Dagur - 25.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 25.08.1999, Blaðsíða 7
I’RIDJUDAGU R 25. ÁGÚST 1 999 - 7 p p «> v :»lí vi fv . ?r iinanrimviuw - ð ÞJÓÐMÁL Gegn byggðaröskun Grundvallarmarkmið sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings er að skólastarfá svæðinu verði eins og best gerist í öðrum landshlutum og kappkostað verði að auka námsframboð til að efla atvinnulífið. Á aðalfimdi Eyþings (Samtaka sveitarfé- laga í Eyjafjarðar- og Þingeyj arsýslum), sem haldinn var í Grímsey fyrir helgi, var m.a. til umræðu sérstök aðgerðaráætl- uu til að efla starfs- svæði Eyþiugs og hamla gegn neihvæðri ^y^öaþróun. Það var starfshópur á vegum Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri sem tók þessa áætlun saman og átti áætlunin- að taka mið af þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 og skýrslu Atvinnu- málanefndar Akureyrar um stefnumótun í atvinnumálum. Aðalfundurinn afgreiddi ekki að- gerðaráætlunina en samþykkti að veija 3 milljónum króna til frek- ari útfærslu hennar. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr þessari áætiun. Millifyrirsagnir og upp- setning er á ábyrgð blaðsins og rétt er að undirstrika að hér er um umræðuskjal að ræða. Hlutverk Eyþings Fljótlega eftir að vinnuhópur RHA hóf störf varð Ijóst að mikil- vægt væri að skilgreina hvert framtíðarhlutverk Eyþings væri, þar sem samtökin eru stödd á tímamótum. Eftir nokkrar um- ræður varð niðurstaða hópsins að æskilegast væri að framtíðarhlut- verk Eyþings yrði fjórþætt og er þá tekið mið af hlutverki sam- bandsins samkvæmt lögum þess. * I fyrsta lagi að hafa heildar- sýn yfir málefni svæðisins og marka heildarstefnu... * I öðru lagi verði Eyþing hags- muna- og þrýstiaðili gagnvart rík- isvaldi og öðrum sveitarfélögum til að hrinda stefnumörkuninni og uppbyggingu Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslna í framkvæmd. * í þriðja Iagi beiti Eyþing sér fyrir umræðu og úttekt á hag- kvæmni þess að sameina sveitar- félög í Eyjafirði og Þingeyjarsýsl- um... * I fjórða lagi að Eyþing hugi að þeim breytingum sem framundan eru á kjördæmamörk- um og komið verði á öflugu sam- starfi við Samband sveitarfélaga á Austurlandi. Markmið í alvinmmiálum I ljósi þess að öflugt og fjölbreyti- Iegt atvinnulíf er ein grundvallar- forsenda þess að byggð eflist utan höfuðborgarsvæðisins er það höf- uðmarkmið í atvinnumálum að efla grunngerð atvinnulífs á Norðurlandi eystra og skapa fjöl- breyttari atvinnutækifæri en nú bjóðast. Það er talið afar brýnt til þess að ungt, vel menntað fólk kjósi að starfa á svæðinu... Til þess að skapa fjölhæfari atvinnu- líf á Norðurlandi eystra og efla svæðið þarf m.a. að huga að eftir- töldum þáttum: Launaþróun: Mikil umræða hefur verið um lakari launakjör á Norðurlandi eystra samanborið við höfuðborgarsvæðið. Þessi umræða er einn fjölmargra þátta sem hvetur fólk til að flytja suður til Reykjavíkur og nágrannasveit- arfélaga. I því ljósi er mikilvægt að Eyþing beiti sér fyrir rannsókn þar sem gerður verði samanburð- ur á launum á Norðurlandi eystra og á höfuðborgarsvæðinu. Ef rannsóknin leiðir í ljós mikinn launamun skoði Eyþing, í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðar- ins, hvaða leiðir séu færar til að hækka laun í kjördæminu á næstu árum. Líftæknifyrirtæki: Eyþing, í samvinnu við atvinnuþróunarfé- lög á svæðinu, kanni möguleika á því að stofna líftæknifyrirtæki í kjördæminu í samvinnu við Há- skóla Islands, Háskólann á Akur- eyri, heilbrigðisstofnanir og líf- tæknifyrirtæki. Tölvutækni- og hugbúnaðar- gerð: Ein vaxtargrein framtíðar er tölvutækni- og hugbúnaðar- gerð. í því ljósi beiti Eyþing sér fyrir stofnun hugbúnaðarfyrir- tækja í samvinnu við HA, bæjar- félög