Dagur - 10.08.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 10.08.1999, Blaðsíða 12
Í2' -ÞRÍÐJUDÁGUR 10. ÁÓ'ÚST 1999 u m i i Simi 462 3500 * Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio i>« Affííili ÍMf iHlíífc ðnt (bpfillt §si*f8s 8i« ís|*ld«3Ski!s«í §é| IsHkiís l«!« Isásss (MrtKy l8K IsySé? Íkiíliss IIkí <■, ?bi! Mi j. Þciðiud. Itl. 21 v Þndjud. Icl. 23:1CN ! m*. % v* rsnfooLBvj .v.# DIGITAl . □oí^i DIGITAL D I G I T A L nyjfl bio HÚSTORGI SÍMI 461 4666 Thx ROBERTS RANT Sýnd kl. 17,19, 21 og 23:10 Sýnd kl. 16:45,19, 21:10 og 23:15 , Komduoghiltu juilu Roberts ogliugh Grant ástadsemí&itir-. Notting Hill ÍÞRÓTTIR L Ríkharður er að ná sér eftir veikindi og meiðsli og skoraði tvö mörk gegn Kongsvinger. Ríkharður skoraði tvo Rivaldo til United? Enskir tjölmiðlar sögðu frá því í gær að Sir Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United væri enn að láta sig drey- ma um að ná til félagsins, brasil- ísku knattspyrnustjörnuna Rivaldo, frá spánska stórliðinu Barcelona. Ferguson hefur við- urkennt að hann sé að skoða leikmannamarkaðinn og að hann vonist til að geta nælt í Rivaldo áður en lokað verður á leikmannaskipti vegna meistara- deildar Evrópu seinna í mánuð- inum. Frekar er búist við því að það muni reynast Ferguson erfitt að krækja í stórstjörnuna, því í fyrsta Iagi mun hann sjálfur ekki par hrifinn af því að taka sig upp með fjölskyldu sína frá Spáni, þar sem þau hafa búið síðustu þrjú árin og flytja til Englands. I öðru lagi þyrfti Ferguson að greiða metfé fyrir kappann, eða alls 12,6 milljónir punda, auk 60 þúsund punda vikulauna, en kaupverðið er helmingi meira en félagið borgaði fyrir Dwight Yor- ke fyrir ári síðan. Einnig gæti reynst erfitt fyrir Ferguson að sannfæra Martin Edwards stjórnarformann United, sem heldur þétt um budduna þessa dagana, um að fara í þessi stór- kaup, á sama tíma og fjárfrekir samningar standa fyrir dyrum við fyrirliðann Roy Keane. LífLö tekur breytmguin Stjórn Manchester United gaf í gær Roy Keane 48 klukkustund- ir til að ganga frá nýjum samn- ingum við félagið. Nýr samning- ur gæti hugsanlega kollvarpað öllu launakerfi félagsins, því Keane hefur gert kröfu um 60 þúsund punda Iaun á viku, sem er nokkru hærra en United vill greiða. I gær ákvað stjórnin sem sagt að klára málið innan 48 klukkustunda og verður spenn- andi að sjá hvað gerist og hvort Keane tekst að sprengja launa- þakið hjá United. Ferguson hræðist það mjög, að ef gengið verði að kröfum hans, muni skriðan fara af stað og aðr- ir stjörnuleikmenn félagsins fara fram á það sama. Ferguson legg- ur þó alla áherslu á að samið verði við Keane, frekar en hann labbi út næsta sumar á svokall- aðri Bosmanreglu, en því hefur Keane hótað verði ekki komið til móts við hans kröfur. Sjálfur vill Keane gefa sér tíma til helgarinnar eða f síðasta lagi fram á mánudag og segist ekkert hafa að fela. „Eg er að skoða lokatilboð stjórnarinnar og stuðningsmenn félagsins fá fyrstir að vita um ákvörðun mína,“ sagði Keane. Þegar Ferguson var spurður nánar um stöðuna í samningun- um við Keane, sagði hann: „Líf- ið tekur breytingum og félagið verður að fylgja breyttum tím- um.