Dagur - 10.08.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 10.08.1999, Blaðsíða 13
 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 - 13 IÞROTTIR BjðM vin og Ólof María isiandsmeistarar Hafnfírðingar mmn tvöfaldan sigur í meistarafíokkum karla og kvenna á landsmótinu í golfí sem fram fór á heima- veUi þeirra, á Hval- eyri við Hafnarfjörð um helgina. Mikil spenna var á mótinu, sérstaklega í karla- flokki, þar sem úrsfít fengust ekki fyrr en eftir umspfí. Þau Ólöf María Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson, bæði úr Golfklúbbnum Keili í Hafnar- firði, urðu um helgina Islands- meistarar í golfí, þegar þau sigr- uðu í meistaraflokki á landsmót- inu sem fram fór á heimavelli þeirra, Hvaleyrarvelli í Hafnar- fírði. Þau voru bæði að vinna tit- ilinn í annað sinn, en Ólöf Mar- ía varð áður íslandsmeistari árið 1997 og Björgvin árið 1995. Allar aðstæður til keppni á Hvaleyrinni voru þær bestu, sem hugsast getur og var það mál manna að aldrei fyrr hafí verið boðið upp á jafn góðan völl á landsmóti. Sumir töluðu jafnvel um að hann væri of góður fyrir íslenskar aðstæður, en það var meira í gríni. Samt háði það sumum keppendum hvað flatirn- ar voru harðar og vel slegnar. Veðurguðirnir voru líka hliðholl- ir og var sannkölluð „bongóblíða" mest allt mótið, íslandsmeistarar í meistaraflokki karla og kvenna, ÓlöfMaría Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson, bæði úr Keili. ólíkt betra veður en t.d. á mörg- um fyrri landsmótum. Mikil spenna var f karlaflokki og voru þeir Björgvin og Örn Ævar Hjartarson, Golfklúbbi Suðurnesja, sem lenti í öðru sæti, jafnir eftir fyrsta og síðasta dag. A lokahringnum voru þeir enn jafnir eftir níu holur og þurfti að spila umspil í lokin til að knýja fram úrslit, sem Björg- vin vann á einu höggi og þar með íslandsmeistaratitilinn. „Súpergóður“ vðllur Að sögn Björgvins var völlurinn „súpergóður". „Eg hef aldrei spil- að á jafngóðum velli hér á landi og auðséð að mikil vinna hefur verið lögð í að hafa hann sem bestan fyrir mótið. Eg naut þess virkilega að spila og fann mig mjög vel og ekki skemmdi veðrið. Það var ólíkt betra en það var t.d. þegar ég vann titilinnn á Hellu árið 1995, því þá var slagveðurs- rigning. Það var líka mjög gaman að endurheimta Islandsmeist- aratitilinn á heimavelli, en ég held ég sé fyrsti Keilismaðurinn til að vinna titilinn á heimavelli í meistaraflokki. Eg var að slá nokkuð vel og ekkert að því, en mig skorti að- eins á æfínguna í stutta spilinu. Ég er ekki búinn að æfa mikið í sumar og hef nánast ekkert stundað skipulegar æfingar. Fyrri part sumars spilaði ég eig- inlega ekkert golf á meðan ég var að bíða eftir áhugamannarétt- indunum sem ég fékk 25. júní og rétt mætti út á völl mér til gam- ans. Ég byijaði ekki að æfa fyrr en eftir meistaramót klúbbanna, en þar áttaði ég mig á því að ég þyrfti að taka mig á ef ég ætlaði að vera með í baráttunni um Is- landsmeistaratitilinn og vera frambærilrgur kylfíngur,'1 sagði Björgvin. Spennandi keppni um titilinn „Þetta var mjög spennandi milli okkar Arnar Ævars í Iokin og gat í raun farið á hvorn veginn sem var. Örn Ævar kom sterkur inn eftir annan hringinn, en heppnin var með mér og þetta tókst á end- anum. Sjálfur náði ég strax að stilla mig vel inn og tókst að halda því út keppnina. Við Öm Ævar vorum jafnir fyr- ir síðasta daginn og þegar kom að síðustu holu var ég tveimur yfir. Ég fór hana á tveimur yfír pari, en Örn fór á pari og jafnaði. Þá var farið út í umspil, þar sem spil- aðar voru þrjár holur. Við vorum jafnir eftir þá fyrstu, en ég náði tveggja högga forskoti fyrir þá síð- ustu. Þar fór ég á einu yfír pari eftir að hafa klikkað á „fetpútti", svona aðallega fyrir áhorfendur og sjálfan mig í lokin. Öm Ævar fór á tveimur yfír pari, þannig að ég vann með einu höggi.