Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 28.08.1999, Blaðsíða 1
Hólar í Hjaltadal skömmu eftir 1800. Skólavist Gríms þar lauk snarlega árið 1796 þegar hann varð uppvís að innbroti á Höfðaströnd. IjfpíS. Grínmr Ólafsson boigari FREYJA JÓNSDÓTTIR SKRiFAR Prestsoniirinn Grímur Ólafsson átti lit- ríkan feril sem glæpamaður og borgari í Reykjavík um aldamótin 1800. Hann var dæmdur til ævilangrar þrælkunar- vinnu á Brimarhólmi, en strauk þaðan árið 1808 og er talið að hann hafi flúið til Englands. Ekkert spurðist til hans eftir það. _____ Eftir því sem best er vitað var Grímur Olafsson fæddur árið 1775, ekki er kunnugt um fæð- ingardag hans. Hann var sonur Ólafs Jónssonar, sem útskrifaðist úr Hólaskóla 1759. Árið eftir varð Ólafur djákni á Möðruvöll- um og tók prestsvígslu 1761. Eftir það var hann nokkur ár prestur á Svalbarði í Þistilfirði og síðan að Kvíabekk í Ólafsfirði. Ólafur var vel ættaður, sonur Jóns Guðmundssonar lögréttu- manns og Guðrúnar Ingimund- ardóttur. Margrét, kona Ólafs og móðir Gríms, var dóttir Jóns lög- réttumanns á Einarsstöðum í Reykjadak Varla verður annað sagt en Grímur hafi verið út af góðum foreldrum þó að hann hafi sjálfur lent á glapstigum eins og greint verður frá hér á eftir. í uppvexti þótti Grímur meira en lítið ódæll og gengu sögur um að hann hafi reynt að kveikja í Hólaskóla og einnig var hann bendlaður við kukl. Ekki er óhugsandi að ýkjur hafi verið uppi því hvergi er að finna neitt um íkveikjutilraunir annað en sögusagnir einar. Sýslumenn í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum eru sagðir hafa vottað það að þeir hafi ekki heyrt neitt misjafnt um Grím þegar hann dvaldi í umdæmi þeirra. Hafði 44 ríkisdali upp úr krafsinu Grímur settist í Hólaskóla 1792 en gekk námið stirðlega. Þegar hann hafði setið fjóra vetur í skólanum og árangur lítill, varð vist hans þar snarlega lokið eftir að hann gerði sér ferð að nætur- lagi út á Höfðaströnd á bæinn Gröf, aðfaranótt 21. apríl 1796. Erindið var að bijótast inn og stela. Grfmur hafði upp úr krafs- inu 44 ríkisdali. Áður en hann náðist fór hann vestur á land og þóttist vera í ýmsum erindagerð- um. Ekki var langt um Iiðið þegar bréf kom til yfirvaldsins þar vesira frá sýslumanni Skagfirð- inga, sem vildi láta taka Grím fastan vegna Grafarmálsins því ekki þótti leika neinn vafi á að Grímur hefði komið þar nærri. Þegar þannig var komið sá hann sitt óvænna og skundaði suður á land. Þar kemst hann loks und- ir mannahendur, rúmu ári eftir innbrotið og ránið í Gröf, og er sendur heim í átthagana. Framhald ú hls. 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.