Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 - S FRÉTTIR L. Skerða kjör hjá láglaimakonuin Alnienn og niikil óá- nægja í flugeldhúsi Flngleiða á Keflavlk- nrflngvelli. Ókeypis akstur til og frá vinnu aflagðnr. Strætó í staðinn. í samræmi við kjarasamninga. Mikil og almenn óánægja er meðal starfsfólks í flugeldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli vegna þeirrar ákvörðunar fyrir- tækisins að hætta að aka starfs- fólki til og frá vinnustað frá og með næstu mánaðamótum. Sumir starfsmenn segjast ætla að bregðast við þessu með því að vinna ekki aukavaktir né auka við sig á álagstímum. Vigdís Sigur- jónsdóttir, trúnaðarmaður starfs- manna, segir að þarna sé um kjaraskerðingu að ræða fyrir starfsmennina sem þurfa eftir- leiðis að greiða um 300 krónur í strætó frá Reykjanesbæ hvern vinnudag. Um 70-80 konur starfa í eldhúsinu. Einar Sigurðs- son fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum segir að fyrirtæk- ið hafi ákveðið að hætta þessum akstri í ljósi bæt- tra almennings- samgangna á svæðinu. Það sé f samræmi við ákvæði aðal- kjarasamnings. Sótt í næstu samningiun Trúnaðarmaður starfsmanna, sem flestir eru í Verkalýðs- og sj ómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, segir að hefð sé fyrir því að Flugleiðir sjái um að keyra starfsfólkið til og frá vinnu. Hún segir að flestir starfsmennirnir hafi skrifað undir mótmælaskjal vegna þessa. Þótt engar skipuleg- ar aðgerðir séu á dagskrá hjá starfsfólkinu sé viðbúið að hver og einn muni hugsa sinn gang. Einar Sigurðsson framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum segir að fyrir- tækið hafi ákveðið að hætta þess- um akstri í Ijósi bættra almenn- ingssamgangna á svæðinu. Hún segir það skjóta heldur skökku við að á sama tíma og laun flestra séu að hækka í þjóð- félaginu, skuli Flugleiðir skerða kjör láglauna- kvenna sem fá um 75 þúsund krónur í mánað- arlaun eftir skatta. Af þeim sökum sé viðbú- ið að starfsfólkið muni fara að líta í kringum sig eftir annarri vinnu, enda virðist vera mikil eftirspurn eftir starfskröftum, ef marka má at- vinnuauglýsingar. Vigdís segir að Flugleiðir séu hinsvegar ekki að brjóta nein ákvæði í kjarasamn- ingum með þessari ákvörðun sinni. Aftur á móti sé einsýnt að reynt verði að ná þessari kjara- skerðingu til baka í næstu samn- ingum. Almenningssamgöngur Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, segir að þessi breyting sé vegna þess að almenningssamgöngur séu að komast á milli flugv'allarins og nágrannasveitarfélaga. Hann bendir á að í aðalkjarasamningi sé ákvæði sem segir að þegar ekki sé um almenningssamgöngur að ræða, þá hafi atvinnurekendur það hlutverk að sjá til þess að koma starfsfólki til og frá vinnu. Þegar almenningssamgöngur séu loksins að komast á á milli flug- vallarins og sveitarfélaga í ná- grenni hans, þá hafi það alltaf verið vitað að Flugleiðir mundu hætta að aka starfsfólki á milli. Enda í fullum rétti til þess. Hann bendir m.a. á að í kjaarsamningi við Verslunarmannafélag Suður- nesja sé sérstök bókun þess efnis að þessum akstri verði hætt um leið og almenningssamgöngur séu fyrir hendi. Þá telur hann að hægt sé að fá mun ódýrari far- gjöld með strætó en 300 krónur til og frá vinnu