Dagur - 25.08.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 25.08.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 - 3 rD^tr. FRETTIR Ahöfn Odinkovu fær aðstoð frá prestum Skipverjarnir fprtán á togaranum Odinkovu hafa verið iðnir við að vekja athygli á mátstað sínum með mótmætastöðu bæði fyrir utan stjórnarráðið og höfuðstöðv- ar Eimskipaféiagsins. Enn sem komið er hefur það þó ekki borið þann árangur að þeir hafi fengið launin sín greidd. mynd: pjetur Stjóm Hjálparstarfs kirkjunnar ffaUar uin beiðni presta. Mat- vælagjafir. Afþökkuðu boð stjómvalda uui far heim. Yfirmenuimir á Erlu Húðu frá borði. Á stjómarfundi Hjálparstarfs kirkjunnar í dag, miðvikudag, verður tekin fyrir beiðni um að- stoð við skipveijana fjórtán á tog- arnum Odinkovu. Jónas Þ. Þór- isson, framkvæmdastjóri Hjálp- arstarfsins, gerir ráð fyrir að já- kvætt verði tekið í þessa beiðni sem sé tilkomin fyrir milligöngu tveggja presta í höfuðborginni. Hann segir þetta vera algjöra nýjung í starfseminni, enda í fyrsta skipti sem óskað sé eftir aðstoð við heila skipsáhöfn í ís- lenskri höfn. Á dögunum buðust íslensk stjórnvöld til að greiða fargjaldið fyrir áhöfnina heim, en hún afþakkaði boðið af ótta við að fá þá ekki launin sín. Matvælagjafir Jónas Þ. Þórisson býst \ið að kirkjan geti aðstoðað skipveija með matvælagjöfum og úttekt á matvælum úr verslunum Bón- uss. Hann gerir hinsvegar ekki ráð fyrir því að þeim verði veittur annar Ijárhagslegur stuðningur. Þó er ekki loku fyrir það skotið að skipverjum verði hjálpað með snyrtivörur og aðra hreinlætisað- stoð. Beinn fjárhagslegur stuðn- ingur í formi peninga sé hinsveg- ar ekki inní myndinni, enda tíðkast það almennt ekki í inn- lendu hjálparstarfi kirkjunnar. Þá segist hann vita til þess að ýmir aðilar eins og t.d. Kristilega sjómannastarfið hafi hlaupið undir bagga með áhöfninni með matargjöfum. Yfírnipnnimir flúðu frá borði Skipverjarnir Ijórtán, sem flestir eru Lettar, hafa verið um borð í vélarvana togaranum í Reykja- víkurhöfn frá því í febrúar sl. í von um að fá launin sín. Talið er að þeir eigi inni nokkrar miljónir króna í vangreiddum launum. Reiknað sé með því að þeir geti orðið að vera þar í allt að tvo mánuði til viðbótar áður en séð verður fyrir endann á þeirra máli. Togarinn er skráður á er- lent fyrirtæki, sem er í eigu Sæ- mundar Árilíussonar útgerðar- manns. Sem kunnugt er þá hef- ur rækjutogarinn Erla í eigu sömu útgerðar verið kyrrsettur á Nýfundnalandi, þar sem gerð hefur verið krafa í afla skipsins til greiðslu launa skipverja á Od- inkovu. Þegar skipverjar á Erlu fréttu að afli þeirra yrði gerður upptækur vegna vanefnda út- gerðarinnar brugðust þeir svo illa við að þeir gerðu nánast að- súg að skipstjóranum og gæða- stjóranum um borð, sem báðir eru Islendingar. Þeir lokuðu sig því af í brúnni síðasta spölinn áður en í land var komið. Síðan hröðuðu þeir sér frá borði um leið og skipið kom í höfn þar ytra. - GRH Siv Friðleifsdóttir. Athygli á skautið Umhverfisráðherrar Norður- landanna hafa undanfarna daga fundað við Mývatn og meðal annars samþykkt framkvæmdaá- ætlun um vernd náttúru og menningarminja á norðurslóð- um. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir það mjög ánægjulegt að þessi áætlun skuli einmitt samþykkt hér á landi því hún taki til heimskautssvæðis- ins sem Island sé hluti af. Nátt- úra okkar sé viðkvæm og mikil- vægt að augu manna beinist að norður heimskautssvæðunum. Áætlunin samanstendur af fjórt- án verkefnum og á að taka til ársins 2000-2004. Kostnaður vegna áætlunarinnar verður í heild um 100-120 milljónir ís- lenskra króna. Á næsta ári verð- ur fjármögnunin úr samnor- rænu fé innan umhverfis- geirans. - Hl Kalbændur eru býsna ánægðir Frá vettvangskönnun Guðna Ágústssonar fyrr í sumar á kaltúnum norðan heiða. mynd: brink. Bj argr áð asj óður