Dagur - 27.08.1999, Page 4
4 - FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999
Dggur
FRÉTTIR
L
Jökull á Raufarhöfn selur eignir
JökuII á Raufarhöfn hefur gengið frá sölu á innfjaroarrækjubátunum
Oxarnúp ÞH-162 og Reistarnúp ÞH-273, ásamt rækjukvóta félagsins
í Oxarfirði. Kaupandi er útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason á
Raufarhöfn. Þá hefur dótturfélag Jökuls, Brimnir, selt togarann
Brimi ÞH-10 úr landi.
Rekstur Brimis hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri og hefur
hann verið á söluskrá um nokkurt skeið. Rekstur Oxarnúps og Reist-
arnúps hefur hins vegar gengið vel en sala þeirra er Iiður í að lækka
skuldir Jökuls og einfalda reksturinn. Söluverðmæti framangreindra
eigna er um 277 milljónir króna og lækka skuldir samstæðunar sam-
svarandi. Vegna sölunnar og niðurfærslu á bókfærðum innfjarðar-
rækjukvóta í Skjálfandaflóa verður bókfært tap um 120 milljónir
króna. Að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta í tapi Brimnis verð-
ur tap samstæðu Jökuls um 90 milljónir króna. — GG
Áfram þúsund kall í stakar ferðir
Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, og Gisli Gíslason,
stjórnarformaður Spalar, kynna hér nýju gjaldskrána á blaðamannafundi
að Vallá á Kjalarnesi. - mynd: þök
Stjórn Spalar hefur kynnt nýja gjaldskrá í Hvalljarðargöngin sem tek-
ur gildi 1. september næstkomandi. Eins og komið hefur fram í
beiðni fyrirtækisins til aðallánveitandans, John Hancock tryggingar-
félaginu, verður áfram rukkaður þúsund kall fyrir stakar ferðir fólks-
bíla. Helsta nýjungin er að 10 ferða kort verður í boði þar sem hver
ferð kostar 700 krónur. Einnig geta stórnotendur orðið sér úti um
100 ferða áskriftarlykil, þar sem hver ferð kostar 400 krónur. Verð á
40 ferða lykli lækkar niður í 500 krónur hverja ferð. Veggald fyrir
stóra bíla lækkar einnig.
Sendiherra í Moldóvu
Jón Egill Egilsson sendiherra afhenti í gær Petru Lucinschi, forseta
Moldóvu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Moldóvu, með
aðsetur í Moskvu.
Ársþing SSNV hefst í dag
Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hefst á
Siglufirði í dag, föstudag. Auk hefðbundinna þingstarfa mun Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra, flytja erindi um menntakerfið og
landsbyggðina, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri,
erindi um Ijarkennslu á háskólastigi, Ingunn Helga Bjarnadóttir,
landfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, erindi um atvinnulíf
og menntun og Hörður Ríkharðsson hjá Inþróunarfélagi Norður-
lands vestra mun fjalla um fjarkennsluverkefnið f Norðurlandskjör-
dæmi vestra.
A laugardag mun Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, ræða um
framkvæmd þjónustusamnings um málefni fatlaðra á Norðurlandi
vestra. Auk þess verða fjármál sveitarfélaga og þróun byggðar á dag-
skrá, og fjallað um reynsluna af sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði
og Vestur-Húnavatnssýslu. — GG
UtanríMsráðherrar á Egilsstöðum
Haustfundur utanríkisráðherra Norð-
urlandanna, undir formennsku Hall-
dórs Asgrímssonar, verður haldinn á
Egilsstöðum dagana 29. og 30. ágúst.
Sem fyrr sitja fundinn kollegar frá
Eystrasaltsríkjunum og sérstakur gest-
ur verður utanríkisráðherra Kanada,
Lloyd Axworthy. Meðal umræðuefna
verða norrænar áherslur og samstarf
innan alþjóða- og svæðisbundinna
stofnana. Island fer sem kunnugt er
með formennsku í Evrópuráðinu,
Noregur í ÖSE og Finnland í ESB.