á svæðinu, atvinnuþróunar- félög og einkafyrirtæki. Tæknigarður: Eyþing, í sam- starfi við bæjarfélög, atvinnuþró- unarfélög og fyrirtæki, kanni möguleika á því að reisa tækni- garð til að skapa ákjósanlegt starfsumhverfi í hátæknigrein- um. Fjarvinnsla - gagnagrunnar: Eyþing kanni möguleika á því að efla fjarvinnu á Norðurlandi eystra... Erlendis er gert ráð fyrir að 10-15% starfsfólks geti unnið fjarvinnu á landsvísu. Um þessar mundir eru um 15.000 einstak- lingar á vinnumarkaði á Norður- landi eystra og 10-15 af hundraði þess er 1.500-2.250 störf. Raun- hæft væri því að stefna að um 500 störfum í fjarvinnu á starfs- svæði Eyþings í náinni framtíð. Til að efla fjarvinnu vinni Ey- þing að því að hvetja fyrirtæki til að flytja símsvörun og aðra þætti til Norðurlands eystra og unnið verði að því að tryggja góða að- stöðu fyrir fjölskyldur (fjarskipti, húsnæði og leik- og grunnskóla, verslun og þjónustu) þannig að sérmenntað fólk kjósi sér búsetu á svæðinu... Alimuin efling atvinnulifs ...Til að efla samskipti norð- Ienskra fyrirtækja við útlönd kanni Eyþing möguleika á því að auka þekkingu fyrirtækjastjórn- enda í erlendum tungumálum, fjarskiptatækni, Iögum og reglu- gerðum helstu viðskiptalanda, við færslu tollskýrslna o.fl. Kannaður verði grundvöllur fyrir starfsemi alþjóðlegrar við- skiptamiðstöðvar á Akureyri. Hlutverk hennar yrði að efla við- skipti milli Norðurlands og út- landa. Stofnað yrði eignarhalds- félag um rekstur viðskiptamið- stöðvar, sem yrði hlutafélag fjár- festa og fyrirtækja. Unuið verði að stofnim s j álfs eignar stofnunar með þátttöku sveitarfé- laga, atvinnufyrirtækja og hagsmunaaðila, sem hafi það að markmiði að efla og auka fjöl breytni í framhalds- skólanámi. Eyþing beiti sér fyrir því að norðlenskir fjárfestar verði hvatt- ir til þess að fjárfesta á Norður- landi eystra í stað þess að flytja fé sitt suður til höfuðborgarsvæðis- ins... Þjónusta við aldraða Eyþing stuðli að því að sveitarfé- lög á Norðurlandi eystra hugi mjög að þjónustu og aðstöðu fyr- ir eldra fólk. Það getur í senn treyst byggð á svæðinu og eflt margvíslega þjónustu. Nærvera eldra fólks skapar margvíslega þjónustu. Verslun dafnar þegar fólki íjölgar, ferða- þjónusta gæti aukist, þar sem eldra fólk hefur mikinn tíma til ferðalaga eftir að launavinnu Iýk- ur, hið sama á við um persónu- lega þjónustu af ýmsu tagi, svo sem hár- og fótsnyrtingu, nudd, sjúkraþjálfun o.fl. sem myndi færast í vöxt sem og heilsugæsla. Loks má nefna að líkur eru á að sí- og endurmenntun eldra fólks muni aukast í framtíðinni þegar fólk kemur til með að lifa lengur við tiltölulega góða heilsu. Mikilvægast er þó fyrir byggða- þróun að skyldmenni séu búsett í sama landsfjórðungi þannig að eldra fólk þurfi ekki að flytja suð- ur til barna sinna þegar ellin fær- ist yfir, eða öfugt... Skólastarf Grundvallarmarkmið sveitarfé- laga á starfssvæði Eyþings er að skólastarf á svæðinu verði eins og best gerist í öðrum Iandshlutum og kappkostað verði að auka námsframboð til að efla atvinnu- lífíð. Eftirfarandi þættir eru leiðir að þessu marki: * Gerð verði tilraun til að skýra mun á milli grunnskóla höfuð- borgarsvæðis og Norðurlands eystra á niðurstöðum samræmdra prófa og með hvaða hætti úr megi bæta. I slíkri athugun verði ljósi varpað á mönnun skólanna, að- búnað, hvatningu foreldra og ytra umhverfís, framkvæmd prófanna og fleiri þætti er áhrif kunna að hafa... * Eyþing leiti leiða, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, til að styrkja stoðir Ieik- og grunnskól- anna með fjölþættu námsfram- boði fyrir starfsfólk þeirra. Sveit- arfélög komi á umbunarkerfí fyr- ir starfsmenn Ieik- og grunnskóla er sækja sér aukna menntun. Þá kanni Eyþing möguleika á því að