Dagur - 27.08.1999, Page 6
7
\ .-'jeífefe't 'f v*. iin »-■ .Vs H 'i aKriaTO's
6 - fÖSTUUAUUH 2 / . ÁQÚST 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Sfmar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.800 KR. Á MÁNUÐI
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
Grænt númer: 800 7080
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason
CAKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 CREYKJAVÍK)
Fé á glæ kastað
í íyrsta lagi
Þeim gífurlegu fjármunum sem stofnanir á borð við Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann og vestrænar stórþjóðir
hafa mokað í rússnesku hítina er á glæ kastað. Sífellt berast
nýjar fréttir af því hvernig þessir peningar lenda inn á leynileg-
um bankareikningum stjórnmálamanna og mafíósa. Nú síðast
er fullyrt að jafngildi meira en þúsund milljarða íslenskra króna
hafí verið komið undan með aðstoð banka í New York - þar af
líklega um 7-8 hundruð milljörðum af þeim peningum sem Al-
þjóða gjaldeyrissjóðurinn lánaði Rússum. Það fylgir sögunni að
fjölskylda Jeltsíns forseta og nánir ráðgjafar hans hafí þar átt
hlut að máli ásamt kunnum rússneskum glæpaforingja.
í öðru lagi
Þessar nýjustu fréttir frá Rússlandi staðfesta aðeins það sem
lengi hefur verið vitað, að náið samstarf hefur verið og er á
milli ýmissa þeirra mafíuhópa sem blómstrað hafa þar eystra
frá falli kommúnismans og ráðandi stjórnmálamanna. Engu að
síður, og þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir, hafa þeir sem ráða mál-
um á vesturlöndum mokað peningum í rússnesku spillingarhít-
ina. Astandið í landinu hefur lítið batnað við þann Qáraustur
einfaldlega vegna þess að mestur hluti fjármagnsins hefur far-
ið í vasa mafíósa cg spilltra stjórnmálamanna eða inn á erlenda
bankareikninga þeirra, en ekki til að byggja upp efnahags- og
atvinnulíf Rússlands.
í þriðjalagi
Þótt einn njósnaforinginn hafi tekið við af öðrum sem forsæt-
isráðherra í ríkisstjórn Jeltsins hefur ekkert breyst í innri mál-
um í Rússlandi. Þvert á móti bendir margt til þess að spill-
ingaröflin hafí enn frekar styrkt síg í sessi með þessum nýjustu
mannabreytingum. Það er kominn tími til að stjórnendur al-
þjóðastofnana og vestrænna stórvelda taki mið af veruleikan-
um í Rússlandi og hætti að henda þúsundum milljarða króna á
rússneska spillingarbálið. Það kynni loksins að knýja Rússa til
að hreinsa rækilega til í því glæpasamfélagi sem leyst hefur
rússneska stórveldið af hólmi.
Elias Snæland Jónsson
KR-ÁKRÁ! *
„Á Fram KRá? Á Fram KRá?!“
Þannig munu áhangendur KR
örugglega hrópa næst þegar
Reykjavíkurfélögin KR og
Fram leiða saman bykkjur sín-
ar á fótboltavellinum. Því stað-
reyndin er sú að þó bæði þessi
félög hafi nú hlutafélagavætt
meistaraflokka sína, þá er KR
komið miklu Iengra í rekstrar-
legu tilliti. KR á nefnilega krá
en ekki Fram. KR keypti krána
Rauða Ijónið og KR er að
verða fjölmiðlaveldi, rekur út-
varpsstöð og gefur út blað.
Garra finnst eins og gerst
hafi í gær þá hann var að fylgj-
ast með æskuástinni sinni KR,
þegar með liðinu léku
menn á borð við Ellert
Schram, Garðar Árna-
son og þeir Felixsynirn-
ir Gunnar, Hörður og
Bjarni. Þetta voru sann-
ir áhugamenn sem létu
mæður sínar bursta fót-
boltaskóna, spörkuðu
hátt og langt og sköll-
uðu níðþunga reima-
bolta af karlmennsku. Og þá
var engin krá í Reykjavík.
Móralskur nið-
urgaugur?