Eftir fundinn er ráðgert að undirrita
yfirlýsingu, þar sem þátttaka barna og
ungmenna undir 18 ára aldri í her-
mennsku verði bönnuð. Halldór Ásgrímsson.
„Launakerfið í landinu veldur því að sumir hópar sjá sér ekki hag af því að fara út á vinnumarkaðinn, “ segir m.a. í
nýlegri úttekt á vegum stéttarfélaga og félagsmálaráðuneytis á orsökum og tillögugerð að úrræðum vegna at-
vinnulausra kvenna í Reykjavík.
„Kauplausar“
í fulíu starfi
Ráðstöfimartekjur
heimilis aukast ekki
imi krónu við að at-
vimmlaus eiginkona
ráði sigí 155.000
króna starf og borgi
fyrir 2 böm í leik-
skóla.
Auknar launatekjur skila heimil-
inu hreint ekki alltaf meiri ráðstöf-
unartekjum og geta m.a.s. stund-
um minnkað þær. Gift kona sem
borgar heilsdags leikskólagjöld fyr-
ir 2 af þremur bömum sínum eyk-
ur til dæmis ekki ráðstöfunartekj-
ur heimilisins um eina krónu með
því að vinna fyrir 70.000 kr. mán-
aðarlaun. Og njóti hún fullra at-
vinnuleysibóta (69.500 kr./mán.)
þarf hún að fá a.m.k. 155.000 kr.
á mánuði til að koma ekki út í
hreinu tapi. I þessum dæmum er
þó einungis litið til áhrifa á skatta,
bamabætur, vaxtabætur, iðgjöld í
Iffeyrissjóð og leikskólagjöldin. En
ekki til annars kostnaðar sem
óhjákvæmilega fylgir því að stunda
vinnu. Dæmin geta verið fróðleg
fyrir ýmsa þá sem ekki skilja af
hverju auraráð heimilisins virðast
ekkert aukast þótt þeir reyni að
vinni meira og meira.
Ekki alltaf hagur af vinnu
„Launakerfið í Iandinu veldur því
að sumir hópar sjá sér ekki hag af
því að fara út á vinnumarkaðinn,11
segir m.a. í nýlegri úttekt á vegum
stéttarfélaga og félagsmálaráðu-
neytis á orsökum og tillögugerð að
úrræðum vegna atvinnulausra
kvenna í Reykjavík. Höfundar
báðu Eddu Rós Karlsdóttur, hag-
fræðing ASI, að reikna út hvenær
það væri hagstæðara fyrir bæði
hjón að vinna úti f stað þess að
annað sé heimavinnandi og þiggi
atvinnuleysisbætur.
Ekkert eför af 155.000
krónum
Edda Rós gaf sér raunhæft dæmi;
hjón/sambýlisfólk með 3 börn hvar
af 2 eru yngri en 7 ára, sem greitt
er fyrir á leikskóla, með systkinaaf-
slætti, í Reykjavík. Miðað er við
200.000 kr. mánaðartekjur úti-
vinnandi maka og 69.500 króna
atvinnuleysisbætur hins heima-
vinnandi og að hjónin skuldi 4
milljónir í húsnæðislánum. Nið-
urstaðan var sem sé sú, að at-
vinnulausi makinn þarf að fá
a.m.k. 155.000 kr. mánaðarlaun
til þess að fjölskyldan hafi sömu
ráðstöfunartekjur og áður.
...allt í skatta og lægri bætur
Af þeim 85.500 krónum sem laun-
in eru hærri en atvinnuleysisbæt-
urnar færu: 30.400 kr. í hærri
skatt og 6.200 kr. í lífeyrissjóð.
