Dagur - 27.08.1999, Qupperneq 8
8 -FÖSTVDAGUR 27. ÁGÚST 19 9 9
FRÉTTASKÝRING
L
Vfifptr
Ríkisreikiimgiir 1998
lýsir mikilli þenslu,
þar sem samanburðar-
hæfar tekjur hækka
um 16% og gjöld um
24% og útkoman varð
10 milljarða halli,
reiknað með gamla lag-
inu.
„Auknar Iífeyrisskuldbindingar eru
meginskýring þess að niðurstaða
rekstrarreiknings ríkissjóðs fyrir
árið 1998 sýnir tæplega 9 millj-
arða króna (5%) halla,“ segir fjár-
málaráðherra, Geir Haarde, í inn-
gangsorðum nýs ríkisreiknings fyr-
ir síðasta ár. Fjárlög ársins gerðu
ráð íyrir bæði 166 milljarða tekj-
um og gjöldum. En útkoman er
181 milljarðs tekjur - 15 milljarða
umfram - og 190 milljarða gjöld -
eða 24 milljörðum umfram íjárlög.
Óvæntir 18 mUljarðar
Fjármálaráðherra segir þarna lang-
mest muna um að lífeyrisskuld-
bindingar ríkissjóðs hafi hækkað
18 milljörðum meira (7-falt meira)
en áætlað var í fjárlögum, vegna
breytinga á launakerfi ríkissjóðs.
Fjárlögin hækkuðu því óvart um
11% vegna einnar vanáætlunar við
fjárlagasmíðina (sem samsvarar
nær 90.000 kr. á hvern framtelj-
anda í landinu). Upphæðina má
m.a. skoða í Ijósi þess að allar Iíf-
eyrisgreiðslur Tryggingastofnunar
námu 16 milljörðum á árinu og
launakostnaður ríkissjóðs um 50
milljörðum.
Gamla kerfið og nýja
Ríkisreikningur ársins 1998 er
hinn fyrsti sem gerður er sam-
kvæmt lögum frá 1997 um fjár-
reiður ríkisins. I þeim er að finna
margvísleg nýmæli varðandi fram-
setningu fjárlaga og ríkisreiknings,
flokkun ríkisfyrirtækja og stofnana
og uppgjörsreglur, í líkingu við það
sem gerist hjá einkaaðilum. Til
dæmis færast nú á gjaldahlið
margir stórir liðir sem áður komu
til lækkunar á tekjum; t.d. barna-
bætur, vaxtabætur og afskriftir
skattkrafna. Mun fleiri aðilar telj-
ast líka til A-hluta ríkissjóðs en
áður. Til dæmis eru afnotagjöld
Ríkisútvarpsins nú færð sem tekj-
ur ríkissjóðs og síðan sama upp-
hæð gjaldamegin sem framlag til
Ríkisútvarpsins.
Um 10 milljarða halli
Þessar breytingar gera beinan
samanburð einstakra fjárlagaliða
við fyrri ár ómarktækan. En „í
skýringum með reikningnum er þó
gerð tilraun til að nálgast niður-
stöður gjalda og tekna samkvæmt
fyrri uppgjörsaðferð", segir Ríkis-
endurskoðun. Og sá samanburður
sýnir ennþá meiri halla en nýja
uppgjörsaðferðin.
Eftir gömlu aðferðinni, voru al-
mennar tekjur 157 milljarðar, eða
22 milljörðum (16%) meiri en
árið áður. Og gjöldin reiknast 167
milljarðar, sem þýðir rúmlega 32
milljarða og næstum fjórðungs
hækkun (24%) milli ára. Reiknað
með gömlu aðferðinni varð þannig
10 milljarða (6%) hallarekstur
1998.
Nær 230% hækkun hjá Geir
Þessi 32ja milljarða útgjaldaaukn-
ing skiptist mjög misjafnlega niður
á einstök ráðuneyti. Bæði hlut-
fallslega og í krónum talið hækka
gjöld fjármálaráðuneytisins marg-
falt meira en annarra; úr 8 millj-
örðum í 26, eða 227%. Að
„óvæntri" hækkun lífeyrisskuld-
bindinga frádreginni, stendur enn
eftir 16% hækkun frá fyrra ári.
Næst mest hlutfallsleg hækkun
varð hjá ráðuneytum umhverfis-
mála 39%, forsætis 33%,
dóms/kirkjumála 17% og félags-
mála 16%.
Næst mest krónutöluhækkun
varð í heilbrigðisráðuneytinu -
sem fer með þriðjunginn af heild-
arútgjöldum Ijárlaganna. Utgjöld-
in hækkuðu úr 55 í 62 milljarða
eða ríflega 13% milli ára. Utgjöld
utanríkis- og landbúnaðarráðu-
neyta hækkuðu um 11-12% og
sjávarútvegs- og samgöngu um 4-
5%.
Tvö ráðuneyti skáru sig úr, með
gjaldalækkun; iðnaðarráðuneyti
29% og viðskiptaráðuneyti 2%
Iækkun frá árinu áður.