fjölga nemendum við kennara- deild Háskólans á Akureyri til að draga úr kennaraskorti á Norður- landi eystra. * I ljósi mikilvægis menntunar í nútímasamfélagi verði kannaðar leiðir til að auka skólasókn ein- staklinga í framhaldsskólum á svæðinu og fjölga þeim sem ljúka viðurkenndum námsáföngum. * Unnið verði að stofnun sjálfs- eignarstofnunar með þátttöku sveitarfélaga, atvinnufyrirtækja og hagsmunaaðila í kjördæminu, sem hafi það að markmiði að efla og auka fjölbreytni í framhalds- skólanámi á svæðinu og stuðla að auknum tengslum atvinnulífs og skóla. Stofnunin falast eftir því við menntamálaráðuneytið að yf- irtaka rekstur framhaldsskólanna fjögurra í kjördæminu. * Stuðlað verði að stofnun öfl- ugra og vel tæknivæddra náms- brauta á sviði upplýsinga- og tölvutækni við framhaldsskóla kjördæmisins og Háskólann á Ak- ureyri með það að markmiði að efla nýsköpun í atvinnulífí á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra standi fast við bak HA í þeirri við- leitni skólans að mæta síaukinni eftirspurn í fjarnám. * Leitað verði samstarfs við Háskólann á Akureyri og Tækni- skóla Islands um að skólarnir vinni í sameiningu að aukinni fjölbreytni tæknináms á fram- halds- og háskólastigi í kjördæm- inu. * Stofnuð verði endur- og sí- menntunarmiðstöð Norðurlands í samstarfí sveitarfélaga, skóla og atvinnulífs. Markmið og hlutverk slíkrar stofnunar skal vera að efla framboð hvers konar endur- og símenntunar sem víðast á Norð- urlandi og veita þjónustu við að skipuleggja námstilboð er mætir aðstöðu og þörfum einstaklinga og fjTÍrtækja. Heilbrigðismál ...Eyþing beiti sér fyrir því að haf- in verði kennsla í ljósmæðrafræð- um við Sjúkrahúsið á Húsavík og FSA. Nú þegar eru á svæðinu mjög hæfir einstaklingar sem geta hafíð kennslu. Hægt væri að kenna í samstarfi HA og HÍ með fjarkennslu. * Eyþing beiti sér fyrir því að sjúkrafiugvél verði staðsett á Akureyri til öryggis fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem búa við skerta bráðaþjónustu sé miðað við aðstæður á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem neyðarbíll með lækni eða þyrla er til taks. Skipu- Iag sjúkraflugs er í molum og miðast allt við Reykjavík sem miðstöð. Þessu þarf að breyta. Reka þarf sjúkraflugvél frá Akur- eyri, sem hægt er að senda á Norðvesturland og Austurland með skömmum fyrirvara, en ein- nig til Grænlands. Félag lands- byggðarlækna sem og mörg sveit- arfélög á Vestur-, Norður- og Austurlandi hafa öll lýst því yfír að þau telji að sjúkraflug eigi að reka frá Akureyri. Tilkoma slíkrar vélar myndi bæta bráðaþjónustu mikið við fólk á landsbyggðinni og efla bráðaþjónustu FSA og þar með renna styrkari stoðum undir starfsemi sjúkrahússins. * Styrkja þarf starfsfólk í heil- brigðisþjónustu til sí- og endur- menntunar til að koma í veg fyrir faglega einangrun. * Heilbrigðisstofnanir á Norð- urlandi eystra með FSA í farar- broddi taki forystu í fjargreiningu röntgenmynda og í almennri læknisfræði og verði leiðandi í fjargreiningu á íslandi. * Eyþing stuðli að því að kennsla í heimilislækningum hefjist á Norðurlandi eystra. Það er ljóst að þeir háskóla- menntaðir einstaklingar sem læra á Iandsbyggðinni eru Iíklegri til að setjast þar að. A svæðinu er góð heilsugæsla sem getur kennt heimilislækningar og þann hluta sem heimilislæknar þurfa að taka á sjúkrahúsi er hægt að kenna á FSA og Sjúkrahúsinu á Húsavík. * Brýnt er að stórbæta sam- göngur milli Akureyrar og Aust- ur- og Vesturlands. Nær allar samgöngur í Iandinu miðast við að farið sé til Reykjavíkur. Þessu verður að breyta svo að hægt sé að veita höfuðborgarsvæðinu samkeppni í þjónustu. Hér er mikilvægt viðfangsefni fýrir Ey- þing.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.