“ - Hvað tekur við hjá þér eftir mótið og hefurðu hug á að reyna aftur fyrir þér í atvinnumennsk- unni? „Ég á ekki von á því að ég reyni mig í atvinnumennskunni að sinni. Ég mun klára tímabilið hér heima og svo einbeiti mér að smíðunum í vetur,“ sagði Björg- vin sem er lærður húsasmiður. öruggt hjá Ólöfu Maríu í kvennaflokki var keppnin ekki eins spennandi, en þar var fyrir- fram búst við hörku keppni milli Islandsmeistarans frá því í fyrra, Ragnheiðar Sigurðardóttur, GR, og Ólafar Maríu Jónsdóttur, Keili. Ólöf María mætti nú til leiks í mjög góðu formi og náði strax tveggja högga forskoti á fyrsta degi, sem hún jók í þijú högg á öðrum degi og sex högg fyrir síðasta daginn. „Eins og Björgvin, var Ólöf María mjög ánægð með völlinn á Hvaleyrinni. „Völlurinn var alveg frábær og mjög gott að spila á honum. Ég var að slá nokkuð vel lengst af og var sérstaklega ánægð með púttin og það eru þau sem standa uppúr hjá mér á þessu móti,“ sagði Ólöf. - Átturðu von á meiri keppni á mótinu? „Ekkert endilega. Ég hef verið að spila vel að undanförnu og hafði góðar væntingar fyrir mót- ið. Þetta var nokkuð öruggt allan tímann, nema þegar 27 holur voru eftir, þá náði Ragnhildur að jafna. Ég náði síðan aftur að hrista hana af mér og var komin með átta högga forystu eftir þijár fyrstu holurnar á síðasta degi og var komin með tíu í forskot eftir tíu holur. Ég var því ekki undir neinni pressu það sem eftir var og gekk mjög vel. Ég hef aldrei náð jafn góðu skori á nokkru móti og þetta er í fyrsta skipti sem nokkur kemst undir 300 högg á landsmóti í kvennaflokki. Ég er því bara nokkuð ánægð með árangurinn," - Hefurðu æft meira en ífyrra? „Ég hef æft aðeins meira held- ur en í fyrra og hugarfarið er nú allt annað. Ég var orðin hálf leið á þessu og ákvað því að hætta að vinna á golfvellinum og breyta aðeins til. Það hefur haft góð áhrif og ég er nú í töluvert betra formi og hef fundið mig miklu betur á mótunum í sumar,“ sagði Ólöf. Shearer sá rautt í fyrsta skipti Meðan Newcastle, Middlesbrough og Sunderland sleiktu sár sín fagnaði Brad- ford iyrsta sigrinum í úrvalsdefídinni. Alan Shearer sá rautt. Gúnunístígvélin í eldsvoða. Stam skor- aði fyrir Everton. Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni voru aldeilis ekki eftir bókinni á fyrsta leikdegi nema þá hjá Chel- sea, sem rótburstaði nýliðana í Sunderland, sem óskuðu sér að þeir hefðu aldrei unnið sig upp eftir útreiðina sem þeir fengu á Stamford Bridge. Gustavo Poyet skoraði tvö marka Chelsea og þeir Gianfranco Zola og Tore Andre Flo sitt hvort markið. Markið sem Zola gerði var hans 150. mark á ferlinum. Leikurinn var hálfgerð martröð fyrir nýja tíu milljón punda manninn hjá Chelsea, Chris Sutton, sem klúðraði tveimur dauðafærum áður en hann var tekinn útaf. Ruud Gullit trylltist eftir leik Newcastle og Aston Villa og kenndi dómaranum um 1-0 tap- ið. Reiðin var réttlætanleg hvað varðar brottrekstur fyrirliðans, Alan Shearer, sem fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum eftir sjö- tfu mínútur. Annars var lið Newcastle illa skipulagt