Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999
FRÉTTA SKÝRING
rD^ftr
Bæj aryfirvöld skipa
nefnd til að meta og
gera tillögur imi fram-
tíð hátíðarinnar Halló
Akureyri. Unglinga-
drykkja áherandi
áhyggjuefui þeirra
sem koma að hátíð-
inni. Héraðslæknir
viH ekki að verslunar-
mannahelgarhátíðir
fari aftur „út í móa“.
I sfðustu viku var haldinn fundur
helstu aðila sem komu að og
störfuðu í tengslum við hátíðina
Halló Akureyri í sumar. Var sá
fundur liður í markvissu starfi að-
standenda og bæjaryfirvalda við
að meta hvernig hátíðin gekk fyr-
ir sig, hvort endurskoða þurfi
skipulag einstakra þátta hátíðar-
innar eða jafnvel endurskoða há-
tíðina í heild. A þessum fundi
voru lagðar fram skriflegar grein-
argerðir ýmissa aðila. I kjölfar
þessa fundar ákvað bæjarráð Ak-
ureyrar í fyrradag að skipa sér-
stakan starfshóp á vegum bæjar-
ins sem skoði málið og skili bæj-
arráði síðan greinargerð og tillög-
um um framtfð hátíðarinnar.
Þennan starfshóp eiga að skipa
fulltrúar frá sex nefndum bæjar-
ins.
SMptar skoðanir
Af þeim greinargerðum sem lagð-
ar voru fram á fundinum í síðustu
viku og voru síðan kynntar í bæj-
arráði í fyrradag er greinilegt að
skoðanir þeirra sem að hátíðinni
koma eru afar skiptar og lýsingar
þeirra á ástandinu eru nokkuð
ólíkar. Þeir sem lögðu ffam grein-
argerðir voru Ferðamálafélag
Eyjafjarðar, Islensk verkefna-
stjórnun, Héraðslæknir Norður-
lands, Foreldravaktin á Akureyri
og Friðrik Vagn Guðjónsson,
heimilislæknir og íbúi í grennd
við KA svæðið. Almennt virðast
menn þó sammála um að skipu-
lag og framkvæmd hafi verið í
góðu lagi og miðað við aðstæður
hafi aðstandendur gert það sem
hægt var að ætlast til, og jafnvel
enn meira. Allir virðst hins vegar
sammála um að hátíðin dragi
fram og jafnvel magni upp ákveð-
in vandamál sem þegar séu til
staðar í samfélaginu. I þeim
flokki er unglingadrykkjan, fíkni-
efnaneyslan og það sem því fylgir,
mest áberandi. Dagur gluggaði
aðeins í umsagnirnar sem fyrir
liggja.
Betri en áður
Ólafur Hergill Oddsson, héraðs-
læknir Norðurlands, segir í sinni
greinargerð að í heild sinni hafi
hátfðin verið betri en undanfarin
ár. Hann gerir samanburð við úti-
hátfðir fyrr á árum sem hann
þekkir til (Saltvík 1971, Melgerð-
ismela 1998, Húnaver 1989) og
telur að út frá sjónarhóli heil-
brigðisþjónustunnar komi Halló
Akureyri frekar vel út. Um versl-
unarmannahelgina nú hafi „ein-
ungis þurft að sinna 60 tilfellum
á Slysadeild FSA umfram venju-
lega sumarhelgi og verður það að
teljast kraftaverk að svo lítið komi
upp miðað við að íbúatala bæjar-
ins tvöfaldist11. Héraðslæknirinn
segir ýmsar fleiri góðar fréttir
vera af því hvernig til tókst, en
bendir síðan á að það sé „alltaf
jafn ömurlegt að sjá ungmenni í
blóma lífsins niðurlægja sjálf sig
með áfengisdrykkju og vímuefna-
notkun eigrandi um og veifandi
flöskum". Ólafur bendir á að í
ljós hafi komið að þrátt fyrir þetta
hafi unglingar virst geta aðlagað
sig að þeim kröfum sem gerðar
voru, t.d. í Sundlauginni, en þar
var áfengi bannað og leitað í tösk-
um. Veltir Ólafur því upp hvort
ekki sé hægt að taka upp svipað
kerfi víðar og í ríkari mæli, t.d. í
miðbænum á meðan dagskrá er
skipulögð. Girða mætti miðbæ-
inn af og fólk fengi ekki að fara
þangað inn með áfengi.
