Dagur - 27.08.1999, Side 2
n \J n /v a
I
2 - FOSTVDAGUR 27. AGÚST 1999
, FRÉTTIR
L ^
Eyj abákkagróður
elua ræktaoiir upp
Gróðurfar eins og á Eyja-
biikkiun getur enginn
ræktað upp en uppgræðsla
5.700 hektara Mðaðs
lands á hálendi gæti kost-
að um 400 miUjónir.
„Það er eins gott að menn geri sér grein
fyrir því að það getur enginn mannlegur
máttur ræktað upp sams konar gróður-
far eins og faeri undir vatn á Eyjabökk-
um - aðstæður þar, rakastig og loftslag
verða ekki ekki búnar til. I mínum huga
er þetta mjög merkilegur gróður. En að
rækta upp 5-6 þúsund hektara mela
einhvers staðar annars staðar og klæða
þá gróðri, er í sjálfu sér auðvelt, ef ekki
skortir peninga,11 sagði Sveinn Runólfs-
son, landgræðslustjóri, spurður hvað
Landgræðslan yrði Iengi að rækta upp
álíka svæði og fara myndi undir vatn á
Austurlandi ef áformaðar virkjanir verða
að veruleika. Landgræðslan hefur m.a.
19 ára reynslu af að græða upp land í
stað þess sem sökkt var við virkjun
Blöndu.
5 7 ferldlóinetrar undir vatn?
Nær 2/3 þess 43 ferkílómetra lands sem
færu undir vatn við Eyjabakkavirkjun
eru gróið Iand, eða 27 ferkílómetrar,
samkvæmt upplýsingum Helga Bjama-
sonar, sem stýrir umhverfissviði hjá
Landsvirkjun. Og undir 50 ferkílómetra
lón við Kárahnjúkavirkjun færu rúmir
30 ferkílómetrar gróins lands, en þær
tölur séu að vísu í endurskoðun. Þannig
að alls eru það 57 ferkílómetrar (5.700
hektarar) gróins lands sem kunna að
hverfa undir þessi tvö uppistöðulón. Til
samanburðar bendir Helgi á að um 50
ferkílómetrar gróins lands fóru undir 56
ferkílómetra Blöndulón.
Blöndu-ræktim gengið vel
Landgræðslustjóri segir það hafa gengið
framar öllum vonum að klæða land
gróðri í 500 metra hæð á Auðkúluheiði
og Eyvindarstaðaheiði. „Það hefur ekki
verið nein uppákoma, ekkert kal eða
slíkt. En þama vom forsendurnar þær
að það ætti að framleiða fóður (beiti-
Iand), svo það er ennþá verið að bera
þarna á land vegna þess. Værum við að
græða upp í þessari hæð og ætluðum
bara að ldæða landið gróðri - og það
væri friðað fyrir beit - þá giska ég á að
hægt væri að græða upp 5.000 til 6.000
ha á einu ári, bera á það allt þijú ár í röð
og síðan á 5. ári og kannski 8. ári og þá
ætti Iandið að vera orðið gróið, við
venjulegar aðstæður í 500 m hæð. Þá
mundi ég ætlast til þess ?ð grösin sem
sáð var mundu smátt og smátt deyja út
og hálendisgróðurinn smátt og smátt
taka yfir.“
Kostnað við sáningu á hálendi fjarri
mannabyggðum og síðan áburð 4 sinn-
um á einbveiju árabili áætlar Sveinn
gróflega kringum 70.000 kr. á hektara,
sem gæti þó breyst vemlega eftir að-
stæðum. Það þýddi um 400 milljónir
miðað við álíka svæði og það gróna land
sem færi undir vatn við Eyjabakka og
Kárahnjúka, auk girðingarkostnaðar.
HEl
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Jón Arnar
Magnússon.
í pottinum var verið að
ræða frammistöðu ís-
lensku kcppendanna á HM
í frjálsum íþróttum í
Sevilla á Spáni, eða öllu
hcldur „frammistöðuleysi".
Allt gekk á afturfótunum
hjá þeim Völu, Þóreyju
Eddu, Guðrúnu og Jóni Am-
ari. Spaugsamir pottverjar
töluðu um að HM stæði ekki
fyrir HeimsmeistaraMót
heldur Hættur-Meiddur!
Pottverj ar voru að að velta því fyrir sér hvort betur
hefði verið heima setið en af stað farið og komust
að þeirri niðurstöðu við handauppréttingu að svo
væri. Eins fannst pottverjum það kæruleysi hjá
tugþrautarkappanum að spóka sig í sólinni í
Portúgal innan um bitflugur, skömmu fyrir mót.
Slíkt kunni greinilega ekki góðri lukku að stýra...
Pottverjar voru hins vcgar
ekki í vafa mn hveijir hefðu
staðið sig best íslendhiga í
Sevilla. Langbestum árangri
hefðu þeir náð íþróttafrétta-
menniniir Ingólfur Hannes-
son og Samúel Öm Erlings-
son. Sjónvarpið veðjaði
greinilega á þann hest að íslensku keppendumir
næðu að slá í gegn og sendi því sína bestu mcnn á
svæðið. Þeir hafa náð toppárangri og m.a. upplýsti
Samúel Öm sjónvarpsáhorf-
endur um það að tugþrautar-
kappinn Thomas Dvorak
hefði ekki náð að sýna sitt
besta í stangarstökkinu, þar
sem hann hefði skorið sig á
flngri við fiskskurð heima í
eldhúsinu...
