Dagur - 21.08.1999, Síða 3

Dagur - 21.08.1999, Síða 3
—„n- GÖMLU HÚSIN FREYJA JÓNSDÓTTIR SKRIFAR Framhald af bls. 1 Bryde kaupmaður verður eig- andi húsanna árið 1885. Hann byggði tvílyft hús við austurenda búðarinnar. I nýja húsinu setti Bryde upp sölubúð sem á þeim tíma var með glæsilegustu inn- réttingu allra verslana á landinu. I innréttingunni voru margar litlar og stórar skúffur ásamt hólfum og hillum. Árið 1907 lét Bryde rífa gamla pakkhúsið og byggja í stað þess nýtt tvílyft hús við vesturenda gömlu sölubúðarinnar, 14x14 álnir að grunnfleti. Um leið var húsnæði gömlu búðarinnar lengt til vesturs að nýja húsinu. Við þetta fékk húsið á sig þá lögun sem það hefur enn í dag. I raun- inni eru þetta þrjú sambyggð hús og er hluti miðbyggingarinnar elstur en það er húsið sem byggt var fyrir gamla Fálkahúsið. I brunavirðingu sem gerð var í september 1907 segir: „Hús þetta er tvílyft með 7 álna risi, byggt af bindingi, klætt utan með plægðum 5/4 borðum, pappa og járni þar yfir bæði á þaki og veggjum. I húsinu eru loft og gólf úr plægðum 5/4“ borðum og þiljað innan. Undir húsinu öllu er kjallari með steyp- tu gólfi 4 'A alin á hæð sem hólfaður er í tvennt. Við norður- hliðina á þessu húsi er skúr, 14x6álnir, byggður úr samskon- ar efni. Við austurgaflinn á þess- um skúr er byggður annar skúr, í honum eru tvö herbergi og gang- ur, allt þiljað og málað. Við aust- urgaflinn á síðast nefndum skúr er annar skúr sem er hólfaður í þrennt, þiljaður og málaður að innan. Kjallari með steinsteypu- gólfi er undir skúrnum öllum.“ I þessari brunavirðingu voru ekki tekin til virðingar tvö eldri húsin þ.e. miðhúsið, byggt 1868 og austasta húsið byggt 1885. H.P. Duus kaupir alla eignina árið 1915. Sama ár selur H.P. Duus, O. Johnson & Kaaber húsin við Hafnarstræti. O. John- sen og Kaaber, fyrsta heildversl- un landsins, stofnuð áriðl906 í Lækjargötu 4 og var þar til húsa þar til O. Johnson kaupir Fálka- húsið. Verslun Ó. Johnson & Kaaber hafði með höndum mik- inn útflutning á árunum 1910 til 1915. Ull var flutt út til Banda- ríkjanna sem keypt var frá bændaverslunum og kaupfélög- um víða um land. Einnig seldi fyrirtækið saltkjöt til Noregs, saltaðar sauðargærur til Evrópu- landa og hesta til Danmerkur. Framleiðsla á lýsi sem selt var til Bandaríkjanna hófst 1923. Árið 1924 var sett á fót kaffi- brennsla og 1932 bætti Ó. Johnsson & Kaaber við kaffibæt- isverksmiðju. Árið 1961 flutti fyrirtækið starfsemina í Sætún og byggt var yfir kaffibrennsluna á Tunguhálsi. I gegnum tíðina hafa verið gerðar ýmsar útlitsbreytingar á búsinu, eins og að gluggar hafa verið stækkaðar í nokkrum áföngum. Árið 1976 fær Islensk- ur heimilisiðnaður leyfi til þess að breyta milli innréttingum í plássi sínu í miðbyggingunni. Is- lenskur heimilisiðnaður var með verslun í húsinu í þrjá áratugi og hafði sölubúð á neðri hæð og tt-r Tíðak . f ■ SVf,'* K.