með því að kaupa kort. - GRH í lögreglu- yfirheyrslu Stjórnarmenn Félags til vernd- ar hálendis Austurlands, þau Hrafnkell A. Jónsson, Þór- hallur Þorsteins- son og Karen Erla Erlingsdótt- ir, sem stöðvuðu för stjórnarmanna Landsvirkj- unar á Bessastaðaárbrú í vik- unni og lásu þeim pistilinn, voru í gær tekin til Iögregluyfir- heyrslu á Egilsstöðum. Tekin var skýrsla af þremenningunum. Hún verður síðan send til full- trúa sýslumanns, sem svo ákveð- ur hvort ákært verður í málinu. „Okkur var sagt að verið væri að rannsaka orðróm um hugsan- legt brot okkar á umferðarlög- unum. Eg svaraði því til að fyrst og fremst hafi þarna verið um táknrænan atburð að ræða, um þá stöðu sem komin er í umræð- una um Fljótsdalsvirkjun. Ég hafnaði því að sjálfsögðu að hafa heft för fólksins, því að um leið og ég var beðinn um að færa bíl- inn af brúnni, þá gerði ég það. Eg viðurkenndi að sjálfsögðu að hafa sett hann á brúna,“ sagði Þórhallur Þorsteinsson í samtali við Dag í gær. Ymsa umhverfis- vemdarsinna grunar að hraðinn og vinnugleði Iögreglunnar vegna þessa atburðar sé til kom- inn vegna tilmæla frá æðstu stöðum. - S.DÓR Þórhallur Þor- steinsson. StórauMð eftírllt Norrænu ráðherrarnir á Akureyri í gær. Danski heilbrigðisráðherrann var farinn áleiðis tii Danmerkur og íslenski félagsmálarðaherrann, Páll Péturs- son, á leið til Siglufjarðar á ársþing SSNV. mynd: brink Dómsmálaráðherrar funda nú í fyrsta skípti um vímu- vamarúrræði með heilbrigðis- og félags- málaráðhemun. Heilbrigðis-, dóms- og félags- málaráðherrar Norðurlandanna ásamt embættismönnum fund- uðu á Fosshótel KEA á Akureyri í gær. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, segir að fyrst og fremst séu menn að bera saman bækur sínar hvað varðar reynslu og upplýsingar hvað varðar vímuvamir. Það sé afar mikilvægt því löndin standi mjög mismunandi vel að vígi hvað varðar þennan málaflokk. Heil- brigðis- og félagsmálaráðherrar hafa áður fundað um þessi mál, en þetta er í fyrsta skipti sem dómsmálaráðherrar Norður- landa funda um þessi mál. Til- gangurinn með því er sá að sýna mikilvægi þess að hnýta saman alla þætti eftirlitsins, þ.e. toll- gæslu, lögreglu, dómsmál, for- varnastarf, meðferðarstarf o.fl. Af Islands hálfu sátu fundinn ráðherrarnir Ingibjörg Pálma- dóttir, Sólveig Pétursdóttir og Páll Pétursson ásamt embættis- mönnum. „Samþykkt var á þessum fundi að norræna vímuvarnanefndin fái það hlutverk að kanna um- fang, áhrif og kostnað hvað varð- ar aukið eftirlit með vímuefna- sölum og vímuefnaneytendum, og um sameiginlegt verkefni er að ræða,“ segir Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðisráðherra. „Samstarfið mun styrkjast veru- lega með þessari samþykkt. Kostnaður við þetta verkefni er enn ekki ljós, en hann verður töluverður af þessu aukna eftir- liti. Fjármagnið kemur úr sam- eiginlegum, norrænum verk- efnasjóðum. Ljóst er að hér er geysilega mikið verk að vinna en ég er mjög ánægð með hvað tekst að virkja marga í barátt- unni gegn vágestinum og það er mikill hugur í mönnum, sagði Ingibjörg ennfremur. - GG 250 störf í Qarvtnnslu íslensk miðlun gerir ráð fyrir því að í lok næsta árs verði störf f fjarvinnslu fyrirtækisins á lands- byggðinni um 250. Þegar eru starfsmennirnir