og arfa- slakt og sigur Villa var sanngjarn. Middlesbrough mætti oljörlum sínum þegar þeir tóku á móti „Iitla Iiðinu“, Bradford, sem kom sá og sigraði 0-1. Með markinu borgaði Dean Sounders fyrir björgun sína frá Benfica í síðustu viku. Það var því bara í Bradford að íbúar Norður-Englands gátu fagnað á laugardaginn. Aðrir sleiktu sár sín, ekki síst Leeds, sem varð að sætta sig við 0-0 jafntefli gegn Derby. Fyrir leikinn afhjúpuðu leikmenn Leeds styttu af Billy Bremner, vinsælum fyrir- liða liðsins á árum áður og var það mál manna að það hafi verið það eftirminnlegasta við þennan markalausa leik. Brjálaði prófessorinn saltaði í sár Taylors Egil „Drillo" Olsen, sem Eng- lendingar kalla bijálaða prófess- orinn með steinaldarfótboltann, stráði salti í sár Graham Taylor er lið hans, Wimbledon, rændi sigrinum af Watford. „Donarnir11 misstu Dean Blackwell útaf strax á 17. mínútu og léku því manni færri það sem eftir var Ieiksins. Mikill fögnuður á Stamford Bridge. Zola og Poyet voru menn dagsins. Zola fagnar marki númer 150. Síðast mættust þessir góðvinir á vellinum er þeir stjórnuðu lands- liðum þjóða sinna og þá hafði Drillo einnig sigur. I sigurvímu sinni báru Robbie Earl og félagar eld að gúmmístígvélum Drillos, sem er óijúfanlegur hluti af þjálf- aranum. Hann fór heim á striga- skóm. Liverpool byijaði tímabilið á góðum sigri gegn Sheffield Wednesday þar sem vandræða- barnið Robbie Fowler lék aðal- hlutverkið. Fowler og Smicer voru allt í öllu hjá Rauða hern- um. West Ham sýndi ldærnar þegar liðið sigraði Tottenham. Munur- inn á liðunum, á Upton Park, var fyrst og fremst að heimamenn langaði til að vinna, á meðan gestir þeirra voru eins og tindát- ar. Sol Champell, fyrirliði Totten- ham, þurfti að yfírgefa völlinn meiddur í fyrri hálfleik og munar um minna. Fyrsti sigur Soutliampton í byrjunarleik á 11 árum Ef einhver knattspyrnustjóri hef- ur verið glaðari en Egil Olsen á Iaugardaginn er það örugglega David Jones hjá Southampton eftir 0-1 sigurinn á útivelli gegn Coventry. Dýrlingarnir unnu nú sinn fyrsta byijunarleik í deild- inni á ellefu árum og nældu þar með ekki aðeins í þijú dýrmæt stig, heldur sjálfstraust sem liði hans er nauðsynlegt í þeirri Iöngu fallbaráttu sem framundan er. Á sunnudaginn hóf síðan Manchester United titilvörn sína, gegn Everton á Goodison Park. Gömlu jálkarnir í Everton- vörninní, Watson og Gough, réðu ekki við hraðann hjá Sol- skjær og Yorke á upphafsmínút- unum þegar United skoraði sitt eina mark. En taugaveildun hjá Bosnic og óheppni hjá Jaap Stam varð til þess aðEverton fékk stig þegar Stam lagði allan sinn dýra fallþunga í skalla sem hafnaði í eigin marki. - GÞÖ Úrslitin í fyrstu umferð: Arsenal-Leicester 2-1 (0-0) Bergkamp (65.) Sinclair (90.) sjálfsmark , Cottee (57.) Chelsea-Sunderland 4-0 (2-0) Poyet (20.,78. ), Zola (32.) Flo (77.) Coventry-Southampt. 0-1 (0-0) Ostenstad (85.) Leeds- Derby 0-0 Middlesb.-Bradford 0-1(0-0) Dean Saunders (89.) Newcastle-Aston Villa 0-1 (0-0) Joachim (75.)(Alan Shearer, Newcastle rautt spjald á 70. mín.) Sheff.Wed.-Liverpool 1-2 (0-0) Carbone (88.), Fowler (75.), Camara (84.) Watford-Wimbledon 2-3 (1-2) P Kennedy (17. víti), Ngonge (71.), Cort (10.), Gayle (28.), sjálfsmark (81.)(Dean Blackwell, Wimbledon rautt spjald) West Ham-Tottenham 1-0 (1-0) Frank Lampard (45.) Everton-Man.United 1-1 (1-0) Yorke (7.) - Stam sjálfsmark (87.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.