En nú á KR krá. Og leikmenn
þiggja Iaun fyrir að gera það
sem Felixsynir og Schramar-
inn gerðu frítt og raunar með
ærnum persónulegum til-
kostnaði, sjálfum sér og áhorf-
endum til jmdisauka. Gamlir
aðdáendur KR telja ýmsir að
þessar „Fram-farir“ séu í raun
afturför eða móralskur niður-
gangur. En Garri er ekki á
sama máli.
Það sem KR-sport er að gera
er að fylgja kalli tímans, reyna
að ná árangri í veröld þar sem
peningar eru afl þeirra hluta
sem gera skal, líka á fótbolta-
vellinum. Manchester United
á krá, rekur útvarps- og sjón-
varpsstöð og gefur út blað. KR
er Manchester United Islands.
Og það sem Tjallinn getur, það
getum við.
OKRA ogFBA
Garri fylgdist á dögunum af
ánægju með úrslitaleikjum
Fram og KR á Islandsmóti 5.
flokks. Og þar var reyndar ekki
hrópað: ,Á Fram krá?!“ Af því
að KR í 5. flokki og öllum hin-
um yngri flokkunum, á enga
krá. Hlutafélagið KR-sport á
sem sé krá, en það á
ekki alla litlu og efni-
Iegu KR-strákana sem
urðu Islandsmeistarar
í 5. flokki.
Það liggur því fyrir
að þegar þessir strákar
vaxa úr grasi, þá ganga
þeir ekki sjálfkrafa upp
í meistaraflokkinn sem
KR-sport rekur. KR-
sport verður að kaupa þá af
KR. Og þessvegna getur Reyn-
ir Þorlákshöfn eða Þróttur
Neskaupstað fengið hina ungu
KR-inga til Iiðs við sig, ef Iiðin
bjóða betur en KR-sport, (sem
reyndar er ekki líklegt).
Heitnir ungmennafélagslim-
ir snúa sér ugglaust við í gröf-
um sínum yfir allri þessari
kaupsýslu sem tröllríður fót-
boltanum og mun aukast á
næstu árum. En þetta er þró-
unin og henni verður vart við
snúið.
Eða hvernig var það annars,
var það ekki dótturfyrirtæki
KR-sport, O-KR-A, sem keypti
hlutabréfin í FBA? HA?
GARRI
BIRGIR
GUÐMUNDS-
SON
skrifar
Þorgerður Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri vímuvarnaráðs,
segir í frétt Dags í gær að aukin
áfengissala sé áhyggjuefni. Hún
kallar líka eftir betri tölfræði um
þessi mál, tölfræði þar sem fram
kemur í hvaða aldurshópum
aukningin hefur orðið og hvort
ölvunartengdum slysum og af-
brotum hafi fjölgað í takt við
aukna áfengisneyslu. Undir
þetta má gjarnan taka með Þor-
gerði því það er gríðarlega nauð-
synlegt að geta fylgst með þróun-
inni í þessum efnum og brugðist
við ef mönnum sýnist allt stefna
í óefni. Það er þó miklu mikil-
vægara varðandi unglingadrykkj-
una og ofbeldið að skoða hinar
óopinberu sölutölur á áfengi -
sölutölur yfir Ianda og smygl.
Rannsóknir sýna að stærstur
hluti áfengis sem unglingar eru
að drekka kemur frá þessum
óopinberu uppsprettum.
Af áfiengisneyslu
Ekki stórfelldur kvíði
Sölutölur ÁTVR sýna hins vegar
miklu frekar neyslumynstur hins
almenna borgara, sem nú virðist
vera farinn að drekka meira en
nokkru sinni fyrr.
Þó alltaf megi auð-
vitað hafa áhyggjur
af aukinni áfengis-
neyslu, þá sýnist
mér nú sem þær
tölur sem birtust í
fréttum blaða í gær
gefi ekki tilefni til
stórfellds kvíða.
Samkvæmt Dags-
fréttinni drekkur meðal-Jóninn 3
bjóra, 3 sterka sjússa og hálft
annað vínglas í viku hverri.
Hvort það er mikið skiptir
kannski ekki svo miklu máli.
Þetta er í það minnsta í lægri
kantinum miðað við það sem
gerist hjá öðrum þjóðum. Það
sem þetta meðaltal hins vegar
undirstrikar er að meðal-Jóninn
er hættur að liggja í sterku vín-
unum bara til að verða fullur. Is-
lendingar eru á hraðferð yfir á
annað tilvistarstig í drykkjunni.
