Dagur - 27.08.1999, Page 12

Dagur - 27.08.1999, Page 12
iM■ ■ »■ ■ wli■ ■■ ■ ■ a=ii.i,■H&fJ■ lfH*1Ifl11H Ilu i iinfiii n i n n 111111111111111111111111111 y n 111 m i 12 - FÖSTUDAGUR 2 7. ÁGÚST 19 9 9 ro^ir Sími 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio NATTURaN KALLAOI CETTU HVER SVARAÐI FÖStUd. kl. 21 & 23 m\ mmmmjALÆff/ \mVWU!4RRKENIVD OG GEÐVE/K/ <1|i FÖStud. Föstud. m kl. 21 - B.i.16 $ QD^J' D 1 G 1 T A L kl. 23 ■ E.I.1G D I G 1 T A L STAR WARS Vinsælasta mynd í kvikmynda- húsum í dag. Nú hafa 4000 manns séö þessa mynd í Nýja bíói á Akureyri. Sýnd kl. 15,18,21 og POWERSÝNING KL. 23.30 THE PHANTOM MENACE 1 lutaHob.fhOSHmhCrínl NottingHifl 7| Notting Hill - næstvinsælasta mynd í kvikmyndahúsum í dag. Nú hafa 7000 manns séð þessa mynd í Nýjabíói á Akureyri. Sýnd kl.19,21 og 23:30 Sýnd kl. 15 og 17 í tilefni af menningarnótt á Akureyri, býður Síminn GSM þér í bíó á stórmynd- ina Notting Hill laugardaginn 28. ágúst kl.4.40,7,9 eða 11.30 SÍMINN GSM ÍÞRÓTTIR L í liði Anderlecht eru margir frábærir einstaklingar sem skemmtu oft með leikni sinni. Anderledit vann Evrópu- dráttuTÍnn I gær var dregið í riðla í Meist- aradeild Evrópu. Sterkasti riðill- inn í keppninni er án efa B-rið- ill, þar sem Barcelona, Fiorent- ina, Arsenal og AIK Stokkhólm- ur Ieika. Evrópumeistarar Man. United lentu í heldur léttari riðli, með Marseille, Kroatía Za- greb og Sturm Graz. A-riðill: Lazio, Bayern Leverkusen, Dynamo Kiev og Maribor Teatanic. B-riðiIl: Barcelona, Fiorentina, Arsenal ogAIK Stokkhólmur. C-riðiIl: Bor. Dortmund, Feyenoord, Rosenborg og Boavista. D-riðiII: Man. United, MarseiIIe, Króatía Zagreb og Sturm Graz. E-riðill: Real Madrid, Porto, Olympiakos og Molde. F-riðill: Bayern Miinchen, PSV Eindhoven, Valencia og Rangers. G-riðiII: Spartak Moskva, Girondins, Sparta Prag og Willem II. H-riðilI: AC Milan, Chelsea, Galatasaray og Hertha Berlin. KR-ingar ur leiJk KR-ingar féllu í gærkvöld úr Evrópukeppninni í knattspyrnu, þegar þeir töpuðu seinni leikn- um gegn skoska liðinu Kilmarnock 2-0 í Skotlandi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-0 fyrir Skotana og því þurfti að framlengja leikinn. Kilmarnock bætti síðan við einu marki í framlengingunni og komst því áfram í keppninni á einu marki, þar sem KR-ingar unnu fyrri leikinn 1-0 á KR-vell- inum. Onnur úrslit í gærkvöld: Landssimadeild kvenna: Fjölnir - ÍA 3-6 ÍBV - Valur 0-2 Breiðablik - Stjarnan 2-1 KR - Grindavík 15-0 1. deild karla ÍR - Skallagrímur 4-1 FH - Stjarnan 1-1 Leiftur og Anderlecht léku seinni leikinn í undankeppni UEFA-keppninnar á Akureyrar- velli í gær. Anderlecht vann 3-0 sem voru nokkuð sanngjörn úr- slit eftir gangi leiksins. Leiftur hóf leikinn af nokkrum krafti en strax á annarri mínúti lék Ander- lecht skemmtilega gegnum vörn Leifturs sem endaði með skoti frá Patrick van Diemen sem söng í netinu aftan við Jens Martin Knudsen, 1-0. Leifturs- menn misstu þó ekki móðinn en það var hins vegar Anderlect sem þyngdi stöðugt sóknina og leikurinn fór stöðugt meira fram á vallarhelmingi Leifturs. Hættulegasta færi Leifturs kom á 28. mínútu er vörn Anderlecht bjargaði naumlega í horn eftir langt innkast Páls Gíslasonar. Á 41. mfn. braut Þorvaldur Guðbjörnsson á Jan Köller og var dæmt víti sem Par Zetterberg skoraði úr, 2-0. Zetterberg skor- aði svo 3-0 úr víti á 63. mínútu er Jens Martin felldi einn besta Ieikmann Anderlecht, EIos Ekakia Elonga, er hann var kom- inn einn í gegn, en við hraða þessa leikmanns, sem kom inn á í síðari hálfleik, réðu varnar- menn Leifturs illa. Anderlecht vann því samanlagt 9-1 í leikjun- um tveimur. Besti leikmaður Leifturs var tvímælalaust Hlyn- ur Birgisson, sem hafði risann í Iiði Anderlecht í strangri gæslu. Einnig varði Jens Martin vel, t.d. einu sinni maður gegn manni. Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, sagðist eftir leikinn vera ánægður með vörnina en þeir hefðu verið að spila gegn klassaliði, og hann væri ánægður með hlut þeirra Júlíusar Tryggvasonar og Hlyns Birgis- sonar í vörninni. Aimé Anthuen- is, þjálfari Anderlecht, sagði leikinn hafa verið fremur prúð- mannlega leikinn, en hann hefði verið hræddur við meiðsli vegna mjög stífs leikjaprógrams liðsins á næstunni. Völlurinn væri held- ur ekki nógu sléttur sem hugs- anlega hefði komið í veg fyrir meiri markaskorun. - GG Algjört ragl á norska leikmaimamarkaönum Ekki raunhæft að norsk lið kaupi leik- iiiann fyrir fjórðitng úr milljarði. Rosenborg eina norska félagið sem rekið er með hagn- aði. Laun leikmanna alltof há. „Því miður eru nokkrir umboðs- menn knattspyrnumannanna í Noregi ekkert annað en englar með skftuga vængi. Þeir hugsa hvorki um hag leikmanna eða lið- anna heldur aðeins um sína pers- ónulegu afkomu og hvað mikið þeir fái í vasann fyrir hveija sölu. Ef salan á John Carew, sem Ros- enborg keypti á 250 milljónir, á að vera viðmiðunartala í norska bolt- anum, ganga varla fleiri Ieikmenn á milli liða í Noregi,“ sagði Olav Boksasp, framkvæmdastjóri Molde. Hann segir að þeir hjá Molde hafi nú lagt allar sínar hug- myndir um kaup á leikmönnum á hilluna og ætli sér að bíða þar til ró kemst á markaðinn á ný. Eftir söluna á Carew hafa marg- ir forráðamenn úrvalsdeildarlið- anna fengið dollaramerki í augun og eru ekki til viðræðu um sölu á leikmönnum nema tugir milljóna skipti um eigendur. Bjartsýniskast forráðamannanna hefur nú leitt til þess að þau félög, sem geta selt leikmenn til Englands og annarra landa, ætla að bíða með sölurnar þar sem þau eiga ekkj möguleika á að rétta við bágan fjárhag þurfi þau að kaupa norska leikmenn í stað þeirra sem seldir verða. Oll liðin í norsku úrvalsdeildinni, nema Rosenborg, eru rekin með tapi og fjárhagur margra þeirra er allt annað en glæsilegur. Lairn eftir árangri Anders Krystad hjá Válerenga, heldur því fram að staða margra liða sé orðin það slæm að nú sé komið að því að Iækka laun leik- manna. Hann nefndi þá hugmynd að hugsanlegt væri að breyta Iaunakerfinu í þá átt að borga meira eftir árangri en nú er gert. „Það er útilokað að lið geti keypt Ieikmenn fyrir milljónir og borgað þeim svimandi laun án þess að þeir komi til móts við félögin og sýni að þeir séu peninganna virði. Það segir sig sjálft að þegar þessar stjörnur leggja sig ekki fram verð- ur gengi liðanna í réttu hlutfalli við vinnuframlag þeirra. Það þýð- ir einfaldlega að áhorfendum fækkar og minna kemur í kassann hjá liðunum sem greiða launin. Það er því spurning, sem er vel þess virði að menn velti fyrir sér, hvort leikmennirnir eigi ekki að fá laun í réttu hlutfalli við vinnu sína og hve marga áhorfendur þeir tr> !:kja á völlinn. Hvað er edlilegt verð? „Það er alla vega ekki 50 til 150 milljónir eins og sumir halda núna. Ekkert félag í Noregi getur greitt slíkar upphæðir fyrir Ieik- menn öðruvísi en að til komi mun meira fjármagn í rekstur liðanna og áhorfendafjöldinn verður a.m.k. þrefaldast," segir Boksasp. Hann bætir því við að toppliðin í deildinni ættu að geta borgað á milli 20 og 50 milljónir fyrir leik- menn sem keyptir eru á milli liða í landinu. Mörg hinna svokölluðu „litlu liða“ ráða ekki við að kaupa leik- menn fyrir meira en 20 milljónir. Staða margra þeirra er með þeim hætti að óvíst er hvort þau nta árið af eða ekki. Bæði Brann og Viking eru talin til hinna stóru í norska boltanum. Þau eiga samt við veruleg fjárhagsvandræði að stríða og hafa einungis nokkurra mánaða frest til að bjarga sér úr klóm gjaldþrots. Þau eru neydd til að selja þó þau geti ekki keypt. Rosenborg, Molde og Stabæk eru einu félögin sem hafa peninga af- lögu til leikmannakaupa. Fátt bendir þó til að þau ætli sér mikla hluti á heimamarkaðnum. Ef marka má orð Lars Petter Fos- dahl, eins umboðsmanns norskra og íslenskra knattspyrnumanna, er Island álitlegri kostur, nokkurs konar rúmfatalager fyrir norsku félögin. — GÞÖ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.