Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 1
Á Heimdellingar skamma Davíð Heimdellmgar gagn- rýna Davíð Oddsson harðlega á vefsíðu sinni. Davíð vill nú ekki selja 51% hlnt einum aðila. Það hefur vakið mikla athygli að undanförnu að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem ekki eru sammála því sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt um málefni Fjárfestingarbankans (FBA) að undanförnu, hafa þor- að að lýsa þessum skoðunum sínum opinberlega, sem er alveg nýtt í samskiptum þeirra við Flokksformann sinn. En það eru ekki bara þing- mennirnir sem eru óánægðir. Ungliðarnir í Sjálfstæðisflokkn- um hreinlega hella sér yfir for- sætisráðherra á vefsíðu Heimdallar, sem kallast Frelsar- inn. Þar segir í grein sem heitir Fá- tækleg orð: „Ummæli forsætisráðherra hafa kostað eigendur FBA held- ur marga aura. Gengi á bréfum bankans hefur fallið og þar sem ríkið á 51% í bankanum hefur ríkið orðið af rúmlega milljarði. Það eru ekki fá- tækleg orð. En hvað er þetta með FBA? Frelsarinn er ekki sammála forsætisráðherra þegar hann segir að einhveijir að- ilar hafi eyðilagt hitt og þetta, viðskipti hafi verið siðlaus eða jafnvel ólögleg og ríkisstjórnin þurfi að hugsa ferlið uppá nýtt. Hvað er að því þegar einn aðili ákveður að selja öðrum aðila, á frjálsum markaði, sinn hlut í ákveðnu fyrirtæki? Skilur forsætisráðherra ekki hvað frjáls viðskipti ganga út á? Og svo í ofan á lagt svertir hann orðstír fyrirtækis, sem byggir meðal annars viðskipti sín á trausti viðskiptavina til þess. Þetta er ólíðandi af manni sem er forystumaður framkvæmda- valdsins. Og þrátt fyrir að fjórir einstak- lingar, sem hver um sig eiga 7% í einum banka á Is- landi og eru í for- svari fyrir hóp íjárfesta, þá er lít- il hætta á ferðum. Það má alls ekki rýra trú almenn- ings á frjálsum markaði og skil- virkni hans. Kannski er ekki hægt að segja að bankastarfsemi sé eins og hver önn- ur þjónusta, rekstur þeirra verður að lúta ákveðnum lögmál- um og keðjuverkun getur leitt til óstöðugleika og bankakreppu, en almennt gildir sama um eignar- hald þeirra og annarra fyrir- tækja. Viðskiptavinir geta leitað annað og það er auðvelt fyrir er- lenda banka að opna útibú hérna ef bankar í eigu fárra aðila ætla sér að misnota aðstöðu sína. Nú þegar geta fyrirtæki leitað út fyr- ir landsteinana í bankaviðskipt- um sínum.“ Ekki ei n 11 in aðila Stefna forsætisráðherra í FBA málinu er sögð uppspretta gagn- rýninnar á hann í flokknum. I gær lýsti Davíð Oddsson því hins vegar yfir að hann vildi selja hlut ríldsins í einu lagi. Hins vegar vildi hann ekki selja hann einum aðila. Þetta er sama afstaða og komið hefur fram hjá Halldóri Ásgrímssyni. Þá svaraði Davíð Oddsson því til í gær, aðspurður, að frétt Dags um að tilboð hafi komið í FBA áður með blessun hans, væri röng. Hins vegar hefðu margir haft samband við hann vegna áhuga á kaupum í FBA og það væri hið besta mál. I ljósi þess hve nálægar heimildir Dags fyrir fréttinni voru þessu máli, kemur þessi fullyrðing Davíðs mjög á óvart. - S.DÓr/bg Davið Oddsson forsætisráðherra sætir nú gagnrýni samflokks- manna. BjáLkahús í Strýtu Verið er að reisa um 320 fer- metra finnskt-rússneskt bjálka- hús á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli. Undir húsinu er steyptur kjallari, síðan kemur hæð og loks 80 fermetra kvistur. Ekki reyndist erfitt að koma efn- ishlutum hússins á staðinn en þó þurfti að draga þangað steypubíla með jarðýtu. Húsið rís á efra svæðinu uppi í Strýtu og Ieysir af hólmi tvo gömul hús þar sem verða rifin. ívar Sig- mundsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að nýja húsið verði notað sem veitingahús og þar verði snyrtingar en einnig nýtist það sem þjónustuhús fyr- ir skíðamót og er kvisturinn ætl- aður til þess. I vetur verður m.a. Vetraríþróttahátíð og einnig FÍS-mót í Hlíðarfjalli og Andrés- ar andar leikarnir verða 25 ára. Byggingarkosfnaður er áætlaður um 30 milljónir króna. - GG Lágskýjað var á Akureyri í gær þannig að útsýnið frá bjálkahúsinu I Strýtu var ekki sem skyldi. Á myndinni má sjá menn vinna við uppsetningu hússins. mynd: brink Þmgið axli ábyrgð á virkjiminiii „Ég hef enga trú á að Ossur, Steingrímur J., Sighvatur og fleiri hafi skipt um skoðun. Hins vegar finnst mér það rétt hugsað, og al- veg sjálfsagt, að þingið taki á ný ábyrgð á áformum um Fljótsdals- virkjun, vegna þess að þingið ákvað, með samþykki allra flokka, að virkjunin skyldi ekki fara í um- hverfismat. Leyfið til að virkja er einnig samþykkt Alþingis." Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir, al- þingismaður, í helgarviðtali Dags. Þar fjallar hún um þau mál sem efst eru á baugi og væntanlega innkomu sína í ríkisstjórnina. Hommar fæddir 1925 áttu ekkert sældarlíf vegna kyn- hneigðarinnar. Annað hvort fóru þeir úr landi, sökktu sér í drykkju eða gripu til þess örþrifaráðs að stytta sér aldur. Hommar fæddir 1975 eru hins vegar Iífsglaðir og öruggir með sig og bera höfuðið hátt. Eygló Jóna Gunnars- dóttir hefur gert könnun á aðstæðum homma á mis- munandi tím- um. Hún segir frá niðurstöð- um sínum í við- tali við helgar- blað Dags. „Svo framarlega sem hitastig fæðu er skaplegt og styrkur krydds ekki yfirdrifinn er ekkert að því að nota líkamann af og til í stað leiðigjarns leirtaus," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, kynlífs- sérfræðingur Dags, í vikulegum pistli sínum í helgarblaðinu. Svo er nýr skammtur af sönn- um íslenskum dómsmálum, spurningaþáttur, bíórýni, bóka- hilla, poppsíða, krossgáta, veiði- þáttur, matargat og margt margt fleira skemmtilegt í helgarblað- inu. Góða helgi! Eygló Jóna Gunnarsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.