Menn eru að
skemmta sér eða
gera glaðan dag og
drekka um leið, en
eru hættir að
skemmta sér með
þvf að drekka.
Menn fara síður
svona gagngert á
fyllerí en þeir
gerðu áður.
Siðmeimingin
Þessi breyting sést líka þegar
skoðuð er sú tölfræði sem þó má
finna í þessum gögnum. Lands-
menn eru farnir að drekka miklu
meira rauðvín. Salan á því jókst
um 27%! Þetta er fólk að drekka
með siðfáguðum hætti með mat.
Sama er uppi á teningnum ef
aðrir hástökkvarar í sölu eru
skoðaðir. Koníak, (með kaffinu
eftir matinn) rýkur upp sölulist-
ann með 22% aukningu. Líkjörar
koma þar fast á eftir með 19%
aukningu. Á hinn bóginn kemur
í ljós að menn eru hættir að
drekka brennivín í kók með
sítrónu. Brennivínið er nú nán-
ast eingöngu notað sem snafs,
eins og sjá má af því að enn
minnkar sala þess um 13%! Allt
ber þetta að sama brunni. Þrátt
fyrir að áfengissalan hafi aukist -
og ástæða sé til að hugleiða
hætturnar af því - þá eru góðu
fréttirnar þær að vínmenningin
tekur stórstígum framförum.
Eftir standa þær áhyggjur sem
við öll hljótum að deila með Þor-
gerði og vímuvarnarráði - að ekk-
ert lát virðist á hinni óopinberu
sölu og neyslu, sem er bæði
mikil og ómenningarleg.
----'-ituwaCT
Hvað veldur stór-
aukinni áfengisneyslu
íslendinga?
Guðlaugur Þór Þórðarson
borgaifulltrúi.
„Inni í þessu er
neysla ferða-
manna, sem er
að fjölga ár frá
ári. Við höfum
ekki, eðli máls-
ins samkvæmt,
tölur yfir
heimabrugg, en það er líklegt að
góðærið leiði til þess að fólk
kaupi frekar áfengi eftir hefð-
bundnum leiðum þegar vel árar.
Ekki kemur á óvart að neysla
léttra vína sé að aukast, það eru
áhrif erlendis frá þar sem vín er
partur af matarmenningu. Sjálf-
sagt er að vinna gegn því að börn
og unglingar noti áfengi og
sömuleiðis misnotkun hinna
fullorðnu á því. Hinsvegar verð-
um við að horfast í augu við að
áfengisneysla hefur fylgt fólkinu
í gegnum aldir og því verður ekki
breytt nú.“
Haukur Tryggvason
veitingatmðurá Pollinum á Akureyri.
„Ég held að
ástæðan sé
mikil fjölgun
vínveitinga-
staða og auð-
veldara aðgengi
fólks að áfengi
almennt. Þá
hefur opnunartími vínveitinga-
staða verið að rýmkast. Þetta eru
helstu skýringarnar, þó ég telji
aftur á móti að vandamál sam-
hliða drykkju séu ekkert meiri í
dag en þau hafa verið.“
Katrín Fjeldsted
alþingismaður.
„Ég vil ekki
fullyrða að
þetta sé vanda-
mál, því svo
margt annað
kemur inní
myndina.
Áfengisneysla
hér er t.d.
minni en í nágrannalöndum okk-
ar og aukningin er fyrst og
fremst í drykkju léttra vína, en
ekki þeim bölvaldi sem brenni-
vínið er. Vonandi er minna
drukkið af landa og vínmenning
okkar Islendinga hefur stórlega
batnað. Við skulum samt ekki
gleyma að Bakkus er harður hús-
bóndi og hóflega drukkið vín
gleður mannsins hjarta.“
Bjöm Mikaelsson
yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.
„Þessu veldur
aukið aðgengi
að áfengi mið-
að við hvað var.
Vínveitinga-
stöðum hefur
íjölgað, opnun-
artími hefur
lengst, úrvalið af drykkjum er
meira og þannig gæti ég haldið
áfram. Bót er þó í máli að þeim
sem verða ofurölvaðir á almanna-
færi hefur fækkað og það kom
með bjómum. Að mínu mati er
erfitt að sporna gegn þeirri þróun
í áfengismálum sem á sér nú
stað, meðal annars vegna krafna
ferðaþjónustunnar."