«£A3>VfKJ-I?' LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 -111 FáJkahúsió Hafnarstræti 1 til 3 / gegnum tíðina hafa verið gerðar ýmsar útlitsbreytingar á húsinu, eins og að gluggar hafa verið stækkaðar í nokkrum áföngum. lager og verslun í risi. Þar sem Islenskur heimilisiðnaður var er nú veitingastaðurinn, Kaffi Vict- or, sem var stofnaður 22. júlí í sumar, af fjórum harðduglegum ungum mönnum. Þegar eigend- ur kaffihússins endurbættu plássið settu þeir upp sterklegar stoðir til styrktar loftinu sem ekki hafði lengur sama styrk og í upphafi og var farið að síga tals- vert. I gegnum tíðina höfðu milliveggir verið teknir og vant- aði undirstöður. I skotum undir súð á rislofti sem áður voru hill- ur með lopa og garni, eru nú dúnmjúk sæti fyrir gesti staðar- ins. Ekki verður annað sagt en eigendum Kaffi Victor hafi tekist vel til við að endurgera húsnæð- ið. Plötur sem settar voru í loftið og huldu upphaflega burðarbita voru fjarlægðar og bitarnir púss- aðir upp, einnig voru gömlu gólf- fjalirnar pússaðar og lakkaðar og gerir þetta húsnæðið hlýlegt og minnir á forna hefð. Hringstig- inn sem liggur upp í risið heldur sinni tign en hann er líklega elsti hringstigi sem settur hefur verið í hús á Islandi. I hinum enda millibyggingarinnar var annar hringstigi en ekki er vitað hvað varð af honum. Á sama stað hef- ur annar mun breiðari stigi, ver- ið settur, til að gera aðgengi að risinu betra. Ferðaskrifstofa bænda er í vesturhúsinu sem Vörugeymsiuop með tvöföldum hlera er á vesturgafli efri hæðar á vestur- byggingunni en þar uppi var lager fyrir þá sem ráku verslun niðri. Út- skurðurinn á húsinu er verk Stefáns Eiríkssonar, myndskera. áður hýsti veiðafæraverslunina Geysi þar til verslunin flutti sig yfir götuna í Aðalstræti 2. Næst á eftir var þar búsáhaldaverslun- in Hamborg sem verslaði þar á fjórða áratuginn. Hamborg flutti á Klapparstíg og heldur áfram að sjá borgarbúum fyrir búsáhöld- myndir frá því að Ó. Johnson & Kaaber voru í húsinu. I kjallar- anum var einu sinni ávaxta- geymsla núna hefur listamaður gert plássið upp og er þar með vinnustofu og gallerí. Mikið og fallegt skraut ein- kennir húsið. Á þaki miðhússins Mikið og fallegt skraut einkennir húsið. Á þaki miðhússins er víkingaskip sem siglir í öldusjó. um. í austurhúsinu er verslun Víkurprjóns, en eins og kunnugt er var Víkurprjón stofnað í Vík í Mýrdal og þar er verksmiðjan til húsa ásamt sölubúð. Verslunin er sniðin eftir þörfum ferða- manna og selur allskonar ullar- vörur, vélpijónaðar, handprjón- aðar og ofnar. Einnig er þar mik- ið úrval af minjagripum og landslagskortum. Þar er lögð áhersla á að vera með íslenska minjagripi og er það mun skemmtilegra en sjá austur- lenska skrautfugla, þó að fallegir séu, í hillum íslenskra minja- gripaverslana. Einnig einkennir þessa verslun mikið úrval af sokkum sem framleiddir eru í verksmiðjunni í Vík í Mýrdal. í plássi Víkurprjóns var áður álna- vöruverslunin Seyma. Á Ioftinu yfir er aðstaða fyrir starfsmenn Kaffi Victors, auk þess snotur stofa fyrir gesti og á veggjum stofunnar eru skemmtilegar er víkingaskip sem siglir í öldu- sjó. Á húsunum sín hvoru megin eru sitjandi fálkar á burstum, á milli fálkanna er skrautleg slá. Á stöfnum húsanna eru útskornar syllur og fyrir ofan glugga á efri hæðum er tréskraut. Vöru- geymsluop með tvöföldum hlera er á vesturgafli efri hæðar á vest- urbyggingunni en þar uppi var lager fyrir þá sem ráku verslun niðri. Utskurðurinn á húsinu er verk Stefáns Eiríkssonar, mynd- skera. Á árunum 1960 til 1970 var verslun með gardínur í miðbygg- ingunni og í skúr á baklóðinni var Ljóri. Þar var voru framleidd- ar rúllugardínur. Fyrir nokkru seldi fírma Ó. Johnson & Kaaber eignina og leigja núverandi eigendur hús- næðið út. Heimildir ern frú Árbæjarsaftti og Borgarskjalasafni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.