Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 6
VI-LAUGARDAGVR 28. ÁGÚST 1999 MINNINGARGREINAR L Innilegar þakkir til allra sem hafa auðsýnt okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför, PÁLS HERMANNS HARÐARSONAR, Böðmóðsstöðum. Guð blessi ykkur öll. María Pálsdóttir, Hörður Guðmundsson, Elfar Harðarson, Snjólaug Óskarsdóttir, Hulda Karólína Harðardóttir, Jón Þormar Pálsson, Guðmundur Harðarson, Óskar Páll Elfarsson, Hulda Björg Elfarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTÍNAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Hilmar H. Gíslason, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Hreiðar Gíslason, Sigríður Hjartardóttir, Marselía Gísladóttir, Ólafur Jónsson, Anna Sigríður Gísladóttir, Hilmar Steinarsson, barnabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu BÁRU GESTSDÓTTUR áður til heimilis að Víðilundi 10F, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins að Seli, fyrir einstaka umönnun. Guðný Jónasdóttir, Þorsteinn Thorlacíus, Gestur Einar Jónasson, Elsa Björnsdóttir, Hjördís Nanna Jónasdóttir, Kolbeinn Gíslason, GuðrúnTinna, Jónas Einar, Þorleifur, Halla Bára, Lísa, Bára og Oliver litli. Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Utfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á ieiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir oisen, utfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. Gerður Sigurðardóttir frá Ólafsfírði Gerður Sigurðardóttir, vinkona okkar, er látin. Hún hafði þjáðst af illvígu meini undanfarin ár. Samt vonuðum við, og langaði svo til þess, að njóta einstakra persónutöfra hennar lengur. Við hittumst aðeins fyrir nokkrum dögum á Akureyri og nutum notalegra samvista eins og mörg undanfarin ár. Vinahóp- ur okkar varð til ekki síst vegna frumkvæðis Gerðar. Hún hvatti okkur, vinkonur sfnar, til þess að hittast á morgunfundum á Akur- eyri, þegar við bjuggum þar, Rósa, Rúna og hún. Síðar urðu þessir morgunfundir stofn að stærri vinahópi sem hittist og átti saman dýrlega sumardaga víðs vegar um Iandið á hveiju ári s.l. tólf ár, auk menningarfunda norðan og sunnan heiða á vetr- um, þegar við heimsóttum leik- hús, söfn o.fl. Þessir viðburðir í Iífi vinahóps- ins, „Morgunfrúa" sem nefndur var eftir upphafsfundunum, þótt við makar þeirra fengjum þar að fljóta með, urðu eftirminnanleg- ir, notalegir og umfram allt skemmtilegir vegna Gerðar sem var uppspretta græskulauss gáska, lífsgleði og yndilslegheita á þessum samverustundum. Ekki spillti þegar hún kastaði fram kviðlingum í gamansömum tón af þeirri snilli sem henni var einni lagið, eða las úr ritgerð sinni um Bergþóru húsfrú, á Bergþórshvoli, þegar við skoðuð- um Njáluslóðir s.l. sumar. Fyrir þá ritgerð fékk hún hæstu ein- kunn sem hægt er að gefa þegar hún iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri á efri árum. Sú staðreynd ein lýsir mannkostum Gerðar afar vel, en hún var skarpgreind kona og víð- lesin. Vináttuböndin sem ella hefðu eflaust máðst og losnað treystust með hverju ári vegna þessara samverustunda og það eigum við ekki síst Gerði okkar og Svavari, eiginmanni hennar, að þakka, en þau kunnu svo sannarlega að bjóða húmorinn velkominn í vinahóp okkar. Þau Gerður og Svavar voru svo indæl saman, jafnt í góðlátlegu gamni sem alvöru. Því síðara gerðum við okkur ekki síst grein fyrir, vinir þeirra, þegar Gerður þurfti að stríða við erfið veikindi síðustu ár. Við sendum Svavari, börnum þeirra Gerðar, eftirlifandi móður hennar og systur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa okkur öllum minningu Gerðar Siguðardóttur. Rósa, Rúna, Gugga,Hörður, Lárus og Kristinn. Það var hress og umfram allt bjartsýnn hópur kennara sem hóf kennslu við nýjan skóla haustið 1974. Lundarskóli byrjaði við af- leitar aðstæður þar sem reyndi á þolinmæði og velvilja kennara. I þessum góða hópi var hún Gerð- ur. Starfsfólk Lundarskóla komst fljótt að því að Gerður var ekki bara hláturmild og lífsglöð, held- ur var hún einnig jákvæð og til- lögugóð. Kennarar völdu hana því oft sem fulltrúa sinn í kenn- araráð og í ýmis önnur trúnaðar- störf. Gerði fylgdi ævinlega góður andi og drifkraftur. Hún átti oft frumkvæði að náms- og kynnis- ferðum kennara. An Gerðar er óhugsandi að við hefðum nokkum tíma farið í skólaheim- sóknir til Glasgow