Vímaí viku
Síðan segir í greinargerð héraðs-
læknis: „Halló Akureyri endur-
speglar alvarlegan vanda en skap-
ar hann ekki. Fylleríið á börnum
og fullorðnum á Islandi er áber-
andi allar helgar ársins. Það nær
hámarki sínu um verslunar-
mannahelgina og stendur þá vím-
an hjá mörgum samfellt í tæpa
viku með tilheyrandi skaða á sál
og líkama. Önnur vímuefni en
áfengi virðast vera í umferð í
auknum mæli. Aukinn fjöldi til-
fella, nú á FSA þar sem fólk var
stjarft af fíkniefnaneyslu bendir
til þess að lögreglan hafi ekki að-
eins uppgötvað fleiri mál heldur
sé neysla ólöglegra vímugjafa al-
mennari en áður var.“ Ólafur
Hergill Oddsson telur að verði
Halló Akureyri haldin aftur um
næstu verslunarmannahelgi beri
að auka löggæslu um helming að
minnsta kosti. Hins vegar má
segja að niðurstaða Ólafs - sem
helst vill leggja niður verslunar-
mannahelgina í núverandi mynd
- felist í eftirfarandi: „Verði þessi
helgi hins vegar áfram um sinn
tel ég útilokað annað en að takast
á við verkefnið í þéttbýli. Þetta
má ekki aftur fara út í móa, eins
og áður var með ófullkominni
löggæslu og heilbrigðisþjónustu
og þar sem almenningur sér ekki
ástandið. Hins vegar álít ég að við
á Akureyri höfum þegar fengið of
stóran bita af vandræðamálaköku
Islands um þessa helgi. Fleiri
þurfa að koma inn í dæmið og
teldi ég rétt að Reykjavík hafi t.d.
útitónleika um þessa helgi til að
létta á álaginu annars staðar.“
Mjilg góð hátíð
Framkvæmdastjóri hátíðarinnar,
Magnús Már Þorvaldsson hjá
Ferðamálafélagi Eyjafjarðar,
sendi Iíka inn greinargerð. Niður-
staða hans er sú að hátíðin hafi
verið mjög góð í mörgum skiln-
ingi, þó hún hafi ekki verið galla-
Iaus. Hann bendir á að hún hafi
komið nafni bæjarins á framfæri
með æ jákvæðari hætti; hátíðin
hafi fært hagsmunaaðilum og Ak-
ureyrarbæ miklar tekjur; hún hafi
aukið fjölbreytileika mannlífsins;
hún hafi eflt samvinnu ólíkra
hópa; hún hafi hvatt fólk til að
sækja Akureyri heim á öðrum
tímum árs en um verslunar-
mannahelgi; og hafi verið kveikja
að frjórri umræðu um skemmta-
hald Islendinga almennt, einkum
um verslunarmannahelgi. Síðan
segir Magnús: „Undirritaður fyll-
ir þann hóp er ekki sættir sig við
unglingadrykkjuna, hún setur
svartan blett á hátíðarhaldið en
yfirgnæfir myndina þó hvergi.
Unglingadrykkja endurspeglar
vandamál íslensks samfélags þar
sem agaleysi tröllríður samfélag-
inu... Halló Akure^ri hefur alla
möguleika á að dafna í sátt við
samfélagið og framkvæmdaaðilar
munu ekki firra sig ábyrgð gagn-
vart íbúum Akureyrar og athuga-
semdir verða skoðaðar af fullri al-
vöru. Abyrgðin er ekki minni þeg-
Magnús Már Þorvaldsson: Komið
verði á samstarfi við Áfengis- og
vímuvarnarráð og Tóbaksvarnar-
nefnd.
ar kemur að unglingadrykkjunni,
er það tillaga framkvæmdastjóra
að komið verði á samstarfi við
Áfengis- og vímuvarnarráð og Tó-
baksvarnarnefnd þegar hugað
verður að undirbúningi næstu
hátíðar."
Magnús metur það svo að há-
tíðin hafi verið happafengur fyrir
athafnalíf Akureyrar, en framlag
hagsmunaaðila þyrfti að vaxa til
að tryggja megi bætta fram-
kvæmd.
Fleiri og alvarlegri
bamavemdarmál
Guðrún Sigurðardóttir, deildar-
stjóri ráðgjafadeildar bæjarins,
segir í sinni greinargerð að hátíð-
I/igdís Steinþórsdóttir:
Það getur enginn gert sér þessar
aðstæður í hugarlund nema uppiifa
þær sjálfur.
in í ár hafi skorið sig úr miðað við
fyrri hátíðir hvað verkefni barna-
verndarvaktarinnar voru miklu
fleiri og alvarlegri. Alls komu upp
26 mál vegna 28 barna. Skipting
málanna er þannig að fíkniefna-
mál voru 10, áfengismál 5,
nauðganir 2, óspektir/slagsmál 7,
sjálfsmorðstilraun 1 og annað 1.
Fram kemur í greinargerð Guð-
rúnar að samvinna við lögreglu
var góð, en að mati barnaverndar-
nefndarinnar var áberandi hve
margt ungt fólk var drukkið í
bænum. „Það virtist einnig vera
mikið um fíkniefnaneyslu og við-
horf unglinganna sem voru tekin
með eða undir áhrifum fíkniefna
var á þann veg að draga má þá
Ólafur Hergill Oddsson: Þetta má
ekki aftur fara út í móa, eins og
áður var með ófullkominni lög-
gæslu og heilbrigðisþjónustu.