greiðir 12 þúsund krónur í bætur fyrir hvem hektara sem ekki nýtist. Lokaupp- gjör síðar þegar tölur um heildarheyfeng liggja fyrir. Þeir bændur sem urðu fyrir búsifjum á þessu sumri eru all- flestir þokkalega ánægðir með þær bætur sem þeir fá úr Bjarg- ráðasjóði samkvæmt mati, sem eru 12 þúsund krónur á hvern hektara sem ekki nýtist. Metið var hjá hverjum og einum bónda hversu stórt hlutfall túna hjá honum væri ónýtt vegna kals en á um 25% túnanna var litið sem eins konar „sjálfsábyrgð". Endan- legt uppgjör liggur ekki fyrir fyrr en ljóst er hver heyskapurinn verður og þar með raunveruleg rýrnun vegna kalsins og þá hey- fengur borinn saman við sumrin 1998 og 1997. Mesta tjónið virð- ist vera í Oslandshlíð í Skaga- firði, en ástandið er einnig slæmt í Höfðahverfi og Arnarneshreppi við Evjafjörð og í Svarfaðardal. Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, segir bændur ekki geta átt von á bótum úr öðr- um sjóðum. Guðmundur segir heyfeng á landinu öllu vera býsna góðan af þeim túnum sem sluppu við kalskemmdir og því líkur á að margir verði aflögufærir með hey til þeirra sem ver hafa orðið úti. Tíðin síðustu vikur hefur verið al- veg einstök norðan- og austan- lands og því heyfengur meiri á sumum svæðum en oft áður. Töl- ur um heyfeng Iiggja þó ekki fyr- ir fyrr en um og eftir göngur. - GG 18 milljóiiir í nefnd Borgarráð hefur samþykkt að veita 4,5 milljónum króna til nefndar um tónlistarhús og ráð- stefnumiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Það sé þó skilyrt því að fjármálaráðuneyti, mennta- málaráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti leggi hvert fyrir sig sömu fjárhæð til starfa nefndar- innar. Samtals yrðu þetta því um 18 milljónir króna. I greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að 23. mars sl. hafi menntamálaráðherra skipað nefnd um tónlistarhús og ráð- stefnumiðstöð í miðborginni ásamt hóteli. Hlutverk nefndar- innar sé að vinna að samkomu- lagi milli ríkis og borgar um fjár- mögnun, tilhögun framkvæmda og kostnaðarskiptingu vegna byggingar tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar í samvinnu þessara aðila. Auk þess sé það hlutverk nefndarinnar að fá rekstraraðila og Qárfesta að hót- eli sem rísa á í tengslum \ið tón- Iistarhúsið og ráðstefnumiðstöð- ina. Formaður nefndarinnar er Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár- almennra, en alls eiga sex ein- staklingar sæti í nefndinni, frá riki og borg. FBA-bréf hækkuðu Gengi bréfa í FBA hækkaði í gær eftir stöðugar lækkanir að undan- förnu. Alls fóru fram 19 viðskipti með bréfin á Verðbréfaþingi í gær og Iokagengi var 2,63, eða 1,1% hærra en daginn áður. Viðskipti með bréfin námu alls 28,1 milljón króna eða um 74 milljónum að sölu- virði. Næstmestu Hðskipti á þinginu voru með bréf Islandsbanka, eða fyrir rúmar 25 milljónir króna. Alls var höndlað með hlutabréf í gær fyrir tæpar 140 milljónir króna. - BJB Oz styrkir stúdenta Samningurinn handsalaður afþeim Finni Beck, formanni Stúdentaráðs, Skúla Mogensen, forstjóra Oz, og Páli Skúlasyni háskólarektor. mynd: þök. Oz, Háskóli íslands og Stúdentaráð skrifuðu undir samning í gær um samstarfsverkefnið Hugarfóstur. Það felst m.a. í því að Oz mun veita sex nemendum Háskólans á komandi skólaári styrki upp á hálfa milljón í hverju tilfelli. Styrkina fá nemendur til gerðar lokaverkefna, sem metin verða til eininga innan viðkomandi deilda. Auk fjárstuðn- ings stendur nemendum til boða starfsaðstaða hjá OZ vegna verkefn- isins, þ.e. skrifstofa með öllu tilheyrandi. Umsóknum um styrkina þarf að skila til skrifstofu Stúdentaráðs fyrir kl. 16 þann 25. október næstkomandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu, sem opnuð var í gær við sama tældfæri. Slóðin er www.oz.is/hugarfostur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.