“ Úrslit tiiii helgtna Landsímadeild karla Grindavík - ÍBV 1-2 ÍA - Keflavík 2-2 Valur - KR 1-2 Leiftur - Víkingur 1-0 Lilleström tapaöi á heimavelli. ViMng heppnir í Kongsvin- ger. Stahæk stal stig- um af Tromsö. Jamt- fall hörmulegur í Ros- enhorg markinu. Wálerenga ekki unnið síðan í maí. „Þetta var ekki eins glæsilegt og síðast. Það er alltof mikið fyrir okkur að missá fjóra lykilleik- menn út í einum leik. Við erum ekki með það stóran leikmanna- hóp að við getum fylllt upp með jafn góðum leikmönnum þegar Rúnar, Torgeir Bjarman og Arild Sundgot eru ekki með og svo höfum við ekki fengið neinn í staðinn fyrir Runar Norman. En það var samt óþarfi að tapa þess- um Ieik, við gáfum þeim alltof ódýr mörk“, sagði Heiðar Helgu- son eftir að Lilleström tapaði, 1 - 2, fyrir nýliðum Odd á Árásen. Arne Erlandsen, þjálfari Lilleström komst að því, að ekki þýðir að setja tindáta inn í stað Rúnars Kristinssonar. Á miðj- unni gerðist nákvæmlega ekkert. Einu leikmenn Lilleström sem unnu fyrir kaupinu sínu voru Heiðar, sem Iagði upp mark heimamanna og markvörðurinn, frá Suður-Afríku, Emile Baron. Glcðigjafi Guðjóns Steinar Adolfsson átti að venju góðan leik fyrir Kongsvinger sem var óheppið að tapa fyrir Viking. Það var Ríkharður Daðason sem sá um sigur sinna manna með tveimur glæsimörkum. „Við spiluðum ágætan leik á móti Viking og það er greinilegt að við erum á réttri leið. Við átt- um líka mjög góðan leik á móti Válerenga í vikunni þannig að sjálfstraustið er allt að koma. Við vorum hreinlega óheppnir að tapa gegn Viking. Fyrsta markið sem við fengum á okkur var mjög ódýrt, en síðan skoraði Rikki tvö mörk og við náðum ekki að brúa það. En eins og ég sagði, þá er Iiðið á réttri leið og næst er það Stabæk á útivelli. Það verður ör- ugglega erfiur Ieikur, en við mætum í hann til að ná stigi," sngði Steinar Adolfssón. „Ég er ánægður með sigurinn og sérstaklega að vera orðinn heill eftir bæði meiðsli og veik- indi. Ég æfði vel í vikunni og það skilaði sér í leíknum. Mörkin voru góð. Fyrst fékk ég góða sendingu frá Auðuni og hitti boltann vel og síðara markið var líka skemmtilegt. Annars fann ég til með Kongsvinger. Þeir eru að ganga í gegnum það sama og við þegar við töpuðum fimm leikjum í röð. Það er mjög erfitt og með heppni hefðu þeir alveg getað náð jafntefli", sagði Ríkharður. Frammistaða hans hlýtur að vera gleðigjafi fyrir Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfara. Fjörið var í Tromsö Heimavöllur Tromsö, Alfheim, er sá erfiðasti í norsku úrvals- deildinni. Þar hafa hákarlar deildarinnar orðið að játa sig sigraða. Ekki þó Stabæk sem þrisvar náði forystunni í 3-3 jafnteflisleik liðanna. Hvorki Helgi Sigurðsson eða Tryggvi Guðmundsson náðu að skora, en báðir lögðu þeir upp mörk fyrir félaga sína. Strömgodset, sem lék fínan leik um síðustu helgi, féll aftur í sama gamla farið. Valur Fannar var ekki í liðinu sem tapaði fyrir Molde, 0 - 2. Rosenborg lenti í basli með nágranna sína í Bodö/Glimt eftir að hafa komist í 0 - 2. Bodö jafn- aði en meistaramir höfðu 2-4 sigur á endasprettinum. Mark- vörður Rosenborg, Jörn Jamtfall var hörmulegur og nú getur ekki verið nema vika í að Árni Gautur Arason fái aftur að reyna sig. Lengi leit út fyrir 17 !ere a ætlaði að næla í sinn fyrsta sigur frá því í maí, þegar liðið tók á móti Brann. Svo fór þó ekki og Brann náði 2-1 sigri á síðustu mínútu. Eftir leikinn trylltist KJanen, stuðningsmenn Enga, og börðu á gestum sínum, hentu í þá stólum og flöskum áður en lögreglan kom á staðinn og handtók nokkra ólátaseggi. - GÞÖ Einkiumir íslendinganna: Ríkharður Daðason Viking 7 Tryggvi Guðm.son Tromsö 7 Helgi Sigurðsson Stabæk 6 Pétur H. Marteinsson Stabæk 6 Steinar Adolfss. Kongsvinger 6 Auðun Helgason Viking 6 Heiðar Helguson Lilleström 5 Stéfán Gíslason Strömgodset 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.