Ingólfur Hannesson.
Samúel Örn
Erlingsson.
í pottinum kom til umræðu stanslaus fundahöld
norrænna ráðherra hér á landi í sumar. Ekkert lát
virðist vera á og nú um helgina verður t.d. fundað
á Akureyri og á Egilsstöðum. Pottveijar liöfðu á
orði að þetta væri nýr þáttur í byggðastefnunni, að
dreifa fundunum um landið og auka þar með hag
ferðaþjónustunnar...
Áki Ármann
Jónsson
veiðistjóri
Veiðiskýrslur vegm gæsa-
og rjúpnavertíðarinnar 1998
hafa enn ekki skilað sérinn
aðfullu ogþví á Veiðistjóra-
embættið erfitt með að gera
sérgreinfyrirástandi áður-
nefndra stofna.
Frekar að Mða grágæs en rjupu
Áki Ármann Jónsson, veiðistjóri, segir að
þrátt fyrir það séu komnar mjög góðar vís-
bendingar um heildarveiðina. Það sé hins
vegar ekki verjandi fýrir veiðimenn að skila
ekki inn veiðikortum fýrir 1. febrúar sl. en
margir vakni upp við vondan draum þegar
þeir eru á leið á gæsaveiðar að nýju og eiga
eftir að útvega sér nýtt veiðikort hjá Veiði-
stjóraembættinu. Þá fyrst skili kortið sér.
- Er það bæði tttikil skriffinnska og
trassaskapur að veiðimenn skila ekki veiði-
kortunum á tilsettum tíma?
„Það er lítil skriffinnska því samfara að
skila veiðikorti. Þetta er bara hinn Iandlægi,
íslenski trassaháttur. Það er í Iagi að vera
þetta á eftir með skil á veiðikortum því við
erum ekki að nota þær upplýsingar til að
ákveða hvort friða eigi ákveðinn fuglastofn.
Ekki heldur tæki til fylgjast með stofnum
en merkingar og talningar koma líka inn í
þetta dæmi. Litið er á 10 ára tímabil til að
átta sig á hvort viðkomandi stofn er á upp-
leið eða niðurleið."
- Gæsaveiðin hófst 20. ágúst sl. Hvert er
ástand gæsastofnanna í dag?
„Grágæsastofninn var í kringum 80 þús-
und fuglar eftir skotveiði haustið 1998 og
heiðargæsastofninn var í kringum 220 þús-
und fuglar. Stofninn á að þola um 30%
veiðiálag, þó ekki meira því þá er verið að
skjóta alla nýliðun úr stofninum. Veiðin var
um 30% á grágæs en aðeins um 5% á heið-
argæs enda er heiðargæsastofninn verulega
vannýttur. Við höfum raunverulega meiri
upplýsingar um það að grágæsastofninn sé
ofnýttur en rjúpnastofninn. Ef ráðast ætti í
friðunaraðgerðir ætti frekar að byrja á grá-
gæsinni en ijúpunni, en Veiðistjóraembætt-
ið hefur ekki lagt neitt slíkt til. I gangi er
fimm ára rannsóknaráætlun á grágæs og
heiðargæs og við bíðum eftir niðurstöðum
áður en við getum úttalað okkur almenni-
lega um hversu alvarlegt ástandið er. Við
höfum þó hvatt veiðimenn til þess að færa
sig úr grágæsaveiðum í heiðargæsaveiðar.
Ég geri mér þó grein fyrir að það er mun
erfiðara að sækja hana, hún er uppi á há-
lendinu á gífurlegu landflæmi og miklu
styggari en grágæsin, sem hægt er að finna
á láglendi á ákveðnum túnum."
- / umræðunni hefur verið að stytta
rjúpanveiðitímann til þess að draga úr
veiði. Ertufylgjandi því?
„Það er ekki vænlegur kostur að stytta
rjúpaveiðitímann. Margir veiða ákveðinn
fjölda rjúpna og ná því hvort sem tímabilið
er ein eða tvær vikur eða þrír mánuðir. 80%
veiðinnar er á tveimur fýrstu vikunum svo
stytta þyrfti tímabilið niður í viku til þess að
það hefði áhrif. Það er umhverfisráðherra,
Siv Friðleifsdóttir, sem gæti tekið ákvörðun
um það eftir umsögn frá Náttúrufræði-
stofnun, Veiðistjóraembættinu og rágjafa-
nefnd um villt dýr. Vissar vísbendingar eru
um að rjúpan sé ofveidd á Suðurlandi en
það þurfa að fara fram meiri rannsóknir
áður en hægt er að koma með fullyrðingar
þess efnis. Það gæti komið til greina að
friða viss svæði í rannsóknarskyni til að
kanna hvern stofninn bregst við.“
- Er þér kunnugt utn hversu mikil veiði
er áfriðuðum fuglum?
„Á veiðskýrslunni eru reitur þar sem
menn geta játað syndir sínar í þessum efn-
um og yfírleitt „játa“ menn, enda betra að
vita af því. Það er helst að menn séu að
skjóta súlu vegna þess að um tíma var leyft
að veiða hana. Það má veiða súluunga og
oft misskilja menn lögin, halda að það megi
veiða súlu, en það nær aðeins til súluung-
anna. Við höfum ekki fengið veiðar á fálka
og erni á skýrslu en ef þeir finnast eru þeir
sendir í röntgenmyndatöku og þá kemur í
ljós hvort í þeim eru högl. Örn sem fannst
á Vestfjörðum í fyrra var með högl í sér.“
GG