eða Reykjavík- ur. Gerður kenndi handmennt við Lundarskóla í ríflega 20 ár og hún var vinsæl af nemendum sínum, ekki síður en samstarfs- fólki. Hún hafði alltaf gott lag á nemendum og tókst að virkja þá í námi og leik. Við sem þekktum Gerði sjáum hana gjarnan fyrir okkur með títuprjóna og tvinna í pilsinu að segja frá spaugilegum atvikum sem gerst höfðu í kennslustundum. Þá var hún í essinu sínu og gerði ekki síst grín að sjálfri sér. Mikið væri veröldin betri ef fleiri væru gæddir jákvæðni og skopskyni í jafn ríkum mæli og Gerður. Svavari og fjölskyldu allri send- um við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Starfsfólk Lundarskóla Tómas Jónsson fymim skólastjóri og sparisjóðsstjóri á Þingeyri við Dýraijörð Hallgrímur Sveinsson á Hrafns- eyri sagði mér snemmsumars gegnum símann þær leiðu fréttir, að Tómas á Þingeyri væri haldinn alvarlegum sjúkdómi. Hann hef- ur nú haft yfirhöndina. Tómas var ekki orðinn aldraður maður, eftir J)ví sem nú gerist, eða 74 ára. Eg sé hins vegar í blöðunum, að margir fara héðan einmitt á aldursbilinu 70 til 80 ára. Flestir hafa lokið aðaldagsverkinu á þessum aldri, en geta, ef heilsa leyfir, átt ánægjuleg efri ár. Kynni okkar Tómasar voru ekki mjög náin, en við vissum áreiðan- lega hvor af öðrum lengi. Eg sá hann fyrst og talaði við hann á móti skólastjóra að Laugum í Reykjadal í ágúst 1963. Þar söng hann í kvartett skólastjóra og skemmti mótsgestum. Hann var félagslyndur og ólatur að leggja Iið ýmsum málum, er öðrum máttu til gagns og gamans verða. Starfsþrek hafði hann mikið og viljaþrek eigi síður. Þegar Tómas varð fimmtugur, hinn 6. júnf 1975, tók hann sér far með flugvél til Reykjavíkur og hélt upp á afmæli sitt með vegleg- um hætti á Hótel Sögu. Daginn áður hittumst við í biðsal Flugfé- lags Islands á Isafirði. Þar heilsuðumst við kunnuglega. Hann spurði, hvort ég gæti ort með stuttum fyrirvara. Ég neitaði því ekki. Hann spurði mig þá, í tilefni af því að hann sagðist eiga merkisafmæli daginn eftir, hvort ég gæti ort nokkur erindi til flutn- ings á Sögu. Ég lofaði að reyna. Nú rann afmælisdagurinn hans Tómasar upp. Ég mætti, ásamt konu minni, á Sögu og fékk að vita hvar Tómas byggi. Hann hafði þá tekið á leigu svítu eina veglega og safnaði að sér vinum og velunnurum. Ekki skorti veit- ingar, bæði í fljótandi og föstu formi. Auðséð var að Tómas var vinamargur maður og vinsæll. Þegar menn eru fimmtugir standa þeir venjulega á hátindi Iífsins. Það gerði Tómas einnig. Hann hlýddi á mig flytja ljóð í til- efni dagsins. Á manndómsins miðjum vegi nú mænirðu fram á leið. Þú siglir á sjötta tuginn, og sérð, hvað tíðin er greið. Með vinum er vænst að dvelja þar vestur á Þingeyri. Þó ferðu sem fljótast í hæinn á fimmtugsafmæli. Með kindum og hrossum og krökkum og konu og heimili þú unir þér allvel þar vestra, - og auðvitað Mammoni! Svo gleðji þig árin sem áður, minn ágæti starfshróðir. Þú siglir á sjötta tuginn, - og sjálfsagt hlýturðu hyr. Já, hann Tómas var ekki lengi að fara þennan spöl frá fimm- tugsafmælinu til þess að verða hálf áttræður. Alveg er ótrúlegt, hversu tíminn er fljótur að líða eftir að miðjum aldri er náð. Það reyna menn sem fara þessa slóð. Sumarið 1997 var ég um tíma á Hrafnseyri við Arnarfjörö. Þar var þá Tómas vörður við Safn Jóns Sigurðssonar á staðnum. Fórst honum það vel úr hendi. Hann bjó, ásamt konu sinni, Sig- ríði Steinþórsdóttur, um sumar- ið, á neðstu hæð staðarhússins. Þar var þægilegt að koma og rabba við húsráðendur. Eitthvað heyrði ég um þverrandi heilsu Tómasar talað, en ekki óraði mig samt fyrir því, að endalokanna yrði jafn skammt að bíða og nú er raun á orðin. Tómas var vel máli farinn og varpaði stundum fram erindum. Getur hugsast, að hann hafi bú- ist við því, að senn væri komið að leiðarlokum, er hann setti saman eftirfarandi erindi og gaf mér í þriðja bindi vfsna- og ljóðasafns- ins „I fjórum línum“, er út kom haustið 1997: Mér finnst ég nú öllum mann dómi rúinn, svo mjög getur tilveran verið andsnúin. Nú er minn lífskvóti næstum því húinn; nú verður dómurinn ei lengur flúinn. Ég þakka kynnin við Tómas Jónsson. Hann var einn af þeim, sem ánægja var að blanda geði við. Fjölskyldu hans votta ég samúð. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum skólastjóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.