orðnir um 60 með opnun starfsstöðva á Vest- fjörðum og á Austfjörðum. Þá hafa fjölmörg sveitarfélög lýst yfir áhuga á samstarfi við fyrir- tækið um stofnun starfsstöðva í fjarvinnslu. Auk starfa við símatorg Is- Iandssíma munu starfsmenn Is- lenskrar miðlunar á Vestfjörðum, þ.e. Þingeyri, Suðureyri og ísa- firði, sinna verkefnum við sölu- og markaðsmál, gerð mark- aðskannana, skráningu gagna og fleira. Meðal annars hefur fyrir- tækið gert samning við Pricewa- ter-Coopers um gerð mark- aðskannana og á í viðræðum við fleiri fyrirtæki um verkefni. Þá hefur Iðntæknistofnun með stuðningi forsætisráðuneytis og Byggðastofnunar unnið að því að kanna hvaða verkefni sé hægt að vinna á Iandsbyggðinni með fjar- vinnslu. Þar á meðal sé skráning gagna og þjónusta á vegum stjórnsýslunnar, skráning gagna á heilbrigðissviði, vegna rann- sókna og menntamála, þjónustu- verkefni fyrir opinbera þjónustu og hugbúnaðar-, fjarskipta- og markaðsmál fyrirtækja. - GRH MeiriWutinu vill þjóðaratkvæði Ríflegur meirihluti þeirra sem greiddu at- kvæði um spurningu Dags á Vísi.is er fylgj- andi því að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um framtíð Eyjabakka. Spurt var: Á þjóðin að greiða atkvæði um framtíð Eyjabakka? Munurinn á af- stöðu þeirra sem fóru inn á vefinn og greiddu atkvæði var mikill. Hátt í tveir þriðju eða 63 prósent vildu þjóðaratkvæði, en 37 prósent voru á móti. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dags-spurningu á Vísi.is. Hún er svohljóðandi: Áttu íslenskir frjálsíþróttamenn erindi á HM í Sevilla? Slóðin er: www.visir.is Samtök um nýtingu orkuauðlinda Samtök um nýtingu orkuauðlinda til atvinnuuppbyggingar á Austur- landi verða stofnuð á Egilsstöðum í dag. I fundarboði segir meðal annars að samtökin verði mótvægi við „áróður öfgasinna og málsvari meirihluta Austfirðinga." Smári Geirsson, formaður Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi, ætti að eiga samhljóm með þessum nýju sam- tökum því í setningarræðu hans á aðalfundi sambandsins í gær sagði hann að af umræðunni í Qölmiðlum um virkjanir og stóriðju á Aust- urlandi mætti ráða að þar búi ekki fólk heldur eingöngu hreindýr og heiðargæsir. Á aðalfundinum var samþykkt að skora á stjórnvöld að hefja virkjunarframkvæmdir á Fljótsdal. Með þessari ályktun greiddi 41 atkvæði en 2 voru á móti. Orðhengilsháttur þingfulltrúa en ekki framkvæmdastjóra LK Guðbjörn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir það rangt að hann hafi viðhaft þau orð að landbúnaðarráðherr- arnir Guðmundur Bjarnason og Guðni Ágústsson hafi stundað orð- hengilshátt í stað þess að svara erindi kúabænda um innflutning fóst- urvfsa úr norskum kúm. Þau orð hafi verið viðhöfð af þingfulltrúum á aðalfundi Landssambands kúabænda, og gott betur, þegar umræð- an var sem heitust. - GG Reiöhjólaslys á Akureyri Reiðhjólaslys varð á Glerárgötu á móts við Grænugötu á Akureyri á öðrum tímanum í gær. Tólf ára gamall drengur var að fara yfir götuna á gangbraut þar sem bíll hafði numið staðar fyrir honum, en annar bíll kom svo úr sömu átt og virti ekki stöðvunarskyldu og ók á dreng- inn. Hann var fluttur á slysadeild FSA, með meiðsli á fótum og í baki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.