Gjöldin 690.000 kr. á hvem
íslending
Tekjur ríkissjóðs (181 milljarður)
samsvöruðu nær 660 þús. kr. á
hvern Islending, eða um 2,6 millj-
ónum á 4ja manna fjölskylduna í
fyrra. Og 90% þeirra voru skatt-
tekjur. Mest munar um 59 millj-
arða virðisaukaskatt, 32ja millj-
arða tekjuskatta einstaklinga og 7
milljarða á Iögaðila, 28 milljarða
vörugjöld og 16 milljarða trygg-
ingagjöld. Sala eigna (aðallega
hlutabréfa) skilaði 2,5 milljörðum
og arðgreiðslur voru álíka upphæð.
Gjöldin (190 milljarðar) námu
um 690 þúsund krónum á mann,
eða nær 2,8 milljónum á 4ra
manna fjölskylduna í fyrra. Gjöld-
unum er m.a. skipt niður á 4 mjög
misstóra málaflokka.
Yfir helmingur í félagsmálin
Ríflega helmingurinn fer til félags-
mála (100,5 milljarðar).
Langstærst eru heilbrigðismál, 41
milljarður (147.000 kr. á íbúa), al-
mannatryggingar og velferðarmál
37 milljarðar (133.000 á íbúa) og
fræðslu- og menningarmál 22
milljarðar (80.000 á íbúa).
Til atvinnumála teljast rúmlega
26 milljarðar. Stærstu liðirnir eru
rúmlega 10 milljarðar til sam-
göngumála, 8 milljarðar til land-
búnaðar og skógræktar og rúmir 2
í sjávarútvegsmál. Til löggæslu og
öryggismála og annarra almennra
mála fóru 18 milljarðar.
Onnur útgjöld voru 45 milljarð-
ar. Af þeim fór 21 milljarður í líf-
eyrísskuldbindingar, 16 milljarðar
í vexti og lántökukostnað og næst-
um 5 milljarðar í afskriftir skatt-
krafna, sem ekki hafa minkað í
góðærinu, nema síður sé.
Um 50 milljarða
laiuiakostnaðux
Skipting í rekstur og önnur gjöld
leiðir hins vegar í ljós að rekstur
ríkissjóðs, að frádregnum sértekj-
um, kostaði 100 milljarða á árinu:
Helmingurinn, 50 milljarðar, fór í
laun (40 árið áður) og 21 milljarð-
ur í lífeyrisskuldbindingar. Annar
rekstrarkostnaður var 25 milljarð-
ar og fjármagnsgjöld 16 milljarðar.
En 11 milljarða sértekjur stofnana
koma til frádráttar.
Tilfærslur námu 72 milljörðum,
sem aðallega fóru í margvíslegar
bætur og tryggingar, sóknargjöld,
Jöfnunarsjóð, LIN og fleira. Fimm
milljarðar fóru í ýmsa sjóði og aðr-
ar fjármagnstilfærslur og 4 millj-
arðar í viðhald, aðallega í vega-
gerð. Ríkissjóður fjárfesti fyrir
tæpa 9 milljarða, líka Iangmest
(3,5 milljarða) í vegagerð.
Afkoman hyggist á auknum
tekjum
- Þykir fjárlagasmiðum ekki hálf
skitt að gera ríkissjóð upp með
halla þrátt fyrir 15 milljarða við-
bótartekjur?
„Niðurstaðan er auðvitað lakari
en reiknað var með, en það er
vegna lífeyrisskuldbindinganna,
sem eru upp á 22 milljarða. Upp í
það höfðum við u.þ.b. 14 milljarða
þannig að niðurstaðan er 8 millj-
arðar í halla. Hins vegar reiknum
við með að þessi kúrfa fari niður á
þessu ári,“ svaraði Jón Kristjáns-
son, formaður fjárveitinganefndar
Alþingis. „Tekjurnar hafa vitaskuld
vaxið gríðarlega mikið þannig að
afkoma ríkissjóðs byggist auðvitað
á þeim auknu tekjum."
Skuldir greiddar iiiður
Veruleg útgjaldaaukning til hinna
ýmsu málaflokka segir Jón hins
vegar ekki koma á óvart. „Það er
t.d. alltaf verið að gagnrýna niður-
skurð heilbrigðisútgjalda. En
þarna kemur í Ijós yfir 7 milljarða
aukning til þess málaflokks, sem
skýtur nú skökku við alla þá um-
Jón Kristjánsson: Niðurstaðan er
auðvitað lakari en reiknað var með.
ræðu. En útgjaldaþörfin hefurvax-
ið mikið. Hins vegar er mikilvægur
þáttur í þessum ríkisreikningi að
lánsfjárþörfin er neikvæð um 17
milljarða, þannig að við erum að
greiða niður skuldir um verulegar
upphæðir."
Stöðugar kröfiir um aukiii
útgjöld
- Er ekki fjórðungs útgjaldaaukn-
ing milli ára samt á skjön við allar
Ágúst Einarsson: Ríkisreikningurinn
er áhyggjuefni fyrir landsmenn.