Barnabæturnar Iækkuðu um
9.000 krónur og vaxtabætumar
um 4.900 krónur. Þegar svo búið
er að borga 34.150 krónur í leik-
skólagjöld er ekki ein einasta
króna eftir af þessum 85.500
króna „viðbótartekjum" heimilis-
ins - t.d. upp í ferðakostnað til og
ífá vinnu, fljótlegri mat og annan
aukakostnað, sem oftast íylgir því
að foreldrar ungra barna vinna úti
allan daginn.
Tímakaupið 30-100 krónur
Dagur bað Eddu Rós að reikna út
samsvarandi dæmi m.v. að heima-
vinnandi makinn hefði engar at-
vinnuleysisbætur. Hvað hann
þyrfti í þá að fá í laun til þess að
koma ekki út í mínus. Og niður-
staðan er, að heimilið hefði ekki
einni krónu meira úr að spila íyrr
en launin færu yfir 70 þús. krónur
á mánuði. Má af þessu ráða að
margar konur sem telja sig vera að
afla heimili sínu aukinna tekna
með vinnu fyrir 80-100 þúsund
krónur á mánuði halda kannski
aðeins eftir kringum 5-15 þúsund
krónum - og eru því í rauninni að
þræla sér út fyrir 30-100 krónur á
tímann. - HEi
„Kjúkling;ilekum“
enn til atliugunar
Mánuður síðan heil-
brígðisnefndiu ákvað
að óska eftir rannsókn.
Heíiir verið „til athug-
imar“ í tvær vikur.
Rannsókn á því með hvaða hætti
skýrsla heilbrigðiseftirlits Suður-
lands komst í hendur fjölmiðla
miðar hægt eftir því sem næst
verður komist. Nú eru liðnar rúm-
ar tvær vikur frá því beiðnin um
rannsóknina barst til sýslumanns-
embættisins á Hvolsveíli en þang-
að kom hún frá Ríkislögreglu-
stjóra, sem fékk beiðnina upphaf-
lega. Nú er um mánuður síðan
Heilbrigðisnefnd Suðurlands
ákvað að óska eftir rannsókn á
málinu.
Einu upplýsingarnar sem fást
hjá sýslumannsembættinu á
Hvolsvelli eru að málið sé í rann-
sókn og lítið annað um það að
segja. I heild virðist rannsókn
málsins erfið og óvíst hvort eitt-
hvað kemur út úr henni. Skýrsla
hefur verið tekin af Birgi Þórðar-
syni heilbrigðisfulltrúa og spurður
um það hvort hlutaðeigandi menn
væru orðnir óþreyjufullir eftir nið-
urstöðu segir hann að vissulega
væri best ef hægt væri að hraða
rannsókninni sem mest svo menn
liggi ekki undir ámæli í sínum
störfum. Guðmundur Ingi Gunn-
laugsson formaður Heilbrigðis-
nefndar Suðurlands segist bíða ró-
Iegur eftir niðurstöðu rannsóknar-
innar.
Beðið eftir ráðimeytinu
Annar angi málsins er að heil-
brigðisnefndin óskaði eftir því við
umhvefisráðuneytið að það léti í té
álit sitt á því hvort starfsmenn hafi
farið út fyrir heimildir sínar sam-
kvæmt stjómsýslulögum og lögum
um hollustuhætti. Matthías Garð-
arsson, framkvæmdastjóri heil-
brigðiseftirlits Suðurlands, hefur
verið til yfirheyrslu hjá ráðuneyt-
inu og Birgir Þórðarson heilbrigð-
isfulltrúi hefur skilað greinargerð
til ráðuneytisins.
Birgir Þórðarson, heilbrigðis-
fulltrúi Suðurlands, sem einnig
situr í stjórn Neytendasamtak-
anna, segir tilhneigingu hjá kerfis-
mönnum og Iögfræðingum til að
túlka lög um hollustuhætti og
mengunarvarnir fyrirtækjum í hag
en ekki neytendum, meðal annars
sé vísað til fra m 1 ciðs 1 uIeyndarmá 1 a
en slíkt eigi bara alls ekki við varð-
andi öll mál. — HI