ári sem
hafa reynst jákvæð og þá nánast ein-
göngu í ftjálsum íþróttum.
-ÁÁ
Arangur íslendinga á heims-
meistaramóti íslenska hests-
ins hefur að vonum vakið at-
hygli en í pottinum telja menn
þó að Guðni Ágústsson hafl
skarað fram úr þegar hann
lýsti hneykslan sinni á yfir-
heyrslum þýskra tollara á ís-
lenskum hestamönnum og
hrossakaupmönnum. „Að koma svona fram við
upprunaþjóð íslenska hestsins," er yfirlýsing
sem Guðni fær 10 fýrir i pottinum. Guðni veit
sem er að hrossaprang og skattsvik er einmitt
þjóðaríþrótt þessarar umræddu „upprunaþjóð-
ar“ þannig að þetta er auðvitað hrein móðgun!...
Nú mun ljóst vera að Elsa B.
Friðfinnsdóttir lektor við
HA muni ckki gerast aðstoð-
armaður Finns Ingfólfssonar
eins og sagt var í heita pottin-
um íýrir helgi. Elsa mun vera
á leið í hjúkrunarfram
kvæmdastjórastöðu á Land- _____________
spítalanum en enn mun ekki
endanlega búið að ákveða með aðstoðarmenn
Halldórs og Finns. Þó er nú talið líklegt að Ámi
Magnússon (Bjamfreðssonar) fari yfir til Hall-
dórs og rætt er um að Páll Magnússon bróðir
hans aðstoði Finn...
Árni Magnússon.
Loggum fækkar vegna
aðhalds í rekstn
Böðvar
Bragason,
lögreglustjóri í Reykjavík.
Fækkarum rúmlega 30
manns í haust. Minna
vinnuframlag hefuráhrif.
Um áramótin koma 30 úr
Lögregluskólanum. Fimm
sem hætta vilja vera áfram.
Fjárhagsramminn 1437
miljónirkrótia. Löghlýðni
borgara ekki á niðurleið.
- Er er verið aðfækka mönnum í lögreglu-
liði borgarinnar?
„Það sem er að gerast er í stórum dráttum
lítið annað en það sem gerist á hveiju hausti
hjá okkur og gerist yfirleitt í svona stórum
rekstri. Núna með haustinu hætta fimm lög-
reglumenn sem eru lögreglulærðir. Þeir eru
að fara í aðra vinnu. Það er hlutur sem gerist
hjá okkur á hveiju ári. Þá fara níu lögreglu-
menn í Lögregluskólann og það er eins og
gerist á hveiju hausti. Síðan erum við alltaf
með nokkurn Ijölda afleysingarmanna sem
ekki eru lærðir. Þeir hætta að haustinu. Þá
eru það fimm lögreglumenn sem hefðu gjam-
an vilja vera áfram en samningur þeirra renn-
ur út í september. Þeír verða ekki ráðnir
áffarn. Þannig að það sem er öðruvísi en um
fyrri haust er það að það eru fimm menn sem
ekki verða ekki áfram, en það eru ekki tök á
því.“
- Af hverju er það?
„Það er þetta lykilatriði sem forráðamönn-
um opinberra stofnana er ætlað að gæta vel
að, þ.e. að halda sér við fjárheimildir. Okkur
er ætlað að reka þetta embætti á þessu ári fyr-
ir 1437 miljónir króna. Þetta er heildarrekst-
urinn, laun og annar kostnaður. Það er það
sem ég er að streða við að gera, eins og senni-
lega margir í opinbera kerfinu. Eg býst hins-
vegar við að lögreglan geti alltaf þegið hærri
fjárframlög. Eg man aldrei til þess að lögregl-
an gæti í raun og veru sinnt öílu því sem vert
væri að hún kíkti á, þótt oft væri í smáu.“
- Hefur þesifækkun einhver dhrifá störf
lögreglunnar?
„Það hefur alltaf áhrif ef vinnuframlag
minnkar. Vinnuframlagið er þó rokkandi,
eins og kunnugt er og liðið er fjölmennt. Það
er enginn vafi á því að þetta hefur áhrif en
þetta er nú bara eins og gengur í rekstri
stórra eininga og eiginlega ekki meira um
það að segja. Stærðargráður á rekstrareining-
um hins opinbera eru teknar annarsstaðar en
af þeim sjálfum og þannig er það með okkur.“
- Búast menn við að fá einhvetjar hækk-
anir áframlögum til reksturs lögreglunnar
í þeirri vinnu sem fram fer við gerð jjár-
laga?
„Eg er nú að vona að það verði Iitið þokka-
lega á rekstur okkar fyrir næsta ár. Eg veit að
þessi vinna er í gangi og því voðalega erfitt
fyrir mig að fara að varpa einhveiju fram á
þessu stigi vinnunnar. Þetta eru hlutir sem
þarf að ræða við ráðuneytið og er bara liður í
þessu vinnuferli. Þannig að það er nú best að
ég sé ekki að úttala mig mikið um það á þessu
stigi. Fjármálastjórinn okkar sem veit allt um
þær tölur kemur ekki íyrr en eftir viku þannig
að það verður að bíða þess tíma.“
- Er það venjulegt eða óvenjulegt að menn
sem vilja halda áfram í lögreglunni eftir
sumariðfái neitun?
„Það er nú frekar óvenjulegt. Það gerist
ekki nema að við séum að sýna visst aðhald í
rekstri. f þessu sambandi vil ég þó nefna að
strax um áramótin fáum við þijátíu menn úr
Lögregluskólanum. Þannig að þetta gengur
svona upp og niður."
- Hvað eru margir í lögregluliði borgar-
innar?
„Það eru svona um 270 manns. Svo eru
ýmsir aðrir að störfum hér, þannig að þetta er
eitthvað á fjórða hundrað með öllu.“
- Hvað finnst þér um löghlýðni borgar-
anna?
„Eg vil nú halda að það hafi ekki dregið úr
löghlýðninni og þetta sé ekki á niðurleið.
Lögreglan hefur verið dálítið virk á síðasta ári
og þessu. Eg held að það hafi skilað sér.“
iU-é-úi .1 if; iíiinj miÁA'j . 'GRH